Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 17
NEYTENDUR
Okeypis nám-
skeið í hug'leiðslu
„ÉG hugleiði svo hugur minn geri
líf mitt ekki flókið," er haft eftir Sri
Chinmoy. Hér á landi er starfrækt
Sri Chinmoy-miðstöð, sem mun í
næstu viku halda ókeypis námskeið
í hugleiðslu fyrir byijendur.
„Hugleiðsla er leið til að svara
grundvallarspurningum um tilgang
lífsins og jafnframt leið til að fínna
þá hamingju og lífsfyllingu sem við
leitum flest að. Hugleiðsla á því djúp-
ar rætur í grunneðli mannsins," seg-
ir Eymundur Matthíasson, einn af
leiðbeinendum á námskeiðunum.
Sjálfur hefur Eymundur hugleitt að
staðaldri undir handleiðslu Sri
Chinmoy síðastliðin 10 ár.
í næstu viku verða haldin 19
ókeypis kynningamámskeið, ýmist í
Tónabæ eða Sri Cinmoy-miðstöðinni
að Hverfisgötu 76. „Fólki nægir að
koma í eitt skipti. Við kennum m.a.
einfaldar einbeitingar- og hugleiðslu-
æfíngar. Þeim sem líkar þetta og
vilja kynnast hugleiðslu nánar,
stendur til boða framhaldsnámskeið,
sem einnig er ókeypis. Það stendur í
4 vikur og verða þá kenndar nýjar
æfingar auk þess sem fólk fær leið-
sögn í að gera eigin áætlun í hug-
leiðsluiðkun."
- Til hvers að hugleiða?
„Til að fínna virkan innri frið,
opna fyrir orku sem er til staðar í
okkur öllum. Gegnum hugleiðslu tök-
um við á móti krafti, sem við náum
ekki að höndla nema við búum við
innri frið. Fyrir flestum okkar er frið-
ur óvirkt ástand, ástand sem kemur
upp þegar ekki er ófriður, en með
hugleiðslu förum við að kynnast friði
sem virkum mætti í lífi okkar og
annarra. Ef við líkjum lífi okkar við
haf, lifa flest okkar á yfirborðinu.
Með hugleiðslu komumst við að því
hvað býr í dýpri vitund tilverunnar."
- Hver er kennari þinn, Sri
Chinmoy?
„Hann er Indveiji, sem hefur verið
mjög virkur undanfarna áratugi í að
sýna fram á gildi hugleiðslu til að
skapa áhrifameira og innihaldsríkara
mannlíf. Hann fluttist 32 ára gamall
til Bandaríkjanna og hafði þá stund-
að hugleiðslu í 20 ár. Kringum hann
myndaðist fljótlega hópur áhuga-
fólks um hugleiðslu og eru nemendur
hans nú um 3.000 í heiminum. Hann
hefur skrifað mjög margar bækur
Eymundur Matthíasson,
leiðbeinir á hugleiðslu-
námskeiðunum.
um andleg málefni og hafa sumar
verið gefnar út á íslensku. Hann
hefur lagt á það ríka áherslu að innri
friður er forsenda heimsfriðar.
Ég hitti hann reglulega og hann
hefur komið hingað til að halda tón-
leika og einnig í tengslum við Sri
Chinmoy friðarhlaupið, sem haldið
er annað hvert ár. Hann leggur
áherslu á hlaup og íþróttir. Þannig
er auðveldara að vinna með þá orku
sem skapast í hugleiðslu.“
— Er hugleiðsla í tísku?
„Hugleiðsla er ekki tískubóla,
enda er löng hefð fyrir henni. Marg-
ir hafa sýnt hugleiðslu áhuga á síð-
ustu árum, en þeir eru færri sem eru
tilbúnir að leggja mikið á sig við iðk-
un hennar. Kannski stafar það af
því að þörfín er ekki nægilega sterk.
Samt eru margir opnir og leitandi,
en í nútímasamfélagi er margt sem
togar í okkur. Til að hugleiða að
staðaldri þarf mikla staðfestu og
sterka andlega þrá.“
Kynningarnámskeiðin verða hald-
in í Tónabæ næstkomandi mánu-
dags-, þriðjudags-, og fímmtudags-
kvöld kl. 20-22. A Hverfísgötu 76
verða þau sem hér segir:
Mánudag-fímmtudag kl. 12-13 og
kl. 15-17.
Föstudag kl. 12-13, kl. 15-17 og
kl. 20-22.
Laugardag kl. 10-12, 15-17 og
20-22.
Sunnudag kl. 10-12 og kl. 15-17.
■jíV: 1 v A 1 tus 1 1
NÝJA húsnæði Heildsöluverslunarinnar við Fellsmúla.
Heildsöluverslunin
flutt í Fellsmúla
HEILDSÖLUVERSLUNIN, sem
starfrækt hefur verið í tæp tvö ár
í Faxafeni, flutti nýlega í nýtt og
rúmgott húsnæði á einni hæð í
Fellsmúla ofan við „Gullaugað" þar
sem afgreiðsla IKEA var áður.
í fréttatilkynningu segir að
markmið verslunarinnar sé að bjóða
neytendum ýmsa vöruflokka á sam-
bærilegu eða lægra verði en í ná-
grannalöndunum. Oft hafí verið
erfitt að anna eftirspurn en nýja
húsnæðið geri kleift að stórauka
vöruúrval og nú sé boðið upp á öll
tæki í eldhús og bað, handverk-
færi, rafmagnsverkfæri, garð-
yrkjuáhöld, bílafylgihluti, bama-
hjól, vinnufatnað o.m.fl.
Heildsöluverslunin er opin dag-
lega frá 9-18 og laugardaga frá
10-14.
Drekar
og dúndurfjör í
^ miðbænum
Nú eru liöin 10 ár frá stofnun Sjanghæ, kínverska
veitingahússins á íslandi. í tilefni afmælisins
eru komnir hingað kínverskir dansarar og
trúðleikarar ásamt ósviknum kínverskum
skrúðgöngudreka.
Fjörið hefst kl. 14:00 í dag, laugardag, við
Sjanghæ. Þaðan leggja Kínverjarnir og drekinn
þeirra af stað kl. 15:00. Drekinn hlykkjast niður
Laugaveg-, um Bankastræti, Austurstræti og endar
á Ingólfstorgi.
Afmælisveislan hefst í Sjanghæ í dag og stendur
fram á fimmtudaginn 25. maí, uppstigningardag.
Afmælistilboð á matseðli eru tvennskonar, fjórir
réttir, súpa og eftirréttur á aðeins kr. 1290 og
fimm réttir, súpa og eftirréttur á aðeins kr. 1490.
Og bjórglas með matnum kostar krónu fyrir hvert
ár sem Sjanghæ hefur starfað. Bjórinn kostar þvi
10 krónur!
Hádegisverðar-hlaðborð alla dagana - allir réttir á 600 kr.
10% afsláttur af öllum öðrum réttum á matseðlinum.
Láttu sjanghæja þig - það borgar sigl-
KINVEMKtl
Vinnur þú á laugardögum?
Landsleikurinn okkar!