Morgunblaðið - 23.04.1995, Page 44
44 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
r., •
HÁSKOLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
„fyndin og kraftmikil mynd...
dálitið djörf...
heit og slímug eins og nýfætt jÆ
bam" Ó.H.T. Rás 2.
* ' ;
michael KEATON geena DA
rn m p/1
s J H H( HSS
JJ UVyJ UJJ
Frábær rómantísk gamanmynd um óvini sem verða
ástfangnir, samherjum þeirra til sárra leiðinda. Kevin
og Julia eiga eitt sameiginlegt: Þau eiga erfitt með að
sofna á nóttunni! Allt annað er eins og svart og hvítt.
Þau eru ræðuritarar fyrir pólitíska keppinauta og
þegar allt fer í háaloft milli á þeirra, verða frambjóð-
endurnir strengjabrúður þeirra þegar
þau hefna sín á hvort öðru.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
m
Frábær gamanmynd úr smiðju
Martins Scorsese um tauga-
veiklað ungskáld, feimna kær-
ustu, uppskúfaðan ástmann
hennar og útbrunna sápu-
leikkonu sem hittast öll á meðal
þotgliðsins i New York og missa
andlitið og svolítið af fötum!
Ath: Ekki íslenskur texti.
Sýnd kl. 9 og 11.
Uk' STÖi;
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11
6 Óskarsverðlaun
Tom
Hanks er
FORREST M
GIVIP iZ
Sýnd kl. 6.30 og 9.15
Sýnd kl. 11.15. B.i. 16.
Fylgist með bíókynningartímanum kl. 19.55 í Sjónvarpinu
Internet-
kaffihús
Intemetið er á allra vömm og menn kepp-
ast við að komast þar inn. Islendingar em
þar framarlega eins og jafnan og fyrir
skemmstu var opnað „netkaffíhúsið“ Síbería.
AHUGI á alþjóðlega tölvu-
netinu Internet fer sífellt
vaxandi og úti um heim
leita menn ýmissa leiða
til að komast þar inn og skoða sig
um. Hér á landi er áhuginn síst
minni en annars staðar og fyrir
skemmstu opnaði í Reykjavík, við
hlið Bíóbarsins á Klapparstíg, „net-
kaffihúsið" Síbería, þar sem hver
sem vill getur komist í samband
við Intemetið í lengri eða skemmri
tíma og keypt sér kaffibolla eða
drykk á meðal hann skoðar sig um.
Einar Orn Benediktsson er einn
forsvarsmanna Síberíu og hann
segir að Síbería sé einskonar tilraun
sem gengur út á að leyfa fólki að
kynnast Internetinu. „Það er búið
að gera einhverskonar tölvugrýlu
eða stóra bróður úr netinu,“ segir
Einar. „Oft er talað um að netið
sé framtíðin og því ekki að kynna
framtíðina fyrir fólki?“
Einar segir að allir séu velkomn-
ir að líta inn og kynnast Internet-
inu, „hér ríkja engir fordómar gagn-
vart tölvukunnáttu fólks. Helstu
fordómamir sem við höfum þurft
að glíma við er hræðsla manna við
að nema og læra á Internetið."
Einar segir að tölvukostur Síber-
íu ætti að duga til að byija með,
þar séu sex Laser tölvur frá Heimil-
istækjum sem eru beinlínutengdar,
.eins og það kallast, og þannig sé
hraðinn hjá Síberíu 30-40% meiri
en það sem fólk hefur kynnst með
upphringisambandi.
„Þar sem flestir sem hafa komið
hingað hafa ekki séð netið og auk
þess ekki komið nálægt tölvum á
ævinni áður veitum við leiðsögn um
grandvallaratriði," segir Einar.
„Þar að auki erum við alltaf til stað-
ar ef einhveijar spurningar vakna
eða vandræði koma uppá. Það er
alltaf einn netþjónn til staðar og
iðulega eru fleiri en einn hér sem
geta leyst hinar ýmsu spurningar
sem koma upp.“
Sumir hafa nasasjón
Einar segir að gestir Síberíu séu
misfróðir, eins og gengur, sumir
hafí nasasjón af Internetinu úr
vinnunni og taki gjarnan með kunn-
ingja sem hafa aldrei barið fyrir-
bærið augum. „Þar með hefur
„netcafé“ náð tilgangi sínurn," seg-
ir Einar, „enginn er netauli eftir
klukkustunda veru hér hjá okkur.“
Einar segir einstaklingsbur.dið
hversu lengi menn sitji við; sumir
viti nákvæmlega hvetju þeír séu að
leita að og séu þá eðlilega fljótir
að finna það, enn aðrir sitji við tvo
til þijá tíma. „Það hefur ekki tekið
langan tíma fyrir fólk að finna það
sem það hefur verið að leita að, en
vegna hins gríðarlega magns upp-
lýsinga sem finna má á Internetinu
hefur örlað á óþreyju hjá þeim sem
héldu að það væri hægt að finna
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
RAGNHEIÐUR Eiríksdóttir, Henný Hafsteinsdóttir og Einar Örn Benediktsson.
sitja heila kvöldstund, en það er
samt algengara að menn sitji í 2-3
tíma í senn, þá era þeir búnir að
svala fróðleiksfýsn sinni í bili, a.m.k
til næsta dags. Vissulega koma
menn aftur og aftur, þeir ánetjast
og geta loksins nýtt sér að hafa
þennan aðgang að Internetinu.“
Prýðileg aðsókn
Einar segir að fólk hafi almennt
tekið Síberíu vel og aðsókn verið
prýðileg. „Það sem hefur staðið
okkur fyrir þrifum er að við höfum
ekki getað boðið upp á alla þá raf-
rænu þjónustu sem við höfum vilj-
að, meðal annars vegna þess að það
hefur verið í mörg horn að líta.
Núna erum við tilbúin með fullan
aðgang að netinu, irc, rafpóst og
fax, hleðslu og tengingu fyrir fis-
tölvur, og prentara þannig að fólk
getur prentað út af Internetinu þær
upplýsingar sem það finnur. Það
hefur mælst vel fyrir þar sem þeir
sem koma vilja gjarnan taka með
sér þær upplýsingar sem þeir hafa
fundið.“
HÉR hafa gestir fundið eitthvað skondið á netinu, f.v. Sif Karls-
dóttir, Marteinn Valdimarsson og Sigurður Óli Pálmason.
allt um leið. Eðli netsins er þannig
að maður verður að hafa tíma til
þess að „sörfa“ og leita. Þeir sem
koma og hafa 10 mínútur og vilja
finna eitthvað sérstakt á þeim tíma
hafa fljótt komist að því að það er
allt of skammur tími.
Það telst nú ekki til tíðinda að