Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 39

Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995 39 FRÉTTIR Grafarvogssöfnuður Nýr prestur vígður til safnaðarins Á MORGUN verður Sigurður Am- arson guðfræðingur vígður af herra Ólafi Skúlasyni, biskupi ís- lands, til að gegna embætti aðstoð- arprests í Grafarvogsprestakalli. Sigurður var meðal margra um- sækjenda um embættið og hlaut hann bindandi kosningu til að gegna því. Vígslan fer fram í Dóm- kirkjunni kl. 10.30. Sigurður mun taka þátt í há- tíðarguðsþjónustu í Grafarvogs- kirkju á uppstigningardag, 25. maí, en sá dagur er í kirkjunni helgaður eldri borgurum. Pétur Sigurgeirsson biskup predikar þá Grafarvogskirkju. Kvartettinn Út í vorið mun syngja undir stjórn Bjama Þórs Jónatanssonar organ- ista, og einnig mun barnakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Berg- steinsdóttur. Á hvítasunnudag, 4. júní, er sex ára afmæli Grafarvogskirkju og þá verður Sigurður Arnarson sett- ur inn í embætti af séra Guðmundi Þorsteinssyni dómprófasti. Hinn nývígði prestur mun þá predika og kirkjukórinn mun syngja í aðal- sal að lokinni messu. Ibúðir á efri hæð til sýnis Flórgoða- dagur við Ástjörn FUGLAVERNDARFÉLAG íslands hefur nú í tvö ár staðið fyrir flór- goðadegi og er ætlunin að viðhalda þeim sið að vekja athygli á þessum skrautlega og skemmtilega fugli sem á undir högg að sækja og er í útrýmingarhættu hér á landi, seg- ir í fréttatilkynningu. Flórgoðadagurinn verður sunnu- daginn 21. maí við Ástjörn sunnan Hafnarfjarðar. Þar munu reyndir fuglaskoðarar verða fólki til leið- sagnar og fróðleiks frá kl. 14 til 16 og segja frá flórgoðanum og kynna hið fjölskrúðuga fuglalíf við Ástjörn. Biðilsleikur flórgoða er einn áhrifamesti sjónleikur í ís- lenskri náttúru. ALMENNINGI gefst um helg- ina kostur á að kynna sér „íbúð á efri hæð“. Reykjavíkurborg og Þórunarfélag Reykjavíkur hafa styrkt breytingar á hús- næði á efri hæðum í verslunar- húsum í miðbænum, svo þar verði íbúðarhúsnæði. Þetta er gert í þeim tilgangi að auka líf í miðbænum og á sér fyrirmynd- ir erlendis. Nú hafa 15 íbúðir verið gerðar á efri hæðum verslunarhúsa og gefst almenn- ingi kostur á að skoða þijár þeirra, sem eru að Laugavegi 5. Þær íbúðir eiga Félagsíbúðir iðnnema og verða þær til sýnis laugardag og sunnudag frá 13-18. Markmiðið með sýning- unni er að gera fólki grein fyr- ir möguleikum á íbúðum á efri hæð og veittar verða upplýs- ingar um styrki til slíkra breyt- inga. Styrkir hafa numið 10% af kostnaði við breytingar, auk ýmiss konar fyrirgreiðslu. Á meðfylgjandi myndum sést hús- ið að Laugavegi 5 og eldhús og stofa einnar íbúðarinnar. Kosið í nefndir Alþingis KOSIÐ var í fastanefndir Alþingis á þingfundi s.l. miðvikudag. SKIPAN nefnda er sem hér segir: Allsheijamefnd: Sólveig Pétursdóttir, Árni R. Árnason, Hjálmar Jónsson og Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki. Jón Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki. Kristinn H. Gunnarsson Alþýðubandalagi. Gísli S. Einarsson Alþýðuflokki. Guðný Guðbjörnsdóttir Kvenna- lista. Efnahags- og viðskiptanefnd: Vilhjáimur Eg- ilsson, Pétur Blöndal, Einar Oddur Kristjánsson og Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki. Gunn- laugur Sigmundsson og Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubandalagi. Jón Baldvin Hannibalsson, AI- þýðuflokki. Ágúst Einarsson, Þjóðvaka. Félagsmálanefnd: Einar K. Guðfinnsson, Pétur Blöndal, Arnbjörg Sveinsdóttir og Kristján Páls- son, Sjálfstæðisflokki. Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki. Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðubandalagi. Rannveig Guð- mundsdóttir Alþýðuflokki. Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalista. Fjárlaganefnd: Árni M. Mathiesen, Árni John- sen, Hjálmar Jónsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og / Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki. Jón Krist- jánsson og ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknar- flokki. Kristinn H. Gunnarsson og Margrét Frí- mannsdóttir, Alþýðubandalagi, Gísli S. Einars- son, Alþýðuflokki og Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista. Heilbrigðis- og trygginganefnd: Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Sólveig Pétursdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir, Sjálf- stæðisflokki. Siv Friðleifsdóttir og Guðni Ágústs- son, Framsóknarflokki. Ögmundur Jónasson, Alþýðubandalagi. Össur Skarphéðinsson, Alþýðu- flokki. Ásta R. Jóhannesdóttir, Þjóðvaka. Iðnaðarnefnd: Guðjón Guðmundsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Pétur Blöndal og Árni R. Árna- son, Sjálfstæðisflokki. Stefán Guðmundsson og Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi. Guðmundur Árni Stefánsson, Alþýðuflokki. Agúst Einarsson, Þjóð- vaka. Landbúnaðarnefnd: Egill Jónsson, Árni M. Mathiesen, Guðjón Guðmundsson og Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðisflokki. Guðni Ágústsson og Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki. Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi. Lúðvík Berg- vinsson, Alþýðuflokki. Ágúst Einarsson, Þjóð- vaka. Menntamálanefnd: Sigríður A. Þórðardóttir, Tómas Ingi Olrich, Arnbjörg Sveinsdóttiy og Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki. Hjálmar Árna- son og Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknar- flokki. Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðubandalagi. Lúðvík Bergvinsson, Alþýðuflokki. Guðný Guð- björnsdóttir, Kvennalista. Samgöngunefnd: Einar K. Guðfinnsson, Egill Jónsson, Árni Johnsen og Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki. Stefán Guðmundsson og Magn- ús Stefánsson, Framsóknarflokki. Ragnar Arn- alds, Alþýðubandalagi. Guðmundur Árni Stefáns- son, Alþýðuflokki. Asta R. Jóhannesdóttir, Þjóð- vaka. Sjávarútvegsnefnd: Árni R. Árnason, Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson og Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki. Stefán Guðmundsson og Hjálmar Árnason, Framsókn- arflokki. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubanda- lagi. Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki. Svan- fríður Jónasdóttir, Þjóðvaka. Umhverfisnefnd: Tómas Ingi Olrich, Árni M. Mathiesen, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki. Ólafur Örn Haraldsson og ísólfur Gylfi Pálmason, Framsókn- arflokki. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubanda- lagi. Gísli S. Einarsson, Alþýðuflokki. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista Utanríkismálanefnd. Aðalmenn: Geir H. Ha- arde, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Árni R. Árna- son og Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki. Siv Friðleifsdóttir og Gunnlaugur Sigmundsson, Framsóknarflokki. Ólafur Ragnar Grímsson, Al- þýðubandalagi. Össur Skarphéðinsson, Alþýðu- flokki. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaká. Varamenn: Árni M. Mathiesen, Vilhjálmur Egilsson, Sólveig Pétursdóttir og Hjálmar Jóns- son, Sjálfstæðisflokki. Hjálmar Arnason og Ólaf- ur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi. Rannveig Guð- mundsdóttir, Alþýðuflokki. Asta R. Jóhannes- dóttir, Þjóðvaka. Prestvígsla í Dómkirkj- unni BISKUP íslands, herra Ólaf- ur Skúlason, vígir nk. sunnu- dag kl. 10.30 tvo guðfræði- kandídata prestvígslu. Sigurður Arnarson verður vígður til aðstoðarprestsþjón- ustu í Grafarvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Pétur Þorsteinsson verður vígður til að þjóna Óháða söfnuðinum í Reykja- vík. Vígsluvottar verða sr. Þór- steinn Ragnarsson, fráfar- andi prestur Óháða safnaðar- ins, sr. Vigfús Þór Ámason, sóknarprestur í Grafarvogs- prestakalli, sr. Þórir Stephen- sen, fyrrum dómkirkjuprestur og sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son, dómkirkjuprestur, er þjónar fyrir altari, ásamt biskupi. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar, dómorganista. Hestamenn í Fjölskyldu- garðinum HELGARDAGSKRÁIN í Fjölskyldu- og Húsdýragarð- inum í Laugardal verður sem hér segir: Á laugardaginn og sunnu- daginn kl. 13.30 og kl. 15 munu hestamenn frá Hesta- mannafélaginu Herði í Mos- fellsbæ sýna listir sínar í Húsdýragarðinum. Á laugar- daginn er Landsbankadagur í Fjölskyldugarðinum og á sunnudag kl. 15 verður bréf- dúfuslepping í á vegum Bréf- dúfufélags Reykjavíkur. Fjölskyldu- og Húsdýra- garðurinn verður opinn um helgina frá kl. 10-18. Drekadans á Laugavegi UM ÞESSAR mundir eru liðin 10 ár frá stofnun Sjanghæ, kínverska veitingahússins á íslandi. í tilefni afmælisins hefur Sjanghæ boðið hingað til lands dönsurum og trúðleikurum frá Kína. Kínverska dreka-skrúð- gangan leggur af stað niður Laugaveg kl. 15 laugardag- inn 20. maí. Drekinn hlykkj- ast niður Laugaveg, um Bankastræti, Austurstræti og endar á Ingólfstorgi. í fréttatilkynningu segir að í tilefni 10 ára afmælisins bjóði Sjanghæ sérstaka máls- verði og 10% afslátt af öllum öðrum réttum á matseðlinum. Gildir afmælistilboðið frá laugardeginum 20. maí fram á fimmtudaginn 25. maí, upp- stigningardag. ■ SUMARBALL í GRAF- ARVOGI Hljómsveitin Salsa Picante mun skemmta á sumarballi Grafarvogs laug- ardaginn/20. maí sem verður haldið í Ártúni. Húsið opnar kl. 22 en hljómsveitin leikur frá kl. 23-3. Þeir sem mæta fyrir kl. 23 fá frían drykk og léttar veitingar. Miðaverð er 1000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.