Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ I ÞUMALPUTTA- AÐFERÐIN msapniavamúF Á SUNNUDEGI ►HELGI Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 8. febrúar 1942. Hann fór ungur að vinna og stofnaði eigið fyrir- tæki, Sælgætisgerðina Góu, rúmlega tvítugur að aldri. Árið 1980 opnaði hann fyrsta Kentucky Fried-matsölustað- inn í Hafnarfirði, en síðar bættist annar við í Reykjavík og fyrir skömmu sá þriðji, sem er á Selfossi. Árið 1993 keypti hann rekstur Sælgætisgerðarinnar Lindu á Akur- eyri og rekur fyrirtækið nú undir nafninu Góa-Linda hf. eftir Hildi Friðriksdóttur FTIR að Helgi Vilhjálms- son í Góu keypti Lindu á Akureyri í ágúst 1993 rekur hann annað stærsta sælgætisfyrirtæki landsins. Helgi er um margt sérstakur, hann er áræðinn og vinnur starf sitt meira af tilfínningu og útsjónarsemi en að hann styðjist við nútímaaðferðir eins og tölur og linurit. Þegar sá gállinn er á honum getur hann tek- ið stórt upp í sig og lætur allt flakka. Hann byrjaði fyrir þrjátíu árum með tvær hendur tómar og hefur tekist á þessum tíma að byggja upp þrjá Kentucky Fried-kjúklingastaði auk sælgætisverksmiðjunnar. Hann hefur ekki látið staðar numið, því húsnæði verksmiðjunnar er orðið of lítið og næsti áfangi er kominn nokkuð vel á veg. Reiknar Helgi með að taka húsnæðið í notkun á þessu ári. Þegar blaðamaður hitti hann í húsnæði Góu-Lindu í Bæjarhrauni 24 í Hafnarfírði var erfítt að halda honum við efnið og hvað eftir annað var hann kominn á kaf í pólitískar umræður. Honum líkar ekki hvemig lífeyrissjóðirnir hafa safnað að sér fé og veita því lítið til baka til inn- lendra fyrirtækja, hann fordæmir pólitíkusana sem koma í heimsókn í fyrirtækin rétt fyrir kosningar, en láta ekki sjá sig þess á milli. Honum fínnst það vera þjóðfélaginu til skammar, þar með talið atvinnurek- endum og verkalýðsfélögum, að eft- ir áratuga góðæri skuli 50 þúsund króna launataxtar vera ennþá við lýði. Hann hefur ákveðna skoðun á innflutningi landbúnaðarvara og reyndar innflutningi yfírleitt, s.em hann segir að sé góð leið til þess að auka atvinnuleysið enn frekar. „Við þurfum að spyma við fótum varðandi innflutninginn, en það ger- ir maður ekki nema í samvinnu við viðskiptavinina og fólkið í landinu," segir hann. Páskaegg í fyrsta sinn Helgi tók þátt í páskaeggjaslagn- um í fyrsta sinn núna og segir að viðtökumar hafi verið frábærar og betri en hann þorði að vona. Öll eggin hafí selst upp nokkrum dögum fyrir páska og því hefði þurft að framleiða meira. „Það er ljóst að við erum á réttri leið og munum ótrauðir halda áfram um næstu páska,“ sagði hann. Helgi kveðst hafa velt páska- eggjaframleiðslu fyrir sér í nokkur ár, en eftir að Góa keypti Lindu hafí hugmyndin fyrir alvöru farið að geijast. Síðastliðið haust festi hann kaup á vél og mótum og hóf að þróa sérstakt Góu-súkkulaði. „Gegnum tíðina hef ég verið að bæta súkkulaðið, en þama varð ég verulega að taka mig á. Það tók mig svolítinn tíma þar til ég varð það ánægður að ég treysti mér til að setja eggin á markað. Eg á eftir að þróa súkkulaðið enn frekar og hef eitt ár fram að næstu páskum." Helgi þurfti ekki að fjölga starfs- fólki svo neinu nam í páskalotunni, því starfsmennimir þáðu allir að vinna aukavinnu. Starfsfólk fyrir- tækisins skilar fullri vinnuviku á íjórum dögum og á því frí á föstu- dögum. „Við tókum þetta kerfí upp fyrir um það bil tíu árum. Það kom til af því að fólk komst ekki til að sinna einkaerindum eins og fjármál- um, klippingu, læknaheimsóknum og slíku nema að fá frí í vinnú. Nú vill starfsfólkið ekki hafa það öðm vísi og fínnst notalegt að hafa langa helgi, sérstaklega yfir sumartím- ann.“ Sígandi lukka best Frá því Góa var stofnuð hefur hún stækkað jafnt og þétt þar til Linda bættist við, en þá átti sér stað umsvifamesta breytingin á fyr- irtækinu fram til þessa. „Ég hef reyndar aldrei gáð að því og velti því ekki fyrir mér hvar í röðinni fyrirtækið er,“ svarar hann aðspurð- ur um umsvif og stærð fyrirtækisins í sælgætisgeiranum. „Ég hef lýst sjálfum mér við skjaldböku, sem fer alltaf áfram, rólega að vísu, en miðar alltaf rétta leið. Ég er ekki að velta mér svo mikið upp úr þessu öllu, heldur nota mína þumalputtaaðferð, sem hefur reynst nokkuð vel. Hitt er annað mál, að ekki er_ víst að allir vilji hlusta á hana. Ég hef alltaf sagt að ég sé svolítill einræðisherra, því ég er ekkert gefinn fyrir að mæta á fundi til að ræða um hvort hlutirn- ir séu góðir eða slæmir. Ég vil frek- ar taka áhættuna strax sjálfur. Oft fer alltof mikill tími í fundahöld til að ræða um framleiðsluna í stað þess að ganga hreint til verks. Ef varan líkar ekki þá er málið hrein- lega að gleyma henni.“ Góa verður til Þegar Helgi er spurður hvemig fyrirtækið hafi orðið til brosir hann kankvíslega og segir að svolítil saga sé í kringum það. „Ég hafði starfað sem verkstjóri hjá Nóa í fjögur ár þegar ég komst að því að símastúlk- an hafði hærri laun en ég. Ég fór fram á launahækkun og var sann- gjam því ég bað einungis um að fá sömu laun og hún, en var neitað. Þá átti ég bara eitt tromp eftir og það var að segja upp. Þegar ég uppgötvaði að konan mín var orðin ófrísk vildi ég hætta við, en þá vildu þeir mig ekki lengur," segir hann. Helgi tók því á leigu húsnæði og framleiddi karamellur á. kvöldin en vann I byggingarvinnu á daginn. Þar sem karamellurnar fengu góðar viðtökur hóf hann framleiðslu á kúlum og rúsínum. Síðan tók kex- bakstur við og þá varð hraunið til ásamt hraunbitum. „Sambærilegar vömr vom til á markaðnum nema hraunið, sem sló í gegn og hefur haldið vinsældum síðan. Ætli ég sé ekki búinn að selja mörg hundmð tonn af því,“ segir hann. Linda bætist við Þegar Linda var til sölu hafði Helgi ekki sérstaklega verið að spá í að stækka við sig. „Ég keypti rekstur Lindu á 20 milljónir króna, sem margir hafa talið of hátt verð. Flestir em þó að reyna að hagræða innan fyrirtækja sinna til að auka veltuna og því spyr ég á móti: Hvað má borga fyrir að auka veltuna um 20% á einni nóttu? Ef ég hefði keypt vélar í staðinn hefði ég orðið að byrja frá gmnni og það hefði jafn- vel tekið mig áratugi að sannfæra fólk um ágæti vörunnar. í staðinn held ég áfram að selja Lindu-buff og alla þá framleiðslu sem markað- urinn þekkir." Þegar Helgi er spurður út í hag- ræðingu fyrirtækjanna segir hann að hún gerist ekki á einni nóttu. „Linda er meira en 40 ára gamalt fyrirtæki og mér fiiinst sanngjarnt að ég fái 40 mánuði til þess að vinna úr þessum málum,“ segir hann og bætir við að ákveðin hagræðing hafi auðvitað náðst strax eins og í hráefniskaupum, sölumálum og dreifingu. Hann hefur ekki gert upp við sig hvað verður um verksmiðjurekstur- inn fyrir norðan því fyrir skömmu seldi Landsbankinn húsnæðið sem hún er í. „Uppsagnafrestur á hús- næðinu er sex mánuðir og þann tíma hef ég til að íhuga hvað ég geri í stöðunni. Það er allt óráðið ennþá,“ segir hann. Vinsælasta sælgætið — Hvert er vinsælasta sælgætið á markaðnum? „Ja,“ segir Helgi og dæsir. „Rús- ínur og kúlur em alltaf vinsælar. Ég hef ekki skoðað nákvæmlega hvað er selt, en veit að hvort tveggja er vinsælt.“ | — Þú virðist ekki liggja mikið | yfir tölum. Hvernig ferðu að því að hafa fingurinn á púlsinum og vita hvað þú átt að gera næst og hvenær? „Það er rétt, ég ligg ekki yfir tölum. Að vita hvert er næsta skref er eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Maður fylgist með þróuninni bæði innanlands og utan og sér hvaða tegund sælgætis er vinsæl. Það sem þarf að hafa í huga er að | vera með bragðbetri vöru en keppi- j nautarnir. Ég hef ágætis bragðlauka, sem * em hvorki mengaðir af sígarettum né brennivíni. Þannig reyni ég að fínna nýja og betri framleiðslu,“ segir hann og bætir við eftir stutta umhugsun: „Ja, þetta verður bara til. Ég get ekki svarað þér öðruvísi, því ég veit það ekki. Við getum þó kannski tekið . páskasmakkið sem dæmi. Þegar ég í hóf framleiðslu á páskaeggjunum (; þótti mér tilvalið að koma með lítið w egg, svipað og keppninautamir hafa * boðið. Það var augljóst að ég þurfti að vera örðuvísi, þannig að ég ákvað að setja fyllingu í eggið. Það er að vísu svolítið dýrt í framleiðslu, en okkur tókst vel upp og var rúmlega 50 þúsund stykkjum dreift í verslan- ir fyrir páska.“ Sjálfur mikill sælkeri Helgi kveðst vera mikill sælkeri t sjálfur og einkum falli honum | súkkulaði vel í geð. „Ég borða mik- ið af því, alltof mikið. Eg væri ekki hissa þótt ég hafí innbyrt hálft kíló á dag í páskatörninni, en ég er mik- ið á ferðinni og hleyp mest af því af mér. Ég er stór trukkur sem þarf mikið bensín," segir hann svo. — Hefur hollustubylgjan á und- anförnum árum skilað sér í minni i sælgætissölu? „Nei, ég held ekki,“ svarar hann I og bætir við sposkur á svip: „Ætli | fólk sé ekki bara farið að eyða meiri tíma í að hlaupa það af sér! Það getur vel verið að einhveijir hugsi með sér að þeir verði að sleppa sælgætinu og borða kál í staðinn. Þá má ég til með að benda á af því að ég á hesta, að þeir fitna um allt að 50 kíló yfir sumarið, þótt þeir borði bara gras!“ | Hann bendir á að auk sykurs séu einnig góð efni í sælgætinu eins og r nýmjólkurduft, kakómassi og kakó- | smjör. „Ég vil sjálfur ekta sælgæti því mér fínnst það gott. Af þeim ástæðum vil ég búa til góða vöru, úr góðum hráefnum og hafa gott verð á henni.“ Rekur þrjá veitingasteði Fimmtán ár eru síðan Helgi opn- aði Kentucky Fried-matsölustað í ^ Hafnarfírði, en auk þess rekur hann tvo aðra, á Selfossi og í Faxafeni. Hann segir að þegar hann hafi sótt P um þá lóð hafi fólk látið í ljós van-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.