Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNDR&PSVEIR URMYRKVI HVAÐA eiginleikum þyrfti veira að vera gædd til að útrýma mannkyninu? Hún yrði að vera fram- andi, náttúrulegur hýsill hennar yrði semsagt að vera önnur dýrategund en mannskepnan. Það myndi ýta undir að veiran tæki sér bólfestu í mönnum ef hún smitaðist við önd- un, en ekki einungis snertingu. Þeg- ar veiran væri komin inn í frumur manns þyrfti hún að fjölga sér með ógnarhraða og valda óbætanlegum skemmdum á öllum helstu líffærum mannsins; lifur, hjarta, lungum, heila, nýrum og meltingarfærum. Á meðan veiran væri að fjölga sér þyrfti hún að umbreyta sér á lævís- an hátt til þess að geta brugðist við öllum tilraunum ónæmiskerfisins til að brjóta hana á bak aftur. Til að try&8ja fullnaðarsigur veirunnar mættu menn hvorki ráða yfir bólu- efni né lyfi til að bregðast við sjúk- - dómnum. Loks mætti mannkynið ekki h&fa yfir að ráða aðferðum til að hamla gegn smiti veirunnar frá manni til manns. Eitt af því sem gæti torveldað varnaraðgerðir væri það ef menn hefðu ekki hugmynd hvaðan veiran kæmi. Ebola-veiran sem nú herjar á Zaire-búa passar háskalega vel við þessa lýsingu, eins og bandaríski læknirinn Richard Horton bendir á í nýlegri grein í tímaritinu New York Review of Books. Veiran er bráðdrepandi, hún leggur allt að 90% þeirra sem sýkjast í gröfina, engin lyf verka á hana og menn hafa enga hugmynd um hvaðan hún kemur. Það er þó lán í óláni að veir- an smitast iila á milli manna. Veirunnar varð að þessu sinni fyrst vart í byijun apríl í borginni Kikwit, 400 km fyrir áustan Kins- hasa, höfuðborg Zaire. Fyrstu vik- urnar áttuðu læknar sig ekki á að þessi sjaidséða veirusýking væri þar á ferð heldur töldu að um malaríu eða taugaveiki væri að ræða. En þegar tvær ítalskar nunnur veiktust líka rönkuðú menn við sér. Skyndi- lega sáu menn mynstrið í veikindun- um: Hár sótthiti, uppköst galls og blóðs, blóðugur niðurgangur, blæð- ingar innvortis og útvortis. Þetta hlaut að vera Ebola-veiran. Samkvæmt síðustu tölum á föstu- dag höfðu 124 sýkst af völdum Ebola-veirunnar og 89 látist. Ekkert tilfelli hefur komið upp fyrir utan Kikwit og nágrenni og vonast menn til þess að það takist að einskorða faraldurinn við þá borg. Náskyld Marburg-veirunni En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ebola-veiran reiðir til höggs. Raunar á hún sér náskyldan ætt- ingja, Marburg-veiruna, sem fyrst kom til sögunnar fyrir 28 árum. Það atvikaðist þannig að árið 1967 varð vart við blæðandi hitasótt samtímis í tveimur Evrópulöndum, í Marburg og Frankfurt í Vestur-Þýskalandi og Belgrad í Júgóslavíu. Þeir sem veiktust unnu við rannsóknir á nýr- um úr afrískum apaköttum. Einnig veiktist heilbrigðisstarfsfólk sem annaðist sjúklingana. Samtals veikt- ist 31 og 7 létust. Orsökin reyndist Fáar veirur eru jafnbráðdrepandi og Ebola-veiran í Zaire Níu af hverjum tíu sem taka sóttina bíður skelfíleg ur dauðdagi. Engar líkur eru samt á að hún valdi farsótt á heimsvísu vegna þess hve hún smitar treglega, segir Páll Þórhallsson. Endurkoma Ebola-veirunnar nú minnir samt á að mann- kynið á í þrotlausri baráttu við ógnvalda úr heimi örveranna. áður óþekkt veira og var hún kennd við borgina Marburg. Lögun veir- unnar vakti sérstaka athygli, hún var ekki hnöttótt eins og flestar veirur heldur þráðlaga og gárung- arnir sögðu að hún hefði birst þeim sem fyrst kom auga á hana í smá- sjá í formi ? (spurningarmerkis). Til að grafast fyrir um uppruna veirunnar voru gerðar rannsóknir á öpum í Úganda, en þaðan höfðu apakettirnir komið. Ekki fannst mótefni gegn Marburg-veirunni í þeim og af því var dregin sú álykt- un að þeir væru ekki náttúrulegur hýsill veirunnar heldur hefðu smit- ast af annarri dýrategund, hugsan- lega könguló eða leðurblöku. Ein- staka. tilfelli Marburg-veirunnar hafa komið upp af og til síðan í Afríku, en ekki hefur verið um far- sótt að ræða. Komið hefur í ljós að nokkrir hinna sýktu höfðu skömmu fyrir veikindin lagt leið sína í helli nokkurn á landamærum Kenýa og Úganda, Kitum-hellinn svokallaða. Þar inni í myrkrinu er mikil leður- blökubyggð og berast böndin að þeim kvikindum, en þrátt fyrir rann- sóknir á leðurblökunum hefur ekki tekist að finna veiruna í þeim. Ebola-veiran virðist öllu skæðari en Marburg-veiran og hefur hún tvisvar áður valdið þungum búsifj- um. Árið 1976 kom upp alvarleg blæðandi hitasótt í Zaire og Súdan. Rúmlega 550 manns veiktust og 430 létust. í Ijós kom að áður óþekkt veira olli sjúkdómnum og var hún kennd við fljótið Ebola í Norður- Zaire. Hún leit eins út og Marburg- veiran en þær mátti þekkja í sundur á því að sömu mótefni áttu ekki við þær. Þetta eru því mjög skyldar veirur, sem valda svipuðum sjúk- dómum. Dánartíðni þeirra sem veiktust var 88% í Zaire en 53% í Súdan. Ebola-veiran kom aftur upp í Súdan árið 1979. Þá sýktust 34 og 22 létust. - Sama nálin notuð margsinnis Að sögn Arthúrs Löve, yfirlæknis veirudeildar Landspítalans, vita menn í raun ekkert um það hvaðan veirur þessar koma, þótt ýmsar ágiskanir séu uppi. Almennt talað smitist menn helst af veirum úr skepnum sem skyldastar eru mönn- um, eins og öpum. Það megi segja um Ebola-veiruna að hún smitist illa milli manna líkt og alnæmisveir- an en gagnstætt inflúensu og misl- ingum sem borist geta með vindi svo að segja. Á sjúkrahúsum í Mið-Afríku veld- ur það smithættu að oft á tíðum er sama nálin notuð margsinnis án þess að hún sé sótthreinsuð á milli. Þannig getur veiran borist manna á milli. Einnig er starfsfólk sjúkra- húsa þar í hættu vegna þess að það getur komist í snertingu við líkams- vessa úr sýktum einstaklingum. Kynmök geta og leitt til smits. Öndunarsmit hefur reyndar ekki verið útilokað og þá í þeim tilvik- um er menn eru alveg upp við sýktan einstakling. Fleira dregur úr smithættu. Svo virðist .vera sem þróttur veirunnar minnki eftir því sem hún gangi á milli fleiri manna. Hún smitast sem sagt afar illa í annan og þriðja lið. Rannsóknir sýna að af þeim sem umgengist hafa sýktan ein- stakling veikjast einungis að með- altali 10%. Arthúr segir að af þessum sökum hafí hingað til verið bundinn endi á farsóttir af völdum veirunnar með einföld- ustu sóttkvíaraðgerðum. Sú stað- reynd að veiran er bráðdrepandi og hefur skamman meðgöngu- tíma dregur einnig úr útbreiðslu hennar, alnæmisveiran hins veg- ar getur leynst í mönnum árum saman og þeir smitað aðra á meðan. Á fyrsta viðbúnaðarstigi Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að hér á landi séu menn á fyrsta viðbúnaðarstigi ef svo megi að orði komast vegna Ebola- veirunnar, sem felist í því að grannt sé fylgst með þróun mála í Zaire. Eins væri landlæknisembættið í sambandi við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina og yrði látið vita ef hætta væri talin steðja að Islending- um. „Enn sem komið er hefur ekki þótt ástæða til að grípa til neinna frekari aðgerða." Gæti Ebola-veiran breyst í örðugri andstæðing? Ef Ebola-veiran hegðar sér eins og hún hefur gert þá er lítil hætta á að hún eigi eftir að valda heims- piágu. Hún mun hugsanlega koma upp á nokkurra ára fresti í Mið-Afr- íku með ægikrafti hveiju sinni en fjara skjótt út. Hins vegar eru menn uggandi yfir því sem gæti gerst ef fram kæmi afbrigði veirunnar sem ætti hægar með að smitast milli manna. I því sambandi hefur nýleg metsölubók eftir rannsóknarblaða- mann að nafni Richard Preston, Hot Blæðandi hitasótt hefur orðið tugum manna að fjörtjóni í Zaire að undan- förnu. Er hún af völdum Ebola- veirunnar sem dregur níu af af hverjum tíu sem sýkjast til dauða. Sjúkdómurinn er einskorðaður við borgina Kikwit og nágrenni. Fólki þaðan er nú meinað að koma til höfuðborgarinnar Kinshasa Ebola-veiran er ekki bráðsmitandi, venjulega þarf að komast í snert- ingu við sýkta líkamsvessa. Þess vegna hafa faraldrar af hennar völdum aldrei orðið útbreiddir. EBOLA-VEIRAN SJÚKDÓMSEINKENNI Blæðingar úr munni og nösum. Særindi í hálsi Roði á brinqu 1 Blæðingar í maga og þörmum valda sársauka, niðurgangi og uppköstum. 1 0.5 mikrómetrar (mannshár er 400 míkró- metrar á þykkt) Innan tveggja vikna frá sýkingu fer að blæða heiftarlega innvortis og útvortis, út um augu, varir, eyru og jafnvel í gegn um húðina. Einnig eyðileggur veiran frumurnar í lifrinni. REUTER c c i c i * f FÍLAR í Kitum-hellinum á landamærum Kenýa og Úganda. Giskað hefur verið á að Ebola-veiran eigi uppruna sinn í þessari deigln frumskógarins. < *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.