Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 23 Vörumerki okkar, Islandia, er skrásett vörumerki og það er afar erfitt að sætta sig við það að aðrir útflytjendur séu að misnota vörumerki okkar og seija fisk á fölskum forsendum I umbúðum frá okkur. Við höfum orðið að stöðva slíkan útflutning með lögbanni í nokkrum tilfellum Menn segja gjarnan að markaður- inn dæmi gæðin, en ég hejd að svo sé ekki lengur. Við hjá SÍF höfum byggt upp ákveðna gæðaímynd með eftirliti okkar hér heima. Kaupendur treysta því gæðunum frá okkur. Þeir treysta Norðmönnum hins vegar ekki og taka fiskinn ekki út, fyrr en hann er kominn til kaupandans, eða senda sína menn til Noregs til að taka út fískinn fyrir útflutning. Ég er hrædd- ur um að þetta geti einnig gerzt hér heima. Að þeir, sem ekki hugsa um að tryggja gæði, lendi í sömu stöðu og Norðmenn. Það er alveg ljóst við hjá SÍF munum ekki hvika frá þeim gæðakröfum, sem við gerum nú til þeirra, sem vilja að við seljum fiskinn fyrir þá. Við flytjum ekki hvað sem er út. Pakkningar SÍF misnotaðar Nokkur dæmi eru um að menn misnoti pakkningar okkar og vöru- merki. Við höfum barizt mjög gegn því að útflytjendur, aðrir en SIF, flytji út fisk í umbúðum frá okkur. Vörumerki okkar, Islandia, er skrá- sett vörumerki og það er afar erfitt að sætta sig við það að aðrir útflytj- endur séu að misnota vörumerki okk- ar og selja fisk á fölskum forsendum í umbúðum frá okkur. Við höfum orðið að stöðva slíkan útflutning með lögbanni í nokkrum tilfellum. Við vitum það líka, að sumir framleiðend- ur hafa komið fiski út í umbúðum frá okkur. í öllum tilfellum, sem við vitum af, tökum við hart á slíkum málum. Öllum þessum málum til þessa hefur verið lokið með dómsátt, því höfða þarf mál út af hveiju ein- stöku tilviki að öðrum kosti. Það al- varlegasta er að fiskurinn er seldur utan á röngum forsendum. Blái kass- inn okkar hefur ákveðna gæðaímynd á mörkuðunum, en aðrir framleið- endur geta skemmt mikið með því að setja lélegri fisk í slíkar umbúðir. Þó menn hafi keypt þessar umbúið til að flytja út fisk, sem hefur verið metinn og tekinn út af gæðaeftirliti SIF, en hverfi síðan frá því, gefur það þeim ekki leyfi til að nota umbúð- irnar undir annan físk. Það hefur enginn heimild til að flytja út íslenzk- an saltfisk í umbúðum okkar nema SÍF. Þá höfum við í tveimur tilfellum orðið að koma í veg fyrir að innflytj- endur á mörkuðunum séu að nota vörumerki okkar. Hvað með aðra verkun en blaut- físk, svo sem þurrkun? Stefnt að aukinni þurrkun „Þurrkun á saltfiski var töluverð hér á sínum tíma. Ég fór til Brasilíu síðastliðið haust til að skoða markað- inn þar. Það verður því miður að viðurkenna það, að reynslan þar af íslenzkri saltfiskþurrkun var ákaf- lega slæm. Nord Morue hefur hins vegar byggt upp góðan markað í Brasilíu fyrir þurrkaðan saltfisk, en þar tala menn um franska saltfisk- inn. Nord Morue þurrkaði um 5.000 tonn af fiski á síðasta ári og það var fiskur héðan og frá Noregi. Við erum að reyna að breyta þess- ari ímynd yfir í íslenzkan saltfisk og seljum allan okkar þurrfisk frá Frakklandi til Brasilíu undir vöru- merkinu Isiandia. Við ætlum okkur að skoða það á næstunni hvort ekki sé gerlegt að flytja þessa þurrkun hingað heim frá Frakklandi að veru- legu Ieyti. Við' gerðum tilraun með þurrkun á ufsa síðastliðið haust og hún tókst mjög vel. Við þurfum að byggja þennan markað alveg upp á nýtt og taka eitt skref fram á við í einu í þeim efnum. Það var búið að eyðileggja hann alveg. Fiskurinn keyptur víða Við höfum einnig keypt mikið af saltfíski frá Noregi. Dótturfyrirtæki okkar þar, SÍF Union, flutti um 1.500 tonn frá Noregi í fyrra, ýmist til Frakklands, Spánar eða Ítalíu. Fram- tíðin fyrir SIF, eins og önnur stór fýrirtæki í viðskiptum með fisk, hlýt- ur að vera sú, að meiri áherzla verði lögð á alþjóðleg viðskipti með fisk. Nord Morue kaupir til dæmis mikið af físki frá öðrum löndum en ís- landi, en héðan kaupir fyrirtækið mikið af saltfiski og síld. Við erum að kaupa mikið af frystum físki og og fullvinna í Nord Marue. Við kaup- um þorsk frá Alaska og af Rússum og við kaupum síld frá öðrum löndum en íslandi. Ég sé það í framtíðinni að við munum staðsetja okkur þar sem fískurinn er. ísland verður mið- stöðin áfram en við munum færa út kvíarnar eins og við höfum gert í Noregi, þar sem framboðið er mest nú.“ Saltfiskurinn eftirsóttur á veitingahúsum Er einhver hætta á því að saltfisk- ur hætti að seljast, enda fremur gam- alsdags afurð? „Nei, það held ég ekki. Heildar- markaðurinn fyrir saltfískafurðir hefur nánast ekkert minnkað undan- farin ár. Spurningin snýst kannski um meiri ijölbreytni í afurðum, en saltfískneyzla á sér miklar hefðir, meðal annars trúarlegar, og ég sé ekki neinar teljandi breytingar þar á í framtíðinni. Fólk lítur einnig fremur á söltun sem verkun núorðið en geymsluaðferð. Þá er saltfiskurinn orðinn mjög eftirsóttur á veitinga- stöðum í Suður-Evrópu og virðist eiga góða framtíð fyrir sér. Saltfísk- urinn er nú einnig seldur útvatnað- ur, tilbúinn til matreiðslu, fólki til hægðarauka. Þá er markaðurinn í Brasilíu að vaxa aftur og árið 1994 jókst hann um yfir 50% frá árinu áður. Aukningin er einnig veruleg á þessu ári, þannig að ég á ekki von á öðru en að saltfiskurinn haldi velli.“ Vinnslan í neytendaumbúðir hér hæpin Kemur til greina að vinna saltfisk í neytendaumbúðir hér? „SÍF hefur verið að vinna að þess- um málum undanfarin ár og flutt út nokkurt magn af saltflökum, þurrfiski og fleiru í neytendaumbúð- um, en þó sérstaklega útvötnuðum frystum saltfiski í slíkum umbúðum. Tvennt hefur komið upp varðandi þessa vinnslu. Annars vegar að virð- isaukinn liggur ekki í því að vinna í smápakkningar fyrir stórmarkaði og hins vegar gerir fjarlægðin frá mörk- uðunum okkur erfítt fyrir. Lykillinn að því að sinna þessum geirum mark- aðarins, er að vera með framleiðsluna í meiri nálægð við markaðinn, helzt í viðkomandi landi. Við erum að endurbyggja verk- smiðju Nord Maroe með þeim hætti að hún verði einhver fullkomnasta saltfiskverksmiðja í veröldinni og uppfyllir allar kröfur ESB um að- stæður og hreinlæti við framleiðslu matvæla. Þar hefur miklu af fiski verið pakkað fyrir stórmarkaðina og mun það aukast verulega. Frá Nord Morue er hægt að koma afurð- unum á markað innan sólarhrings frá pöntun, en það getur tekið allt að 10 til 14 daga að afgreiða pöntun frá íslandi. Þótt virðisaukinn sé ekki mikill af vinnslu í neytendaumbúðir, eykur það þjónusta við neytendur og gerir okkur samkeppnishæfari, sem er eitt af okkar aðalmarkmið- um,“ segir Gunnar Örn Kristjáns- son. f WA REYKJAVÍKUR V u B skakkt númer skakkt númer W A.W (lá)rétt númer numer Þa 'ð eru jmsar aðferðir notaðar við að muna símanúmer, en þú þarft bara að sjá númerið hjá BSR einu sinni til að muna það. 56 10 OOO - númer sem þú tnanst, án þess að syngja. ...númersemþú manst... GÖMLU NÚMERIN VERÐA ÁFRAM I FULLU GILDI: 5B 1 1"7 30 QG 55 1 17 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.