Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 26

Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 26
26 LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞINGFORSETIOG STAÐA ALÞINGIS + OLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, gerði stöðu Alþingis og þingmanna að sérstöku umræðuefni í þingsetningarræðu sinni á miðvikudag. A undanförnum árum hafa þingmenn haft' vaxandi áhyggjur af því, að virðing Alþingis sem stofnunar fari þverrandi meðal þjóðarinnar. Má af ræðu þingforseta skilja, að hann telji þingmenn sjálfa að hluta eiga sök á þessari stöðu: „Landsmenn hafa átt þess kost að fylgjast með dag- legum störfum í þessum sal um tíma. Það er tii bóta en ég get ekki leynt þeirri skoðun minni að þingstörfin hafi ekki tekið mið af þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á mörgum sviðum þjóðlífsins, í ijölmiðlum, boðskiptum og margvíslegri tæknivæðingu. Umræðuhefðin hér á Alþingi á með öðru þátt í veikri stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu og áliti almenn- ings. Það er mjög mikilvægt að Alþingi rífi sig upp úr því fari sem það hefur lent í á undanförnum árum. Almenning- ur, sem nú fylgist með störfum okkar daglega, gerir ríkar kröfur um vitrænan málflutning, snarpar umræður og til- þrif á Alþingi. Þess vegna verðum við að setja strangar reglur um umræður og gera meiri kröfur til sjálfra okkar en verið hefur um sinn. Of mikill tími fer í umræður utan dagskrárinnar, eða athugasemdir um fundarstjórn forseta, eins og það heitir nú. Agaleysi af þessu tagi má laga með góðri samvinnu þingmanna, ráðherra og forseta.“ Margt í þessari greiningu þingforseta á við rök að styðj- ast. Málþóf og ómerkilegar hártoganir undir því yfirskini að verið sé að ræða „þingsköp“ eru komin út yfir allan þjófabálk og síst af öllu til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Það væri vissulega skref í rétta átt ef þingmenn litu í eigin barm og endurskoðuðu þá umræðuhefð, er þeir hafa tamið sér til þessa. Bent hefur verið á að önnur hugsanleg skýring á því, að Alþingi njóti ekki sömu virðingar og áður sé að alþing- ismenn hafi dregist aftur úr hvað launakjör varðar. Kom fram í ræðu þingforseta að hann teldi bágan húsakost og launakjör vera farin að skaða þingið. „Það verður að búa svo um hnútana að hveijum þeim, sem kjörinn er til setu á Alþingi, standi til boða starfsumhverfi sem almennt tíðk- ast í stofnunum og fyrirtækjum. Hér er með öðrum orðum um sjálfsvirðingu Alþingis að tefla . . . Ég hlýt jafnframt í þessu sambandi að hvetja til að launamál og starfskjör alþingismanna verði tekin til endurskoðunar. Því miður er það svo að það eru útbreiddar ranghugmyndir í þjóðfélag- inu um launakjör þingmanna. Sannleikurinn er sá, að marg- ir þeirra sem kjörnir eru til setu á Alþingi lækka við það í launum. Ég hef áhyggjur af Alþingi sem stofnun, ef launa- kjör o g starfsaðstaða fælir þá frá þátttöku í stjórnmálastörf- um, sem fengur væri að fá á Alþingi. Hér eins og víðar er vandratað meðalhófið en á þessu máli er nauðsynlegt að taka.“ Forseti Alþingis gerði einnig að umtalsefni að skilin milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds væru ekki nógu skörp: „Þess vegna leggja nú ýmsir áherslu á að alþingis- menn sitji ekki í stjórnum og ráðum utan þingsins, telja það ekki samræmast góðum stjórnarháttum og aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þó þykir sumum eðli- legt, að alþingismenn séu jafnframt ráðherrar, æðstu menn framkvæmdavaldsins. Það hlýtur þó að vera álitamál," sagði Ólafur G. Einarsson. Á undanförnum árum hafa mikil framfaraskref verið stigin í þeim efnum að aðskilja framkvæmda- og dómsvald. í mörgum nágrannaríkjum okkar er sú regla við lýði að þingmenn afsali sér þingsæti sínu.^taki þeir sæti í ríkis- stjórn. Það er vissulega umhugsunarefni hvort taka beri upp svipaðar reglur hér á landi til að greina betur á milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Forseti Alþingis benti í þessari fyrstu ræðu sinni á margt, sem betur mætti fara í störfum þingsins og þeirri starfsað- stöðu sem þingmönnum er búin. Flest það sem hann nefndi hefur áður verið til umræðu en lítið orðið úr aðgerðum til úrbóta. Það er nauðsynlegt, að þingmenn ræði þessi mál af skynsemi og íhugi hvaða breytingar þeir telja hyggileg- ar á starfsháttum sínum. Þingmenn ættu einnig að hafa þau orð forseta hugföst, að það eru „þingmenn sjálfir sem mest áhrif hafa á hver ímynd Alþingis er í augum þjóðarinnar“. Það er hins vegar að sama skapi eðlilegt, að þjóðin búi Alþingi þau skilyrði að hæfir einstaklingar hiki ekki við að gefa kost á sér til starfa þar og að starfsaðstaða þeirra sé viðunandi. GAMLI VESTURBÆRINN EDINBORGARVERSLUNIN kynnir útsölu á götum úti undir yfirskriftinni: „Aldrei hafa prísar f Auglýsingin stendur við Tjarnargötu, Vonarstræti og Suðurgata sjást í bak LJósmyndasafn Reykjavíkur/Óskar Gíslason BARNASKEMMTUN á Landakotstúni 17. júní árið 1954. Á tíu ára afmæli lýðveldisins voru barnaskemmt- anir haldnar á níu stöðum víðs vegar um borgina. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Úr safni Elliheimilisins Grundar GISLI Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar, sem lést 7. BRYNDÍS Zoega var um áratugas janúar 1994, þótti hagsýnn maður og kaupir hér nagla af börnum. aði þijár kynslóðir Vesturbæing; bygging í Reykjavík en þar hefui

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.