Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 32

Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 32
32 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓHANNA SVEINSDÓTTIR + Jóhanna Sveinsdóttir, bók- menntafræðingnr og rithöf- undur, fæddist í Reykjavík 25. júní 1951. Hún lést af slysförum í Frakklandi 8. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 18. mai. TÍÐINDIN um brátt andlát Jó- hönnu Sveinsdóttur komu sem reið- arslag. Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta gæti verið satt. Aðeins nokkrum dögum áður hafði ég reynt að ná sambandi við hana þar sem ég var í vinnuferð í París en síðar kom á daginn að Jóhanna var þá farin út í eyjuna sem hún hafði oft talað um að hana langaði að sjá. Jóhönnu Sveinsdóttur kynntist ég fyrst haustið 1993. Reyndar hafði hún fyrir allmörg- um árum kennt mér íslensku í Menntaskólanum við Hamrahlíð en þá kynntumst við lítt betur en geng- ur og gerist milli nemenda og kenn- ara. Þegar ég svo hélt til Parísar til náms naut ég þeirra gæfu að kynnast og sjá fyrrum íslensku- kennara minn í nýju iósi. Með okk- ur tókst vinátta sem skugga hefur ekki borið á síðan. Jóhanna var * --ekki einasta skarpgreind og dugleg heldur fór þar manneksja sem hafði stórt hjarta. Kímnigáfa hennar var einstök og hafði hún einkar gott lag á að koma fólki í gott skap. Jó- hanna elskaði Parísarborg en París elskaði hana enn meir. Það var henni list að umgangast fólkið, sama hvort það var á markaðnum, kaffíhúsinu eða í stigaganginum. Öll mannelg hegðan var henni áhugamái sem hún var óþreytandi að túlka í ljóðum. Og þær voru margar og ólíkar uppskriftirnar sem Jóhanna hafði í sigtinu. Eitt sinn ætluðum við í gönguferð með Alpaklúbbnum í París og var förinni heitið í Fontain bleu skóginn. Fyrir mín mistök lent- um við þess í stað inn í miðjum gönguklúbbi gyðinga en inn í þann hóp höfðu mótmælendur aldrei fyrr villst. Það liðu þó ekki margar mín- útur áður en gyðingarnir höfðu tek- ið okkur í sátt, þökk sé Jóhönnu. Eftir ferðina ræddum við tímunum saman um þessa reynslu og þær ólíku manngerðir sem við þarna fundum. Fyrr en varði var Jóhanna komin með frábæra hugmynd að kvikmyndahandriti. Sömuleiðis líða jólin 1993 mér seint úr minni. Jóhanna bauð mér þá ásamt nokkrum öðrum til jóla- veislu, en við sem þar vorum áttum það öll sameiginlegt að vera ein á báti yfír hátíðamar í París, íjarri vinum og ættingjum, japönsk stúlka og Frakki ættaður frá norður-Afr- íku voru meðal gesta Jóhönnu þetta aðfangadagskvöld. Með íslenskan mat á borðum, framreiddan af ein- um fremsta listamanni þjóðarinnar í matargerð, Jóhönnu Sveinsdóttur og íslensk kóratónlist í bakgrunni, fór hátíðin fram. Hugur okkar allra sótti heim. Sú sem mest hafði þó að sakna bar sig best. í París sakn- aði Jóhanna ætíð dóttur sinnar Álf- heiðar Hönnu sárt. Hún talaði mik- ið um þennan dýrgrip í lífí sínu sem hún var svo stolt af. Þegar Jóhanna virtist leið vissu vinir hennar að þá var hugurinn hjá dótturinni heima á íslandi. Milli móður og dóttur ríkti skilningur og sterk vinátta. Sömu- leiðis var Jóhönnu afar hlýtt til for- eldra sinna og systkina. Til að nærast varð Jóhanna að fara sína eigin leiðir. Þær leiðir voru af sumum þeim sem lifa hefð- bundnu lífi á íslandi lítt skiljanleg- ar, en við sem þekktum Jóhönnu vitum að hún valdi rétt. Um leið og Jóhanna elskaði friðsæld og feg- urð íslenskrar náttúru naut hún sín í ys og þys stórborgarinnar. Þar fann hún hvatningu til að velja hugðarefnum sínum farveg og speglum perónu sinnar. Ritsnilld hennar er þjóðinni kunn. Löngu áður en Jóhanna fór út á eyjuna Belle Ile De Mer hafði hún talað um þann draum sinn að fara þang- að. Þar ætlaði hún að taka viðtal fyrir íslenskt tímarit og anda að sér fersu sjávarloftinu, sem hún sakn- aði í París. Frá eyjunni fögru átti hún ekki afturkvæmt í þessu lífi. Eftir stendur minningin um góða vinkonu sem gaf mér nýja sýn á veröldina og mannfólkið. Við erum mörg sem söknum hennar sárt. Sárastur er söknuður þinn Álfheið- ur Hanna. Ég sendi þér, afa þínum og ömmu svo og systkinum móður þinnar mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Sigursteinn Másson. Hún Jóhanna er dáin. Ég hitti hana síðast í París núna í vor. Þá var hún að vinna að út- varpsþætti um bragðskyn og minn- ingar í tengslum við leitina að týnd- um tíma hjá Marcel Proust. Þegar ég hugsa um það núna skil ég að þarna var hún í rauninni, eins og gjarnan, að tengja saman það sem henni Iá næst hjarta; það sem býr ofan á og innan í tungunni. Hún var oftar en ekki að taka mál af tungunni, vega hana og meta; elda texta og semja mat. Þegar ég sá Jóhönnu sem ungur maður heillaðist ég strax af þeim lífskrafti og orku sem frá henni streymdi. Hún var bygging með mörgum herbergjum, margbrotinn og íjölbreyttur persónuleiki í senn. Á þeim tíma leiddi hún menntakóla- nemendur um völundarhús íslenskr- ar tungu og bókmennta og fjallaði síðan um eiginlega innviði hennar, bragðlaukana og matargerðarlist- ina í bókum og á síðum dagblað- Legsteinar Krossar Skildir Málmsteypan kaplahraunib TJPJ T Á Uf 220 HAFNARFJÖRÐUR AlJUljliJrl Xli. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587 Sérfræðingar i blóniaskrcylingiiin við »11 (irkilæri Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 anna. Sem hendi væri veifað var hún síðan búin að skrifa viðtalsbók við íslenska elskhuga og síðar aðra um tíðahvörf kvenna. Lítið þurfti til að forvitni og óstöðvandi áhugi hennar væri vakinn. Jóhanna vildi alltaf vita hvemig tímanum leið. Um síðustu jól kom síðan út fyrsta ljóðabókin hennar. Hún átti sér þann draum að búa um lengri eða skemmri tíma fyrir utan íslensku landsteinana. Og hik- aði ekki við það frekar en annað. Undanfarin ár var heimili hennar í París, við hliðina á Sacré Coeur eða Hinu heilaga hjarta. Þar var hún hamingjusöm. Náfnspjaldið hennar var í súr- realískum anda. Á því titlaði hún sig Productrice du Hasard Objectif, sem þýðir ,framleiðandi hinnar hlut- lægu tilviljunar". Það skilur hún eftir sig og margt fleira skemmti- legt og merkilegt - fyrir okkur að skoða og njóta. Sumt skilur maður aldrei. Maður skilur heldur ekki hvernig hún fór svona skyndilega frá okkur. Fyrir hlutlæga tilviljun hverfur hún allt í einu á hjólhesti yfír til Guðs og mömmu hans. Það er einhvem veg- inn stærra en lífíð sjálft. Ég votta fólkinu hennar, ijöl- skyldu og vinum, mína dýpstu sam- úð í sorginni. Sérstaklega elsku Hönnu, sem stendur henni næst og verður alltaf perlan hennar hér á eyjunni. Haraldur Jónsson. Kveðja frá París Já þú ert farin og ég hefi ekki annað en hlut einn lítinn sem þú gafst mér sönnun um þig og þó er sem ég heyri þögnina æpa að þú sért ei, týnist og þig sem týnist angrar ekkert, kvöldið eina hið mikla gætir þín: og raddir trúnaðar hvísla, hlátrar allra manna hljóma þér, augu þúsund glampandi augu sjá þig: og ljósin þakka þér og myrkrið þrýstir þér að sér: Lífið: má ég biðja (vonlausrar bónar er ég sit hér aftur einn utan dyra heimsins langan veg) kvöldið að gæta þín af þögulli alúð, þig að þú sért þó ekki sértu hér. Mig langar að minnast Jóhönnu vinkonu minnar með þessari bæn eftir Sigfús Daðason sem ég veit að henni þótti vænt um og lýsir betur en nokkur orð þeim tilfínning- um sem vakna við sviplegt lát henn- ar. Það er sárt að hugsa til þess að Jóhanna sé farin fyrir fullt og allt og komi ekki aftur. Mér fínnst einhvern veginn eins og hún sé rétt ókomin og að hún eigi eftir að koma askvaðandi inn úr dyrunum nýbúin að lenda í einhveiju ævintýrinu. Jóhanna var nefnilega snillingur í því að gæða hversdagsleg atvik lífi og það var eins og þau yrðu að ævintýri þegar hún sagði frá. Jóhanna var ákaflega geislandi manneskja og það gustaði af henni. Ég kynntist henni fyrir rúmum tveimur árum þegar ég var að hefja leiklistamám en hún að skrifa. Við ákváðum að leigja saman íbúð hér á Montmartre og vorum sambýlis- konur í tvö ár eða þar til lífi henn- ar lauk. Það verður að segjast að sambúðin gekk ekki átakalaust í byijun. Við vorum báðar skapstór- ar, hún allmiklu eldri en ég og þar afleiðandi fannst henni hún þurfa að ala mig svolítið upp! Matkrák- unni sjálfri fannst nefnilega ekki mikið til mataræðis míns koma sem hún sagði að uppistæði aðallega af svörtu kaffi, kartöflum og pasta. Það væri engin von til þess að ég gæti stundað námið almennilega með þessu háttalagi! Maður átti að borða almennilegan mat! Mér þótti hins vegar fullmikið að hún skyldi ætla að fara að ráðskast með mig, reynda Parísardömuna, og matar- og lífsvenjur mínar. En ég áttaði mig samt fljótlega á því að allt var þetta sprottið af umhyggju í minn garð og af því að henni þótti vænt um mig. Upp frá því urðum við miklar vinkonur og mér fór að þykja vænt um Jóhönnu. Þessi umhyggja var einmitt svo dæmigerð lyrir hana, hún vildi gera allt til þess að manni liði vel. Það var líka svo gott að tala við hana og þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum saman í litla eld- húsinu okkar á Montmartre og ræddum um alla heima og geima. Ég sé hana enn fyrir mér og heyri hana taka eina hláturrokuna svo að giymur í hæðinni! Ég gat alltaf leitað til hennar þegar eitthvað bját- aði á og ég var stressuð út af nám- inu eða öðru. Hún studdi mig og hvatti óspart og fyrir það er ég henni þakklát. Jóhanna hafði gaman að því að segja sögur, hún var mikill húmor- isti og bjó auk þess yfír miklum fróðleik því að alltaf var hún að lesa og koma auga á eithvað nýtt. Oft settumst við inná kaffíhús í hverfínu á kvöldin og þá átti Jó- hanna til að setja upp heilu leikritin fyrir kaffíhúsagesti. Orð mega sín lítils í sorginni. Mig langar aðeins til að þakka fyr- ir mig og fyrir að hafa fengið að kynnast stórbrotinni konu. Eg veit að ég á eftir að búa að því alla ævi. Elsku Hanna mín. Ég sendi þér og fjölskyldu þinni innilegar samúð- arkveðjur. Arndís. Yfír Frakklandi hafði verið heið- skírt í tíu daga og á jörðu niðri var ský horfíð úr hveijum hlut. Allt var skínandi hreint og bjart, líkt og á sviði, í miðri sýningu, þegar leikur- inn stendur sem hæst. Síðustu dagar Jóhönnu voru bjartir. Fregnin um andlát hennar barst af hafí, með vestanátt inn yfir landið, fyllti himin, vakti hroll. Hitinn féll um tíu gráður, tár af himni. Jóhanna var ein af þessum mann- eskjum sem halda áfram. Ein af þessum manneskjum sem halda áfram að lifa þó lífið leggi ár í bát og á bátinn gefí. Hún varð ekki líf- inu að bráð, ekki lífínu bráð, ekki „smáborgarahéri" eins og hún orð- aði það í ljóði. Hún var ein af þess- um fáu sem héldu áfram að vera með en hvarf ekki inní símaskrár og tölvur. Hún lét ekki lífið drepa sig. Hún hélt áfram að lifa því. Og hún heldur áfram að lifa. Hún kenndi mér í MH. Síðar hitt- umst við á götum og stöðum Reykjavíkur. í París kynntist ég henni betur. I MH var hún strax eins og ein af okkur. Kennari og nemandi um leið. Hún hætti aldrei að læra þó hún væri farin að kenna. Hún hélt áfram, alltaf að bæta við sig og gera betur. Og hún átti svo margt ógert. Hugmyndir og verkefni hlóð- ust upp í hverri viku. Hin frábæra útvarpsþáttaröð hennar um þróun matargerðarlistar var það síðasta sem hún sendi frá sér. Að baki hveijum þætti lá óvenjulegur metn- aður, óhemju vinna og mikill lestur. Nemandinn bætti stöðugt við og kennarinn hafði gaman af að miðla. Fyrir þremur vikur sátum við á kaffihúsi í París og hún leyfði mér að spyija sig 120 spurninga um Boccaccio. Um leið var hún alltaf forvitin um það sem maður var að gera. Hún spurði alltaf hvemig gengi. Hún var stuðningsmann- eskja. Hún hvatti mann til dáða. Hún gaf mér kafla í skáldsögu. Hún sagði það sem henni fannst og fannst það sem hún sagði. Hún var gestrisin. Hún var traustur vinur. Hún hringdi í mann þegar maður var veikur. Jóhanna var sterk kona, með sterkan svip og sterkur persónu- leiki. Og hún hafði húmor. Síðasta kvöldið, að nýafstöðnum forseta- kosningum, bað hún þjóninn um „un Chirac". Hlátur hennar var sterkur og smitandi. Á kvöldin heyri ég hann bergmála inn yfír borgina onaf svörtum himni eins og undan dökku hári, hlátur sem deyr ekki út heldur hjaðnar og birtist svo aftur, bjartari en áður, -með ljósu lifandi andliti: Norðurljós yfir París. Jóhanna hafði gaman af og gældi oft við merkingu tilviljana, þýðingu daga og örnefna. Sjálf fór hún á friðardaginn á Belle-Ile sur mer. Nú hvílir hún í friði á Fagurey. Hallgrímur Helgason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GÍSLI R. SIGURÐSSON fv. útgerðarmaður, Faxastíg 41, Vestmannaeyjum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 17. maí sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, 27. maí kl. 14.00. Sigríður Lovísa Haraldsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Guðný Alfreðsdóttir, Sigríður Lovísa Jónsdóttir, Freydís Jónsdóttir, Freyr Jónsson. t Systir okkar, SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, lést miðvikudaginn 17. maí. Ásundur Sigurjónsson, Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Ágústa Sigurjónsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Ásdfs S. Sörensen, Guðmundur Sigurjónsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR R. HJARTARDÓTTIR, Strandaseli 5, sem lést fimmtudaginn 18. maí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðviku- daginn 24. maí kl. 13.30. Hjördfs R. Jónsdóttir, Hrólfur Ólason, Kristinn Hannesson, Ingunn Sveinsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, KÁRA GUÐBRANDSSONAR vélstjóra, Hjarðarhaga 40. Bára Guðbrandsdóttir, Berghildur Guðbrandsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.