Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNIR ALFREÐ SVEINSSON + Reynir Alfreð Sveinsson fæddist á Eskifirði 3. júlí 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavik 11. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 18. maí. Mig langar að minnast afa míns sem ætíð var mér mjög góður. Oft heimsótti ég hann, og var alltaf tekið jafnvel á móti mér. Við spiluð- um oft saman en þó mest 01sen-01- sen og við spiluðum þá oftast eftir „afareglunni". Einnig kenndi afi mér spilið marías og margt fleira. Kannski ekki um spil en þó mikið um ísland og dýr. Eins og flestir vita sem þekktu hann var hann mjög fróður um flest allt. Það var mjög gaman að ferðast með afa um Island því hann vissi svo mikið um það og sagði mér margt um landið á leiðinni. Mér þótti vænt um þegar afi kallaði mig stundum Sif Reynis & co. Elsku afi, ég kveð þig með þess- um örfáu orðum og takk fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lifsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öilum sem fengu að kynnast þér. (Davið Stefánsson) Blessuð sé minning þín og Guð veri með þér. Sif Björg Birgisdóttir. Hann afi minn fékk mig í afmæl- isgjöf, svo við gátum alltaf haldið uppá afmælið okkar saman. Þegar ég var lítil bjó ég fyrir ofan afa og ömmu. Það var ekki bara amma sem passaði mig heldur líka afi, sérstaklega þegar ég var veik og gat ekki farið í leikskólann. Stund- um vildi hann líka leyfa mér að lúlla lengur þegar það var dimmt og kalt á veturna og þá fóru þau amma með mig á leikskólann. Hann skírði allar dúkkumar mínar og passaði þær líka stundum fyrir mig. Oft þegar mamma og pabbi skömm- uðu mig fór ég niður til ömmu og afa og þau hugguðu mig. Það var svo gott að eiga heima uppi hjá þeim. Þegar ég flutti hringdi ég stund- um og fékk að gista hjá afa og ömmu, en þá fékk ég að sofa á milli þeirra og oft sagði afi mér sögur. Þar mátti ég fara að sofa þegar ég vildi og borða það sem mig langaði í, en alltaf vildi samt afi að ég kláraði matinn. Stundum gaf hann mér pening og alltaf átti hann lakkrís eða „krummakúk" eins og hann kallaði hann, og salt- pillur og þegar ég borðaði þær sagði hann að ég fengi svartan maga. Afi kenndi mér að þekkja spilin og hann nennti alltaf að spila við mig en það var alveg bannað að svindla. Honum þótti svo vænt um öll dýrin. Hann teiknaði fugla fyrir mig og var alltaf að spyija mig hvað fuglarnir hétu og einu sinni + Anna Jónsdóttir var fædd á Lækjarósi við Dýrafjörð 14. apríl 1907. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 28. apríl síðastliðinn. Útför hennar var gerð frá Skútustaðakirkju 5. maí sl. ELSKU amma nabba. Þar sem nú er komið að kveðju- stund í þessu lífi langar okkur að þakka þér fyrir allar góðu stundim- bjuggum við til flottan snjókarl saman. Oft var hann að stríða mér en aldrei man ég eftir að hann skammaði mig. Bráðum á ég af- mæli og held ég þá upp á afmælið fyrir þig líka elsku afí minn, því nú ert þú hjá Guði. - Lind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir, - þetta land átt þú. Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, - stundum þröngan stig. En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig. (Guðmundur Böðvarsson) Þín Tinna. Vinur minn er dáinn, Reynir Sveinsson er farinn í langt ferðalag og kemur ekki aftur í sveitina að heimsækja mig. Hann sem kom til mín seinasta sunnudag eldhress og kátur, eins og hann var vanur, með Bigga syni sínum. Ekki hvarflaði það að okkur að hann væri kominn upp eftir til að kveðja okkur í hinsta sinn. Hann sem hafði svo gaman af að koma og skoða litlu sætu lömbin sem voru komin. Þau voru nú heldur ekki svo fá skiptin sem hann kom með fullt fangið af ný- uppteknum kartöflum sem hann ræktaði sjálfur í garðinum sínum uppá Vatnsenda. Þar átti gamli maðurinn sér góðar stundir í góðu veðri. Það lifnaði alltaf yfir syni mínum þegar Reynir var að koma í sveitina, því þeir voru svo góðir vinir. Reynir var sérlega barngóður maður. Gamli maðurinn reyndist mér vel í alla staði til margra ára, og fjölskyldan hans öll. Strákurinn minn heldur mikið uppá plastfugl- inn sem gamli maðurinn gaf hon- um, þegar við heimsóttum Reyni í litla sæta gróðurhúsið hans þar sem hann dundaði sér svo oft. Strákurinn minn spurði mömmu sína hvar Reynir ætti heima núna, og honum var sagt að hann eigi heima hjá Guði og öllum englunum. Þá stekkur sá stutti út og leggst á grasið og horfir upp til himins og er alltaf að gá hvort hann sjái ekki Reyni gamla vin sinn. Hann er alltaf að fara út að gá. Strákur- inn minn hændist svo mikið að gamla manninum því hann var svo góður við hann. Svona var Reynir, bæði þeir ungu og þeir sem eldri eru muna það hvað Reynir val vel gefinn maður. Hann vissi alla skap- aða hluti og fylgdist alltaf vel með því hvað ég var að gera í sveit- inni. Það glaðnaði yfir þeim gamla þegar hann vissi að ég var búinn að kaupa mér jörð og húsnæði. Og hann var búinn að skoða það í krók og kring. Hann vildi mér alltaf vel og var góður vinur vina sinna. Reynir sagði nú ekkert ann- að en það á sunnudaginn þegar hann kom, það sem þið búið í núna er kot en það sem þið farið í er höll. Hann sagði nú bara það sem hann hugsaði blessaður karlinn. Reynir var alveg einstakur maður, hefði orðið áttræður á næsta ári, ar sem við áttum saman. Elsku amma nabba, það var gott að eiga þig að og erfitt að hugsa til þess að við sjáumst ekki meir. En það er samt notalegt að finna að minn- ingin um þig yljar manni um hjart- að og maður getur brosað þakklát- ur fyrir að hafa átt þig að. Guð blessi þig, elsku nabba okkar, og hafðu þökk fyrir allt. Jón Rúnar, Helga, Anna og Þóra. en lærisveinar Guðs hafa verið sendir til að taka vel á móti hon- um, þar sem hann svaf svo vært í rúminu sínu heima í Breiðagerði 31 í Reykjavík. Ég og mín fjöl- skylda kveðjum þig með söknuði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við vonum að þú vakir daga og nætur yfir konunni þinni og öllum þínum börnum, tengdabörnum, og barna- börnum um ókomna framtíð. Blessuð sé minning þín. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér (S.K. Pétursson.) Þinn vinur, Ólafur Guðbjartsson og fjölskylda. Vorið 1950 hitti ég Reyni fyrst er ég byijaði að vinna hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Hann hafði þá verið hjá félaginu frá því það tók til starfa 1947, og starfaði þar allt til ársins 1990 er hann lét af störfum vegna sjúkleika. Störf hans hjá félaginu voru margþætt og oft langur vinnudag- ur, en það lét hann ekki á sig fá. Það má segja að hann hafi fómað sér fyrir hag félagsins. Hann var umsjónarmaður á Ell- iðavatni og með Heiðmörk frá 1965 til 1977 og bjó þá ásamt sinni fjöl- skyldu á Elliðavatni, var hann þá gjarnan með nokkur hross. Hann var mikill dýravinur og átti oft ýmiskonar dýr, nú seinni árin alls kyns smáfugla sem hann hafði í litlu gróðurhúsi í garði sínum þar sem hann ræktaði vínbeijaplöntur og margt fleira. í garði sínum átti hann ýmsar tegundir runna og tijáa sem ekki voru alls staðar og var hann afgirtur með gömlum vagn- hjólum sem hann hafði safnað víðs- vegar að. Vinnugleði hans var með ein- dæmum nú seinustu árin. Eftir að hann í raun gat ekki unnið fór hann samt upp að Vatnsenda þar sem hann var með smáskika og var þar öllum stundum sem hann gat að gróðursetja tré og einnig var hann þar með kartöflugarð. Daginn áður en hann lést bað hann tengdason sinn að fara með einn poka af áburði uppeftir því hann ætlaði að bera að plöntunum í vor og það seinasta sem hann frétti var að pokinn biði hans uppfrá, því sama kvöldið dó hann. Hans aðal áhugamál var ræktun. Hann byrjaði strax lítill snáði að rækta og safna dúfum og mér var sagt að á hans yngri árum hafi hann átt eitt besta dúfnasafn í borg- inni, seinna komu alls kyns smá- fuglar, tré runnar og jurtir. Margir hafa byijað sín fyrstu störf hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur og var gott að vera ungling- ur með Reyni við hlið sér, hann . bar hag hvers einasta unglings fyrir bijósti. Hann kenndi ungling- unum rétt handbrögð við hvaðeina. Þekkja plöntur, dýr og fugla að ógleymdum smáverum, flugum, fiðrildum og ánamöðkum, sem hann taldi eðalverur jarðvegsins. Hann sagði oft við fólk, notaðu bara nóg af skít þá koma maðkarn- ir og hjálpa þér. Margt af þessu unga fólki sem kynntist Reyni hafa verið vinir hans æ síðan og þakka honum fyrstu handleiðsluna á vinnumark- aðinum. Hann var sannur og trúr að hveiju sem hann gekk, honum mátti treysta í hvívetna. Það er mikils virði hverjum að kynnast fólki eins og Reynir var, náttúru- barn. Hann naut ekki langrar skólagöngu en var að upplagi greindur og athugull og góður maður sem kunni að notfæra sér umhverfið hveiju sinni án kvaða til annarra. Hann bjargaði sér sjálfur og lagði hart að sér við að sjá sér og sínum farborða. Að leiðarlokum er honum þökkuð hollusta og trúnaður er hann sýndi okkur öllum hjá Skógræktarfélag- inu alla tíð. Blessuð sé minning hans. Vilhjálmur Sigtryggsson. ANNA JÓNSDÓTTIR GUÐMUNDUR V. ÁSBJÖRNSSON + Guðmundur V. Ásbjörnsson fæddist í Reykjavík 24. september 1905. Hann lést á Kumbaravogi 26. apríl sl. Foreldrar Guðmundar voru Ingibjörg Pjeturs- dóttir, f. 14. sept- ember 1871 á Bala í Brautarholts- hreppi, d. 1967, og Ásbjörn Guð- mundsson, f. 3. júní 1866 að Arnarholti í Gaulveijabæ, d. 1958. Ingibörg og Ásbjörn gift- ust á Bijánslæk I Barðastrand- arsýslu 1897, en hann var á leið til Vesturheims þegar hann hitti þessa ungu stúlku sem breytti áformum hans skyndi- lega. Þau dvöldu í Keflavík fyrstu sex árin en fluttust þá til Reykjavíkur þar sem Guð- mundur fæddist. Þeim hjónum varð átta barna auðið og kom- ust sjö til fullorðinsára, en tvö lifa enn, Ásbjörg og Laufey. Kona Guðmundar var Jónína Guðrún Halldórsdóttir frá Stálpastöðum í Kjós, f. 3. októ- ber 1900, d. 19. desember 1978. Þau ættleiddu Birgi Ás Guð- mundsson, núverandi forsljóra Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands. Guðmundur verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. GUÐMUNDUR fór til sjós, eins og það er nefnt, 14 ára gamall og rann afraksturinn af vinnu hans til heimilis foreldra hans allt þar til hann kvæntist 1928. Þetta var al- gengt meðal fátæks barna- og al- þýðufólks í Reykjavík á þessum tímum. Guðmundur stundaði sjó- mennsku í rúm tuttugu ár, lengst af á togurum, m.a. á bv. Gulltoppi. Síðdegis laugardaginn 7. febrúar 1925 skall Halaveðrið á. Bróðir Guðmundar, Randver, var á Leifi heppna, en Guðmundur á Gull- toppi. Um kl. 3 sigldi Gulltoppur fram hjá Leifi heppna og veifaði Guðmundur til bróður síns og var það hinsta kveðjan, en Leifur heppni fórst í veðrinu mikla litlu síðar. Um afrek Guðmundar í Hala- veðrinu er hægt að lesa í bókinni Særótinu, útg. 1967, af Sveini Sæmundssyni. Friðfinnur Kjærne- sted 1. stýrimaður, hefur síðar, þá vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík, staðfest við mig að allt sem þar segir sé rétt með farið en vildi kveða enn fastar að orði og sagði að Guðmundur hefði með sinni vasklegu framgöngu og hugrekki bjargað þeim öllum frá því að far- ast. Guðmundur var þá 19 ára gamall. í kringum 1938 hætti Guðmund- ur sjómennsku og hóf loðdýrarækt í Kópavogi. Hann stundaði loðdýra- rækt allt til ársins 1956 þegar ekki var lengur undan vikist að fram- fylgja lögum Alþingis um bann við loðdýrarækt á íslandi. Var það síð- asta loðdýrabúið sem þá var starf- rækt. Þegar Guðmundur vissi að hveiju stefndi í þeim efnum hóf hann físksölu á Njálsgötu 26, sem hann stundaði óslitið allt til ársins 1973. Eftir að lögin frá Alþingi voru samþykkt, um bann við loðdýra- rækt, tóku við langvinn og ströng málaferli sem tóku mjög á okkar litlu fjöl- skyldu. Þessum mála- ferlum lauk með ósigri Guðmundar en seinna voru honum dæmdar smávegis bætur fyrir minkabúin þar sem ekki tókst að sanna að þau nýttust til annarra hluta. Guðmundur tók á tímabili virkan þátt í stjórnmálum, aðal- lega í hreppsfélaginu Kópavogur og fylgdi þar Alþýðuflokknum að málum. Hann tók einnig að einhveiju leyti þátt í landsmálapólitíkinni og man ég að hann ferðaðist um Suðurnes með Guðmundi í. Guðmundssyni og þótti harður og óvæginn ræðumað- ur. Þetta fékk þó mjög snöggan endi, þar sem honum sinnaðist við félaga sína í Alþýðuflokki Kópa- vogs og hætti allri afskiptasemi af stjórnmálum. Guðmundur var sannur „sósíaldemókrat" en laus við kreddur og ýmsa „isma“. Hon- um rann til rifja fátækt og bágindi fólks og eru til dæmi um hjálpsemi hans í þeim efnum. Gleymdi hann aldrei sínum uppruna og sveið alla tíð mjög sárt að hafa ekki fengið tækifæri til menntunar og stóð hugur hans til að verða verkfræð- ingur, enda greindur vel, en vinur hans og bekkjarbróðir í barnaskóla fetaði veg menntunar og frama, enda af efnafólki kominn. Þegar Guðmundur reisti minka- búið hið fyrra í Kópavogi 1938 var þar fátt um mannabústaði, eins og nærri má geta. Hann reisti sumar- bústað við Hlíðarveg 113 eins og það hét þá og síðar heilsárshús að mig minnir 1946. Þar bjuggum við svo allt til ársins 1966 að Kópa- vogsbær keypti eignirnar, þ.e. tijá- rækt og einbýlishús, að undan- skildu minkabúi, samkvæmt mati. Fluttum við þá að Bergstaðastræti lla í Reykjavík. Síðar meir fluttum við svo saman í Dynskóga 9 í Reykjavík, en síðustu mánuði var Guðmundur vistaður á Kumbara- vogi, þar sem ekki var í annan stað að venda, enda var hann þá farinn að heilsu og ekki annað talið ger- legt. Voru það okkur öllum afskap- lega mikil vonbrigði og honum sér- lega sárt. Guðmundur gat verið harður og óvæginn í samskiptum, enda hertur við sérstaklega erfíðar aðstæður á sjó áður en vökulögin tóku gildi. En kjör alþýðufólks voru honum hugleikin og veit ég að ekki var alltaf tekið fullt verð fyrir soðning- una. Hann var prýðilega ritfær og þótti mælskur ræðumaður. Ég man eftir því að hann samdi ýmislegt, bæði sögur og leikrit, sem hann las fyrir móður mína á síðkvöldum. Eg hygg að allt þetta sé nú glat- að. Á miðjum aldri fékkst hann töluvert við að mála en eyðilagði mestallt síðar meir. Guðmundur reyndist mér góður faðir og félagi og hans ráð og upp- eldi fæ ég seint þakkað. Hann var- aði mig við öfundinni og taldi hana rót alls ills. Við áttum saman góð 50 ár. Þegar ég heimsótti hann í síðasta skiptið um síðustu páska ásamt dóttur minni Pálu og barna- barni, Ellen, sem búsettar eru í Danmörku, skynjuðum við öll að nú var komið að leiðarlokum. Það var í fyrsta skipti sem ég sá föður minn fella tár. Rúmri viku síðar var hann allur. Ég þakka þér, pabbi minn, fyrir allt og allt. Birgir Ás Guðmundsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðvcld í úrvinnslu. Senda má greinar tfi blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.