Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995 51.
DAGBÓK
VEÐUR
20. MAÍ Fjara m Flóft m Fjara m Flófi m Fjara m Sólris Sól f hád. Sólset Tungl (suðrl
REYKJAVÍK 4.32 0,6 10.45 3,3 16.47 0,8 23.15 3,5 3.59 13.23 22.49 6.34
ISAFJÖRÐUR 0.13 2,0 6.46 0,2 12.47 1,6 18.54 0,4 3.36 13.29 23.25 6.40
SIGLUFJÖRÐUR 2.34 8.49 0.0 15,33 1,1 21,10 0,3 3.17 13.11 23.08 5.22
DJÚPIVOGUR 1,35 0,4 7.29 1,8 13.44 0,4 20.15 1,9 3.22 12.53 22.27 5.03
Sjávarhæð miðast við meöalstórstraumsfjöru (Morgunblaðið/Sjómælingar (slands)
Skýiað
leiðskírt
Léttskýjað Hálfskýjað
Alskýjað
Rigning
Slydda
Snjókoma
Skórir
\j Slydduél
VÉl
SJ
Sunnan, 2 vindstig.
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjöörin
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
10° Hitastig
eE Þoka
V Súld
VEÐURHORFUR í DAG
Yfirlit: Fyrir austan Jan Mayen er víðáttumikil
lægð, sem hreyfist lítið og frá henni lægðar-
drag suður og vestur með suðurströnd íslands.
Spá: Á morgun má reikna með hægum suð-
austlægum vindum. Sums staðar á Suðaustur-
landi og Suðurlandi er búist við lítilsháttar
vætu þegar Ifða tekur á daginn en annars stað-
ar á landinu verður áfram þurrt og allvíða bjart
veður. Næturfrost verður norðaustan- og aust-
anlands, og áfram svalt á þeim slóðum að
deginum, en um landið sunnan- og vestanvert
er gert ráð fyrir 5 til 10 stiga hita að deginum.
VEÐURHORFUR INiÆSTU DAGA
Um helgina og fram eftir vikunni er gert ráð
fyrir sunnan- og suðaustanátt, hægviðri í
fyrstu, en vaxandi þegar líður á vikuna. Við
suður- og suðausturströndina má búast við
súld eða rigningu, en víðast verður þurrt í
öðrum landshlutum. Hlýnandi veður og verður
hiti á bilinu 8 til 11 stig.
Veðurfregnir eru iesnar frá Veðurstofu kl.
1.00, 4.30, 6.45, 10.03, 12.45, 16.30, 19.30,
22.10. Stutt veðurspá er lesin með fréttum
kl. 2, 5, 6, 8, 12, 16, 19 og á miðnætti.
Svarsími veðurfregnir: 990600.
FÆRÐ Á VEGUM
(Kl. 17.30 í gær)
Flestar aðalleiðir á landinu eru nú færar, en
þó ber nokkuð á aurbleytu á vegum og hefur
öxulþungi ökutækja víða verið takmarkaður og
er það nánar kynnt með merkjum við viðkom-
andi vegi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá þjónustu-
deild Vegagerðarinnar í Reykjavík í símum:
996316 (grænt númer) og 91-631500. Einnig
eru veittar upplýsingar um færð á vegum í
öllum þjónustustöðvum Vegagerðarinnar ann-
ars staðar á landinu.
Helstu breytingar til dagsins i dag: Afar litlar breytingar.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tfma
Akureyrl 4 léttskýjað Glasgow 12 skýjað
Reykjavík 8 léttskýjað Hamborg 13 skýjað
Bergen 5 skúr á síð.kls. London 13 skúr
Helsinki 17 rlgning Los Angeles 13 þokumóða
Kaupmannahöfn 12 skýjað Lúxemborg 12 skýjað
Narssarssuaq 4 alskýjað Madríd 23 léttskýjað
Nuuk 1 snjókoma Malaga 32 heiðskírt
Ósló 10 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað
Stokkhólmur 10 skýjað Montreal 11 heiðskírt
Þórshöfn 3 úrkoma í grennd New York vantar
Algarve 28 heiðskírt Orlando 24 þokumóða
Amsterdam 12 skýjað París 13 skýjað
Barcelona 17 mistur Madeira 24 skýjað
Berlín 11 skýjað Róm 20 skýjað
Chicago 12 heiðskírt Vín 11 alskýjað
Feneyjar 17 skýjað Washington 19 rign. á síð.kls.
Frankfurt 11 rigning Winnipeg 10 skýjað
*
é
&
4
4
4 *
é- 4 4 4 :4
4 4 4 4 4
4 4 4 *4
4 * 4 4 4
4 4 4 4 >
4 4 4 4 4 4 4 4
444é4#444 4
I, >. i. a Heimild: Veðurstofa íslands
Yfirlit á hádegi í gaer:
J»r: / -
........
H Hæð L Lægð Kuldaskil Hitaskil Samskil
Spá kl. 12.00 í dag:
fttflr&iMtifflaftift
Kro ssgátan
LÁRÉTT:
1 efasemdir eftir á, 8
beygir, 9 brúkar, 10
starfsgrein, 11 fyrir
innan, 13 fífl, 15 brot-
hætt, 18 ósléttur, 21
kyn, 22 sárið, 23 hinn,
24 grasflötiiini.
LÓÐRÉTT:
2 skynfærin, 3 áræðir,
4 starfsvilji, 5 að baki,
6 mestur hluti, 7 skjót-
ur, 12 umfram, 14
vatnajurt, 15 nagla, 16
bárur, 17 báturinn, 18
saurgi, 19 út, 20 kropp.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt:- 1 gjóta, 4 bætir, 7 flátt, 8 reist, 9 inn, 11
rætt, 13 anga, 14 ermar, 15 sekk, 17 flær, 20 ári,
22 óskar, 23 lítri, 24 lúsin, 25 torga.
Lóðrétt:- 1 gæfur, 2 ósátt, 3 atti, 4 barn, 5 teinn, 6
rotta, 10 nemur, 12 tek, 13 arf, 15 stóll, 16 kokks,
18 lítur, 19 reisa, 20 árin, 21 illt.
í dag er laugardagur 20. maí,
140. dagur ársins 1995. Orð
dagsins er: Hræsnari, drag fyrst
bjálkann úr auga þér, og þá sérðu
glöggt til að draga flísina úr
auga bróður þíns.
(Matt. 7, 5.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn: í
fyrradag fór Bjarni
Sæmundsson í ferð,
Mælifell kom og fór
samdægurs. Úranus og
Laxfoss fóru í gær.
Finnska eftirlitsskipið
Pohjanmaa kom í gær-
morgun. Þá kom Sóley
tiLlöndunar og Kyndill
iestaði og búist við að
hann færi aftur og
Snorri Sturluson var
væntanlegur í gær-
kvöldi. í dag eru Þerney
og Akurey væntanlegar
til hafnar og búist við
að Víðir fari út.
Hafnarfjarðarhöfn: í
gær komu Albert Ól-
afsson og Már af veið-
um og Olshana og
Sumbaru fóru á veiðar.
Ozhyreley fór og Hofs-
jökull fór á ströndina í
gærkvöld. Kyndill var
væntanlegur til Straum-
svíkur í gær.
Mannamót
Bólstaðahlíð 43.
Handavinnusýning
verður á morgun laugar-
dag, sunnudag og
mánudag kl. 13-17.
Veislukaffi. Allir eru
velkomnir.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. heldur vor-
fund sinn í dag laugar-
dag kl. 14 í Fannborg 8,
Gjábakka.
Félag breiðfirskra
kvenna fer í vorferð 27.
maí ki. 10 árdegis. Upp-
lýsingar gefa Gyða f
síma 41531 og Halldóra
í síma 40518.
SÁÁ, félagsvist. Spiluð
verður félagsvist í Úlf-
aidanum og Mýflugunni,
Armúla 17A, í kvöld kl.
20. Allir velkomnir.
Bahá’íar eru með opið
hús í kvöld í Álfabakka
12, kl. 20.30. Ailir vel-
komnir.
Kirkjustarf
Kefas, Dalvegi 24,
Kópavogi. Vitnisburða-
samkoma í dag kl. 14.
Morgunblaðið/Guðni
Rosabaugur
FORFÉÐUR okkar lærðu að spá í skýin og önnur náttúrufyrirbæri til
að reyna að átta sig á því hvernig veður myndu breytast. Menn gerðu
og langtímaspár á grundvelli ýmissa þátta sem við nútímamenn eigum
erfitt með að tengja veðurspúm. Þeir lásu úr kindagörnum og tóku
mark á veðri tiltekna daga ársins. Eitt þeirra atriða sem menn tóku
til greina við veðurspár var svonefndur rosabaugur. Hann myndast
við ljósbrot í gufuhvolfinu líkt og önnur fyrirbæri sem stundum fylgja
sólu og kölluð eru gíll og úlfur. Samkvæmt íslenzkum þjóðháttum
Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili þóttí rosabaugur um sól, einkum
ef hann var þrefaldur, boða úrfelli á sumrum og snjó á vetrum. Þá
þóttí það ills vití ef svonefndur gill eða aukasól fór fyrir sólu, nema
önnur aukasól, sem kölluð er úlfur, fylgdi á eftir sólu. Um þetta var
sagt: „Sjaldan er gíll fyrir góðu, nema úlfur á eftir renni.“ Það var
líka sagt að rosabaugur og aukasólir í vestri boðuðu gott líkt og þessi
rosabaugur sem nýlega sást á vesturhimni við Faxaflóa. Um þessi
fyrirbæri birtír Jónas frá Hrafnagili eftirfarandi visur:
Ef í austri sólir sjást,
seggi fæsta gleður,
en í vestri aldrei brást
allra besta veður.
Sjáist i vestri sólir þijár,
sýnir það veðrið mjúka;
en skini þær allar skært í ár,
skammt er þá til fjúka.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjörn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, augiýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innamlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
'
Hlauplð
til heilsubótar
Laugardaginn 27. maí
Ólafsfjörður kl. 12 viö Gagnfræðaskólann.
Dalvík kl. 12 við Sundlaugina.
Akureyri kl. 12 við Dynheima.
Grertivtk kl.13 við Kaupfélagið.
Laugardaginn 3. júní
Reykjavík k\/\2 við Skógarhlið 8.
Borgarnes kl. 14 við íþróttamiðstöðina.
Hvammstangi kl. 14 við Sundlaugina.
Grímsey kl.12 við Félagsheimilið.
Húsavík kl. 12.30 við Sundlaugina.
Egilsstaðir kl.12 við Söluskála Esso.
11111 Krabbameinsfélagsins