Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAÚGÁRDAGUR 20. MAÍ 1995 11 FRETTIR Yfirvofandi verkfall sjómanna á fiskiskipum Mikíláhríf á sumarvinnu skólafólks MÖRG fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið við tilmælum Samtaka fisk- vinnslustöðva og tilkynnt vinnslu- stöðvun vegna hráefnisskorts upp úr næstu mánaðamótum vegna yfir- vofandi verkfalls sjómanna á fiski- skipum en önnur ætla að bíða og sjá hvort til verkfalls kemur, sam- kvæmt upplýsingum Arnar Sigur- mundssonar, formanns samtak- anna. Verkfallsboðun sjómannasamtak- anna nær til 4.000-5.000 sjómanna um allt land utan Vestfjarða og hefst á miðnætti aðfaranótt 25. maí hafi ekki samist en Vélstjórafé- lag íslands hefur boðað til verkfalls frá hádegi sama dags. Arnar Sigurmundsson segir. að gera megi ráð fyrir að einhver vinna verði við afla smábáta sem róa þrátt fyrir verkfall en samtökin gera ráð fyrir að sjómannaverkfall muni hafa áhrif á um 5.000 störf í fiskvinnslu og eru þá afleysingastörf skólafólks ekki meðtalin, en þau skipta hundr- uðum að sögn Arnars. Hann sagði að hugsanlegt verkfall hefði veruleg áhrif á atvinnumöguleika skóla- fólks, aðailega í kringum humar- Forstöðu- maður barna- verndar- stofu BRAGI Guðbrandsson, félagsfræð- ingur, hefur verið ráðinn til að veita barnaverndarstofu forstöðu. Bragi sem er félagsfræðingur að mennt var í hópi sjö umsækjenda. Hann var kenanri í Menntaskólan- um við Hamrahlíð á árunum 1978- 1982, félagsmálastjóri í Kópavogi 1982-1991 og aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra á árunum 1991- 1995. í fréttatilkynn- ingu frá félags- málaráðuneytinu segir: „Bragi hef- ur starfað mikið að málefnum barna og ungl- inga og var m.a. í undirbúnings- nefnd að stofnun Barnaheilla og formaður stjórnar Unglingaheimilis ríkisins 1993- 1995 auk þess sem hann var for- maður nefndar sem samdi frumvarp til laga um breytingar á lögum um vernd barna og ungmenna sem varð að lögum síðastliðið vor. Bragi hef- ur annast námskeið um fram- kvæmd félagsþjónustu sveitarfé- laga víða um land og kennt á nám- skeiðum á vegum Barnaverndar- ráðs. Aðrir umsækjendur voru: Áskell Örn Kárason, Guðjón Bjarnason, Már Viðar Másson, Óskar Sigurðs- son, Sigtryggur Jónsson og Unnur Guðrún Óttarsdóttir. Bragi Gudbrandsson veiðarnar á svæðinu frá Hornafirði og vestur fyrir Reykjanes en allir humarbátar munu stöðvast vegna verkfallsins. Skipin mega ekki ljúka veiðiferð Nokkur viðbúnaður er einnig uppi hjá einstökum útgerðum þar sem farið er að gera áætlanir um veiðiferðir skipa með hliðsjón af fyrirhuguðu verkfalli en skipin þurfa að hætta veiðum strax og verkfall skellur á, en mega þó sigla til erlendra hafna með aflann eftir að verkfall hefst. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haralds Böðvarsson- ar hf., segir að yfirvofandi verkfall Auglýsingar sérfræðinga um tilvísanaskyldu Vakin athygli á hópuppsögnum sé þegar farið að hafa áhrif á áætl- anir um úthald skipa. Benti hann á að tvö skip útgerðarinnar væru við síldveiðar og tæki siglingin báðar leiðir fjóra sólarhringa. Hið sama ætti við um úthafsveiðarnar þar sem skipin væru 400-600 sjómílur frá landi. „Menn þurfa að taka ákvörðun um það strax eftir helgi hvort á að sigla á miðin í tvo sólar- hringa upp á von og óvon, vegna þess að menn mega ekki klára túr- inn,“ sagði Haraldur. TILGANGURINN með röð auglýs- inga um rétt og rangt tengt tilvísana- skyldu var að vekja athygli á því að ekki örfáir heldur meirihluti sérfræð- inga hefðu sagt upp samningum við Tiyggingastofnun að sögn Jóns Högnasonar hjartasérfræðings. Hann leggur áherslu á að ætlunin hafi ekki verið að kasta rýrð á heimilislækna eins og niðurstöður Siðanefndar Sam- band auglýsingastofa gefi til kynna. Sex heimilislæknar í Hafnarfirði óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar um auglýsingar um rétt og rangt tengt tilvísanaskyldu. Undir auglýs- inguna skrifar hópur sérfræðinga. Jón, sem er einn af sérfræðingun- um, segir að aðdraganda auglýsing- arinnar megi rekja til þess að Sig- hvatur Bjarnason, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, hafi haldið því fram opinberlega að aðeins hafi nokkrir sérfræðingar sagt upp samningum sínum við Tryggingastofnun. „Hann fór ekki með rétt má! því að t.d. nær allir hjartalæknar höfðu sagt upp samningum sínum. Því ákvað Sér- fræðingafélagið að birta lista með nöfnum allra sem sagt höfðu upp samningum," sagði Jón. Heimilislæknar gegna mikilvægu hlutverki Hann sagðist ekki hafa komið að gerð auglýsingarinnar. „Ég les held- ur ekki út úr henni að verið sé að tala niðrandi um heimilislækna eða heilsugæslustöðvar. Heimilislæknar gegna mikilvægu hlutverki alveg eins og sérfræðingar. Aftur á móti var mér ljóst eftir að mér hafði ver- ið bent á það að mögulegt væri að misskilja auglýsinguna og auðvitað er óheppilegt að hún skuli geta orkað tvímælis," sagði Jón. Jón sagði að auglýsingin væri frá Sérfærðingafé- laginu og hann bæri ábyrgð á henni sem félagi í því. Hann sagðist ekki vita á hvaða forsendum siðanefndin treysti sér ekki til að útiloka að texti auglýsing- arinnar væri brot á læknalögum og hann gæti því ekki tjáð sig um þá niðurstöðu nefndarinnar. ' aföábur'ðiiT Helgartílboð s5Tr5T Blákorn 5 kg. 295 kr. verð áður kr. 485 Þöruneamiöl 5 kg. 395 kr. verð áður kr. 598 ÚTSÆÐI Enn lækkar útsæðið 5 kg. aðeins kr. 390 Tilboð Hjólbörur 85 lítra kr. 4.900 - blémciucil

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.