Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 15
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 15 Eins konar kyrralíf ÞRJÁR myndlistarsýningar voru opnaðar í gær í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Steinunn G. Helgadóttir sýnir í neðri sölum safnsins og ber sýning hennar heitið „Einskonar kyrralíf". Samtímis opnar hún á Mokka kaffi sýningu með sama heiti. Á sýning- unni eru málverk, myndbandsmál- verk og innstillingar. Ingibjörg Hauksdóttir opnar sýn- ingu í efri sölum safnsins á mál- verkum og bródereðum skúlptúrum. Þetta er 2. einkasýning hennar, en hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1992. Edward Mansfield er gestur safnsins í Setustofu að þessu sinni. Sýningu sína nefnir hann „Fáeinar hugleiðingar á íslandi". Sýningarnar eru opnar daglega frá 14-18 og þeim lýkur 7. maí. ------» ♦ ♦------ Burtfararpróf í Listasafni Islands TÓNLEIKAR verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni íslands á morgun, mánu- dag 24. apríl, kl. 20.30. Tónleikarnir eru burtfararpróf Guðrúnar Hrund- ar Harðardóttur, víóluleikara, frá skólanum. Píanó- leikari er Kryst- yna Cortes. Á efnisskránni eru Hebresk svíta Guðrún Hrund fyrir VÍólu Og Harðardóttir píanó eftir Ernest Bloch, Svíta nr. 3 í C-dúr fyrir einleiksselló eftir J.S. Bach, Márchenbilder op. 113 fýrir víólu og píanó eftir Robert Schum- ann og Sónata fyrir víólu og píanó op. 147 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ----» ♦ ♦---- Upplifun „Gospel“-kvöld SÖNGSMIÐJAN í Reykjavík mun standa fyrir „Gospel“-kvöldi á morgun kl. 20.30 í Listaklúbbi Leik- húskjallarans. Fjöldi manns tekur þátt í þessari dagskrá. Dansarar frá Kramhúsinu sýna afríska dansa undir stjórn Orville Pennant, einnig kemur fram sönghópur Söngsmiðjunnar undir stjórn Esterar Helgu Guðmunds- dóttur, en einsöngvarar með hópn- um eru Ester Helga, Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir og Kristján Helgason, kvintettinn A Capella syngur og tríó skipað Tómasi R. Einarssyni á bassa, Gunnari Gunn- arssyni á píanó og Mattíasi Hemslock á trommur leikur undir hluta dagskrárinnar. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS KYNNIR Lista-, óperu- og sælkeraferð - Það besta á Italíu Listskoðun og lífsnautn í fegurstu héruðum og borgum ftalíu. Brottför 12. ágúst Skipulag og fararstjóm Ingólfur Guðbrandsson STöfrar ítalíu FERÐAMATI: Flug til og frá MILANO. Akstur um Ítalíu í glæsilegustu gerð farþegavagna. GISTING: Alls staðar á 4-5 stjömu hótelum, sérvöldum með tilliti til gæða og staðsetningar. Hlaðborðsmorgunverður e/iijf/H a/i/ut/*/v fiA/ Ferð sem allir unnendur lista og fegurðar ættu að láta eftir sér. Eitt tækifæri enn undir fararstjórn Ingólfs ! KYNNING Hótel Sögu í kvöld, Sunnudaginn 23. apríl kl. 20.30 í þingsal A. Ókeypis aðgangur, en mætið snemma til að tryggja ykkur sæti Dagskrá: 1’ fete°n^IíitmSSOn rithöfunc<ur, forseti ls andsdeildar stofnunarinnar Dante Aþg10!-1 segir fra félaginu og Dante 2) Benedikt Gunnarsson listmálari og lektorviðKHIsýnirogskýrirlit 9 Kaffihlé9"^' ^ fræ9Um má|verkum. 3) T^'^^^brandsson forstjóri kynnir! „Tofra Italiu í máli og myndum. ■ HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: 1. MÍLANÓ, m.a. LA SCALA-óperan, dómkirkjan og Síðasta kvöld- máltíðin eftir Leonardo da Vinci í Santa Maria delle Grazie. Gisting: BAGLIONE DORIA. 2. VERÓNA, hin heillandi miðaldaborg Rómeós og Júlíu og óperan CAR- MEN I ARENUNNI með mörgum frægustu söngvurum heimsins, frátekin tölusett sæti. 3. GARDAVATNIÐ með töfrandi fegurð og bæjunum SIRMIONE, BAR- DOLINO og GARDA. Siglt á vatninu. 4. Listir og líf í FENEYJUM, þar sem gist verður á GRAND HOTEL LUNA við CANAL GRANDE, rétt við MARKÚSARTORG til að upplifa töfra borgar hertoganna á nóttu sem degi. 5. Italska hjartað - listaborgin FLÓRENS, þar sem gist er í 3 nætur á BERNINI PALACE, mitt í heimslistinni til að sjá með eigin augum snilld endurreisnarinnar, rnestu listfjársjóði veraldar í söfnunum UFFIZI og PITTI, hús Dantes og fjölmargt fleira. 6. PISA, SIENA OG ASSISI, borgimar, sem eru sjálfar eins og undurfagurt safn aftan úr öldum, ótrúlegri en orð fá lyst. Gist á PERUGIA LA ROSETTA. 7. RÓM, borgin eilífa, fyrrum miðpunktur heimsins, hefur engu tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið hefur að ferðamenn frá öllum heimshomum í 2000 ár. Gist 4 nætur á REGINA BAGLIONE hótelinu við sjálfa VIA VENETO. 8. BOLOGNA, PARMA og RONCOLE, slóðir VERDIS. VERDLÆKKUN ! MIÐAÐ VIÐ GÆÐI HEFUR ÞESSI FERÐ ÞÓTT ÓTRÚLEGA ÓDYR - SÖMU GÆÐI EN VERÐ- LÆKKUN - EF STAÐFEST ER FYRIR 3. MAÍ Arena í Verona — heimsfrcegir flytjendur Hágœða-hótel - Cogeta Palace Settu sjálfa(n) þig í réttu sporin í þessari ferð ! FERÐASKRIF HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆT117, 4. hæð 101 REYKJAVIK*SIMI 620400*FAX 626564 HP ScanJet llcx litaskanninn. Glæsilegur hágæða borðskanni. Hér á stórlækkuðu verði. Tilboösverö: kr. 99.900 stgr. HP LaserJet4Lgeislaprentarinn. Tilvalinn prentari fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Tilboðsverð: kr. 59.900 stgr. Liturinn er galdurinn. Hewlett-Packard er trygging fyrir gæðum, endingu og endalausri ánægju í litaútprentun. Hátækni til framfara « m Tæknival ts'- Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.