Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 29
MINNINGAR
við Ragnar ykkur, þeim og öðrum
vandamönnum. Guð gefí ykkur
styrk í sorginni.
Bjarnveig Höskuldsdóttir.
Andlát ungrar konu í blóma lífs-
ins er þungt áfall. Við vissum, að
sjúkdómur Ágústu var illvígur,
horfur óvissar og meðferðin erfið,
en vonarneistinn um bata bægði frá
neikvæðum hugsunum. Andlát
Ágústu kom eins og þruma, en loft-
ið var skýjað. Missir eiginmanns,
barna, foreldra og þeirra, sem stóðu
henni næst er mikill. Óvænt dauðs-
fall Ágústu leiðir hugann til Óm-
ars, og annarra vina okkar og
vandamanna. Á svona stundum rifj-
ast upp fyrir okkur enn á ný, hve
mikilvægt er að rækta vináttuna,
og samband sitt við þá, sem okkur
eru kærir, meðan hægt er að njóta.
Við vitum að veröldin er hverful,
og lífsins lok hér á jörðu eru óum-
flýjanleg, og koma okkur oftast á
óvart.
Við kynntumst Ágústu fyrir sex
árum, þegar hún kom ásamt fjöl-
skyldu sinni til Blönduóss. Strax
hófst náið samstarf og vinátta.
Ágústa var hjúkrunarfræðingur á
sjúkradeild Héraðssjúkrahússins.
Hún var mjög hæf og samviskusöm
í sínu starfi. Hún átti gott með
mannleg samskipti, og það var
þægilegt að vinna með henni. Við
vitum, að Ágústa var ekki síður
stöðugleikinn uppmálaður. Hún bar
hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir
btjósti. Við minnumst hennar sem
glaðværrar og skemmtilegrar vin-
konu á mörgum sameiginlegum
gleðistundum, en ekki síður sem
ábyrgðarfullrar húsmóður á sínu
heimili.
Brottnám Ágústu úr þessu jarð-
lífi er óvægið og ótímabært, eins
og alltaf er, þegar fólk er tekið
yfir móðuna miklu í blóma lífsins.
Þó miklu hafi verið áorkað á stuttri
ævi, og grunnur lagður að framtíð
fjölskyldunnar, hefðum við öll viljað
njóta samvista hennar lengur. Við
söknum góðrar vinkonu. En lífsins
stundaglas var tæmt, og því fáum
við ekki breytt. Við munum geyma
Ágústu í minningunni, og þökkum
henni innilega samfylgdina. Við
hjónin viljum votta Ómari, börnum,
foreldrum og tengdaforeldrum og
öllum aðstandendum, okkar dýpstu
samúð.
Böðvar Örn og Gestný.
Þegar fréttin barst mér um að
þú færir farin, setti rtiig hljóða. Ég
átti eftir að segja þér svo margt
og ætlaði að hringja í þig eftir helgi.
Eftir eru spumingamar stóm — af
hverju? Af hveiju þú? Af hveiju
svona fljótt?
Kynni okkar vom stutt, en þau
hófust þegar þú komst inn í sauma-
klúbbinn 1990. Einu ári seinna urð-
um við nágrannar og hittumst þá
oftar yfir kaffibolla. Hefðu þær
stundir mátt vera fleiri, en oft er
lengst að fara til þeirra sem næstir
manni eru. Manni finnst tíminn allt-
af vera nægur. Hið daglega amstur
skipar því miður of stóran sess í
lífi manns, eins og kannski hjá flest-
um. Þú varst ekki allra, en þegar
ég hitti þig síðast fannst mér að
kynni okkar hefðu getað orðið nán-
ari, og ég hlakkaði til að þú kæmir
aftur heim. Ég ætlaði svo sannar-
lega að gefa mér betri tíma fyrir
heimsóknir og ætlaði að vera þér
innan handar í þínum veikindum.
Nú er það of seint. Ágústa, með
þessum fátæklegu orðum langar
mig að kveðja þig og þakka þér
fyrir allt og allt.
Ómari, Eydísi, Unni, Frímanni,
Þorbjörgu, Frímanni eldri og öðrum
aðstandendum vottum við hjónin
og börnin okkar dýpstu samúð og
biðjum Guð að styrkja ykkur í ykk-
ar miklu sorg.
Charlotta.
Ómar vinur okkar kynnti okkur
hjónin fyrir Ágústu um jólaleytið
1983. Alltaf hefur verið gott sam-
band milli okkar og þeirra Ágústu
og Ómars og höfum við átt margar
góðar stundir saman. Oft hefur
verið langt á milli okkar í landfræði-
I-
legum skilningi, en þó hefur aldrei
liðið mjög langt á milli funda. Það
eru eftirminnilegir dagar í júní
1988, þegar Ómar og Agústa, sem
þá bjuggu í Svíþjóð, heimsóttu okk-
ur hjónin í Tel Aviv í ísrael, þar
sem við bjuggum þá. Við minnumst
einnig heimsóknar þeirra hjóna til
okkar síðastliðið sumar á ísafjörð.
Það var indælt og afslappað and-
rúmsloft sem fylgdi Ágústu og
munum við sakna hennar.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Ómar og börnin.
Gísli H. Guðmundsson og
Anna Hugrún Jónasdóttir.
Mig skortir orð til þess að tjá
harm minn og sorg. Hún er ennþá
svo ljóslifandi fyrir augum mínum,
mér finnst ég hljóti að hitta hana
á förnum vegi og ræða um daginn
og veginn við hana. Af hveiju hvarf
hún frá okkur svona fljótt - af
hveiju er lífíð svona óréttlátt?
Ágústa var alltaf góð við mig -
hún var yndisleg manneskja.
Elsku Eydís, Ómar, Unnur og
Frímann. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð vegna ykkar mikla
missis.
Tárin að ðnýtu falla á fold,
fá hann ei vakið er sefur í mold.
Mjúkasta hjartanu hugganin er
horfinnar ástar er söknuður sker
á harminum hjartað að þreyta.
(Þýð. Jónas Hallgrimsson.)
Guðmunda Sirrý.
Þegar ungar manneskjur deyja í
blóma lífsins, þá kemur upp í hug-
ann sú spurning, af hveiju? Já, af
hveiju eru börn gerð móðurlaus
svona allt í einu og ungur maður
missir konu sína svona vægðar-
laust? En svona er lífið, við skiljum
það ekki alltaf og okkur finnst það
ekki alltaf réttlátt. Þó enginn sem
þekkti Ágústu væri tilbúinn að trúa
því að hún væri með ólæknandi
sjúkdóm, og því síður að hún myndi
láta undan svo snögglega sem raun
bar vitni, verðum við að trúa því
að einhver tilgangur hafi verið með
að hún fengi að lifa til þessa. Hún
var einstök kona, hún var ekki bara
falleg í útliti heldur einnig að inn-
ræti. Eigingirni var ekki hægt að
finna hjá henni og það að gera
öðrum greiða var eitthvað henni
eiginlegt. Hún valdi sér starfsvett-
vang sem hjúkrunarfræðingur og
þar fengu þessir eiginleikar að njóta
sín sem best og var öruggt að sjúkl-
ingarnir hennar þyrftu ekki að hafa
áhyggjur að hún þjónaði þeim bara
af skyldurækni.
Þrátt fyrir að Ágústa ynni úti
og væri einnig húsmóðir var móð-
ur- og eiginkonuhlutverkið hennar
aðalhlutverk. Einnig var hún mjög
tengd foreldrum sínum og þótt hún
væri eina bam þeirra, þá var hún
eflaust á við mörg hvað varðar
umhyggju til þeirra.
Við Agústa kynntumst fyrst, er
hún var að klára hjúkrunarskólann
og var nemi á slysadeild Borgarspít-
alans. Hún átti að vera með mér á
þremur næturvöktum um helgi og
var óvenjulega lítið að gera þessar
nætur. Við sátum því mikið og
spjölluðum um lífið og tilveruna.
Hún ætlaði að flytjast norður til
Akureyrar, þaðan sem við vorum
báðar ættaðar, að loknu námi og
vera þá einnig nær foreldrum sín-
um. Ékki grunaði okkur að seinna
ættum við eftir að hittast aftur og
þá yrði hún orðin unnusta æskuvin-
ar Ásmundar, mannsins mins. Óm-
ar er einnig öndvegis maður, traust-
ur og áreiðanlegur svo ekki hafa
foreldrar hennar þurft að hafa
áhyggjur af henni er þau rugluðu
saman reitum. Er fjölskyldur okkar
fluttu til Svíþjóðar með stuttu milli-
bili, tókum við upp yinkonusamband
og hittumst nokkuð oft þó við
byggjum hvor í sinni borginni. Ein-
hveiju sinni er við vorum með
yngstu bömin okkar lítil og vorum
báðar heimavinnandi, sátum við úti
í yndislegu veðri og létum okkur
dreyma um hvernig lífið yrði er við
kæmum heim. Ágústa var alltaf
með heimþrá eins og svo sem við
hin, en foreldrar hennar toguðu í
hana og hlakkaði hún til, að kom-
ast nær þeim og ala upp börnin í
nærveru við þau. Ég man aldrei
eftir að hún kvartaði undan lífinu
eða væri óánægð. Á einn eða annan
hátt virtist eins og hún gæti alltaf
gert gott úr öllu og var verulega
þægilegt að umgangast hana. Hún
var einnig glaðlynd og bros hennar
gleymist seint.
Eftir að við vorum flutt hittumst
við einu sinni sem oftar á heimili
þeirra á Blönduósi. Þau Ómar mun-
aði ekki um að taka á móti okkur
fjórum með litlum fyrirvara og fann
maður þar fyrir raunverulegri gest-
risni, þar sem við höfðum á tilfinn-
ingunni að við værum að gera þeim
greiða með komu okkar þótt við
værum þiggjendurnir.
En nú er Ágústa dáin og veit ég,
að við sem fengum að njóta þess
að þekkja hana, verðum ríkari
manneskjur eftir þau kynni. Börn-
um hennar, Ómari, foreldrum og
tengdaforeldrum verður sorgin
þung og sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur og veit ég að Guð
er með þeim í sorg þeirra.
Guðrún Vignisdóttir.
Heldur finnst manni réttlætið
naumt skammtað, þegar frískleg
kona og móðir, vart komin um miðj-
an aldur, er hrifin burt úr þessu
lífí, burt frá ungum börnum og eig-
inmanni, burt frá ástkærum foreldr-
um. Ágústa Frímannsdóttir er dáin,
fallin frá, langt fyrir aldur fram,
og enda þótt nú séu nokkrir dagar
liðnir frá þvf okkur barst þessi
harmafregn, verður þessum tíðind-
um vart trúað.
Ágústa ólst upp í Álfabyggðinni
á Akureyri hjá traustum foreldrum
sínum, Þorbjörgu og Frímanni. Hún
var eina bam þeirra hjóna og átti
ást þeirra óskipta. Við kynntumst
henni strax, þegar við vorum á
bamsaldri. Fjölskylda okkar hafði
þá flust á sömu slóðir í Álfabyggð-
ina og var samgangur á milli heimil-
anna fljótt mjög mikill, enda vin-
skapur mikill á milli foreldra Ág-
ústu og okkar.
Þetta var á þeim árum, þegar
gatan var leikvöllur bama og úti-
leikir voru í hávegum hafðir. Og
sjaldnast var spurt um aldur, þegar
krakkahópurinn ærsjaðist daglangt
og fram á kvöld. í þessum fjöl-
breytta hópi skar Ágústa sig úr
með sitt tinnusvarta hár og yfirveg-
aða fas. Og blíðlegt brosið fór ekki
framhjá nokkram manni. Hún var
jafnan föst fyrir og ákveðin og góð-
ur og traustur vinur.
Þegar tímar liðu fram skildu leið-
ir og hvert okkar fór í sína áttma.
Vinskapur foreldra okkar og Ág-
ústu tryggði þó alltaf vitneskjuna
um leiðir hvers annars. Raunar fór
þó svo, að Sigrún, eitt okkar systk-
ina, átti eftir að endumýja kynnin
við Ágústu síðar á lífsleiðinni. Það
átti fyrir þeim að liggja að starfa
saman um nokkurt skeið sem hjúkr-
unarfræðingar á Akureyri.
Síðastliðin ár bjó Ágústa með
eiginmanni sínum og bömum á
Blönduósi. Við systkinin sáum hana
því æ sjaldnar. I ljósi þessa munum
við því alltaf vera þakklát fyrir
það, að hafa hitt hana af tilviljun
fyrir nokkrum vikum og fá þar
tækifæri til að spjalla stuttlega
saman. Þá grunaði okkur ekki hið
minnsta að við ættum ekki eftir að
hitta Ágústu meira á lífsleiðinni.
Orð mega sín lítils á kveðjustund
sem þessari, en samúð okkar er öll
með foreldrum Ágústu, eiginmanni
og börnum, sem hafa misst svo
mikið.
Gunnar Orn, Sigrún,
Sigmundur Ernir,
Guðrún og fjölskyldur.
Á erfiðri stundu er gott að eiga
trú, trú á lífið og að dauðinn marki
aðeins þáttaskil í lífinu í átt til
meiri þroska. En hann er sár og
stundum virðist ekki hægt að sætt-
ast við hann. Líkt og nú þegar hann
tekur frá okkur það sem er svo
dýrmætt, eiginkonu, móður, dóttur,
tengdadóttur, vinkonu, já, yndis-
lega manneskju í blóma lífsins.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
Systir okkar,
VALGERÐUR TRYGGVADÓTTIR,
Laufósi,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. apríl kl.
13.30.
Klemens Tryggvason, Þorbjörg Tryggvadóttir,
Þórhallur Tryggvason, Björn Tryggvason,
Agnar Tryggvason, Anna Guðrún Tryggvadóttir.
t
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
VIÐAR MAGNÚS HÓLMARSSON,
lést í Landspítalanum þann 15. apríl. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu mánudaginn 24. apríl kl. 10.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu
minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Hólmar Þór Stefánsson, Þóra Viðarsdóttir,
Arnar Ingi Reynisson,
Jóna Dóra Hólmarsdóttir.
t
Elsku litli sonur okkar, bróðir og
barnabarn,
ÆVAR ÞORVALDSSON,
Klukkubergi 3,
sem lést 14. apríl, verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 25.
apríl kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent
á Barnaspítala Hringsins og Styrktarfé-
lag vangefinna.
Þorvaldur Friðþjófsson,
Bryndís Ævarsdóttir,
Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, Sigurður Óli Þorvaldsson,
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Agnes Steina Oskarsdóttir,
Ævar Ragnarsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
JÓHÖNNU ÞÓRU JÓNSDÓTTUR,
Suðurhólum 30.
Jón Cleon Sigurðsson, Guðlaug Ólafsdóttir,
Ágúst Óli Óskarsson,
Vilborg Sigriður Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við
andlát og útför,
AXELS SVEINBJÖRNSSONAR
kaupmanns,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir
einstaka umönnun og alúð.
Jóna Alla Axelsdóttir,
Gunnur Axelsdóttir, Steinþór Þorsteinsson,
Lovisa Axelsdóttir, Ægir Magnússon,
Axel Gústafsson, Kristín Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓSKARS JÓHANNS
GUÐMUNDSSONAR
vélstjóra
frá Vestmannaeyjum,
Háaleitisbraut 14,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
María Magnúsdóttir,
Elín Ósk Óskarsdóttir,
Anna Maggý Óskarsdóttir,
Óskar Þór Arngrímsson,
Arnar Már Pálmarsson,
Sævar Óskarsson,
Arngrímur Þorgrímsson,
Pálmar Þór Snjólfsson,
Eygló Björk Pálmarsdóttir,
María Rós Arngrimsdóttir.