Morgunblaðið - 20.05.1995, Page 27

Morgunblaðið - 20.05.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 27 Ljósmyndasafn Reykjavfkur/Magnús Ólafsson 'allið lægra hér á landi“. sýn. Mannlíf og menningar- verðmæti SÝNING um gamla Vesturbæinn verður haldin í Ráðhúsi Reyiya- víkur frá 19. maí til 11. júní. A henni verða yfirlitskort, safn uppdrátta af skipulagi, skjöl af ýmsu tagi, líkön, ljósmyndir og texti sem ætlað er að gefa gest- um mynd af þróunarsögu hverf- isins. Að sögn formanns fram- kvæmdaráðs Vesturbæjarhá- tíðarinnar, Kristínar Ólafsdótt- ur, er tilgangurinn með sýning- unni tvíþættur. Annars vegar að auka á kynni íbúanna og sam- kennd og hins vegar að auka vitund og gleði yfir sögulegum menningarverðmætum sem fel- ast í sögunni og íbúunum sjálf- um. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Vesturbæjarblaðið keið fóstra í Drafnarborg og fóstr- ». Drafnarborg er elsta leikskóla- r yerið rekið barnaheimili í 45 ár. Morgunblaðið/Júlíus 17-24 áraöku- menn eiga aðilcl að þriðjungi slysa INNLENDUM VETTVANGI IUPPLÝSINGUM með nýútkominni umferðarörygg- isáætlun til ársins 2001 kem- ur fram að kostnaður vegna umferðarslysa er gífurlegur hérlendis. Þar er vitnað til forkönn- unar Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um áætlaðan kostnað þar sem hann er talinn vera yfir 8 millj- arðar króna á ári. Tryggingafélögin telja þetta þó alltof varlega áætlað og halda fram að kostnaður sé á bilinu 10 til 12 milljarðar króna. Sjö slys á dag í upplýsingum frá Vátrygginga- félagi Islands kemur fram að út- gjöld tryggingafélaganna vegna umferðaróhappa sé 5,1 milljarður króna árlega. Þar segir að ár hvert verði um 12.500 umferðaróhöpp sem þýðir að 35 umferðaróhöpp verða á hverjum dégi alla daga árs- ins. Árlega verði um 2.500 slys sem þýða 7 slys á dag alla daga ársins. Hlutur yngstu ökumannanna í þessum tölum er stór. í gögnum frá VÍS segir að 12% tryggingataka séu á aldrinum 17 til 24 ára en 35% af ökumönnum í tjónum séu á þess- um sama aldri og tæplega 40% tjónagreiðslna komi úr þessum tjón- um. Sé þess gætt að þessi aldurs- hópur er Í8,7% af öllum íslending- um á aldrinum 17 til 70 ára fæst sú niðurstaða að 18,7% af þeim sem eru á bílprófsaldri valdi trygginga- félögunum tæplega 40% af útgjöld- um þeirra vegna tjóna sem einkabif- reiðar valdi. 17-24 ára í 34% slysa Umferðarráð byggir skráningu sína á umferðarslysum á upplýsing- um frá lögreglu. I upplýsingum frá Umferðarráði kemur fram að á síð- asta ári áttu 1.617 ökumenn, 17 ára og eldri, aðild að slysum. Þar af er hlutur ökumanna á aldrinum 17 til 24 ára rétt tæp 34%. Það þýðir að ökumenn á þeim aldri eigi aðild að rúmlega þriðjungi allra umferðarslysa. Ekki hugað að hækkun bílprófsaldurs Þær raddir hafa heyrst að nauð- synlegt sé að hækka ökuprófsaldur- inn úr 17 árum í 18 ár. Að sögn Ólafs Walters Stefánssonar, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, hefur sá möguleiki ekki verið tekjnn til neinnar alvarlegrar skoðunar í ráðuneytinu. Það hafi ekki verið inni í myndinni að hækka aldurinn áður en ný umferðarlög voru lög- fest árið 1987 og' ekki hafi reynst nauðsynlegt að hreyfa við honum við aðild að EES. Hann segir að innan EES sé miðað við 18 ár en aðildarlöndum sé heimilt að miða við 17 ár. Þá segist hann ekki muna til þess að fram hafi komið áskorun frá nokkrum aðila um að þessu verði breytt. Viðhorfin grundvallaratriði Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarráðs, segir aðspurður um það hvort honum finnist að hækka ætti bílprófsaldurinn að það myndi ekki hafa þau stóru áhrif sem menn vildu sjá í þessu sambandi. Ljóst sé að fyrstu árin eftir bílpróf reynist ungum ökumönnum erfiðust og margir þeirra fari af stað út í umferðina með ónóga þjálfun. „Ég held að grundvallaratriðin í þessari umræðu séu í fyrsta lagi þjálfun og í öðru lagi viðhorfin sem ungmennin fara af stað með út í umferðina. Þetta tvennt skiptir mestu máli. Viðhorfin eru grund- völlur þess sem þau gera og hvern- ig. Ef við gætum fengið meiri tíma í að byggja upp viðhorf - í gegnum ökukennslu og almennt í þjóðfélag- inu - stæðum við betur að vígi. Það eru engin ný sann- indi að umferðin tekur stóran toll í slysum og óhöppum. Oft verður skaðinn ekki metinn til fjár en þær upphæðir sem eru metnar eru gíf- urlega háar. Gréta Ing- þórsdóttir kannáði hlut yngstu ökumannanna í slysum og eignatjónum. Eg tel reyndar að þetta sé hluti af agavandamáli þjóðarinnar en það kemur sterkar í ljós á þessum vett- vangi en annars staðar," segir Sig- urður. Fjárfesting sem borgar sig Sigurður segir að starfsmenn Umferðarráðs hafi í áróðursstarfi sínu beint athyglinni sérstaklega að ungum ökumönnum á undanförnum tveimur árum. „Við leggjum gríðar- lega mikla áherslu á þennan aldurs- flokk. Ef ég mætti beina orðum mín- um til foreldra þá hvet ég þá til að láta börnin sín taka frekar fleiri öku- tíma en færri. Sú fjárfesting marg- borgar sig og dregur úr áhættu á að hlutir gerist sem ekki verða aftur teknir.“ Sigurður sagði að stöðugt væri verið að reyna að bæta ökupróf en gallinn við þau væri sá að þar væri fyrst og fremst verið að prófa það sem viðkomandi gerði á þeirri stundu. Ökumaðurinn gæti verið farinn að keyra eins og vitleysingur eftir einn eða hálfan dag. „Ef við gætum próf- að meira viðhorf til umferðar og ef hægt væri að finna mælikvarða á það, þá væri það æskilegast," sagði Sigurður. Sigurður sagðist sjá jákvæða þró- un í þá átt að hlutdeild yngstu öku- mannanna í slysum hefði heldur ver- ið að minnka síðustu tvö ár. Það væri vissulega stór áfangi því í gegnum tíðina hefði þetta verið sá hluti af heildinni sem erfiðast hefði verið að fækka slys- um hjá. „Inn í þetta kemur kannski líka að stór hluti þessara unglinga er alinn upp við notkun bílbelta og ég er sannfærður um að það er áhrifavaldur. Ég er spenntur að fylgj- ast með hvernig þeim kynslóðum reiðir af í umferðinni sem alla tíð hafa verið í barnabílstólum og belt- um,“ sagði Sigurður Helgason. Síðastliðið haust var tekin sú ákvörðun að hefja fundaherferð með ungu fólki sem lið í fyrirbyggjandi starfi til að koma í veg fyrir hvers konar slys og óhöpp. Fundirnir fóru fram í samstarfi við lögreglu, SEM- samtökin og áhugafólk um umferðar- öryggismál undir yfirskriftinni Akst- ur á eigin ábyrgð. Á þeim var fjallað um skelfilegar afleiðingar umferðar- slysa, samskipti lögreglunnar og ungra ökumanna, tryggingamál og viðhorf ungmenna til bílsins og um- ferðarinnar. Auk þess voru sýnd myndbönd með viðtölum við fórn- arlömb umferðarslysa. Hátt á annað þúsund ungmenna hafa sótt fundina í vetur og verður þeim haldið áfram í sumar. í umferðaröryggisáætlun segir að ungir ökumenn, sem hafi litla reynslu og taki oft mikla áhættu, séu gjarnir á að ofmeta eigin getu í umferðinni. Ýmsar tillögur eru settar fram sem snúa beint að ungum ökumönnum, m.a. um breytt ökunám. Þar segir að ökunám til undirbúnings akstri einkabifreiða sé þýðingarmest þar sem yfir 90% einstaklinga úr hveijum árgangi taki ökupróf á aldrinum 17 til 19 ára og langflestir þeirra taki ökuprófið á 18. aldursári. Á það er bent að fail á prófi í akstri bifreiðar var á árinu 1994 lítið eitt innan við 2% og sé það hækkun úr 1% árin 1993 og 1992. Næst- lægsta fallprósenta sé í Noregi þar sem hún er 17%. „Af þessu má ráða að prófkröfur á íslandi séu vægar (verkleg próf).“ Um upplýsinga- og áróðursherferðir segir m.a. að þær séu árangursríkar aðferðir í um- ferðaröryggisstarfi. „Segja má að góður árangur hafi náðst í því að fá ökumenn til að nota öryggisbúnað í bifreiðum. Leggja þarf ríka áherslu á að ná til þess hóps sem ekki notar öryggisbúnað því að það er mikill áhættuhópur. Afleiðingarnar verða oftar en ekki mjög alvarlegar. Stefna mætti að áróðursherferð og átaks- verkefnum sem taka sérstaklega á ökumanninum og vitund hans um eigin ábyrgð," segir í áætluninni. Síðan eru taldir upp nokkrir áherslu- þættir sem þurfi að hafa forgang og það er fyrst nefnt að auka þurfi upp- lýsingamiðlun til ungra ökumanna, 17 til 19 ára. í Stanz, riti sem VÍS hefur gefíð út og ætlað er ungum ökumönnum, eru viðtöl við nokkur ungmenni semv lent hafa í alvarlegum slysum og bíða þess aldrei bætur, ýmist á lík- ama eða sál eða hvoru tveggja. í frásögnum þeirra kemur oft fram að mörgum ungum mönnum finnist flott að aka hratt og nota ekki öryggis- belti. Einn viðmælenda orðaði það svona: „Við vorum allt of miklir gæjar til að nota bílbelti - enda bara hræðslupúkar sem notuðu þau.“ Eft- ir á sjá þau hins vegar hvað þetta viðhorf er rangt og sjá eftir því sem ekki verður aftur tekið. Hæst slysatíðni meðal 15-19 ára Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á slysa- og bæklunarlækningadeilö Borgarspítalans, hefur tekið saman upplýsingar um faraldsfræði slasaðra í umferðarslysum í Reykjavík 1974 til 1993 og gerði hann grein fýrir athugunum sínum á Skurðlækna- þingi á síðasta ári. Þar kom fram að umferðarslys eru helsta orsök bæklunar og ótíma- bærs dauða og hæst tíðni slasaðra fyrir bæði kyn er í aldurshópnum 15-19 ára eða 43,3/1000 fyrir karla og 30/1000 fyrir konur. Aldurs- hópurinn 20-24 ára kemur þar næst á eftir. „Það merkilega við umferðar- slys er að mannlegi þátturinn er alls- ráðandi og aðalorsökin, því biluð bif- reið á sárasjaldan sök á því hvernig fór. Það yrði farsælast ef hægt væri að beisla mannlega þáttinn þannig að meiri aðgát væri höfð í umferð- inni,“ segir Brynjólfur í lokaorðum erindis síns. Sumum fínnst f lott að nota ekki belti Sjö slys á hverjum degi ársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.