Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ L VIKAN 14/5 - 20/5 ► ALÞINGI var sett I vik- unni og mun starfa fram í júní. 19 nýir þingmenn tóku sæti á þingi. ►ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik endaði í 13.-16. sæti á heimsmeist- aramótinu í Reykjavík. Liðið tapaði fyrir Rússum, 12-25, í 16 liða úrslitum og tapaði síðan fyrir Hvít- Rússum með 5 marka mun í leik um sæti 9-16. Frakk- ar og Króatar leika til úr- slita í dag. ►SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA telur mögulegt að setja það markmið að auka aflaheimildir í þorski upp í 200 þúsund tonn innan þriggja ára. ►RIKISSTJÓRNIN hefur samþykkt, að tillögu Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áætlun Seðlabankans um að draga úr notkun verðtryggingar. ►FLUGMAÐUR tveggja hreyfla flugvélar, sem hann magalenti á Reykja- víkurflugvelli í vikunni, gleymdi að setja niður hjólin áður en hann lenti. í vélinni voru flugkennari og flugnemi og voru þeir að æfa blindflug. Hvorug- an sakaði og vélin skemmdist ekki mikið. ►GRÁNGES, álframleið- andinn sænski, hefur ekki horfið frá áformum um að byggja álver á Keilisnesi ásamt hinum fyrirtækjun- um í Atlantsálshópnum svokallaða, Hoogovens í Hollandi og Alumax í Bandaríkjunum. ►í 58 ÁR hafa aðeins fæðst sveinbörn í fjöl- skyldu nokkurri í Reykja- vík. Fyrir nokkrum vikum fæddist tólfti drengurinn frá 1937. Erfðasérfræð- ingur segir að um tilviljun hljóti að vera að ræða. Lagaþræta vegna verkfallsmála STÉTTARFÉLÖG sjómanna, sem boð- að hafa verkfall í næstu viku, hafa óskað álita lögfræðinga sinna á því hvort það standist lög að íslensk skip séu leigð erlendum aðilum eða fyrir- tækjum á Vestflörðum til að komast hjá stöðvun vegna verkfalls. Sjávarút- vegsráðherra segir ljóst að skip missi veiðirétt í íslenskri lögsögu meðan þau eru í leigu erlendra aðila og veiði skip- in úr umdeiidum stofnum missi þau rétt til að landa hérlendis. Formaður LÍÚ segir geminga útgerðanna endu- róma óánægju sjómanna með bóðað verkfall. Formaður Alþýðusambands Vestijarða segir að hann reikni með að sjómannafélögin þar boði til samúð- arvinnustöðvunar. ÍSAL-deila til sáttasemjara ÍSAL setur það sem skilyrði fyrir stækkun álversins f Straumsvík að kjarasamningar við starfsmenn verði endurskoðaðir. ÍSAL vill fá í samning- ana hliðstæð ákvæði og sett höfðu ver- ið fram í samningum um byggingu álvers á Keilisnesi, annars vegar að ÍSAL fái rétt til að nota verktaka og hins vegar að gerður verði einn kjara- samningur og allir starfsmenn greiði atkvæði um hann sameiginlega. Starfs- menn álversins í Straumsvík hafa ákveðið að vísa kjaradeilu þeirra við ÍSAL til ríkissáttasemjara. Sleipnismenn felldu tillögu VERKFALL langferðabílstjóra f Bif- reiðastjórafélaginu Sleipni hefst á mið- nætti aðfaranótt næstkomandi mánu- dags, takist ekki samkomulag á samn- ingafundi aðila í kjaradeilu bílstjóra og vinnuveitenda, sem boðaður er kl. 17 á sunnudag. Verkfallsboðun félagsins hefur nú tekið gildi að nýju eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna felldi miðlunartillögu þá, sem Þórir Einarsson ríkissáttasemjari lagði fram í deilu Sleipnis við vinnuveitendur. Chirac tekur við JACQUES Chirac tók á miðvikudag við embætti Frakklandsforseta. Jafn- framt því lét Framjois Mitterrand af embætti, en hann hafði verið forseti í fjórtán ár. Chirac skipaði Alain Juppé forsætisráðherra og var ríkisstjóm hans kynnt á fimmtudag. Valdamestu ráðherraembættinn féllu f skaut þeirra Herve de Charette, sem er nýr utanrík- isráðherra, og Alain Madelin, sem fer með ráðuneyti efnahags- og fjármála. Helsta verkefni stjómarinnar verður baráttan við atvinnuleysið, sem nú er 12,2% í Frakklandi. Eitt fyrsta embætt- isverk Chiracs var að heimsækja höfuð- stöðvar Evrópuþingsins í Strassborg, en að því búnu átti hann fund með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Kinkel hættir sem formaður KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði af sér sem formaður flokks fijálsra demókrata eftir ósigur flokksins í kosningum í tveimur sam- bandslöndum um sfðustu helgi. Hefur flokkurinn dottið út af þingum ellefu sambandsríkja og auk þess af Evrópu- þinginu á þeim tveimur árum, sem em liðin frá því að Kinkel tók við sem for- maður. Hann hyggst sitja áfram sem ráðherra í ríkisstjóminni. ►STJÓRN Bandaríkjanna hefur ákveðið að leggja 100% refsitoll á 13 gerðir japanskra lúxusbifreiða ef Japanir opna ekki markað sinn fyrir bandariskum bif- reiðum og varahlutum þeg- ar í stað. Japanir ætla að skjóta þessari ákvörðun til Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO. Evrópusam- bandið hefur fordæmt þessi áform Bandaríkjasfjórnar. ► JAPANSKA lögreglan handtók í byrjun vikunnar leiðtoga sértrúarsafnaðar- ins Aum Shinri Kyo, sem talinn er hafa staðið fyrir mannskæðasta hermdar- verki í Japan eftir stríð. Er talið víst að löng mála- ferli séu framundan í mál- inu. ►LEIÐTOGAR Palestínu- manna og fleiri arabaþjóða hafa harðlega gagnrýnt þá ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að beita neitunar- valdi sínu í öryggisráði SÞ gegn ályktun þess efnis að Israelar hættu við áform sín um að taka 53 hektara lands eignarnámi í Austur- Jerúsalem. ►Á ANNAÐ hundrað manns hafa sýkst af Ebola- veirunni í Zaire og óttast heilbrigðisyfirvöld að mörg tilfelli til viðbótar eigi eftir að koma upp. Þúsundir manna hafa flúið þau svæði þar sem tilfellin hafa komið upp. FRETTIR Breytt Borgarfjarðarbraut I I » VEGAGERÐIN í Borgamesi stefnir að því að hefja framkvæmdir vorið 1996 við nýjan veg á Borgarfjarðar- braut frá Varmalæk að Kleppjáms- reykjum. Að mati Vegagerðarinnar er veg- arlagningin liður í að bæta vega- samband, auka umferðaröryggi og tryggja greiðar samgöngur í Borgarfirði. Samkvæmt lögum hef- ur Vegagerðin látið gera umhverfís- mat vegna framkvæmdanna og gefst almenningi kostur á að gera athugasemdir við framkvæmdirnar fram til 26. júní. Skipulagsstjóri rík- isins tekur síðan endanlega ákvörð- un um hvort heimila beri fyrirhugað- ar framkvæmdir. Aðaltillaga Vegagerðarinnar um nýtt vegstæði gerir ráð fyrir miklum breytingum á legu Borgarfjarðar- brautar. Legu hennar verður breytt umtalsvert í landi Varmalækjar og fylgt verður vegstæði Stóra-Kropps- vegar frá Flókadalsá að Kleppjáms- reykjum í stað þess að fylgja núver- andi vegi upp Steðjabrekku og um svonefndan Rudda. Þá verða byggð- ar nýjar tvíbreiðar brýr á Flókadalsá og Geirsá ef tillagan nær fram að ganga. Nýi vegurinn verður um 9,2 km að lengd, Áætlaður heildarkostnaður verksins samkvæmt kostnaðaráætl- un er um 190 milljónir kr. Vega- gerðin gefur kost á tveimur öðmm möguleikum en í þeim er gert ráð fyrir að vegur verði lagður á breyttri I I » KORTIÐ sýnir hvar nýi vegurinn verður lagður, í samanburði við legu gamla vegarins. i I » veglínu um Rudda. Fyrsti kosturinn er aftur á móti talinn ódýrastur og umferðaröryggi meira. í umhverfismati Vegagerðarinnar eru dregnir saman kostir og gallar vegalagningarinnar. Það er talið til jákvæðra umhverfísáhrifa að krapp- ar beygjur og brattir vegkaflar muni heyra sögunni til, veðurfar sé að líkindum hagstæðara á nýja veg- inum og loks muni samgöngur á Stóra-Kroppsvegi batna verulega. Skerðing á ræktarlandi, jarðrask og breyting á ásýnd lands vegna efnistöku er meðal þess sem metið er til neikvæðra umhverfisáhrifa. íbúar í Flókadal hafa einnig áhyggj- ur af því að samgöngur við dalinn verði erfíðari eftir breytingamar. Búnaðarsamband Borgarfjarðar óttast ennfremur slæm áhrif vega- lagningarinnar á tvö vatnsból í grennd við býlið Ásgarð. Í því skyni að allir verði sáttir hefur Vegagerðin lagt til að sáð verði í vegstæði, gengið frá svæðum í samráði við ábúendur og fulltrúa Náttúruvemdarráðs og loks að veittar verði 15 milljónir króna í endurbætur á Flókadalsvegi. Mokveiði í skugga verkfallsboðunar ÍSLENSKI sfldveiðiflotinn mokar upp sfldinni innan færeyskrar lög- sögu og er meðalveiðin á dag ná- lægt 10 þúsund tonnum, samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ. Þetta þýðir heildarútflutningsverðmæti upp á 100 milljónir kr. á dag. Einnig er góð veiði á úthafskarfamiðum út af Reykjaneshrygg og eru útflutnings- verðmætin talin nema um 40 milljón- um kr. á dag. Þá skila úthafsrækju- veiðar á Flæmska hattinum nálægt 20 milljónum kr. á dag og er því heildarútflutningsverðmæti utan- kvótaveiða íslendinga um 160 milljónir kr. á dag. Trausti Egilsson skipstjóri á Ör- fírisey sagði að hátt í 80 togarar væru á veiðisvæðinu á Reykjanes- hrygg, þar af Ijöldi rússneskra skipa. Þeir skipstjórar sem Morgunblaðið ræddi við á miðunum í gær voru fremur ósáttir við boðað verkfall sjó- mannasamtakanna og sagði Guð- mundur Sæbjömsson skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE, sem er á síldveiðum, að hann væri ósáttur við verkfallið og kvaðst aldrei hafa grætt neitt á þeim. Trausti sagði að mikil veiði væri á úthafskarfamiðum og full vinnsla væri um borð. Góð veiði hefði verið í fjórar til fimm vikur samfleytt. Örfírisey var komin með 900 tonn upp úr sjó í gær og farið að síga á seinni hlutann í veiðiferðinni. „Ætl- um við lendum ekki í stoppi svo þegar við höfum landað vegna verk- falls. Það yrði mjög bagalegt fyrir okkur eins og fleiri. Það er ekki eins og það sé hægt að geyma úthafs- karfann í sjónum því veiðum lýkur oft í lok júní. Hins vegar virðist veið- in hefjast mun síðar núna en áður og það gerir kannski veðráttan því það hafa verið stífar norðanáttir í vetur en aftur á móti suðvestanáttir í fyrra,“ sagði Trausti. Hann kvaðst ekki hafa stórar áhyggjur af því að of nærri væri gengið úthafskarfastofninum með miklum veiðum. Hann segir að nóg sé af karfa og stofninn stærri en svo að hægt sé að drepa hann niður. Menn leggi sig einnig meira en áður eftir betri karfa með því að toga mun dýpra og hlífí þannig ungfiskin- Morgunblaðið/Þorsteinn Gunnar Kristjánsson SILFUR hafsins dregið um borð í Jón Kjartansson. um og jafnvel hrygnunni. í fyrra hefði mun lélegri úthafskarfí verið að veiðast en þá hefði hann verið nær landi og innan 200 mílna mark- anna. „Ég er auðvitað ekkert dóm- bær á þetta en það virðast vera svona blettir víða hérna þar sem veiðist geysilega mikið og svo er þetta stórt úthaf. Og segja ekki físki- fræðingar að það megi veiða mikið meira úr stofninum en gert er?“ Trausti sagði að kröfugerð sjó- mannasamtakanna í kjarasamning- um núna kæmi lítið inn á hagsmuni sjómanna á úthafsveiðum. þó í vesturátt núna, en ekki norð- austur eins og fyrir nokkrum dögum. „Ég held samt varla að hún fari inn fyrir því þar er svo kaldur sjór að hún stoppar þegar hún kemur í hann. Hins vegar er hellingur af síld suður frá sem gæti gengið í vestur," sagði Guðmundur. i I Elti síldina inn í Síldarsmugu Verkfall er slæmt mál Síldin fer öll til bræðslu, enda full af átu og horuð. Guðmundur Sæbjömsson skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni sagði að mikil veiði hefði verið innan færeysku lögsögunnar í gærmorgun, allt að 350 tonn í kasti. Um tíu íslenskir bátar voru á þessum slóðum í gær og fylltu flestir sig á einum degi. Guðmundur sagði að síldveiðamar nú hefðu gjörbreytt stöðunni fyrir útgerðir bátanna en nú hefðu menn mestar áhyggjur af því að það skylli á verkfall. Menn reyndu að afla sem mest áður en það gerðist. „Verkfall er slæmt mál, hvernig sem á það er litið. Ég er mjög óhress með það því maður hefur aldrei grætt neitt á þvi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að menn væru orðnir svartsýnir á það að norsk-íslenski sfldarstofninn gengi inn í íslenska lögsögu að þessu sinni. Síldin stefndi Ráðgert er að Sighvatur landi í Leirvík á Hjaltlandi en síðan var ætlunin að landa næst í Vestmanna- eyjum. Guðmundur sagði ekki stóran mun á því sem fengist greitt fyrir síldina til bræðslu þar og annars staðar. Aðeins einn færeyskur bátur var í námunda við Sighvat en engir íslenskir bátar hafa verið í Síldar- smugunni. Guðmundur sagði að sú umræða hefði ekki komið upp hvort skipin myndu elta síldina inn í Síldar- smuguna ef hún tæki upp á því að ganga öll þangað. Grétar Rögnvarsson skipstjóri á Jóni Kjartanssyni var einnig innan færeysku lögsögunnar og sagði hann að í fyrradag hefðu nokkrir íslensku bátanna sprengt næturnar. Jón Kjartansson var kominn með 900 tonn a.f síld og var ætlunin að landa á Eskifirði og halda strax út aftur. Grétar sagði að síldin stefndi núna í norðvestur og ætlaði hann að elta hana inn í Síldarsmuguna ef hún færi þangað og ef ekki yrði skollið á verkfall. „Það er ekki alveg það besta að fá verkfall núna ofan í þessar veiðar. Þetta hefur gjörbreytt stöðunni fyrir okkur,“ sagði Grétar. I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.