Morgunblaðið - 20.05.1995, Page 4
4 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SJÓMAIMNADEILAN
íslands. Þessir aðilar þurfa að bera
sig saman um hvert einstakt atriði
og okkur finnst þetta ganga mjög
seint og taka mjög langan tíma að
taka afstöðu til hvers og eins máls
sem til úrlausnar er.“
Kristján sagði það áhyggjuefni hve
seint og illa gengi að komast að nið-
urstöðu um hvert efnisatriði í deil-
unni og þótt verðmyndun á afla
væri stærsta deiluefnið færi fjarri
að hægt væri að tala um það sem
hinn raunverulega ásteytingarstein
eins og staðan væri.
Tímafrek vinnubrögð
„Það hefur ekki tekist að ljúka
neinu máli. Þegar við höldum að nið-
urstaða sé fengin er málið sett í
geymslu og bytjað að ræða það
næsta. Þetta eru mjög tímafrek
vinnubrögð. Bara framsetningin á
kröfunni um breytta verðmyndun
gerir málið að okkar mati lítt leysan-
legt,“ sagði Kristján.
Hægt að leysa deiluna
Guðjón Amar Kristjánsson, for-
maður FFSÍ, sagðist hins vegar telja
að þokast hefði áleiðis þótt ekki
væri fengin endanleg niðurstaða um
neitt deiluefnanna.
„Ég hygg að ef menn mundu halda
áfram að vinna af heilindum í þessu
máli væru talsverðar líkur á að það
sé hægt að lenda þessari deilu,“ sagði
hann.
„Við höfum þá skyldu gagnvart
þeim félögum okkar sem standa við
allar okkar samþykktir og standa við
bakið á okkur að leysa þessa deilu.
Við eigum ekki að láta hina sem
bijótast undan stjórna vinnulaginu
og hljótum að vinna í þágu hinna sem
vilja starfa með okkur í stéttarfélög-
um,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson
og vísaði til frétta af leigu Baldvins
Þorsteinssonar EA til færeysks fé-
lags og Haralds Kristjánssonar HF
til Hnífsdals með samþykki viðkom-
andi áhafna. Þær fréttir trufluðu við-
ræður en breyttu engu um stöðuna.
160 milljónir tapast
hvem dag verkfalls
Með þús-
und tonn
á síðunni
SÍLDVEIÐIN innan færeysku
lögsögunnar gengur enn vel og
í gær höfðu tæplega 80.000 tonn
borizt hér á land. Nokkur daga-
munur er á veiðinni. Eins er hún
kaflaskipt þá daga, sem síldin
gefur sig, en þegar það gerist
fá bátarnir gríðarlega stór köst.
Aðalvandamálið er þá að forð-
ast að sprengja nótina. Hábergið
er eitt þeirra skipa, sem verið
hafa á þessum veiðum. Á dögun-
um fengu þeir rúmlega þúsund
tonna kast og þar sem þá vant-
aði aðeins lítið til að fylla sig,
naut Jón Kjartansson SU 111
risakastsins og dældi um 700
tonn í eigin lestar.
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI upp á
160 milljónir króna á dag gætu tap-
ast verði af boðaðri vinnustöðvun
sjómanna, eða 1.120 milljónir á viku.
í þessum úteikningum er aðeins átt
við veiðar á síld, úthafskarfa og út-
hafsrækju utan landhelginnar.
Miðað við óbreyttan gang í veið-
unum, eins og hann hefur verið und-
anfama daga, og óbreyttan fjölda
skipa sem veiðamar stunda, gæti
stöðvun síldveiða þýtt 100 milljóna
kr. tap á dag miðað við 10 þúsund
tonna afla á dag, 40 milljónir kr. á
dag vegna stöðvunar veiða á úthafs-
karfa og 20 milljónir kr. á dag vegna
stöðvunar rækjuveiða á Flæmska
hattinum.
Komi til verkfalls og standi það
lengi gæti svo farið að togaraflotinn
nái ekki að klára sínar aflaheimildir
á fiskveiðiárinu, sem lýkur 1. septem-
ber nk.
Úthafsveiðar íslendinga eru við-
bætur við hefðbundnar veiðar innan
íslenskrar lögsögu en nú hefur til-
koma síldveiða úr norsk-íslenska
síldarstofninum stórlega aukið mik-
ilvægi og hlut þeirra í útflutnings-
verðmætunum.
Hver dagur í verkfalli getur skipt
sköpum um verðmætasköpun því
síldveiðin getur dottið niður nánast
fyrirvaralaust. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Þjóðhagsstofnun má áætla
að 10 kr. fáist fyrir hvert kg af síld
til bræðslu og það skili heildarút-
flutningsverðmætum upp á 100 millj-
ónir á dag hjá sfldarflotanum.
Að jafnaði fást 45-50 kr. fyrir
hvert kg af úthafskarfa upp úr sjó
og veiðamar hafa gengið mjög vel
undanfarna daga. Sveinn Hjörtur
Hjartarson hagfræðingur LÍÚ segir
að á bilinu 20-25 skip stundi úthafs-
karfaveiðar og þau stöðvist öll komi
til verkfalls. Aflaverðmæti flotans
er nálægt 40 milljónir kr. á dag og
telur hann að aflaverðmæti rækju-
skipa á Flæmska hattinum sé um
20 milljónir kr. á dag. Þetta gera
160 milljónir kr. á dag, eða 1.120
milljónir á viku.
SNURPAÐ á Háberginu.
Morgunblaðið/Þorsteinn Gunnars KristjánsSon
TALSMÖNNUM deiluaðila í kjara-
deilu sjómanna ber saman um að enn
hafi ekki náðst samkomulag um neitt
þeirra atriða sem deilt er um. Guðjón
A. Kristjánsson, formaður FFSÍ,
metur stöðuna svo að þokast hafi í
deilunni og hægt eigi að vera að leysa
hana áður en til verkfalls komi. Krist-
ján Ragnarsson, framkvæmdastjóri
LIÚ, segir að viðræðum miði seint
og án breyttra vinnubragða muni það
eitt taka vikur til viðbótar að fara í
gegnum deiluatriðin. Hann sjái ekk-
ert í stöðunni sem geti komið í veg
fyrir að til verkfalls komi í næstu
viku.
„Þótt menn sitji við daginn út og
inn þá miðar afskaplega hægt,“ sagði
Kristján Ragnarsson. „Við erum að
semja við þijá hópa, Farmanna- og
fiskimannasambandið, Vélstjórafé-
lag íslands og Sjómannasamband
Enn ósamið um
öll deiluatriði
Formaður FFSÍ um leigu Haralds Kristjánssonar HF o g Baldvins Þorsteinssonar E A
Sjómenn brjóta vinnu-
löggjöf með samþykki
Sjómannasamtökin hafa óskað aðstoðar ASÍ, VMSÍ og Alþýðu-
sambands Vestfjarða vegna Ieigu skipa til að forðast fram-
kvæmd verkfalls þeirra í næstu viku, segir í samantekt
Péturs Gunnarssonar. Útgerðarmenn segja leiguna endur-
óma óánægju sjómanna með verkfallsboðunina.
STÉTTARFÉLÖG sjómanna,
sem boðað hafa verkfall í
næstu viku, hafa óskað álita
lögfræðinga sinna á þvf hvort það
standist lög að íslensk skip séu leigð
erlendum aðilum eða á Vestfjörðum
til að komast hjá stöðvun vegna verk-
fallanna.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Farmanna- og fískimannasambands
íslands, segist telja að bæði áhafnir
og útgerðir viðkomandi skipa bijóti
gegn vinnulöggjöfínni með því að
ráðast í aðgerðir sem hindn fram-
kvæmd löglega boðaðs vérkfalls. Sjó-
mannasamtökin hafí þegar óskað að-
stoðar Alþýðusambands íslands í
málinu.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, segir ljóst að skip missi
veiðirétt í íslenskri lögsögu meðan þau
eru í leigu erlendra aðila og veiði
skipin úr umdeildum stofnum missi
þau rétt til að landa hérlendis.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍU, segir þessa gem-
inga enduróma óánægju sjómanna
með verkfallsboðunina.
Auk Samheija, sem leigt hefur
frystitogarann Baldvin Þorsteinsson
EA, færeyska hlutafélaginu Fram-
heija, hafa Sjólaskip hf. leigt skip
sitt Harald Kristjánsson, sem er ný-
farið til karfaveiða á Reykjaneshrygg,
hlutafélaginu Eyvör á Hnífsdal.
Guðmundur Þórðarson, útgerð-
arstjóri hjá Sjólaskipum, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að Haraldur
Kristjánsson hefði verið Ieigður til
Hnífsdals til að skapa skipinu verk-
efni meðan á verkfalli stæði. Aðspurð-
ur sagði hann áhöfnina sátta við að
róa frá Vestfjörðum. „Þetta getur
alveg eins orðið til langframa þar sem
að það er mun meiri vinnufriður á
Vestfjörðum en héma fyrir sunnan.“
Haraldur Kristjánsson fór í fyrra-
dag á karfaveiðar á Reykjaneshrj'gg
og sagði Guðmundur að skipið kæmi
inn í síðasta lagi á sjómannadag en
óvíst væri hvar þá yrði landað.
Missa veiðirétt í Iögsögu geri
erlendir aðilar út
„Það er ljóst að þessi skip hafa
ekki veiðirétt í íslenskri lögsögu með-
an þau eru gerð út af útlendingum,"
sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann sagði jafnframt
að veiddu þessi skip úr stofnum sem
ágreiningur væri um skiptingu á
fengu þau ekki leyfí til að landa hér
á landi.
Þetta gæti snert skip sem væru
við veiðar á norsk-íslenska sfldar-
stofninum í Sfldarsmugunni og karfa
en þó ekki úthafskarfa á'Reykjanes-
hrygg og heldur ekki rækju á
Flæmska hattinum né þorsk í Smug-
unni í Barentshafi.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að samtökin
hefðu ekki afskipti af því hvað ein-
stakir útgerðarmenn gerðu og þau
hefðu frétt þetta eins og aðrir þegar
um gerðan hlut var að ræða, „Það
er augljóst að þetta hefði aldrei verið
gert nema í samráði við skipshöfnina
þannig að þetta endurómar þá
óánægju sjómanna með þetta verk-
fall sem við verðum varir við,“ sagði
Kristján og sagði útgerðarmenn verða
vara við að sjómenn sæki á um að
til þessa sé gripið til að komast hjá
verkfalli.
Kristján sagði að verkfallsboðun
sjómanna virtist hafa komið mörgum
í þeirra hópi á óvart enda væri það
víða byggt á mjög gömlum verkfalls-
heimildum frá síðasta ári.
Hann kvaðst ekki telja að þessi
tíðindi gætu haft nein áhrif á samn-
ingaviðræður útvegsmanna og sjó-
manna.
„Það eru samtök skipstjóra, vél-
stjóra og háseta sem boða verkfall
og það er skipstjóri sem ákveður hve-
nær og hvert skipi er siglt og við
erum ekki í stöðu til að passa að
þeirra menn fari í verkfall. Það verða
þeir að gera sjálfír og ef menn láta
þetta trufla sig í deilunni þá eru
menn ekki að reyna að leysa þessa
deilu heldur í einhveijum öðrum slag.
Aðalmálið er að semja um deiluna
þannig að ekki komi til verkfalls."
Brot útgerðarmanna og
sjómanna
Guðjón Amar Kristjánsson, for-
maður FFSÍ, sagði að samtök sjó-
manna teldu þessa geminga Sam-
heija og Sjólaskipa brot á vinnulög-
gjöfínni og á kjarasamningum bæði
af hendi útgerðanna og eins af hendi
viðkomandi áhafna, sem bundnar
væru af kjarasamningum og félags-
lögum verkalýðsfélaga. Ljóst væri að
útgerðir gætu aldrei gripið til aðgerða
af þessu tagi án hlutdeildar félags-
manna í samtökum sjómanna.
„Við teljum það bersýnilegt sam-
kvæmt vinnulöggjöfinni að eftir að
verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar
þá gera menn ekki slíka gerninga,"
sagði hann og sagði að forsvarsmenn
samtaka sjómanna mundu leita til
lögfræðinga sinna og óska álits þeirra
á þessu máli.
Hann sagði að sjómannasamtökin
hefðu þegar haft samband við ASÍj
Alþýðusamband Vestijarða og VMSI
og óskað eftir að félagsmenn þeirra
samtaka gripu til aðgerða ef skipin
kæmu inn á svæði þessara sambanda.
Guðjón sagði að þessar aðgerðir
væru jafnólöglegar þótt til þeirra
væri gripið með samþykki áhafna.
„Áhafnimar eru líka að bijóta gegn
félögum sínum og þeim félagslögum
sem þeir eru undir settir sjálfir.
Ákvarðanir um verkfall hafa verið
löglega teknar í stéttarfélögunum og
aðilum að stéttarfélögum er óheimilt
að aðhafast nokkuð sem brýtur niður
samstöðu félaga sinna,“ sagði Guðjón.
Guðjón sagði þetta ekki hafa áhrif
á stöðu í kjaradeilum sjómanna fyrr
en verkfallið kæmi til framkvæmda
þótt óneitanlega truflaði það viðræð-
umar. „Þeir geta sagst ætla að bijóta
verkfallið en það reynir ekki á fram-
kvæmdina fyrr en menn eiga að
hætta veiðum."
Auk Baldvins Þorsteinssonar og
Haralds Kristjánssonar hefur Morg-
unblaðið upplýsingar um að Þormóður
rammi á Siglufírði hafí kannað mögu-
leika á að leigja skip með svipuðum
hætti til að komast undan rekstrar-
stöðvun vegna verkfallsins. Ólafur
Marteinsson, framkvæmdastjóri Þor-
móðs ramma, vildi ekki ræða málið
við Morgunblaðið í gær. Þormóður
rammi gerir út Amarfell, sem er við
rækjuveiðar á Fiæmska hattinum, og
Sunnu, Stálvík og Sigluvík sem eru
á heimaslóð.
Þá greindi Ríkisútvarpið frá því í
hádegisfréttum að útgerðarmenn
Brimis SU og Helgu II RE væru að
kanna möguleika á leigu skipanna en
þau munu bæði vera við rækjuveiðar
á Flæmska hattinum.
I
r
>
\
i
>
\
i
i
i
)
i
i
i
i
I
i