Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell MR fær and- litslyftingu MENNTASKÓLINN í Reykjavík á 150 ára afmæli á næsta ári og í sumar verður skólinn allur málaður og húsið fegrað. Að sögn Guðna Guðmundsson- ar rektors er verið að taka gömlu málninguna af austurhlið og norðurgafli þar sem hún var orð- in hrufótt og ljót vegna þess að margoft var búið að mála yfir flagnaða málningu. Auk þess voru komnir ryðblettir í veggina út frá gömlum naglahausum. Guðni segir að í Ijós komi gull- fallegur 150 ára gamall viður, algjörlega ófúinn. Ekki þarf að taka málningu af austurhlið og suðurgafli því þar var skipt um yfirborð í kringum 1960. Húsið verður málað aftur i sama ljósa litnum og þakið verður áfram brúnt. Guðni segir að stefnt hafi ver- ið að því að málningarvinnunni yrði lokið við skólaslit 1. júní en það muni varla takast úr þessu. Hann segist vona að málarar verði búnir fyrir 17. júní. ------*--*—*--- Ríkisendurskoðun 162 skýrsl- ur og grein- argerðir á seinasta ári STARFSMENN Ríkisendurskoðun- ar skiluðu 55.549 vinnustundum við endurskoðun, athuganir og skyld verkefni á seinasta ári, samanborið við 55.511 stundir á árinu 1993. Auk þess keypti stofnunin þjónustu af löggiltum endurskoðendum, alls 5.541 vinnutíma, og voru heildar- vinnustundir við endurskoðun þann- ig ljðlega 61 þús. á seinasta ári. Fram kemur í starfsskýrslu Ríkis- endurskoðunar að heildarkostnaður stofnunarinnar á hverja unna vinnu- stund á seinasta ári hafi numið 2.368 krónum samanborið við 2.400 kr. árið áður. A seinasta ári voru unnar samtals 162 skýrslur og greinar- gerðir en þær voru 150 á árinu 1993. Frumvarp um fjárreiður ríkisins í formála Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda kemur- fram að unnið er að gerð frumvarps til laga um fjárreiður ríkisins í framhaldi af skýrslu nefndar sem skilað var á seinasta ári um breytingar á reikn- ingsskilum ríkissjóðs og framsetn- ingu fjárlaga. Sigurður segir að ef tillögurnar verða að lögum muni upplýsingar um reikningsskil ríkissjóðs verða ít- arlegri en nú er og meiri festu muni gæta í framsetningu þeirra í fram- tíðinni. Telur hann mikilvægt að hin nýja skipan geti tekið gildi við gerð fjárlagafrumvarps fyrir árið 1997. VERÐ AÐEINS KR 898.000,- Reynsluaktu TWINGO! ,Þaö er vel þess viröi. Strakarmr eru ennþa stórir og ágætir strákar! kHlliams RF.NAÚLT Formulel Prefaldur heimsmeistari TWINGg m NÓ6U ,TÓR FyWR Bifreiðar & Landbúnaðar\élar hf. RENAULT RENNUR ÚT!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.