Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ágieiningiir sjálfstæðis- manna á Suðurlandi Önnur grein í fyrri grein minni rakti ég nokkrar staðreyndir í samskipta- sögu þremenninganna á Suður- landi. Tveir ungir menn, Árni Böð- varsson og Gísli Gíslason, hafa nú skrifað pistil um þessi mál sem birtist hér í blaðinu. Þeir virðast lítt hafa lesið grein mína og þeir gera ekki minnstu tilraun til að hrekja nokkra af staðreyndum sem þar var sagt frá. Þrátt fyrir það drífa þeir sig fram á ritvöllinn og kenna mér um að ég fríi mig allri sök í samskiptasögu þremanning- anna og að það sé mér að kenna að alþýðuflokksmaður var kosinn. Einnig ræða þeir síðasta prófkjör. Við skulum athuga þessi atriði ögn nánar. Mikið sáttaboð í grein minni 22. apríl kom fram að ég bauð mesta sáttaboð í sögu þremenninganna með því að fara í þriðja sætið 1991 sjálfviljugur og án deilna. Þessu sáttaboði var ekki tekið, því fékk Ámi að ráða. Áf því stafa deil- urnar í dag og skulu rökin fyrir því ekki endurtekin, þau komu fram í greininni um daginn, þótt þau hafi farið fram hjá Árna og Gísla. En þeir virð- ast heldur ekki, ungu mennimir, gera sér grein fyrir því hvernig farið var með niður- stöður prófkjörsins sem vikið var að í fyrri grein, en skal nú betmmbætt. Það er sú staðreynd að ákveðið var af forráðamönnum D-listans að hafa prófkjörið að engu með því að fela þann er hrepþt hafði þriðja sætið á framboðsfundum. Óhreinu bömin hennar Evu í Aratungu varð að hafa aðstoð- arráðherra sem ekki var í framboði upp á palli meðal frambjóðanda til að halda í höndina á þriðja manni D-listaps. Á fundi á Hvoli var þriðji maður listans látinn sitja úti í sal án þess að vera sýndur í ræðustól. Nú veit ég ekki hver hefur stjórnað þessu, var það Þorsteinn, var það Árni, var það allur list- inn? Hver sem stjórn- aði, þá var verið að ómerkja með þessu hætti og gera lítið úr þeim er hreppt hafði þriðja sætið. Ég hélt að það hefði tekist í hinu „fullkomna próf- kjöri“ í haust að henda þeim út sem þurfti að losna við. Þessvegna þyrfti ekki hreinsun eft- ir prófkjör. En annað kom í ljós. Varla var þessi ákvörðun mér að kenna. Um þetta þyrftu Árni og Gísli að spyrja fyrrtalda aðila. Þessi ákvarðanataka fréttist um allt héraðið. Forráðamenn D-listans treystu sem sagt þriðja manni ekki til þingsetu. Að þeirra dómi var Vandræðagangur D- listans, segir Eggert Haukdal, í annarri grein sinni, skilaði Al- þýðuflokksmanni inn á þing með aðeins 6% fylgi í kjördæminu. efsti maður S-lista ekki heldur hæfur. Nú voru góð ráð dýr. En þegar neyðin er stærst þá er hjálp- in næst og niðurstaðan varð að vandræðagangur D-listans gat skilað alþýðufiokksmanni inn á þing með aðeins 6% fylgi í kjör- dæminu. Það liggur fyrir að all- margir sjálfstæðismenn úr Vest- mannaeyjum hjálpuðu til að gera þetta að veruleika með því að kjósa A-listann. Ég hef áður óskað Þorsteini Pálssyni til hamingju með þetta afrek og endurtek það hér með. Að sjálfsögðu ítreka. ég einnig góð- ar óskir til Lúðvíks. Það var ekki dónalegt.hjá honum að fá þingsæti á silfurfati frá félögum mínum Þorsteini op Árna. Hinsvegar hefði verið skemmtilegra hjá honum að fá aðeins meira en 6%, en það dugði með góðri hjálp. Það er hins vegar efamál hvort þær kosningareglur séu í lagi sem framkalla svona veruleika. Mikill feluleikur En í framhaldi af þessu. Það kannast flestir við söguna um Evu, hvernig hún faldi óhreinu bömin sín í gamla daga. Þetta góða ráð hefur oft verið endurtekið síðan þegar menn hafa verið í vandræð- um. Það var eðlileg afleiðing af feluleik Þorsteins Pálssonar að dæma þriðja mann úr leik fyrir kjördag að svo skyldi fara sem fór. En var nokkuð óeðlilegt að meiri- hluti sjálfstæðisfólks í sveitum á Suðurlandi og fleiri skyldi velja sér annan fulltrúa en D-listinn hafnaði í lokahrinu kosningabaráttunnar. Það hefðu heilbrigðir D-listamenn einnig átt að gera, en því miður, D-listinn valdi Alþýðuflokkinn. Um þessa sögu sem hér hefur verið rakin þarf Árni í Jónuvík að ræða við nafna sinn. En af meiru er að taka varðandi þriðja sætið. Á sama tíma og efstu menn D-listans þóttust vera að berjast lyrir þriðja sæti listans á Suðurlandi voru þeir bak við tjöldin á Alþingi í vetur að vinna að því að þingmönnum Suðurlands yrði fækkað um einn eða tvo. Þetta tókst þeim ekki í fyrsta áfanga. Gerist þetta á því kjörtímabili sem nú er hafið? Verði svo, sem koma mun í ljós, þá hefur Þorsteini Páls- syni enn tekist að vinna mikið af- rek. Afrekin frá 1987 og 1995 liggja fyrir. Við bætist þá að hafa kastað þriðja sætinu fyrir róða að fullu og öllu. Ljós yfir Hellisheiði og aðaltollhöfn í Þorlákshöfn Ástæða er til að draga fram sögu um ljós yfír Hellisheiði en um þetta mál flutti ég tillögu á Alþingi ásamt fleiri þingmönnum. Fram kom sameiginlegt nefndarálit frá Atvinnumálanefnd þar sem mælt var með tillögunni. Þegar svo stendur á er vanalegt að tillögur renni í gegn. Við afgreiðslu málsins kom fram smátaugatitringur frá einstökum þingmönnum gegn til- lögunni. Meðan á þeirri umræðu ISLENSKT MAL • _______ Hinstur er merkilegt orð. Eins og mörg önnur lýsingarorð, sem tákna stefnu í tíma eða rúmi, er það ekki haft í frumstigi, sbr. t.d. efri-efstur. En hinstur hef- ur lengi vel ekki verið notað í miðstigi. Ég man í bili eitt dæmi fomt, úr Hávamálum: Hins hindra dags gengu hrímþursar, o.s.frv. Þarna skilst mér að fyrri braglínan merki: daginn eftir. Miðstigið hindri mun hafa verið haft bæði um aftari í röð og síð- ari í tíma. Reyndar kemur fyrir bunan hindardags = daginn eft- ir, og í gamalli sænsku er hindradagher haft í sömu merkingu. Fjöldi orða er af sömu ættum í germönskum málum. I gotnesku er hindar = bak við, hinumegin, eftir; og augljóst er samhengið við ísl. sögnina að hindra sem allir þekkja. Við sjáum í gegnum hana. Sá sem hindrar eitthvað, honum tekst að gera slíkt hið sama aftara eða síðara, „halda aftur af því, kippa því til baka“ (Ásgeir Blöndal). Af allt öðrum uppruna er hind (kvk. et.), hvort heldur það er orðið sem merkir kvendýr hjart- arins, eða hitt sem merkir kunn- átta, list og jafnvel auðmýkt. Vil eg með hind vesol bamkind á vönd föðurins kyssa, orti Hallgrímur Pétursson eftir húsbrunann í Saurbæ. Merkilegt má það heita ef hind verður ekki kvenmanns- nafn (sbr. Hjörtur) ef það er þá ekki orðið það nú þegar. ★ Hlymrekur handan kvað: Er Þóra var búin með þvottinn, þrusaði hún kjötinu’ í pottinn og söng, þegar farinn var Finnur á barinn: „Ó, dýrð sé þér, eilífí Drottinn!" ★ „ísland hefur aldrei áður átt skáld, sem jafnazt hefur að anda- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 797. þáttur gift á við jústitsráð Thorarensen. Því hörmulegra er til þess að vita, að hann virðist ekki sinna köllun sinni í þjónustu mennta- gyðjanna, þótt hann hafi óvenju- lega góða aðstöðu til þess, eftir því sem tíðkast á íslandi. Skilur hann ekki, -að skáld eins og Moliére, Milton og Klopstock, Holberg og Ewald hafa gert meira fyrir föðurland sitt og heiminn en Napóleon og hans líkar, meira fyrir trú og siðgæði en þúsundir klerka? Að nota ekki og efla aðra eins hæfileika er blátt áfram að forsmá hina dýr- legustu af öllum guðs gjöfum. Það er synd á móti skáldskapar- ins heilaga anda.“ (Tómas Sæmundsson, 1807-1841.) ★ Umsjónarmanni þykir það handan markanna, þegar vitlaus beyging orðsins Flugleiðir (þolf. „Flugleiði"!) birtist á skjá í frétt- um nkissjónvarpsins, ekki síst af því, að kvöldið áður hafði Ólaf- ur Sigurðsson farið með þetta rétt og skýrt og sagt að Flugleið- ir væru traustar. Auðvitað eru leiðir kvenkyns. Þá þótti sveitamanninum í mér lítil frétt að gemlingar „hefðu borið í fyrsta sinn“. Gemlingam- ir voru nefnilega unglömb í fyrra. Þá tekur öðru sinni til máls Haraldur Guðnason í Vest- mannaeyjum: „Mikil ósköp vor- kenni ég þeim íþróttaliðum okkar sem verða fyrir því „að vera pakkað saman, rúllað upp og tekin í bakaríið“. Þó tekur út yfír þegar sigurvegaramir taka heílt íþróttalið í nefið. Áður fyrr var talað um bless- aðar skepnurnar í burðarliðnum; nú geta hús og skip verið í burð- arlið, að því er fjölmiðlar tjá okk- ur... Eitt sinn sem oftar horfði ég á fallega landslagsmynd í sjón- varpi. I lokin þurfti myndatöku- maður að bursta tennur sínar, og ekki í frásögur færandi. Hann fór inn í sjoppu og „verslaði sér tannbursta". Ég vildi að sá góði maður hefði gleymt tannburst- anum, bara í þetta sinn... Með aukinni menntun fjölgar titlum, og þeim má ekki gleyma í ávarpi, en sumir geta orðið nokkuð langir, t.d. aðstoðar- hjúkrunarforsljóri og aðstoð- aryfirlögregluþjónn." í lok bréfs síns setur H.G. skrá um „nokkur dönsk orð í notkun hér í bæ um 1930, en nú horfin flest þeirra“, að vísu ekki akkúrat og kúnni. Umsjón- armaður leyfir sér að setja þýð- ingar (lauslegar) í sviga: fullbíf- arinn (fullfær), krambúleraður (skrámaður, laskaður), fortó (gangstétt), dúkka upp (birtast skyndilega), bílæti (mynd), lek- kert (snoturt, geðslegt), balkon (svalir), kokkhús (eldhús), ka- mes (herbergi), trekk í trekk (hvað eftir annað með stuttu millibili), akkúrat (nákvæmlega, einmitt), glimrandi (ágætlega), forskéllegt (mismunandi), kúnni (viðskiptandi), brill(í)era (standa sig frábærlega vel). Að svo búnu kveðjumst við Haraldur Guðnason með virkt- um. ★ Leiktu þér nú, litla Fríða, láttu hugann kætast þinn mærin unga, munarbliða, með svo ijóða kinn. Dansaðu við Tobbu, drósin smá, dægilegt mun gaman ykkar verða til að sjá. Kannski hann Pabbi komi þá, kalla skal ég Mömmu þína líka bráðum á. Þó að sorgin bijóstið beygi, breytast hún í gleði kann. Skemmtinn maður er vagn á vegi. Veit það hamingjan. (Hólmfríður María Benediktsdóttir, 1841-1930.) Línuskiptingahornið: 1) ...leifar af sams-köttun ...“ 2) Allur ágóði rennur til skó- garmanna. Auk þess skemmtilegur orða- leikur hjá Pétri Péturssyni: „Irving-glaðir/ örvinglaðir". Eggert Haukdal stóð gengu báðir „félagar“ mínir út. Þeir léðu tillögunni ekki fylgi, hvorki í umræðu né atkvæðum. Af því tillagan var frá mér þá var ekki hægt að samþykkja hana. Af þessu máli má sjá, „að snemma beygist krókurinn til þess sem verða vildi“ í samskriptum þre- menninganna. Tillagan var síðan samþykkt af meginþorra þing- manna. En Árni og Þorsteinn höfðu ekki svo mikið við að koma í þing- sal til atkvæðagreiðslu. Fyrir löngu hefði Suðurland átt að vera búið að fá fjármagn til vegamála utan skipta til að fram- kvæma þessa tillögu. En það var ekki gott að leysa mál í kjördæm- inu þegar „mikilmennin" stóðu á bremsunni. Sömu sögu er að segja um til- lögu á Alþingi varðandi aðaltoll- höfn í Þorlákshöfn (það verður óbreytt tollhöfn á Selfossi) sem var flutt af okkur Guðna Ágústssyni og fleirum. Þarna var saman sag- an. „Félagar mínir“ gátu ekki unnt þessari tillögu framgöngu. Þeir fengu Friðrik fjármálaráðherra og fleiri til liðs við sig til að koma í veg fyrir samþykkt hennar. Með engu móti mátti samþykkja slíka tillögu úr því hún var frá vondum mönnum. Og enn var vegið í sama knérunn Árið 1987 henti Þorsteinn Páls- son þáv. form. Sjálfstæðisflokksins mér út úr stjórn Byggðastofnunar. Einnig úr stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. í hvoruga þessa stjóm kom ég fyrir tilverknað Þor- steins. Allt sýnir þetta „friðarvið- leitni“ þeirra félaga í minn garð. En hefði Árna verið hent út ef hann hafði verið í þessum stjórn- um? Nei. En það er auðvitað mun- ur að vera maður. Nú í vetur hafa sumir sjálf- stæðismenn verið að hafa eftir Þorsteini að mér hefði staðið til boða að vera áfram í stjórn Byggðastofnunar. Þorsteinn óskaði viðtals við mig í vetur þegar fór að styttast í að framboðsfrestur væri útrunninn. Hann spurði mig þrívegis „hvað er hægt að gera?“. Ég gat sjálfur ómögulega pijónað framhaldið né spurt á móti. Þar með lauk þeim fundi. En í tilefni ummæla nokkurra sjálfstæðismanna á Suðurlandi sem fyrr var vitnað til. Er nokkur vandi fyrir Þorstein að henda mér aftur út eins og hann gerði 1987? Að lokum Hér hafa verið dregnar fram nokkrar vörður við veginn í sam- skiptasögu þremenninganna á Suð- urlandi. Skal staðar numið að sinni en af nógu er að taka. Sannleikur- inn er sá að Þorsteinn og Árni hafa fengið að stíga sinn stríðsdans hverju sinni óáreittir eins og sá sem valdið hefur. Of margir beygja sig í duftið. Hvorki forustumenn né aðrir í héraði né utan héraðs hafa brugðið fæti fyrir stórmennin. Það vilja svo margir ganga framhjá. Það var gott ráð í gamla daga og er enn. Og þetta er víst allt í lagi úr því menn vilja hafa þetta svona. Þorsteinn Pálsson skrifaði grein í Dagskrána á Suðurlandi eftir kosningar og virtist vera hinn hressasti með góða niðurstöðu. Hann fagnaði því að sum framboð hefðu fengið lítinn byr. En í þeim framboðum sumum voru nú margir sjálfstæðismenn sem höfðu afskrif- að hann. En hefur Þorsteinn Páls- son traust allra þessara sem kusu D-listann? Margir vilja telja að svo sé ekki. Hefur hann traust þeirra sjálfstæðismanna sem kusu S-list- ann? Ég held ekki. Hafa þeir félag- ar traust þeirra sem strikuðu þá út, það voru nokkrir tugir. Ég held ekki. Ég held að þeim félögum væri hollt í nálægum tíma að ganga hægt um gleðinnar dyr. Og umfram allt að fara að líta í eiginn barm. Og ég held að ýmsum D-listamönn- um á Suðurlandi væri hollt að gera slíkt hið sama. Höfundur erfv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.