Morgunblaðið - 23.04.1995, Side 52

Morgunblaðið - 23.04.1995, Side 52
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 <Q> NÝHERJI MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKIA VÍK, SlMl 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUStCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Átök um viðskipti Fiskiðjusamlags Húsavíkur IS ætlar að auka hlutafé Ráðherravalið rætt við þingmenn FORMENN væntanlegra stjórnarflokka, þeir Davíð Oddsson og Halldór Asgrímsson, ræddu í gær einslega við alla þingmenn í flokki hvors um sig, áður en þeir gerðu tillögur sinar að ráðherralistum flokkanna. Vildu þeir kanna afstöðu þingmanna til ráðherraefna áður en ákvörðun yrði tekin á þingflokksfundum, sem áttu að hefjast kl. 18 í gær, laugardag. Hér ræðir Davíð Oddsson við nýliða í þing- flokki sjálfstæðismanna, Einar Odd Kristjáns- son. Halldór Ásgrímsson heilsaði ísólfi Gylfa Pálmasyni, sem sömuleiðis er nýr í þingflokki Framsóknarflokksins. Stefnuyfirlýsing stjórnarinnar og skipting ráðuneyta á milli flokkanna var á fundum, sem hófust ld. 16, borin undir flokksráð Sjálf- stæðisflokksins og miðstjórn Framsóknar- flokksins. Ríkisráðsfundir í dag í dag, sunnudag, kl. 11 munu ráðherrar fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks mæta til ríkisráðsfundar með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, á Bessastöðum. Kl. 14 verður haldinn annar ríkisráðsfundur, þar sem ný ríkisstjórn tekur við völdum. Með fullt umboð frá ríkisstjórn Áherzla var lögð á að hraða stjórn- armyndunarviðræðum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, meðal annars vegna fundarins í Osló. Talið var mikilvægt að embættismennirnir, sem fara til fundarins í Ósló, hefðu fullt umboð ríkisstjórnar, sem tekið hefði við völdum, en ekki aðeins starfsstjómar. Þess er þó tæplega að vænta að samningar verði undir- ritaðir á fundinum, heldur að viðræð- ur haldi áfram í framhaldi af honum. Háð áframhald- andi viðskiptum ÚTGERÐARFÉLAG samvinnu- manna, sem er eignarhaldsfélag í meirihlutaeigu íslenskra sjávaraf- urða hf. (ÍS) og hluthafí í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur (FH), hefur þégar gefíð Fiskiðjusamlaginu já- kvætt svar um þátttöku í hluta- fjáraukningu félagsins. Sú ákvörðun var tekin í trausti þess að Fiskiðjusamlagið yrði áfram í viðskiptum við ÍS, að sögn Hermanns Hanssonar, stjórnarfor- manns ÍS. „Mér kæmi afar mikið á óvart, ef yrði einhver breyting á því,“ sagði Hermann. Morgunblaðið/Kristinn Norsk stjórnvöld hafa að undan- förnu gefið til kynna heima fyrir að semja þurfi um skiptingu síldar- stofnsins. Jafnframt hefur þeirra sjónarmiða gætt í auknum mæli að semja beri við ísland um þorskkvóta í Smugunni. Til dæmis hafa Odd- mund Bye, formaður Norges Fiskar- lag, og Geir Ulfstein, einn helzti þjóðréttarfræðingur Noregs, lýst þeirri skoðun. 1 ljósi þessara kringumstæðna eru nú bundnar vonir við það í Stjórnar- ráðinu að loksins kunni að komast hreyfing á viðræður um Smuguna á fundunum í Ósló. Afgreitt mál , í byijun mánaðarins fóru full- trúar IS til Húsavíkur til viðræðna við forsvarsmenn Fiskiðjusam- lagsins vegna 100 milljóna króna hlutafjáraukningar félagsins. Hlutafjárútboðið er meðal annars til komið vegna fjárfestinga í rækjuverksmiðju FH. Hermann sagði að kaup á hlut Húsavíkur- bæjar í FH hefðu ekki verið til umræðu innan ÍS, enda ekkert legið fyrir um mögulega sölu Húsavíkurbæjar á hlut sínum í Fiskiðjusamlaginu. Stjórn ÍS væri búin að afgreiða þetta mál sam- kvæmt fyrirliggjandi beiðni Fisk- iðjusamlagsins um þátttöku í hlutafjáraukningunni. 'Um áhuga SH á kaupum á hlut í Fiskiðjusamlaginu, til að ná fyrirtækinu í viðskipti, sagði Her- mann að hann kæmi sér ekki á óvart og væri merki um aukna samkeppni á þessu sviði sem öðr- um. Spáðí Skógafoss VORIÐ er skammt undan þótt þess sjái ekki alls staðar merki, enn sem komið er. Farfuglarnir eru farnir að flykkjast til landsins og bjart- ari og betri tíð boðar að fljót- lega sjáist blóm í haga. Vor- boðum hefur fjölgað með árunum og eitt órækt merki vorkomunnar er aukinn fjöldi ferðamanna. Þessir tveir voru í hópi nemenda og kennara úr skóla einum í Corpus Christi í hinu sólríka Texas. Þeir skoðuðu meðal annars Skógafoss í liðinni viku. Morgunblaðið/RAX Norðmenn fallast á að ræða Síldarsmugu og Smuguveiðar Vonir bundnar við ár- angur á fundum í Osló VONIR eru bundnar við að eitthvað þokist í fyrsta sinn í deilu Noregs og íslands um þorskveiðar í Smugunni í Barentshafi á fundum embættis- manna, sem haldnir verða í Ósló í vikunni. Norðmenn hafa nú í fyrsta sinn fallizt á að ræða við Islendinga um stjórn veiða í Síldarsmugunni svokolluðu, eftir að rætt hefur Embættismenn íslands, Noregs og Rússlands, hafa undanfama mánuði hitzt á fundum og rætt um Smugu- deiluna, en ekkert hefur þokazt í samkomulagsátt. Á síðasta embætt- ismannafundi í Moskvu í marz var ákveðið að halda áfram að ræða sam- um Smuguveiðamar. an og var fundur síðar ákveðinn í Ósló næstkomandi miðvikudag. íslendingar hafa lengi farið fram á viðræður við Norðmenn um stjórn veiða á norsk-íslenzka síldarstofn- inum í Síldarsmugunni svokölluðu. Svörin voru í byijun þau að ekki væri tímabært að ræða málið fyrr en síldin færi að sýna sig. Þegar það gerðist í fyrra, voru svörin hins veg- ar áfram þau, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, að á meðan rík- in deildu um Smuguna væri ekki hægt að ræða um Síldarsmuguna. I seinustu viku bárust hins vegar boð frá Noregi um að í framhaldi af þríhliða fundinum um Smuguna væm norsk stjórnvöld reiðubúin að ræða um Síldarsmuguna við íslenzka embættismenn. Gert er ráð fyrir að rússneskir og færeyskir embættis- menn verði jafnframt á þeim fundi. Munu fundahöld standa frá miðviku- degi til föstudags. Fleiri vilja að ísland fái kvóta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.