Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAC.UK 21. MAÍ 1995 Í1 rísa og bitust sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu um hvert þeirra hreppti hnossið. Loks varð úr að ríkisstjórnin lofaði Kópavogsbæ 300 milljóna styrk til byggingar handboltahallar sem átti að kosta tæpan milljarð. Kópavogur féll frá byggingaráformum og HSÍ fékk 25 milljónir í skaðabætur frá ríkinu af þessum sökum. Fjárfest í íþróttamannvirkjum Fáir heyrast ný syrgja handbolta- höll upp á milljarð. Þótt þjóðin hafi sloppið við byggingarkostnað henn- ar hefur engu að síður verið fjár- fest fyrir á þriðja milljarð undanfar- inn áratug í íþróttahúsum, eftir því sem kemur fram í grein Jóns Hjalta- líns Magnússonar hinn 7. maí sl. Ráðist var í talsverðar framkvæmd- ir sérstaklega vegna HM 95. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá ÍTR kostaði við- bygging við Laugardalshöll 91 milljón króna. Auk þess var eytt 140 milljónum króna í ýmsar úrbætur og endurbætur sem geta talist eðlilegt við- hald. Var þess- um 230 millj- ónum kostað frá árinu 1993 og til 28. apríl síðastliðins, að Höllin var af- hent borginni fullbúin. Það sama varð uppi á teningnum á Akureyri, þar sem 20 milljónir voru settar í úrbætur og endurbætur á Iþróttahöllinni. Nyrðra telja menn peningana hafa skilað sér og vel það. „Gríðarleg landkynning" Mikið var lagt upp úr þeirri miklu landkynningu sem fylgdi því að halda HM 95 hér á landi. Geir H. Haarde, formaður framkvæmda- nefndar HM 95, undirritaði samn- ing fyrir hönd nefiídarinnar við RUV um sjónvarps- og útvarps- sendingar frá keppninni. Af því til- efni sagði hann meðal annars í við- tali við Morgunblaðið 26. október 1994: „Þetta er gríðarleg landkynn- ing og eins og sjónvarpssamningur- inn gefur til kynna er í mikið ráð- ist. Ljóst er að hingað kemur mik- ill fjöldi erlendra fréttamanna vegna keppninnar, væntanlega svo hundruðum skiptir . . .“ Ásdís Höskuldsdóttir, skrifstofu- stjóri hjá HM-nefndinni, segir blaða-, frétta- og tæknimenn vera um 600 talsins, þar af tæplega 200 á vegum íslenskra fjölmiðla. Nefna má að einungis við útsendingar RÚV vinna 125 manns. Frétta- mönnum fjölgaði eftir því sem nær dró úrslitum. Alþjóða handknattleikssamband- ið (IHF) seldi sjónvarpsréttinn svissnesku auglýsingafyrirtæki CWL í stað þess að samið væri við Evrópusamband sjónvarpsstöðva (EBU) eins og tíðkast hafði. Mikill styrr stóð um sjónvarpsréttinn lengi vel og lá við að upp úr slitnaði af þeim sökum. Þessi ákvörðun IHF kom niður á HSÍ sem verður að greiða um 46 milljónir fyrir upp- töku- og sendikostnað sjónvarps- efnis sem ella hefði verið borinn af sjónvarpsstöðvunum. Fyrir keppnina var talað um að um 80 leikjum yrði sjónvarpað til 30 landa og gert ráð fyrir áhorfi um 50 milljóna manna. Þessi þáttur virðist hafa heppnast mjög vel. Ing- ólfur Hannesson hjá RÚV sagði að úrslitaleikurinn yrði sýndur beint í að minnsta kosti 25-27 löndum, auk þess sem nokkrar stöðvar verða með fréttamyndir frá leiknum. Um áhorf væri þó fátt hægt að segja. Það er hins vegar haft fyrir satt, að allt að 2,5 milljónir manna eru taldir horfa á beinar útsendingar með þýska liðinu í Þýskalandi. Um annað landkynningarefni í sjónvarpsútsendingum og frétta- skrifum er fátt vitað enn sem kom- ið er. Enginn aðili virðist hafa fylgst með því á kerfisbundinn hátt. RÚV tók hins vegar upp á því að skjóta 10 til 15 sekúndna landkynningar- bút aftan við innganginn að hverri beinni útsendingu. Ingólfur Hann- esson sagði að sitt lið hefði ekki getað fýlgst með því hversu oft efnið skilaði sér, en taldi að Ferða- málaráð hefði átt að fylgjast með því. Sér vitanlega hefði það hins vegar ekki verið gert. Ferðamálaráð fékk 20 milljónir til landkynningar meðan á mótinu stóð og mun hún fyrst og fremst hafa beinst að er- lendum fréttamönnum. Þúsundir gesta og keppenda Þegar nær dró mótinu fóru að heyrast gagnrýnisraddir hvað varð- aði skipulag og kynningu, ekki síst erlendis. Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM 95 nefndarinnar, vísaði öllum neikvæðum bollalegg- ingum um framkvæmd mótsins á bug í samtali við Morgunblaðið þann 15. janúar í fyrra. Þar sagði hann áætlað að velta mótsins yrði á annað hundrað milljónir og gert ráð fyrir hagnaði. Auk þess taldi Hákon að mikill hagnaður yrði af komu þeirra sem kæmu til landsins vegna keppninnar. „Bara það að fá hingað um 500 keppendur, dómara og svo framvegis og 3.000 erlenda gesti að auki, sem stefnt er að, gefur þjóðarbúinu mikla peninga. Þetta fólk dvelur hér í 15 til 20 daga að meðaltali og það segir sig sjálft að það þarf að kaupa gistingu og mat, ýmsa þjónustu, ferðir og svo framvegis, en þess má geta að gistinætur allra keppenda eru um 7.000 talsins. Gera má ráð fyrir að bara flugið kosti um 50 milljónir króna fyrir þetta fólk,“ sagði Hákon meðal annars. Erlendir áhorfendur brugðust Halldór Jóhannsson hjá ferða- skrifstofunni Ratvís á Akureyri gerði samning við HSÍ um einka- sölu á aðgöngumiðum á leiki HM 95 og tryggði samtökunum um leið ákveðnar lágmarkstekjur. Hann útvegaði meðal annars 40 milljóna króna tryggingu, að hálfu frá Akur- eyrarbæ. Hinn 30. desember var fjallað um miðasölu á HM 95 hér í blaðinu. Þar kemur fram að rúm- um fjórum mánuðum fyrir keppni er miðasalan dræmari en menn höfðu gert ráð fyrir, einungis sala á tíunda hluta 85 þúsund miða var í höfn. Söluátak til helstu stuðn- ingsmanna handboltalandsliðsins hafði mistekist. Engu að síður taldi Halldór raunhæft að áætla að 500 - 600 manns kæmu á HM 95 frá Þýskalandi, 700 - 1000 frá Svíþjóð, um 300 frá Spáni og annað eins frá Frakklandi og einnig Dan- mörku. Þá höfðu Brasilíumenn boð- að komu 50 - 100 stuðningsmanna auk leikmanna og fylgdarliðs þeirra og sömu sögu væri að segja um Kúveita og Japani, að sögn Hall- dórs. Hann lýsti áhyggjum yfir því að gistirými yrði af skornum skammti og sagði meðal annars: „Hótelin eru full og svo getur farið að leigja verði skemmtiferðaskip." í sömu grein segist Hákon Gunn- arsson, framkvæmdastjóri HM 95, hafa tröllatrú á að uppselt verði á alla leiki íslands og leiki um sæti. Ársæll Harðarson, framkvæmda- stjóri bókunarmiðstöðvar gistihús- anna, sagði og að gistirými á Reykjavíkursvæðinu væri nær full- bókað af ferðaskrifstofunum. Þann 3. mars í ár er enn fjallað um misheppnaða markaðsherferð fyrir HM hér í blaðinu. Ásakanir gengu á víxl á milli miðasölu- manna, framkvæmdanefndar móts; ins og bókunarmiðstöðvarinnar. í greininni kemur fram að heimildir séu fyrir því að framkvæmdanefnd- in telji markaðssetninguna hafa mistekist og bókunarmiðstöðina verið óþarft strik í reikninginn. Engin hreyfing var á miðum innan- lands og einungis viðbragð frá Þýskalandi. Engu að síður sagðist Halldór mundi halda fast við fyrri áætlanir og taldi raunhæft að gera ráð fyrir fjögur til fimm þúsund erlendum gestum vegna keppninn- ar. Halldór Jóhannsson segir nú ljóst að komur erlendra gesta vegna HM eru stórum færri heldur en vonir stóðu til. Hann treystir sér hins vegar ekki til að nefna tölur þar að lútandi á þessu stigi málsins, en segir að Svíar til að mynda hafi „svikið okkur illa“. Til dæmis má nefna að miðasölumenn reiknuðu með 700 til 1.000 Svíum til lands- ins, en þó tölu verði ekki kastað á Svía á Akureyri í riðlakeppninni, þá var þar einn áberandi 40 manna hópur og annar upp á sjö manns sá stuðningur sem sænska liðið fékk frá löndum sínum. Hins vegar fylgj- ast Svíar með af heilum hug heima í stofu fyrir framan sjónvarpið. Aðeins örfáar hræður komu í stað hundraða. Þrátt fyrir þetta sagði Halldór síðastliðinn föstudag allt tal um „hrun“ í miðasölu alrangt. Fjórum sinnum hafði Höllin þá verið full- skipuð og 10 milljónir komið inn fyrir hvern þeirra leikja, auk þess sem ýmsir aðrir leikir hefðu selst vel þó allur gangur væri á því. Tölunni 50 milljónir var fleygt fram um miðasölu áður en að undanúr- slitum kom, en Halldór sagði töluna „mun hærri“ þó ekki vildi hann ræða það nánar. Miðað við lægstu áætlunina, sem var um 40 milljón- ir, hefur tekist bærilega til, en sam- kvæmt þessu var það mikið fjár- hagslegt áfall að íslenska liðið fékk þess lags útreið að það datt úr keppni. Töpuðust þar trúlega 20 milljónir. Talað var um á sínum tíma að búast mætti við 1.500 til 2.000 er- lendum áhorfendum, jafnvel fleir- um. Reyndin er sú, að í besta falli er um örfá hundruð að ræða. Fólksflutningar Samgöngur skipta miklu fyrir keppni á borð við HM 95. Um tíma leit út fyrir að flugfreyjuverkfall truflaði samgöngur og síðar verk- fall bílstjóra. Halldór Jóhannsson bendir einnig á að samgöngur til landsins hafi í vissum tilfellum boð- ið heim fjárhagslegum skakkaföll- um. Þannig hafi 100 manna hópur sem ætlaði að koma á síðustu stundu frá Þýskalandi orðið frá að hverfa. Átti að vera um dagsferð að ræða, en ekki var hægt að stilla upp viðunandi flugi. Einnig má nefna að handknatt- leikslið Ungveija féll úr keppni í 16 liða úrslitunum. Þegar liðsmenn vildu drífa sig heim sem fyrst kom upp úr dúrnum að ekki var far til reiðu umsvifalaust. Úr þessu rætt- ist en engu að síður þurftu þeir að dvelja hér lengur en ella. Fjárfesting í þekkingu og reynslu Eftir er að gera HM-dæmið upp og sjá hvern kostnað mótshaldarar og þjóðin bera. Erwin Lanc, forseti Alþjóða handknattleikssambands- ins, sýndi þá óvenjulegu kurteisi að þakka skattborgurum landsins fyrir þeirra þátt í mótshaldi HM 95. Aldrei voru þeir þó spurðir um hvort þeir kærðu sig um þetta mót. Að mótinu loknu situr eftir dýrmæt þekking og reynsla sem kemur okkur til góða ef íslending- um fellur aftur í skaut að halda alþjóðlegt mót af þessu tagi. Miðasölumenn reikn- uóu með 700 til 1.000 Svíum til lands■ ins, en þó töiu verói ekki kastaó á Svía á Akureyri í rióla- keppninni, þá varþar einn 40 manna hópur og annar sjö manna Sumarbúðirnar í Vatnaskógi auglýsa Eigum nokkur pláss laus í eftirtalda flokka: 1. fl. 30/5 - 6/6 9 -11 ára 7 dagar 8. fl. 27/7 - 3/8 13 -15 ára 7 dagar 9. fl. 8/8-16/8 14 -17 ára 8 dagar 10. fl. 16/8 -24/8 12 -13 ára 8 dagar 11. fl. 24/8-31/8 10 -12 ára 7 dagar 12. fl. 31/8-3/9 17 - 99 ára Karlafl. 13. fl. 8/9 -10/9 7 - 99 ára Feðgahelgi 14. fl. 22/9-24/9 7-99ára Feðgahelgi Skráning fer fram mánudaga til fóstudaga í síma 588-8899 kl. 08-16. *Ath: 9. flokkur er bœði fyrir pilta og stúlkur. Þök Viðhald & nýbyggingar Láttu okkur gera þér tilboð og við komum þér þægilega á óvart. K.K. Blikk hf - Auðbrekku 23 - S:554-5575 Ingólfur Jónsson - Húsasmíðameistari Sími: 567-0643 - Bílasími: 985-21909 VISA FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA Efficient Consumer Response SKILVIRK STJÓRNUN Á VÖRUFLÆÐI Hagræðingamefhd Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til hádegisverðarfundar um ECR "Efficient Consumer Response" í Skálanum Hótel Sögu, miðvikudaginn 24. maí n.k. kl. 12:00. ECR er skilvirk stjórnuii á vöruflæði, byggð á strikamerkjum og EDI skeytum.Afgreiðslur á hverri einstakri vörutegund eru skipulagðar fram í tímann byggðar á gögnum um vöruflæði frá framleiðendum og vörudreifendum í heildsölu og smásölu. Bandaríkjamenn eru langt komnir í ECR væðingu og hefur náðst fram aukin hagræðing og spamaður með þessu íyrirkomulagi, öllum aðilum til hagsbóta. Aðalfyrirlesari fundarins verður Harold P. Juckett forstjóri Uniform Code Council INC. sem eru hliðstæð samtök og EAN á íslandi (strikamerkjanefnd). Björn Jóhannsson viðskiptafræðingur greinir frá þróun þessara mála hérlendis. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér þetta áhugaverða efni. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,- FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN VINSAMLEGA SKRÁIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA: 588 8910 FYRST&FREMST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.