Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 13 „Grannagys“ MYNPLIST Mokka-kaffi SKOPMYNDIR NORRÆN SAMSÝNING Opið alla daga til 29. mai. Aðgangur ókeypis. í HUGUM margra hafa verið áhöld um hvort skopmyndin - karíkatúr - eigi heima í umræðu um myndlist. Slíkar vangaveltur eru í raun óþarfar, því myndlistin hefur óvíða haft meiri áhrif en ein- mitt í gegnum þennan miðil; þar sem umfangsmikil og dramatísk málverk hafa látið menn ósnortna hefur lítil skopmynd oft verið sú þúfa, sem velti hlassinu þunga í sögulegum skilningi. Skopmyndin er nefnilega beitt vopn, sem getur venð gífurlega áhrifamikið í hönd- um þeirra sem kunna með það að fara. Norðurlandabúar eru ef til vill ekki almennt þekktir fyrir kímni, og einkum hafa hinar norrænu þjóðir á stundum átt erfitt með að sjá hið skoplega í eigin fari. Þó búum við sem aðrir við þá blessun að meðal okkar er að finna hæfi- leikaríka einstaklinga, sem bæði sjá í gegnum sýndarmennskuna og uppskafningsháttinn, og geta sett þessa þætti fram með þeim hætti í skopmynd, að allir ættu að geta brosað með. Hér er á ferðinni sýning á örlitlu broti af myndum fimm norrænna meistara á þessu sviði. Eins og Þorri Hringsson bendir á í inngangi sýningarskrár hefur hin pólitíska skopmynd nú um langt skeið verið kjarni þeirra skopmynda, sem birtast í dagblöð- um og almenningur hefur mestar mætur á. Það er því vel við hæfí, að sýningin „Grannagys" er sett upp fyrir tilstilli þeirra sem eru oft bæði í senn, fórnarlömb og áköf- ustu aðdáendur skopmyndateikn- ara, stjórnmálamannanna sjálfra. Sýningin var fyrst opnuð í sam- bandi við þing Norðurlandaráðs hér á landi í vetur, og er ætlunin að hún fari héðan áfram til ann- arra Norðurlanda fyrir tilstuðlan ráðsins. Þeir listamenn sem hafa verið valdir til þátttöku á sýningunni eru Kari Suomalainen (Finnlandi), Ewert Gustav Adolf Karlsson (EWK, Svíþjóð), Finn Graff (Nor- egi), Klaus Albrectsen (Danmörku) og Sigmund Jóhannsson (íslandi). Þetta eru allt meistarar á sínu sviði með langan feril að baki, og þessir fjórir frændur okkar hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenn- inga fyrir skopmyndir sínar; Sig- mund hefur lítið sýnt verk sín er- lendis, en fyllir þennan flokk með sóma. Veggir Mokka eru þaktir mynd- um þeirra félaga, þannig að gestir fara nokkuð úr einu í annað við skoðunina. Það sem þó vekur strax athygli er hversu persónulegan stíl hver þeirra hefur þróað, og þar með hversu vel þeim tekst að draga fram ólíkar skoplegar hliðar á svip- uðum málefnum. Eitt eiga þeir þó allir sameigin- legt, sem er aðal góðs skopmynda- teiknara: í hverri mynd má finna ákveðinn og alvarlegan undirtón eða þyrni sem vert er að gefa gaum að. Þannig má lesa aðvörun, gagn- rýni, virðingarvott eða ábendingu út úr framsetningunni, hvort sem viðfangsefnið er nýtt merki fyrir Norðurlandaráð í ljósi stækkunar Evrópusambandsins, eðli kosn- ingaloforða, brottför Kekkonen úr forsetastóli í Finnlandi, hin eilífa kafbátaleit Svía í skeijagarðinum eða forsætisráðherra íslands í hlut- verki litlu stúlkunnar með eldspýt- urnar. Slíkur undirtónn er aðal góðra skopmynda, og greinir þær méð afgerandi hætti frá hinum, sem hafa græskulaust gamanið eitt að markmiði. í umfjöllun sem þessari er nær útilokað að benda á verk eins öðr- um fremur, enda ráða málefni ætíð framsetningu efnisins þó per- sónulegur stíll marki verk hvers og eins. Ekki er gerð grein fyrir forsendum á vali mynda á sýning- una í lítilli en smekklegri sýningar- skrá, en hér eru pólitískar myndir í öndvegi. Það vekur óneitanlega athygli að svipuð málefni koma við sögu í verkum allra þessara lista- manna, og hafa því væntanlega verið ofarlega á baugi í öllum lönd- unum. Hér má nefna tengslin við Evrópusambandið og eðli og fram- tíð Norðurlandaráðs sem dæmi, en síðan má finna þarna ýmis „þjóð- leg“ viðfangsefni, sem hefði verið ágætt að fá meiri fræðslu um. Róbert G. Róbertsson hefur ann- ast uppsetningu og undirbúning sýningarinnar, og á hún vel við staðinn. Ritsmíð Þorra Hringsson- ar í sýningarskrá er afar fróðleg lesning, þar sem hann fjallar að nokkru um sögu skopmyndarinnar og eðli. Þorri telur að skopmyndin hafi ef til vill misst nokkuð af krafti sínum á síðari tímum frá því sem áður var, en bendir á mögulega skýringu: „Hins vegar má velta fyrir sér hvort ástæðan fyrir því að mesti broddurinn er farinn úr henni sé ekki einfaldlega sú, að veruleikir.n sé stöðugt að færast nær heimi skopmyndarinnar. “ Hver veit. Er rétt að hvetja sem flesta til að koma við á Mokka til að skoða hinn pólitíska veruleika í „Grannagys" frá annarri hlið en hversdagslega. Eiríkur Þorláksson Tónlistardagar í Fella- og Hólakirkju Frá Bach til okkar daga TÓNLISTARDAGAR hefjast í dag í Fella- og Hólakirkju og munu standa til 31. maí. Að sögn Peters Máté, eins skipuleggjenda daganna, er ætlunin að reyna að gera slíka tónlistardaga að árlegum viðburði í Fella- og Hólakirkju, en ástæðan fyrir því að hún var valin er sú að þar er sérlega góður hljómburður. „Það er raunar svo að fólk sækir sérstaklega í það að halda tónleika og taka upp tónlist í kirkjunni, það er jafnvel eitt evrópskt útgáfufyrir- tæki að hugsa um að taka upp hljóm- plötu í kirkjunni." Peter segir enn- fremur að auk hins góða hljómburð- ar sé kirkjan mjög vel búin hljóðfær- um; í henni er sé'rsmíðað 24 radda orgel af gerðinni Marcussen og mun það vera eina orgel sinnar tegundar hér á landi. Peter segir að á efnisskrá tónlist- ardaganna séu verk frá ýmsum tím- um, eða allt frá dögum Bachs til okkar daga. Peter segir að verkin hafí verið valin með það fyrir augum að dagsskráin yrði létt og skemmti- leg. Tríó Reykjavíkur mun ríða á vað- ið á sunnudaginn með verk eftir Haydn og Mendelssohn, en það skipa Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu, Gunnar Kvaran á selló og Halldór Haraldsson á píanó. Þriðjudaginn 23. maí mun Miklós Dalmay píanó- leikari leika verk eftir Mozart og Mussorgsky en föstudaginn 26. maí flytja Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari sönglög og aríur eftir íslenska og erlenda höfunda. Mánudaginn 29. maí leika svo Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir flautuleikarar ásamt Peter Máté píanóleikara verk eftir Bach, Bizet og Migot en tónlist- ardögunum lýkur miðvikudaginn 31. maí með tónleikum Johns Speights, baritonsöngvara og Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur píanóleikara. Tón- leikarnir hefjast allir kl. 21. LEIKARAR á sviði. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Holdtekin Fullveldisvofa LEIKUST Fclagsheimili Kópavogs NAFNLAUSI LEIKHÓPURINN FULLVELDISVOFAN Höfundur, leikstjóri, leikmynd: Þór Steingrímsson. Aðalleikendur: Erl- ingur Gíslason, Dóra Magnúsdóttir, Sigríður Sörensdóttir, Ingólfur Sig- urðsson, Guðbrandur Valdemarsson, Signrður Jóhannesson. 14. mai. í ÞESSU leikriti eru ýmsar þær hörmungar rifjaðar upp sem dundu á okkar voluðu þjóð á því herrans ári 1918. Þetta var sannkallað harð- indaár. Mikið kom ofan af himnum. Sumarið mátti heita uppstyttulaust og veturinn var með afbrigðum snjó- þungur og stórveðrasamur. Frost- hörkur voru gífurlegar og ekki leið á löngu þar til hafís varð víðast hvar landfastur. Snemmvetrar gaus Katla og olli stórum flóðum, jakaburði og öskufalli um landið allt. í nóvember- byijun lagðist „spánska veikin" á þjóðina og lagði hundruð manna í gröfina á skömmum tíma. Við þessar kringumstæður fagnaði þjóðin fullveldi sínu 1. desember 1918 og söng heita ástarsöngva til landsins. Nafnlausi leikhópurinn rek- ur þessa sögu fyrir áhorfendur. Sögumaður leiðir verkið áfram milli atriða sem endurspegla ýmsa atburði þessa örlagaríka árs út frá einstakl- ingum. Fullveldisvofan, ágætlega holdtekin í Sigurði Jóhannessyni, stekkur náföl fram á sviðið öðru hverju, sjóari kankast á við bónda og stjórnanda sjálfrennireiðar enda húmor í þessu leikriti þótt það fjalli um grafalvarlega atburði. Erlingur Gíslason leikur Eirík lækni. Hann sker sig út úr þessum hópi með atvinnumennsku sinni eins og við er að búast. Erlingur er svo afslappaður á sviðinu að maður fær á tilfinninguna að hann sé einn heima hjá sér á laugardagsmorgni. Ég hefði ekki orðið hissa þótt hann hefði tek- ið upp áhöld og byijað í rólegheitum að raka sig þarna á sviðinu. Þegar hann segir frá átakanlegum atburð- um sést hvernig hann riljar þá upp í hugskoti sínu, sára. Nafnlausi leikhópurinn (en í hon- um er fólk sem hefur lengri reynslu af því að vera til en flest okkar hinna) vinnur gott og þarft verk með því að sýna þetta leikrit. I fyrsta lagi er fátt sem heldur manni jafnvel ungum og að stússást í leiklist og í öðru lagi er hér boðin skemmtan og ýmiss konar fróðleikur sem snjóað hefur yfir í fjölmargmiðlunarhríð aldamótaáratugarins tvöþúsund. Guðbrandur Gíslason. Umræðufundur um nýjungar í prentiðnaði í kjölfar DRUPA prentsýningarinnar í Diisseidorf ver&ur haldinn umræ&u- og fræöslufundur í Prenttæknistofnun, Háaleitisbraut 58—60 mánudaginn 22. maí kl. 16—18. Á fundinum veröur fjallaö um það helsta sem fyrir augu og eyru bar á sýningunni og rætt um þær breytingar sem framundan kunna aö vera í prentiönaöi. M.a. veröa sýnd myndbönd og margmiölunarefni frá sýningunni, t.d. um hina byltingarkenndu Idigo prentvél og Agfa Chromapress tölvuprentvélina. Nokkrir þeirra sem fóru á sýninguna munu segja skoöun sína á því sem þeim þótti merkilegast. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir, bæði þeir sem fóru á sýninguna og þeir sem ekki áttu þess kost. Breytingar eru greinilega miklar á döfinni og mikilvægt aö menn reyni aö átta sig á því hvert stefnir, sérstaklega hvaö varöar þau nýju tækifæri sem mönnum bjóöast í framtiöinni. Vinsamlegast skráiö þátttöku í síma 568 0740 á mánudaginn kl. 9—14. Prenttælcnistofnun <§> ■■■ SAMTÖK IÐNAÐARINS Sfé/ag bókagerðar- manna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.