Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 7
FRÉTTIR
Nýjar sendingar affallegum
sumarfatnaði
20% afsláttur af öllum
buxnadrögtum
vikuna 20 - 26 mai
Hverfisgötu 78
sími 28980
Lögreglan á Suðvesturlandi
26 bruggverk-
smiðjur á 9 mánuðum
LÖGREGLA hefur lokað á þriðja
tug bruggverksmiðja á svæðinu
frá Selfossi til Suðurnesja frá því
í september eða 26 talsins.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns í Reykjavík, hafa
bruggarar hagað framleiðslu sinni
þannig að þeir hafa stílað inn á
skemmtanahald í kringum skóla-
slit. Til marks um það hafi auk
bruggtækja og gambra fundist
200 lítrar af fullsoðnum landa í
neytendapakkningum í brugg-
verksmiðju sem lokað var í austur-
borginni sl. föstudag.
Þessum málum verður, að sögn
Ómars Smára, gefinn sérstakur
gaumur á næstunni.
Ómar Smári segir að undan-
farna mánuði hafi lítið verið af
landa í umferð en frá því í septem-
ber hafí verið látið til skarar skríða
gegn 26 verksmiðjum á suðvestur-
horninu, eða frá Selfossi í austri
til Suðurnesja í vestri.
Morgunblaðið/Jón.Sig.
Fundað með
bændum í
Blönduvirkjun
STJÓRNARMENN Landsvirlq'unar
áttu í vikunni fund í stjórnstöð
Blönduvirkjunar með nýrri sam-
ráðsnefnd bænda og oddvitum á
Blöndusvæðinu og á myndinni sjást
fundarmennirnir samankomnir
fyrir utan stjórnstöðina. Á fundin-
um var meðal annars rætt um
mögulega stækkun virkjunarlóns-
ins við Blönduvirkjun og aðrar
framkvæmdir vegna hugsanlegrar
stækkunar álversins í Straumsvík.
Stjómarmenn Landsvirlqunar
halda árlega fundi af þessu tagi
með hagsmunaaðilum á virkjunar-
svæðum umhverfis iandið.
Búist við lax-
veiði í meðallagi
AÐSTÆÐUR í lífríkinu gefa til
kynna að laxveiði verði nærri
meðaltali sunnan- og vestanlands
en slakari norðanlands. Jón Gunnar
Borgþórsson, framkvæmdastjóri
Stangayeiðifélags Reykjavíkur,
segir að verðlækkun hafí orðið á
veiðileyfum síðustu ár. Hann segir
að veiðileyfi kosti frá 900 kr. Ein
stöng á besta tíma í Norðurá kostar
47.600 kr.
Jón Gunnar sagði að sala veiði-
leyfa væri þokkaleg og aðeins betri
en í fyrra. Verð hefði Jækkað síð-
ustu ár og væri t.d. Sogið að lækka
um 10-20% og Gljúfurá um tæplega
20% á milli ára. Hvað ástæður verð-
lækkunarinnar varði sagði Jón
Gunnar ýmislegt spila inn í. Hann
nefndi að kaupmáttur hefði minnk-
að, framboð væri meira, þ.e. verið
væri að sleppa seiðum á ný svæði,
og verð á ýmsum tómstundum í
samkeppni við veiðina hefði lækk-
að, t.d. verð á utanlandsferðum.
Veiðispá
Fram kemur í fréttabréfi Veiði-
málastofnunar að stærð seiða-
árganga, sem fara áttu út vorið
1994, hafi verið yfir meðaltali. Hins
vegar hafi minna af gönguseiðum
gengið út Norðanlands en búast
hefði mátt við um vorið. Hugsanleg
skýring gæti falist í því að kuldi í
ánum sumarið 1993 og 1994 hafi
tafið þroska hluta seiðanna og þau
setið eftir í ánum. Afleiðingin gæti
orðið minni smálaxagengd, einkum
norðanlands, í sumar.
Sjávarskilyrði ráða hvað mestu
um afkomu laxins. Sjávarhiti fyrir
Norðurlandi var hár vorið 1994 og
var jákvæð fylgni milli sjávarhita
og laxgengdar þar ári síðar. Seiði,
sem fóru til sjávar 1994, ættu því
að hafa komist vel af.
Samband er milli smálaxagengd-
ar og stórlaxagengdar ári síðar að
því er fram kemur i fréttabréfinu.
Stórlax hefur meiri þýðingu norðan-
lands, þar sem hann er hærra hlut-
fall í veiði en á Vesturlandi. Smá-
laxagengd var í meðallagi góð vest-
anlands, einkum í Borgarfirði, en
bæði í Breiðafirði og norðanlands
var hún með minna móti. Stórlaxa-
gengd ætti því að vera í meðallagi
vestantil á landinu en rýrari annars
staðar.
■
bjóda þér kaffi?
Á smurstöð Heklu erþað tvennt sem hefur forgang: Viðskiptavinurinn og bíllinn hans.
Bíllinn þinn nýtur þess að fá þjónustu fagmanna sem nota eingöngu smurefni
og vélarolíur frá Shell sem staðist hafa ströngustu kröfur bílaframleiðenda.
Og þú mátt vera viss um að kaffið og meðlætið, sem við bjóðum á meðan þú bíður,
er einnig fyrsta flokks.
Láttu þér og hílnum líða vel á smurstöð Heklu.
Þú pantar tíma í síma: 69 66 70
_ Smurstöð - Laugavegi 174.
HcKLA Sími: 69 56 70 og 69 55 00.
íu(
Skógrækt með Skeljungi