Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 15
VIÐSKIPTI
Breytingar vísitölu byg gingarkostnaðar 1993-1995
% —— KK.
^ s
3 - ——«s^=^v
o
J FMAMJ JÁSÓND 1993 JFMAMJJÁSOND. 1994 I F MAM 1995
Vísitala byggingarkostnaðar reyndist vera 203,9 stig um miöjan mai,
samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þessi vísitala gildir fyrir júní.
Vísitalan hefur hækkað um 0,1% frá því í apríl. Síðastiiðna tóif mánuði
hefur vísitalan hækkað um 3,9%, en undanfarna þrjá mánuði er hækkunin
2% sem jafngildir 8% verðbólgu á ári.
Hrávara
Reynt að hefta út-
flutning á kaffi
London. Reuter.
HELZTU kaffiútflytjendur hafa
endurvakið samning um að reynt
verði að draga úr útflutningi og
koma verðinu í sama horf og eftir
miklar hækkanir í fyrra.
Kunnugir telja að neytendur þurfi
að hafa meiri áhyggjur af hugsan-
legum frostskemmdum'f Brasilíu, en
verðbréfafyrirtækið GNI telur líkur
á skemmdum einn á móti tíu.
Samtök kaffiframleiðslulanda,
ACPC, ákváðu á fundi í London í
vikunni að 13 umsvifamestu aðild-
arlöndin kæmu í framkvæmd sam-
komulagi um að halda eftir 10-20%
af útflutningi. ACPC stefnir að því
að verðið verði jafnhátt og þegar
það hækkaði um einn fjórða í fyrra
eftir frostskemmdimar í Brasilíu og
þurrka, sem á eftir fylgdu. Verðið
hefur síðan lækkað um 25%.
Umrætt samkomulag náðist í
marz, en erfitt hefur verið að fram-
fylgja því í Brasilíu þar til nú og
efazt er að það beri árangur.
Mat á skorti á birgðum af KAKÓ
hefur verið tvöfaldað í 165.000 tonn,
þar sem horfur eru á minna fram-
boði í Malajsíu, Brasilíu og Indónes-
íu. Hækkandi verði er spáð.
Verð á OLÍU hækkaði vegna
aukinnar eftirspurnar eftir benzíni í
Bandaríkjunum. Framreiknað verð á
benzíni í New York komst í 66,25
sent gallonið og hefur ekki verið
hærra í þrjú ár.
Framreiknað verð á HVEITI í
Chicago lækkaði um tæp 10 sent.
SOJABAUNIR hækkuðu í verði
vegna frétta um eftirspum í Kína.
Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, gagn-
rýnir hugmyndir um ný húsbréf vegna viðhalds fasteigna
ESA kanni lögmæti
húsbréfaútgáfunnar
RAGNAR Önundarson, fram-
kvæmdastjóri íslandsbanka hf.,
gagnrýnir harðlega hugmyndir
félagsmálaráðherra um að gefa
út nýjan húsbréfaflokk vegna við-
halds og endurbóta á húsnæði.
Að hans mati þarf ráðherrann að
tilkynna um þessar fyrirætlanir
sínar til Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) sem myndi kanna lögmæti
þeirra. Þetta kom fram á nám-
stefnu Verðbréfamarkaðs íslands-
banka á fimmtudag.
„Núna í vikunni heyrði ég t.d.
félagsmálaráðherrann lýsa í út-
varpi áhuga á að færa út kvíarnar
í þeirri lánastarfsemi sem undir
hann heyrir. Hann viðraði hug-
myndir um nýjan flokk húsbréfa
til 15 ára vegna viðhalds og endur-
bóta á húsnæði. Húsbréf eru með
ókeypis ríkisábyrgð. Ekki er vitað
annað en að nægilegt framboð
lánsfjár sé á markaðnum vegna
þessara þarfa og er íslandsbanki
t.d. að auglýsa slík lán þessa dag-
ana.
Ráðherrann lætur sér sem sagt
detta í hug að efna til nýrrar sam-
keppni m.a. við lánastofnanir sem
ekki njóta sérstakrar fyrirgreiðslu
ríkisins á sama tíma og Eftirlits-
stofnun EFTA er að kanna hvort
núverandi lánastarfsemi ríkisins
samrýmist markaðsfjárfestaregl-
unni. Hér virðast menn aka í svo
djúpum hjólförum að þeir nái ekki
að komast upp úr þeim með
nokkru móti. Mig grunar að ráð-
herrann hafi ekki hugmynd um
að samkvæmt EES-samningnum
ber honum að tilkynna Eftirlits-
stofnun EFTA fyrirfram um þær
fyrirætlanir sínar að hefja nýja
starfsemi í skjóli ríkisframlaga og
gefa stofnuninni ráðrúm til að
meta lögmæti hennar áður en
starfsemin er hafín.“
Hugmyndir um
nýsköpunarsjóð gagnrýndar
Ragnar vék einnig að málefnum
Iðnþróunarsjóðs og benti á að sjóð-
urinn hefði endurgreitt 13,5 millj-
óna dollara víkjandi lán til Norður-
landanna en eftir stæði 2,2 millj-
arða eigið fé. Nú væri gælt við
það að fá Iðnþróunarsjóði það hlut-
verk að leggja fram hlutafé og
veita áhættulán og styrki til þró-
unarverkefna. Heimilt verði að
afskrifa lán heppnist verkefnið
ekki, samkvæmt frumvarpsdrög-
unum. „Ekki finnst mér nú góður
blær á þessu,“ sagði Ragnar.
„Orðið styrkur felur eiginlega í sér
öfugmæli því sá sem nýtur styrks
verður veikari og vanbúnari í sam-
keppninni á eftir. Við vitum að
höfuðstóll Iðnþróunarsjóðs varð til
á aldarfjórðungi. Halda menn að
það muni taka önnur 25 ár að
eyða þessum krónum í hlutafjár-
framlög, áhættulán og styrki?"
Ragnar varpaði þeirri spurningu
fram hvort stjómmálamenn væru
búnir að gleyma Hlutafjársjóði,
Atvinnutryggingasjóði útflutn-
ingsgreina og Framkvæmdasjóði
íslands. „Allir voru þessir sjóðir
opinberir og reknir á ábyrgð og
kostnað almennings. Allir hafa
þeir lagt upp laupana. Eftirhreyt-
umar eru til innheimtu hjá Lána-
sýslu ríkisins en milljarðatöp eru
færð á ríkissjóð. Halda menn virki-
lega enn árið 1995 að það sé enda-
laust hægt að eyða öllum sjóðum
og velta vandanum inn í framtíð-
- kjarni málsins!
HONDA frumsýnir
laugardag kl. 10-17
sunnudag kl. 13-17
í
fh
t *
K 4 *„ «
|i.
-mur
■. _j . ^
17 %
v* fi
HONDA Civic 5 dyra
Verð frá 1.259.000,- fyj
stgr. á götuna.
Kynnum einnis
ClubCar
Solfbíla.
Vatnagörðum E4
Sími 568-9900