Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RANNVEIG BJARNA-
DÓTTIR OG SIGURÐ-
UR HALLDÓRSSON
+ Rannveig
Biarnadóttir
fæddist 13. júlí 1906
á Seyðisfirði. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 14.
apríl sl. Foreldrar
hennar voru Bjarni
Bjarnason frá
Hólmi í Landbroti
og eiginkona hans
Eyvör Sveinsdóttir.
Sigurður Hall-
dórsson fæddist á
Húsavík 28. mai 1898. Hann
lést á hjúkrunarheimilinu
Skjóli 18. febrúar 1995. For-
eldrar hans voru Halldór Ein-
arsson sjómaður og eiginkona
hans Guðrún Eldjárnsdóttir
yósmóðir.
Á annan jóladag 1924 gengu
Rannveig og Sigurður í hjóna-
band, og höfðu þvi verið gift í
rúm 70 ár er þau létust með
tveggja mánaða millibili á
Skjóli. Þar höfðu þau dvalist
allra síðustu árin. Sigurður
stundaði sjómennsku framan
af ævi eða til fertugs, er hann
fór i land og stundaði ýmis störf
eftir það. Hann var m.a. póstur
á Seyðisfirði og jafnframt
starfsmaður Olíufélagsins um
árabil, þar til þau hjónin fluttu
til Reykjavíkur 1966. Þar starf-
Á föstudaginn langa lést tengda-
móðir mín Rannveig Bjamadóttir á
hjúkrunarheimilinu Skjóli, tæpum
tveim máuðum eftir að hún fylgdi
eiginmanni sínum Sigurði Halldórs-
syni til grafar, en hann andaðist
18. febrúar síðastliðinn. Þar með
er lokið langri lífsgöngu þessara
heiðurshjóna eftir sjötíu ára farsælt
hjónaband. En þeim áfanga náðu
þau um síðustu jól.
Eg átti því láni að fagna að vera
tengdasonur þeirra í meira en f|'öru-
tíu og sex ár eða frá 16. október
1948 er þau gáfu mér eina af dætr-
um sínum, Bjamey og Baddý eins
og ég hef alltaf kallað hana. Ekki
gat ég annað merkt en að þau gerðu
það með gleði og þau tóku mér strax
opnum örmum.
Ég vil nú, er leiðir skilja um sinn,
votta þeim þakklæti mitt og virð-
ingu fyrir langa og góða viðkynn-
ingu. Áð leiðarlokum er margs að
minnast og margt að þakka, þar
era mér ofarlega í huga heimsóknir
okkar hjónanna og bama okkar
austur til Seyðis^arðar, þar sem
þau Veiga og Siggi bjuggu lengst
af. Þar var okkur tekið af mikilli
hlýju og allt gert til að gera dvölina
sem ánægjulegasta og eftirminni-
legasta. Ekkert var til sparað,
tengdamóðir mín kunni svo sannar-
lega sitt fag og það varð enginn
svikinn af þeim kræsingum, sem
hún bar á borð fyrir okkur og aðra
gesti. Bæði vora þau hjónin sérlega
gestrisin og öllum sem að garði
bar, hvort sem var úr næstu húsum
eða lengra að komnir, var tekið
með kostum og kynjum og veittur
góður beini. Tengdamóðir mín hafði
stórt hjarta og mátti ekkert aumt
sjá. Þess nutu ýmsir sem minna
+ Gestur Björnsson fæddist
að Brún í Reykjadal í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu 18. apríl
1924. Hann andaðist á heimili
sínu í Reykjavík 7. apríl sl.
Gestur var jarðsunginn frá
Fossvogskirkju 18. apríl sl.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
aði Sigurður við bensínaf-
greiðslu hjá Esso á meðan
heilsa entist.
Börn Rannveigar og Sigurð-
ar eru: Guðrún, gift Gunnarí
Hannessyni, Bjarney, gift Ás-
birni Björnssyni, Halldór,
ókvæntur, Svanhildur, sem var
gift Hauki Guðmundssyni er
lést 1974, sambýlismaður henn-
ar er Tómas Oskarsson, Ólöf
Anna, ekkja eftir Guðmund
Helgason, og Ingi, kvæntur
Halldóru Friðriksdóttur. Af-
komendur þeirra eru um 50
talsins.
Utför Sigurðar fór fram frá
Fossvogskirkju 23. febrúar sl.
Rannveig verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju mánudag-
inn 24. apríl og hefst athöfnin
kl. 13.30.
máttu sín og áttu víst athvarf í eld-
húsinu hjá henni í Dagsbrún við
Hafnargötuna. Þar var oft gest-
kvæmt og mikið spjallað og margt
sem bar á góma. Sigurður
tengdapabbi var meinstríðinn og
hafði gaman af að hleypa svolitlu
fjöri í umræðumar með því að vera
eða látast vera á öndverðri skoðun
við aðra í þessum „eldhúsdagsum-
ræðum“. Kom þá jafnvel fyrir að
einhver nágranni fór út í fússi,
ósáttur við málfhitning húsbónd-
ans. Þetta risti þó aldrei djúpt og
fyrr en varði féll allt í ljúfa löð,
enda tengdamamma ágætur sátta-
semjari. Tengdapabbi og ég voram
ekki alltaf sammála í pólitíkinni og
aldrei varð okkur eiginlega sundur-
orða, nema þegar.stjómmál bar á
góma. Þá gat hitnað í kolunum,
sérstaklega þegar skammt var í
kosningar.
Þrátt fyrir miklar annir hjá
tengdaforeldram mínum á þessum
áram gáfu þau sér jafnan góðan
tíma til að sinna kvabbi okkar gest-
anna og barnabömin nutu þes svo
sannarlega að dvelja hjá afa og
ömmu. Það var í mörg hom að líta
hjá Sigga tengdapabba, en bæði var
að hann var líkamlega hraustur og
óbilandi starfssamur að hann komst
yfir að vasast í ótrúlega mörgu.
Hann bar út póstinn til Seyðfirðinga
um árabil og rak bensínsölu fyrir
Esso, sem var erilsamt og bind-
andi, þegar sinna þurfti viðskipta-
vinunum allan sólarhringinn. Áuk
þess fékk hann undanþágu, ófag-
lærður maðurinn, frá samtökum
bólstrara til að reka verkstæði þar
sem hann smíðaði og bólstraði dív-
ana og dýnur. Varð það góð búbót,
þegar umsvifin voru sem mest á
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta biund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig biessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fyigi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kveðja, með þökk fyrir allt.
Elín, Erlendur, Eydís
Ylfa og Ýmir Hrafn.
síldarárunum og hjálpuðust hjónin
að við framleiðsluna.
Smábúskap höfðu hjónin áram
saman, eina kú, hænsni og nokkrar
kindur. Ég minnist þess að
tengdapabbi hafði mikla ánægju af
fjárbúskapnumm og taldi ekki eftir
sér að hlaupa á eftir rollunum sínum
upp um allar brekkur og fjöll. Hann
átti mjög erfítt með að leggja þann
búskap niður.
Þáttaskil verða hjá tengdaforeld-
ram mínum fyrir um þrjátíu áram,
er þau tóku sig upp og fluttu frá
Seyðisfirði og settust að í Reykja-
vík, þar sem flest bama þeirra vora
sest að.
Fyrstu árin bjuggu þau í Smá-
íbúðahverfinu í nágrenni við tvær
dætur sínar og fjölskyldur þeirra.
En lengst af bjuggu þau í Gnoðar-
vogi 48, þar sem þau höfðu keypt
notalega íbúð.
Sigurður starfaði áfram í nokkur
ár hjá Esso, þar til hann varð að
hætta vegna veikinda. Hann hafði
alltaf vinnusamur verið og var afar
ósáttur við að þurfa að hætta störf-
um svo ungur, aðeins rúmlega sjö-
tugur. Hann sætti sig þó við orðinn
hlut og bar húsbændum sínum hjá
Esso mjög gott orð fyrir það hve
vel þeir hefðu reynst honum við
starfslok. Þar hygg ég að hann
hafi notið ávaxtanna af einstakri
samviskusemi og trúmennsku í
störfum sínum eftir að hann tók
að sér rekstur bensínsölunnar á
Seyðisfirði og jók stórlega markaðs-
hlutdeild Esso á staðnum.
Það var flarri tengdapabba að
leggja upp laupana þótt á móti blési
og hann neitaði að taka það alvar-
lega þótt kransæðastífla. væri að
hijá hann af og til. Hann var ekki
fyiT kominn heim af spítalanum
eftir hjartakast, en að hann sást á
fullri ferð niðri í miðbæ, þar sem
hann hitti gjaman gamla kunningja
frá Seyðisfírði til að spjalla við.
Þrátt fyrir fyrirmæli lækna að
hlífa sér lét hann sig ekki muna
um að hlaupa upp og niður stigana
í Gnoðarvoginum. Þegar hjarta-
verkimir gerðust mjög sárir stakk
hann bara töflu undir tunguna og
allt var gott í bili.
Sigurður var lestrarhestur mikill
og las ógrynni af bókum þegar
störfum lauk og var víða heima.
En sjóninni hrakaði smám saman
og þá nýtti hann sér hljóðsnældur
Blindrafélagsins, sem komu í stað
bókanna.
Það var eiginlega ekki fyrr en
um nírætt sem veralega fór að halla
undan fæti með heilsuna og síðustu
2-3 árin dvaldist hann á Hjúkran-
arheimilinu Skjóli, þar sem hann
naut góðrar hjúkranar. Fyrir það
var hann þakklátur, en honum
leiddist vistin sem eðlilegt var, þar
sem hann átti erfitt með að hafa
samneyti við fólk eftir að hann
missti sjónina og auk þess var
heymin orðin afar dauf síðustu árin.
Heilsu tengdamóður minnar var
mjög tekið að hraka og var hún
bundin hjólastól hin síðari ár. Var
hún nokkur ár á B-deild Borgarspít-
alans, þar sem hún naut góðrar
umönnunar hjúkrunarfólks. Hún
var mjög þakklát fyrir góða hjúkran
og elskulegt viðmót starfsfólksins
og fékk gjarnan hrós frá því fyrir
að vera góður og Ijúfur sjúklingur.
Ég leyfi mér að færa þessu ágæta
fólki alúðar þakkir fyrir frábæra
umönnun í langvarandi veikindum.
Sömuleiðis vil ég færa hjúkranar-
fólki á Skjóli þakkir fyrir góða
umönnun, en þar dvaldist Rannveig
síðustu misserin, sem hún lifði.
Ég er sannfærður um að tengda-
mamma hefði óskað að skilað yrði
sérstöku þakklæti til séra Ólafar
Ólafsdóttur, prests á Skjóli, en hún
reyndist henni afar vel. Geri ég það
hér með.
Bæði voru Rannveig og Sigurður
andlega em og fylgdust vel með
þrátt fyrir háan aldur og líkamlega
hrömun. Sérstaklega var Sigurður
stálminnugur og undravert hvað
hann, tæplega 97 ára gamall, mundi
alla skapaða hluti, bæði frá gam-
alli tíð og það sem nýlega var skeð.
Þau voru þakklát fyrir heimsókn-
ir ættingja og vina.
Eftir andlát Sigurðar hrakaði
heilsu Rannveigar ótrúlega hratt
og virtist sem lífslöngunin færi
mjög þverrandi, uns hún andaðist
á föstudaginn langa.
Bæði fengu þau hægt andlát, án
veralegra þjáninga, að því er virt-
ist. Fyrir það eram við fjölskyldan
þakklát skaparanum.
í nafni okkar hjónanna, bama
okkar og bamabama bið ég tengda-
foreldram mínum Guðs blessunar.
Hvílið í friði.
Ásbjörn Björnsson.
Það kom mér ekki svo mjög á
óvart, þegar mér var tilkynnt and-
lát ömmu minnar. Ég held að við
höfum bæði vitað að við voram að
kveðjast hinsta sinni, eftir útför afa
23ja febrúar síðastliðinn. Kveðju-
stundin var þannig. Mér fannst eins
og lífsviljinn væri horfínn hjá henni,
og það er kannski ekki skrýtið, hún
var að kveðja ástvin sinn og eigin-
mann eftir rúmlega sjötíu ára far-
sælt hjónaband. Það er ég viss um
að þrátt fyrir erfíð veikindi hennar
ætlaði hún ekki að fara á undan
afa. Hún ætlaði að fylgja sínum
manni alla leið.
Það var alltaf fastur liður þegar
farið var til Reykjavíkur að heim-
sækja afa og ömmu, lengst af í
Gnoðarvoginn, síðan á Dalbrautina
og síðustu árin á hjúkrunarheimil-
inu Skjóli. Það var svo sem sama
á hvem staðinn við heimsóttum
þau, alltaf vora móttökumar slíkar
að okkur fannst við vera heimt úr
helju í hvert sinn og kveðjustundirn-
ar voru slíkar að það var eins og
þau héldu að maður kænii aldrei
aftur. Og þau töldu það ekki eftir
sér að koma til Vestmannaeyja
haustið 1977 til að vera viðstödd
brúðkaup okkar Völu. Skelltu sér
bara með ms. Herjólfi eins og þau
hefðu aldrei gert annað en að fara
á sjó og þau minntust oft á þá ferð
og hvað það hefði nú verið gaman
og hversu mikið hefði nú verið
stjanað við þau þessa daga í Eyjum.
Fyrir þá heimsókn verðum við Vala
ævinlega þakklát.
Afi og amma fylgdust vel með
uppvexti og framgangi afkomenda
sinna, svo vel, að mann undraði
oft, því hópurinn er orðinn býsna
stór. Það er gott að eiga góðar
minningar og það era allar þær
minningar sem ég á um afa og
ömmu, hvort sem ég var bam í
heimsókn á Seyðisfirði eða sem
unglingur og fullorðinn maður. Við
Vala og bömin viljum að leiðarlok-
um þakka afa og ömmu allar
ánægjustundimar sem við áttum
saman og vottum ástvinum öllum
samúð okkar.
Björn Eyberg Ásbjörnsson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku amma og afi, takk fyrir
allar ánægjustundir sem við áttum
saman. Það er skrýtið að hugsa til
þess að þegar við komum til Reykja-
víkur þá munum við ekki hitta ykk-
ur.
Guð blessi minningu ykkar.
Fanney Björk og fjölskylda.
Þegar ég kveð elskulega ömmu
mína nú svo örskömmu á eftir afa
mínum, þá era svo margar minning-
ar tengdar henni sem koma upp í
kollinn.
Elsku amma mín, þú varst sú
besta amma sem nokkurt barn get-
ur hugsað sér að eiga. Þú varst
blíð og góð, hugulsöm og nærgæt-
in, ég átti alltaf gott með að ræða
málin við þig þegar ég var barn og
unglingur hjá þér á Seyðisfirði.
Eg var ekki há í loftinu þegar
ég fór að venja komur mínar til
ykkar afa á sumrin. Alltaf var mér
GESTUR BJÖRNSSON
tekið jafn hlýlega og er mér minnis-
stæð umhyggja þín fyrir mér. Sér-
staklega kemur upp í hugann fullt
glas af flóaðri mjólk sem þú lést
mig drekka við komuna. Þú hafðir
ofurtrú á að hún gerði mér gott
eftir langt og erfitt ferðalag, stund-
um með snjóbíl yfir heiðina. En
þótt ég kúgaðist yfir volgri mjólk-
inni einsetti ég mér að niður skyldi
hún, því ekki vildi ég særa þig
amma mín.
í huga mér var alltaf sól á Seyðis-
firði þegar ég var þar, enda leið
mér svo vel. Það var svo gaman
að leika sér í garðinum þínum, enda
garðurinn svo fallegur með hinum
ótrúlegustu gerðum af blómum,
tijám og rósum. Mikið fannst mér
gaman að hjálpa þér í garðinum
og bý ég að þeirri kennslu sem ég
fékk hjá þér á þessum árum, nú
þegar ég er komin með minn eigin
garð. í litla skotinu neðst í garðin-
um gátum við Hjördís frænka unað
okkur tímunum saman við búleik,
þú varst óspör við að lána okkur
gamla bolla og dót, svo og gömul
föt sem við klæddumst og höfðum
mikið gaman af.
Oft verður mér hugsað til þín
amma mín þegar ég er við vinnu á
mínu heimili þar sem er sjálfvirk
þvottavél, þurrkari og uppþvotta-
vél. Þú með þetta stóra heimili og
mikinn gestagang, hvemig þér ent-
ist sólarhringurinn, svefntíminn
hefur varla verið langur. Minnist
ég þess þegar ég var um ellefu ára
og farin að vinna við að breiða salt-
fisk sem var hinum megin við fjörð-
inn. Ef þurrkur var og koma skyldi
til vinnu var flaggað með hvítu
flaggi eldsnemma, minnir mig að
það hafi verið um sex leytið. Alltaf
læddist þú inn þar sem ég svaf í
stofunni og leist út um gluggann
til að athuga hvort ég ætti að
mæta. Þú hefðir getað látið mig
vakna sjálfa við klukkuna, nei, ekki
þú amma mín. Ýmist sagðir þú við
mig, „þú mátt sofa áfram Ransý
mín“ eða „það er vinna í dag“, þá
settist ég upp á hjólið mitt og hjól-
aði af stað, að sjálfsögðu með gott
nesti fyrir daginn, sem þú útbjóst
handa mér. Aldrei heyrði ég þig
kvarta yfir skítugu vinnufötunum
sem þurfti að þvo af mér við slæm-
ar aðstæður. Ekki batnaði það þeg-
ar ég varð eldri og var komin í síld-
arvinnuna með öllu slorinu sem
henni fylgdi.
Þegar ég hugsa til baka koma
ýmsar myndir upp í hugann, amma
mín.
Ég minnist hænsnakofans uppi í
hlíðinni fyrir ofan húsið. Sé þig
fyrir mér við eldhúsvaskinn að vigta
egg í brúna bréfpoka á eldhúsvigt-
inni, því nýorpin eggin vora vinsæl
af nágrönnunum. Hef ég gran um
að ekki hafi verið smurt á þá sölu,
alla vega ekki fyrir þá sem bágt
áttu. Eg minnist þess þegar þú
sendir mig einu sinni sem oftar með
dallinn, sem þú safnaðir matarleif-
unum í, upp í hænsnakofa að gefa
hænunum og sækja egg í leiðinni,
að haninn brást ókvæða við og hjó
í hausinn á mér.
Þú að krafla í grænmetisgarðin-
um, þar sem þú ræktaðir allt mögu-
legt grænmeti. Það var einstakt lag
sem þú hafðir á öllum jurtum, ekki
síst inniblómunum sem fylltu alla
glugga. Hvemig þú fékkst blómin
til að blómstra allt árið er mér hul-
in ráðgáta, þér var kappsmál að
eiga sem flestar tegundir og fylgd-
ist ég með þegar þið vinkonurnar
skiptust á afleggjurum hver hjá
annarri. Sérstakt dálæti hafðir þú
á pelargoníum í öllum litum og hef
ég erft þann áhuga frá þér. Gaman
var að fara með þér þegar Esjan
kom með sumarblómin, þá flykkt-
ust konumar niður á bryggju og
versluðu í garða sína og glugga.
Þú á sfldarárunum við sauma í
kjallaranum með afa tímunum sam-
an, hann að bólstra dívana fyrir
síldarbraggana og þú að sauma
áklæðið. Það var ótrúlegt hve miklu
þú komst í verk, þú bakaðir heil
býsn líka svo alltaf var nóg til með
kaffinu. Ég þori að veðja að enginn
getur nokkra sinni bakað eins góð-
ar kleinur og þú, eða klatta og
skonsur. Uppskriftin var engin,