Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Snorri Welding
og Bent Einarsson.
Samið um
borun við
Krýsuvík
SNORRI Welding, formaður
Krýsuvíkursamtakanna, og Bent
Einarsson, framkvæmdastjóri
Jarðborana hf., undirrituðu í gær
samning sem gerir ráð fyrir að
hafist verði handa við borun fyrir
nýrri borholu við Krýsuvíkurskóla
eftir næstu viku.
Eins og kunnugt er efndu sam-
tökin nýlega til söfnunar til verk-
efnisins í samvinnu við Rás 2. 4
milljónir króna söfnuðust og gerði
söfnunin samning þennan mögu-
legan.
Snorri Welding sagði í samtali
við Morgunblaðið að sérfræðingar
Orkustofnunar væru búnir að
staðsetja nýju borholuna. Boranir
hæfust eftir helgi og vonast væri
til að búið yrði að fóðra holuna
þannig að hún gæti gefið af sér
um það bil 2,5 mW orku í lok júní.
Sægreifinn
reyndist
rauðskinni
SÆGREIFINN, sem sagt var
frá í blaðinu í gær, reyndist
þegar betur var að gáð vera
rauðskinni.
Að sögn Kristjáns Egils-
sonar, forstöðumanns Nátt-
úrugripasafns Vestmanna-
eyja, var sægreifinn greindur
eftir lýsingu í bók Gunnars
Jónssonar fiskifræðings og í
samtali við Gunnar. Þegar
Gunnar hins vegar sá mynd-
ina í Morgunblaðinu sá hann
að þetta var rauðskinni.
Kristján segir að sennilega
sé þetta fyrsti rauðskinninn,
sem veiðist innan íslensku
lögsögunnar. Hann er af sæ-
greifaætt og er líkur sægreif-
anum. Hann hefur fundist við
Grænland. _Sá sem fundist
hefur næst íslandi veiddist á
1.100 metra dýpi við Fiska-
nes við SuðvesturGrænland.
Hjálpræðisherinn
100 ára
Hátíðar-
höld
HJÁLPRÆÐISHERINN heldur
upp á 100 ára afmæli félagsskapar-
ins hér á landi um þessar mundir.
Þrennir tónleikar eru á laugar-
dag. Útitónleikar verða á Ingólfs-
torgi kl. 14, tónleikar í Tjarnarsal
Ráðhússins kl. 16 og hátíðarsam-
koma í Fíladelfíu kl. 20.30. Sunnu-
dagurinn hefst með helgunarsam-
komu í Fíladelfíu kl. 10.30, tónlist-
arsamkoma fyrir alla fjölskylduna
verður kl. 16 og Hjálpræðissam-
koma verður í Fíladelfíu kl. 20.
LAIMDIÐ
Sjúkrahúsi Seyðis
fjarðar færð gjöf
Seyðisfirði - Félagar í Austur-
landsdeild Hjai-taverndar hafa
fært Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. að
gjöf braut til þess að ganga eða
hlaupa á innandyra.
Hægt er að stilla hraða tækis-
ins þannig að nánast hver sem
er geti notað það. Þá má og stilla
hallann sem gengið er á til þess
að fá mismunandi áreynslu. Það
að hafa svona tæki innan sjúkra-
hússins gerir einnig kleift að
mæla og fylgjast með viðbrögð-
um sjúklings meðan á áreynslu
stendur.
Birgir Hallvarðsson afhenti
tækið fyrir hönd Hjartaverndar
og Hannes Sigmarsson læknir tók
við því fyrir hönd Sjúkrahússins.
Birgir lét þess getið að það hafi
verið fyrst og fremst gjöf frá
Sigurveigu Þorsteinsdóttur sem
gerði félaginu kleift að kaupa
búnaðinn. Sigurveigu þekkja allir
Seyðfirðingar sem Sigra. Hún er
81 árs gömul verkakona og lagði
fram 300.000 kr. til kaupanna.
Hannes læknir sagði það vera
stefnu sjúkrahússins að auka enn
á endurhæfingu innan þess og
því kæmi tækið að góðum notum.
Að lokum var tækið prófað.
Reynir Júlíusson, ráðsmaður spít-
alans, fór jómfrúarferðina og
gekk dijúgan spotta án þess
nokkru sinni að hverfa úr her-
berginu. Síðan tók Þorsteinn
Bergman, læknir til fótanna og
sýndi spretthlaup.
Seinna um daginn hélt Austur-
landsdeild Hjartaverndar aðal-
fund í Félagsheimilinu Herðu-
breið. Af fundarsókn mátti sjá
að mikiil áhugi er á starfi félags-
ins. Magnús Asmundsson, læknir,
flutti þar fyrirlestur um áhættu-
atriði í hjarta- og æðasjúkdómum
og varnir gegn þeim og sagði
síðan frá þjálfunarstöð sem verið
er að koma á fót á Norðfirði. Á
fundijium var kosin ný stjórn fé-
lagsins og er formaður hennar
nú Birgir Hallvarðsson í Seyðis-
firði.
Morgunblaðið/Pétur
BIRGIR Hallvarðsson og
Sigurveig Þorsteinsdóttir.
REYNIR Júlíusson fór jóm-
frúrferðina á nýju hlaupa-
brautinni.
í RÆÐUSTÓLI er Dagný Marinósdóttir, formaður sóknarnefnd-
ar, og henni á hægri hönd situr séra Ingimar Ingimarsson.
*
Agreiningur um
kirkjusmíð
Þórshöfn - Skiptar skoðanir eru
meðal heimamanna um það hvernig
kirkju skal byggja hér á Þórshöfn.
Forsaga málsins er sú að árið 1989
voru kirkjuteikning og staðsetning
kirkjunnar samþykkt samhljóða á
aðalsafnaðarfundi og var sóknar-
nefnd falið að hafa forystu um fjár-
öflunarleiðir og byggingarfram-
kvæmdir, ásamt sóknarpresti.
Kirkjuteikningin var síðan til
sýnis og umsagnar árum saman og
ítrekað skorað á fólk að láta álit
sitt í ljós á henni en menn virtust
á eitt sáttir þar sem opinber gagn-
rýni kom eklri fram. Fýrsta skóflu-
stunga að nýju kirkjunni var tekin
árið 1993. Trésmiðjunni hf. á Þórs-
höfn var falinn fyrsti verkáfangi
en vegna anna sá fyrirtækið sér
ekki fært að hefja verkið.Tveimur
árum síðar var umræddur áfangi
boðinn út. Fjögur tilboð bárust, þar
af eitt frávikstilboð með annari
kirkjuteikningu en þeirri sem útboð-
inu fylgdi. Var það sameiginlega
frá verktökum heima fyrir; Tré-
smiðjunni Brú sf., Haka sf. og Tré-
smiðjunni hf. á Þórshöfn.
Sóknarnefnd taldi sér skylt að
halda sig við samþykktir safnaðar-
funda og harmaði að hugmyndin
skyldi ekki koma fram á þeim árum
sem ætluð voru til umsagnar á
þeirri teikningu sem þá lá fyrir.
Hafnaði sóknarnefndin því bæði
nýrri teikningu og tilboði sem henni
fylgdi.
Lægsta tilboð í kirkjubygginguna
kom frá Trévangi hf. á Reyðar-
firði, að upphæð 16.904.020 krón-
ur.í byijun apríl s.l. fékk fyrirtækið
skriflega staðfestingu frá sóknar-
og kirkjubyggingarnefnd þess efnis
að tilboði þess hefði verið tekið.
Hluti heimamanna var ekki
ánægður með þessi málalok. Undir-
skriftum var safnað og farið fram
á að safnaðarfundur yrði haldinn
til þess að ræða þessi mál. Á þeim
fundi komu fram skiptar skoðanir
um málið og voru menn ekki á eitt
sáttir.Niðurstaða þess fundar varð
sú að boðað verði til aðalsafnaðar-
fundar og í framhaldi hans at-
kvæðagreiðsla varðandi málið.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
KIRKJUMÁLIÐ rætt á safnaðarfundi.
Þrjú verkalýðsfélög 30 ára
Húsavík - Þijú verkalýðsfélög á
Húsavík minnast á þessu ári 30 ára
starfsafmælis síns á ýmsan hátt
með hátíðarfundum og viðeigandi
afmælisfundum. Félögin eru Bygg-
ingamannafélagið Árvakur, Sveina-
félag járniðnaðarmanna og Verslun-
armannafélag Húsavíkur. Félögin
hafa sameiginlega skrifstofu með
Verkalýðsfélagi Húsavíkur og
Starfsmannafélagi Húsavíkurbæjar.
Slíkt er fjárhagslega mjög hag-
kvæmt og eykur jafnframt samhug
og eflir samstarf meðal félaganna.
Morgunblaðið/Silli
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI verkalýðsfélaganna á Húsavík.
Sumarbúðir við Eiðavatn 1995
Egilsstöðum - í júní nk. hefst 27.
starfssumar Sumarbúðanna við
Eiðavatn í Kirkjumiðstöð Austur-
lands. Starfsemi sumarbúðanna er
fjölbreytt, þ.e. hópar fyrir 7-9 ára,
hópar fyrir 9-13 ára, dvalardagar
fullorðinna einstaklinga með fötlun,
auk orlofsdaga eldri borgara.
Ein nýjung verður í ár en það er
sumarbúðir fyrir unglinga sem marg-
ir krakkar á síðasta ári í sumarbúð-
um hafa beðið um. Sumarbúðastjóri
er Jóhann Þorsteinsson, fyrrverandi
fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar á
Norðurlandi og með honum verður
þaulvant starfsfólk.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
ÚR starfi Sumarbúðanna við Eiðavatn.
Sauðburður í
Borg I Eyja- og Miklaholtshreppi -
Undanfarnir dagar hafa verið sólrík-
ir og hitinn komist í 12-14 stig en
frosið hefur flestar nætur þar til nú.
Sauðburður stendur nú sem hæst.
Víða er þröngt í húsum því ær eru
ftjósamar í meira lagi. Ekki veit ég
fullum gangi
um nein vanhöld. Tún eru ekki að
öllu leyti orðin snjólaus. Skaflar eru
aðallega í skjóli norðanáttar eftir
þennan snjóþunga vetur. Áburðar-
flutnjngar standa nú yfir og ekki er
enn hægt að sjá hversu mikið tún eru
kalin.