Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995 35 TAGE AMMENDRUP + Tage Ammendrup fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 18. maí. ÞEIR eru ófáir leikstjórarnir sem unnið hafa með Tage Ammendrup. Það var nánast regla hjá Sjónvarpinu um árabil að fá Tage til að leiða byijendur í faginu fyrstu skrefin í myndverinu. Eg var reyndar nýkom- inn frá námi, þegar mér bauðst að leikstýra þar verkefni sem hét Skóla- ferð, og taldi mig ek^ci þurfa á tækni- legum stjórnanda að halda. Yfir- menn stofnunarinnar voru á öðru máli og héldu fram Tage. Það er skemmst frá því að segja að á öllum sviðum reyndist hann sá besti sam- herji sem unnt var að óska sér. Hann leiðbeindi án þess að trana sér fram, hann sagði skoðun sína án þess að loka hlustum sínum fyrir skoðunum annarra, og umfram allt sá hann til þess að góður andi ríkti á vinnustað. Létt lund var Tage eiginleg í þeirri merkingu að hún kom fram í öllu sem hann gerði og sagði. Ég trúi ekki að hún hafi verið áunnin. Erfða- eiginleikar hljóta að hafa sagt til um þetta sólskinsskap sem maðurinn virtist ævinlega vera í. Hann var í starfi sem stundum tók á taugarn- ar, þar sem stöðugt þurfti að senda skipanir til allra átta og fá fólk til að vinna hratt og vel. Gjarnan voru skemmtikraftarnir alls óvanir að koma fram í sjónvarpi og þurftu á handleiðslu og sálarstyrk að halda. Hvort tveggja gat Tage veitt og hann gerði það ævinlega af Ijúf- mennsku þess sem aldrei gaf neitt annað í skyn en að hann nyti starfs- ins til fullnustu. Og væntanlega gerði hann það líka. Vinnuálagið á hann var hreint ótrúlegt á þessum árum. Það sést ef til vill best af því að fyrir u.þ.b. áratug hafði hann framleitt eitt þús- und þætti fyrir Sjónvarpið. Af því tilefni tóku starfsmenn Sjónvarpsins sig til og fluttu honum lofkvæði. Komið var saman klukkan átta að kvöldi og lag og ljóð æft ásamt nokkrum nettum sviðshreyfíngum, síðan var beðið fram yfir miðnætti, farið í Islensku óperuna þar sem Tage var að taka upp söngdagskrá og laumast að tjaldabaki án vitn- eskju Tages sem sat fyrir framan stjórntækin í upptökubílnum. Þegar upptökum loksins lauk, raðaði hóp- urinn sér upp á sviðið og söng Tage lofgjörð sína, nokkrir tugir sam- starfsmanna sem þannig auðsýndu honum virðingu sína. A eftir var honum haldin dýrteg veisla sem stóð langt fram eftir nóttu. Þessi eftir- minnilegi atburður er vissulega eins- dæmi og sýnir best hvílíkra vinsælda Tage Ammendrup naut meðal sam- starfsmanna sinna. Ég votta aðstandendum hans ein- læga samúð mína. Ágúst Guðmundsson. Það eru afskaplega auðugir •menn, sem geta látið verk sín tala, og þurfa ekkert að hafa fyrir því að lýsa þeim sjálfir. Tage Amm- endrup stjórnaði hartnær þrettán hundruð upptökum og útsendingum fyrir sjónvarp. Og sá ekki ástæðu til að hafa mörg orð um það. Maðurinn sem stýrði öllum þessum myndum og þáttum, hann sást sjálfur nánast aldrei í Sjónvarpinu og það var raunar aðeins með herkjum og naumindum að hann fékkst til að segja nokkur orð í frétta- og kynn- ingarstofum fyrir dagskrá stofnun- ar sinnar. En hann var maðurinn á bak við það sem gerðist, maður hugmyndanna og hann gaf mér eina af þeim og fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. Á ungum aldri var Tage Amm- endrup liðsmaður í Mandólínhljóm- sveit Reykjavíkur. Einn góðan veð- urdag fór hann ásamt félögum sín- um með mandólín sitt upp að Vífils- stöðum og spilaði fyrir berklaveikt fólk, hann lífgaði upp á tilveru, sem mörkuð var af dauðans angist. Tage Ammendrup geymdi myndir frá þessari heimsókn í huganum, og haustið 1993, þegar við höfðum lokið við að gera Islenska íþrótta- vorið, sagði hann við mig að við ættum að gera mynd um berklana, hvíta dauðann - það væri kominn tími til. Mér fannst það merkilegt að hann skyldi stinga upp á þessu við mig, sem var svona miklu yngri en hann, og þekkti ekki þessar myndir frá Vífilsstöðum, en Tage fullvissaði mig eins og alltaf og við hrintum hugmynd hans í fram- kvæmd, við kvikmynduðum þessa sögu, og við notuðum myndirnar sem Tage geymdi í huganum, nýtt- um þær til að endurskapa lífið á þessum einangraða stað, sem allir vissu um, en fæstir þekktu. Upptök- urnar fóru fram í ágúst 1994 og það voru sannarlega sólarstundir, þótt efnið væri sjúkdómur, sem lengstum var banvænn; það fylgdi þessari hugmynd Tages raunar svo mikil sól, að hann lenti I því í fyrsta sinn á löngum ferli að verða að blása af upptöku af því að veðrið var of gott og himinninn of blár, það þýddi ekkert að reyna að búa til rigningu - og reyndasti upptöku- stjóri íslands neyddist því til að senda Slökkvilið Hafnarfjarðar aft- ur heim á leið með háþrýstislöngur sínar og dælur og vatn í tonnatali. Tage Ammendrup hóf sinn langa menningarferil á því að gefa út hljómplötur. Lýðveldið var ungt og lýðveldisandinn gangvirki þjóðar- innar og þá urðu til íslenzkir tón- ar. Tage Ammendrup var rétt lið- lega tvítugur. Og mér fannst hann alltaf vera þessi ungi maður, sem á árdögum lýðveldisins fór að gefa út plötur með miðum, sem voru heiðbláir og snjóhvítir og hver og ein plata átti sér titil á miðanum þeim, - „Hin íslenzka hljómplata" -, og söngvarnir, þeir gátu heitið „Af rauðum vörum“ eða „Svörtu augun“. Ég hef engan mann þekkt sem var eins jafnglaður og Tage Amm- endrup; og hann var okkur hinum, sem stundum erum mislyndari, góð fyrirmynd. Það var sama hvað á gekk, sama hvernig honum leið sjálfum, menn vissu að hann gekk ekki heill til skógar - en hann bar það ekki á torg. Aldrei. Á tökustað stjórnaði hann starfinu á rykfrakka sínum með bartana góðu, einkenn- ismerki sín, og stundum hattkúf á höfðinu og fullvissu brautryðjand- ans í augunum, þá sömu fullvissu og hann átti þegar hann hóf að gefa út plötur á íslandi og uppgötv- aði listamenn í röðum og gaf þeim tækifæri og líka það sem ekki skipti minna máli: hann gaf þeim þessa fullvissu í augunum, þessa bjarg- föstu trú um að allt myndi takast, allt myndi ganga upp og hann gaf mér hana líka; og aldrei eins og þegar við unnum að Hvíta dauðan- um. Reynsla Tages var mikið lóð og þungt, en það dró aldrei niður þá óreyndu, heldur vó þá upp, eyddi angistinni, sem í því felst að vera allt í einu kominn í Sjónvarpið. Við tókum upp viðtöl við hartnær sjötíu manns og sýndum í fimm heimildar- myndum og fæst af þessu fólki hafði nokkru sinni komið fram í sjónvarpi. Mörg viðtalanna snerust um lífssögur, sem erfitt var að segja alþjóð, en þá vó reynslulóð Tages þyngra en nokkru sinni - þar sem hann var staddur, þar slöppuðu menn af. Mér er sérstaklega minnisstætt af hve miklum vaskleik Tage Amm- endrup gekk fram í því haustið 1993 að leita mynda af íþróttavori íslendinga hjá evrópskum kvik- myndasöfnum og sjónvarpsstöðv- um; þar nutum við - og alþjóð öll - góðs af áratugalöngum, alþjóð- legum tengslum hans, enda alkunna hversu hinn danskættaði Tage Ammendrup var mikill Evrópumað- ur í sér. Tage Ammendrup hefur yfirgefið okkur og hans er sárt saknað, því hann átti svo margt eftir ógert. En gott er að vita og nokkur huggun harmi gegn, að við eigum eftir að sjá eitt af þeim verkum Tages, sem hann lagði hvað mesta vinnu í, fyrst umfangsmiklar rannsóknir og síðan upptökur bæði vestanhafs og aust- an: myndina um hugvitsmanninn Hjört Thordarson. Ég hlakka til að sjá hana. Maríu og öðrum ættingjum Tag- es sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Einar Heimisson. Mér finnst sárt að setjast niður og skrifa minningargrein um Tage Ammendrup, vin minn, í stað þess, að hafa hann við hlið mér og gera með honum viðtalsbók, sem við höfð- um hug á að gera, um leið og hann væri hættur störfum við Sjónvarpið. Tage kynntist ég í Mosfellsdaln- um, þegar ég lék fótbolta með liði hans „Fqalsum Dalamönnum“ fyrir um 30 árum. Með föður mínum og Paul föður hans hafði skapast vin- átta mörgum árum áður, þegar þeir komu sér upp húsum sitt hvorum megin við Köldukvísl í landi Lax- ness. Faðir minn byggði sér heilsárs hús, en Paul Ammendrup keypti sumarbústað, sem hann nefndi Dala- kofann. Sumarið hér i dalnum byij- aði aldrei almennilega fyrr en Tage og fjölskylda voru komin upp í bú- staðinn sinn. Þar ilmaði allt, skógur- inn eins og í ævintýrum, manni var boðið upp á Sinalco með matnum og jarðarber úr garðinum í eftirrétt. Þetta þekktist ekki í Dalnum þá. Og þegar dagarnir fóru að verða styttri voru ljósin sett upp um allan skóg og skyndilega var Dalakofinn orðinn að Tívolí. Tage var listrænn maður, músík- alskur maður og góður ljósmyndari. Ein tegund tónlistar gat alveg kom- ið honum úr jafnvægi, og það var jazzinn. Hann var einn af þessum mönnum sem fæddist með sveifluna í sér. Tage var á margan hátt á undan sinni samtíð, hann var frum- kvöðull að útgáfu og flutningi dæg- urlagatónlistar á Islandi og flutti m.a. inn erlenda skemmtikrafta, til þess að peppa upp mosavaxinn land- ann. Hann ætlaði fyrstur manna að flytja inn svarta jazzhljómsveit til landsins (hljómsveit Reg Stewart) og var samningurinn sá að hann skyldi flytja þá yfir til Evrópu, í gegnum ísland, en þeir ætluðu að spila hérlendis nokkur kvöld í stað- inn. Þetta var upp úr 1950 og þótti einum of framsækið fyrir land og þjóð. Enduðu leikar þannig að Al- þingi íslendinga bannaði Tage að leyfa þeim svörtu að blása í trompet- ana bér á landi, á þeirri forsendu einni að þeir voru svartir. Meira að segja gekk „Félag þröngsýnna manna“ svo langt að kalla þessa listamenn trúða. Tage sem var for- dómlaus með öllu, varð því að út- skýra fyrir blessuðum mönnunum að því miður mættu þeir ekki spila fyrir svona vandað hvítt fólk en borgaði samt undir þá til megin- landsins. Það voru einmitt þessir fordómar og nesjamennska meðal ráðamanna hérlendis, sem Tage gat aldrei séð sanngirni í. Tage var einn af frumkvöðlum Islenska Sjónvarpsins og afkasta- mesti dagskrárgerðarmaður sem Sjónvarpið hefur átt og mun eign- ast. Það starf er bæði taugatrekkj- andi og krefst mikillar nákvæmni. Það var sama hvaða þátt Tage tók upp, bílskúrshljómsveit úr Vogunum eða Pavarottí, allir fengu sömu með- höndlun. Hann var einstaklega fljót- ur að hugsa í öllum taugatitringnum og fljótur að koma sér að verki. Tage var geðgóður maður, víðsýnn og mikill málamiðlari. Hann tók öll- um sem jafningjum, hvort sem það voru litlir krakkar eða háttsettir menn, hann kom eins fram við alla, kurteis, jákvæður, og fyndinn. Þó þagnaði hann yfirleitt við þegar frekjur áttu í hlut, hann botnaði aldr- ei í þeirri manngerð og reyndi að leiða þær hjá sér. I fjögur ár vann ég sem aðstoðar- kona hjá Tage á lista- og skemmti- deild Sjónvarpsins og var hann fyrsti lærifaðir minn í faginu og er ég Sjónvarpinu ævarandi þakklát fyrir að hafa einmitt fengið hann sem minn yfirmann. Síðan liðu mörg ár, en við héldum alltaf góðu sambandi og nú síðast unnum við saman að Áramótaskaupinu góða, sem okkur þótti svo ansi skemmtilegt. Þá reis upp á afturlappirnar einn ganginn til „Félag þröngsýnna manna“ og þótti það einum of framsækið fyrir land og þjóð. Sami forpokaði hugs- unarhátturinn og þegar Tage ætlaði að flytja inn svörtu mennina frá New Orleans forðum. Með þessum orðum kveð ég minn góða vin og skoðanabróður með þakklæti fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum saman og votta Marsí, Paul, Axel, Maríu og þeirra fjöl- skyldum mína innilegustu samúð. Guðný Halldórsdóttir. Það er sárt þegar góður vinur er fyrirvaralaust tekinn frá manni og eins og stendur í þekktu kvæði: Og ég sem ætlaði að hitta hann svo oft, — á næstunni. Ég kynntist Tage og fjölskyldu hans árið 1956 þegar ég tók á leigu bakhús á Laugavegi 58 og hóf þar starfsrekstur. í þessu húsi hafði Tage verið með stúdíó-hljómplötu upptöku. Þetta hljóta að hafa verið mjög frumstæðar aðstæður en hann lét það samt ekki aftra sér frá því að framkvæma það sem hann hafði trú á að gæti tekist. Tage bjó í fram- húsinu með fjölskyldu sinni og for- eldrum sínum Maríu og Poul. Þetta var í raun allt saman ein fjölskylda, samstillt í öllum málum og þegar taka skyldi stærri ákvarðanir var slegið saman fundi þar sem Emma systir Maju var höfð með í ráðum. Á minni lífslöngu ævi hef ég aldrei kynnst jafnsamheldinni fjölskyldu. Síðan þegar þau fluttu inn á Tungu- veg komu þau saman á morgnana og fóru saman heim á kvöldin. Tage var afskaplega þægilegur maður í viðmóti, hlýr, skapgóður og glettinn. Honum var umhugað um að gera allt það besta fyrir fjölskyld- una. Á sumrin bjó fjölskyldan í sum- arbústað. Dalakofinn stendur í skóg- arijóðri gegnt Gljúfrasteini í Mos- fellssveit. Þar hafði fjölskyldan ræktað sér sælulund sem var draumastaður að koma til. Þar í hlíð- inni fyrir ofan hafði Tage útbúið grasbala nægilega stóran fyrir fá- mennan hóp að fara í fótbolta. Var það fastur liður þegar strákar komu í heimsókn, þá voru ærsl og gleði í boltanum og þegar þreyttar og sveittar knattspyrnuhetjur komu heim í hús biðu þeirra kræsingar og svalandi hressing sem Marsý og Maja höfðu útbúið. Þetta voru dá- samleg ár. Svo leið tíminn og menn urðu meira uppteknir af störfum sínum. Samt gleymdi Tage ekki vinum sín- um. A öllum hans ferðalögum til útlanda, hvort sem hann var einsam- all eða með Marsý þá fengum við hjónin ávallt kveðju frá þeim hvar sem þau voru. Maður finnur það best hvað maður hefur átt góðan vinjiegar hans nýtur ekki lengur við. Ég vil þakka Tage fyrir samfylgd- ina og tryggðina og votta Marsý og fjölskyldu innilega samúð okkar hjóna. Hörður Pétursson. + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bugðustöðum, léstá hjúkrunarheimilinu Eir, aðfaranótt föstudagsins 19. maí. Kristján Samsonarson, Fanney Samsonardóttir, Jón Samsonarson, Helga Jóhannsdóttir, Kolbeinn Magnússon, Sigurbjörq Guðjónsdóttir, Ómar Arnason, Ingibjörg Oskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðursystir mín, SIGURVEIG GUÐRÚN ÚLFARSDÓTTIR (NUNNA) sem lést á vistheimilinu Seljahlíð fimmtudaginn 11. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 13.30. Bragi Hrafn Sigurðsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, BJÖRNEYJAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1 b, Jón Jónsson og afkomendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför UNNAR ÞORLEIFSDÓTTUR. Jón Sigurpálsson, Lárus Jónsson og fjölskylda, Guðrún Jónsdóttir og fjölskyida, Þórleifur Jónsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.