Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 16
16 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Bónus seldi tíu
tonn af lamba-
kjöti í gær
LAMBAKJÖT, sem auglýst var
á óvenju lágu verði í Bónus í gær,
seldist nærri upp. Að sögn Jóns
Asgeirs Jóhannessonar, fram-
kvæmdastjóra, var um að ræða 10
tonn af Goða-lambakjöti, lærum,
hryggjum, hálfum skrokkum og
grillsöguðum framhryggjum. Var
kílóverð á hryggjum 452 kr. og
kílóverð á lambalærum 455 krónur.
Til samanburðar má geta þess að
heildarsala lambakjöts á landinu
nam um 442 tonnum í apríl, eða
tæplega 15 tonnum að meðaltali á
dag.
Lambakjöt hefur verið á tilboðs-
verði í flestum stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu undanfarnar
vikur og er algengt kílóverð á lær-
um og hryggjum öðrum hvorum
megin við 500 krónur.
Niðurgreitt kjöt
Sala á lambakjöti hefur dregist
talsvert saman á síðustu mánuðum.
Til dæmis má nefna að heildarsala
á kindakjöti var nærri 40% minni í
mars síðastliðnum en í sama mán-
uði 1994. Markaðsaðgerðir sam-
starfshóps um sölu á lambakjöti,
meðal annars niðurgreiðslur, eru til
þess fallnar að auka sölu á þessari
afurð.
Alexander Þórisson fram-
kvæmdastjóri samstarfshópsins
segir að kjötið sé niðurgreitt um
10% af skráðu heildsöluverði af-
urðastöðva. „Samkvæmt tölum sem
nú liggja fyrir hefur lambakjötssala
tekið kipp og var meiri í apríl í ár
en sama mánuði í fyrra. Niður-
greiðslur hófust 18. apríl og við
miðum við að greiða niður 600 tonn
af lambakjöti til júníloka. Skilyrði
af okkar hálfu var að niðurgreiðslur
væru notaðar til verðlækkunnar og
ljóst er að það hefur verið gert.
Verðið er töluvert lægra en ég gerði
ráð fyrir og hefur það bæði kosti
og galla. Hið jákvæða er að nú er
selt mikið magn og birgðir minnka.
Aftur á móti má velta fyrir sér
hver borgar lágt verð á lambakjöti
að lokum. Ekki allir sláturleyfishaf-
ar og kaupmenn treysta sér til að
taka þátt í kapphlaupi um lægsta
verð. Þeir hljóta því að leggja
áherslu á annað en lambakjöt á
meðan.“
Dýrara í heildsölu
Úlfar Reynisson er skrifstofu-
stjóri hjá Kjötumboðinu, sem fram-
leiðir undir vörumerki Goði.
- Hvað kostar lambakjöt í heild-
sölu hjá ykkur?
„Samkvæmt verðlista kostar kíló
af lambalæri 536 kr. kg þegar búið
er að taka tillit til 10% niður-
greiðslu. Sama verð er á hrygg.
Osagaður frampartur kostar 339
krónur kílóið.“
- Það er dýrara en í verslun sem
kaupir kjöt af ykkur. Hvernig
stendur á því?
„Ég get ekki skýrt þennan verð-
mun og ræði ekki kjör einstakra
viðskiptavina okkar.“
Jón Ásgeir Jóhannesson segir að
Bónus hafí ekki borgað með kjötinu
sem selt var þar í gær. „Við fengum
það á góðu verði.“ Hann kveðst lít-
ið hafa orðið var við að aðrir kaup-
menn kæmu í Bónus-verslanir til
að kaupa ódýrara kjöt en í heild-
sölu. „Ég hef aðeins séð nokkra
kaupmenn af landsbyggðinni, en
enga sem hafa keypt verulegt
magn.“
IMEYTENDUR
Sauða-
litimir í
tísku aftur
f VIKUNNI var sýning hjá ís-
lenskum heimilisiðnaði á ullar-
fatnaði og teppum sex framleið-
enda. Sauðalitirnir voru áber-
andi enda í tísku að hafa fatnað
sem náttúrulegastan. Eitthvað
var um rautt, grænt og blátt
með sauðalitunum og mikið um
kápur, slár og ófóðraðar síðar
jakkapeysur.
Buxur sem
ekkiþarf
að pressa
MELKA-herrabuxur, sem ekki
þarf að pressa, fást nú í flestum
herrafatadeildum landsins.
í fréttatii-
kynningu frá
Bergís hf.,
sem er um-
boðsaðili fyrir
Melka herra-
fatnað, segir
að vegna þess
að buxurnar
séu meðhöndl-
aðar með svo-
nefndri
Durable
Press-aðferð
þurfí ekki að
pressa þær og
brotin haldist
eftir marga
þvotta. Enn-
fremur segir
að buxumar
standist vel
tímans tönn,
krumpist ekki,
séu þægilegar
því efnið í
þeim sé létt og hleypi lofti í gegn,
og liturinn haldist vel vegna sérs-
takrar litunaraðferðar.
Efnið í buxunum er ofnæmis-
prófað samkvæmt evrópska staðl-
inum „0ko-Tek 100 standard“.
HROSSATAÐ og kúamykja eru að
mestu horfin úr görðum í borgum
og bæjum. Þeir sem ólust upp við
lykt, sem var ótvírætt merki um
að sumarið væri í nánd, nota frekar
hænsnaskít eða þörungamjöl. Um
þessar mundir geta íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu reyndar fengið
ókeypis jarðvegsbæti á gámastöðv-
um Sorpu. Er uppistaða hans garða-
úrgangur og hrossatað.
Vaxandi áhugi á náttúruvemd
og lífrænum lífsstíl hefur haft þau
áhrif að verksmiðjuframleiddur til-
búinn áburður þykir ekki fínn. Því
leitast menn við að nota lífrænan
áburð og þykir hæsnaskítur hafa
gefíð góða raun.
Hænsnaskítur vinsæll
Hjá Blómavali og gróðurvöru-
verslun Sölufélags garðyrkjumanna
fengust þær upplýsingar að sala á
hænsnaskít hefði aukist verulega á
síðustu árum, enda væri um að-
gengilegan og fremur ódýran kost
að ræða.
Sumir hafa óbilandi trú á hrossa-
taði og er það enn notað í einhverj-
um mæli á tún og matjurtagarða.
Kúamykja er öllu sjaldgæfari. Ein-
staka sinnum er hrossatað auglýst
til sölu og mun algengt verð á
hlassi, sem dugar á væna grasflöt,
vera um 6.000 krónur.
15 lítra poki af hæsnaskít kostar
rúmlega 1.000 krónur hjá Blóma-
vali og Sölufélagi garðyrkjumanna.
Á 100 fermetra grasflöt þarf milli
20 og 70 lítra af hæsnsaskít, eftir
Hænsnaskítur í
stað hrossataðs
ástandi garðsins. í matjurtagarða
er venjulega sett meira og miðað
við 140 lítra af skít í 50 fermetra
garð.
Hjá Blómavali og Sölufélagi
garðyrkjumanna voru menn sam-
mála um að hæsnaskítur væri að
öllu jöfnu betri kostur en hrossatað.
Það væri þó gott sem forðabú, neð-
arlega í skurðum, sem grafnir eru
fyrir limgerði eða beð. Bentu þeir
á að hrossatað þyrfti að standa í
2-3 ár og brotna vel niður áður
en það teldist gott. Þá þyrfti að
hreinsa það til að losna við illgresis-
fræ, sem hestar melta ekki. Sögðu
talsmenn verslananna tveggja að á
hvetju sumri leitaði töluverður fjöldi
til þeirra vegna illgresis sem sprott-
ið hefði upp af fræjum úr hrossa-
taði. Hænsnaskítur væri hitaður og
þurrkaður, svo ekki væri hætta á
að illgresisfræjum væri sáð með
honum.
Þörungamjöl í kartöflugarða
Þörungamjöl er mikið notað 'í
kartöflugarða og er það selt í neyt-
endapakkningum frá 5 upp í 20 kg.
5 kg poki kostar um 600 kr. og
20 kg um 1.500 krónur. Er þör-
Lífrænn áburður af ýmsu tagi
er notaður til að örva grasvöxt.
ungamjöl sagt mjög ríkt af næring-
arefnum og einnig kjötbeinamjöl,
en það er eingöngu selt í 40 kg.
pakkningu hjá Sölufélagi garð-
Morgunblaðið/Ámr Sæberg
Unglingar og vímuefni
NYUTKOMNU fræðsluriti SÁÁ um
vímuefnaneyslu unglinga verður
dreift á tæplega 30 þúsund heimili
um allt land. Ritið er sent foreldrum
9-15 ára barna, félögum og styrkt-
arfélögum SÁA.
Fræðsluritið ber nafnið: „Ung-
lingar og vímuefni: Hvað geta for-
eldrar gert?“ og er ætlað að fræða
foreldra um ástæður þess að vímu-
efnaneysla unglinga er óæskileg og
hvað hægt sé að gera innan veggja
heimilisins til að stemma stigu við
henni. Skýrt er frá því hversu al-
geng vímuefnaneysla unglinga er
og í viðauka er fjallað
um vímuefnin og
ýmsar aðferðir við
foiyarnir.
í könnun sem
fræðslu- og for-
vamadeild SÁÁ
gerði í vetur kom
í ljós að mikið
vantaði á þekk-
ingu foreldra á
vímuefna- , i
vanda ungl- Vj
inga. í kjölfar-
ið var efnt til
fræðslufunda
fyrir foreldra
\\
og ákveðið að gefa út þetta fræðslu-
rit.
í fréttatilkynningu frá SÁÁ segir
að grunnur forvarna-
starfs samtakanna sé sá
hagnaður sem varð af
álfasölunni í fyrra. Um
næstu helgi verði
hafin árleg fyjár-
söfnun SÁÁ og sé
ætlunin að veija
hagnaðinum
áfram til for-
varnastarfs
fyrir ungt fólk.
Leitað að
sökudólgi.
Fræðslu-
rit fyrir
foreldra
yrkjumanna og kostar um 2.300
krónur. Að sögn Gísla Sigurðssonar
eiganda gróðurvöruverslunar Sölu-
félags garðyrkjumanna er kjöt-
beinamjöl mikið notað í gróðurhús.
„Þetta er tiltölulega nýkomið á
markað, en er alhliða næring fyrir
blóm og matjurtir. Ég held að helsta
ástæða þess að kjötbeinamjöl er
ekki mikið notað í kringum heima-
hús sé sú að það er aðeins selt í
stórum pakkningum."
Þeir sem vilja fá lífrænan jarð-
vegsbæti á gámastöðvum Sorpu
geta komið þangað með ílát og
fengið 70 lítra af bætinum, sem
kallaður er molta. Um er að ræða
árangur af átaki um endurvinnslu
á lífrænum úrgangi, sem Sorpa stóð
fyrir á síðasta ári. í fréttatilkynn-
ingu kemur fram að mjög hafi ver-
ið vandað til verka við framleiðsluna
og að molta sé rík af lífrænum efn-
um og helstu næringarefnum
plantna. „Hún hefur góða loftunar-
og vatnsheldieiginleika, er laus við
illgresisfræ og hefur reynst ágæt-
lega við ræktun í gróðurhúsum,“
segir í tilkynningunni. Ennfremur
segir að moltu megi til dæmis nota
í ófijóan jarðveg, við útplöntun, sem
yfirborðslag í blómabeð, á grasflöt
og til að losna við illgresi. Einnig
megi nota hana sem tijánæringu
og við matjurtaræktun.
Alls eru til um 3.000 skammtar
af moltu á gámastöðvum og verður
hægt að fá jarðvegsbætinn til 28.
maí næstkomandi - eða meðan
birgðir endast.
Barnastígur
við Skóla-
vörðustíg
BARNAFATAVERSLUNIN
Barnastígur opnaði nýlega á Skóla-
vörðustíg 8. Á boðstólum er fransk-
ur og danskur fatnaður á þriggja
mánaða til tólf ára börn frá IKKS,
Gina Diwan, Mani og Animal Farm.
Sokkar og sokkabuxur eru frá
danska fyrirtækinu MP.
í fréttatilkynningu segir að í
haust verði einnig boðið upp á ít-
alskar vörur og meira úrval frá
Frakklandi. •
Eigendur Barnastígs eru Magda-
lena Kjartansdóttir og Markús E.
Jensen.