Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ _____________FRÉTTIR____________ íslenskur læknir fær viðurkenningu fyrir rannsóknir í Bretlandi Tengsl milli ensíms í fylgju o g fæðingarþyngdar ÍSLENSKUR læknir, Rafn Benediktsson, sem starfar hjá Há- skólanum í Edinborg, hlaut í mars sl. verð- laun (The 1995 Young Endocrinologist Aw- ard) fyrir rannsóknir sínar sem hann kynnti á árlegu þingi félags breskra sérfræðinga í innkirtla- og efna- skiptasjúkdómum. Veitt voru tvenn verðlaun fyrir bestu rannsóknirnar en alls bárust nálægt 500 rannsóknir á þingið. Rafn sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri mikils- verð viðurkenning sem kæmi sér vel. „Þetta er bæði viðurkenning fyrir. nýjar hugmyndir og einnig fyrir að- ferðirnar sem notaðar eru við rann- sóknina," segir hann. Þeir sem keppa um verðlaunin senda úrdrátt úr rannsóknum sem þeir hafa stundað á þessu sviði til sérstakrar dóm- nefndar sem velur nokkrar þeirra úr, en því næst tekur önnur dóm- nefnd við og ákveður hver hiýtur verðlaunin eftir að búið er að kynna rannsóknirnar á þinginu. Veitt eru 500 punda peningaverð- laun og auk þess er verðlaunahafa gefinn kostur á frekari þjálfun í fram- setningu rannsókna og við stjórnun rannsóknahópa. Úrdráttur úr rann- sókn Rafns hefur verið birtur í vís- indaritinu Joumal og Endocrinology. Smávaxnir nýburar líklegri til að geta fengið hjartasjúkdóma Rannsóknin fjallaði um hlutverk ákveðins ensíms í fylgjum manna og tengsl þess við vöxt og þroska í móðurkviði. „Ég kom til Edin- borgar fyrir fimm árum og hef stundað rann- sóknir á ensími sem er útbreitt í líkamanum og hefur það hlutverk að halda sykursterum, sem framleiddir eru í nýrnahettunum, í skefj- um. Þessir sykursterar gegna ýmsum hlutverk- um en geta verið skað- legir í of miklu magni. Ástæða þess að ég hef rannsakað þetta ensím í fylgjum er sú, að það virðist stjóma því hversu mikið af þessu ákveðna efni, sykur- sterum, kemst frá móður yfir til fósturs, en sýnt hefur verið fram á að ef mæðrum er gefið of mikið af þessu efni vaxa fóstur minna heldur en hjá samanburðarhópum. Þessi rannsókn er framhaid dýra- rannsóknar sem ég hef áður birt og er samhljóða niðurstöðum hennar, en þær- eru að hægt sé að segja fyrir um fæðingarþyngd manna eftir því hversu virkt þetta ensím er í fylgjum," segir Rafn. Enn sem kom- ið er em þessar rannsóknir á frum- stigi að hans sögn og ekki er farið að nota niðurstöður þeirra í störfum lækna. „Það sem vakti áhuga okkar á að rannsaka þetta var að á seinustu tíu árum hafa komið fram rannsókn- ir sem sýna, að þeir sem eru smáir við fæðingu em miklu líklegri til þess að fá hjartasjúkdóma en þeir sem stærri em. Það á ekki eingöngu við um þá sem eru óeðlilega smáir, heldur líka þá sem eru minni en al- gengast er við fæðingu," segir Rafn. Að hans sögn eru tvær megin- kenningar uppi um skýringar á þess- um tengslum. Önnur kenningin byggist á áðurnefndri dýrarannsókn sem Rafn og fleiri vísindamenn unnu að, þar sem í ljós kom að afkvæmi mæðra, sem höfðu verið gefnir ster- ar, voru minni en önnur afkvæmi og þegar þau uxu upp reyndust þau vera með of háan blóðþrýsting. „Þess vegna fómm við að leita að því hvort það gæti verið einhver munur á virkni þessa ensíms í fylgj- um í mönnum og dýrum, sem stjórn- aði því hversu mikið af sterum kæm- ust í fylgjuna," segir Rafn. Var þessi hluti rannsókna Rafns og félaga hans birtur í vísindaritinu Lancet og hlaut verðlaun (The Young Investi- gator Award 1992) á árlegu þingi breskra vísindamanna um háþrýst- ing árið 1992. Með þriggja ára styrk til rannsóknastarfa Rafn lauk læknanámi á íslandi árið 1987 og hóf sérnám í lyflækn- ingum í Skotlandi 1990. Samhliða rannsóknum við Háskólann í Edin- borg stundar hann almennar lækn- ingar við Western General sjúkra- húsið. Rafn er með þriggja ára styrk frá breskum sjóði sem gerir honum kleift að hafa aðstoðarmenn við rannsóknir sínar í innkirtlafræði en hann starfar í sérstökum rannsókna- hópi vísindamanna og lækna sem hafa að mestu stundað rannsóknir á ólíkum áhrifum áðurnefnds ensíms í mismunandi líffærum. Prófessor C.R.W. Edwards er yfir- maður þeirrar deildar sem Rafnar starfar við en Edwards og vísinda- maður að nafni Paul Stewart sýndu fyrstir manna fram á hvert væri hlutverk þessa ensíms og leiddu einnig í ljós að neysla lakkrís veldur blóðþrýstingshækkun með því að hamla virkni ensímsins í nýrum. Rafn Benediktsson. m SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 25 ffffIvImI ÍÉi)'V Islensk viðarsýning og skógardagar í og við PERLUNA dagana 20. og 21. maí Opið báða daganna frá kl. 13:00 til 18:00 Meðal efnis: • Kynning á íslenskum viðartegundum • Ráðgjöf Landslagsarkitekta • Umhverfísmál • Handverk og iðnaðarframleiðsla úr íslenskum viði, handverksfólk að störfum • Tæki og búnaður til garð- og skógræktar ✓ • A útisvæði, sögun á bolviði, önnur grófvinnsla o.fl. • Kynnisferðir um Öskjuhlíðina þar sem verða ýmsar uppákomur, harmoníkuleikur o.fl. Boðið verður upp á kaffíhressingu á leiðinni Fyrir börnin: • Ævintýraferðir um Öskjuhiíðina þar sem kynjaverur álfar og ýmsar ævintýrapersónur verða á vappi um skóginn. Farið verður í leiki spilað á hljóðfæri og sungið. Kynnir sýningarinnar er Pálmi Gestsson leikari. Hér er um einstakan viðburð að ræða þar sem eingöngu er til sýnis handverk og iðnaðarframleiðsla úr íslenskum viði. SÝNING SEM ENGINN ÆTTIAÐ MISSA AF AÐGANGUR OKEYPIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.