Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 15 Zone, vakið mikla athygli. Hann lýsir því sem gerðist árið 1989 er óþekkt afbrigði af Ebola-veirunni skaut upp kollinum í Reston í Virgi- níu-ríki, skammt frá höfuðborginni Washington. í Reston er sóttkví fyrir apa sem fluttir eru til Banda- ríkjanna'til notkunar á tilraunastof- um hersins. í þessu tilviki var kom- ið með eitt hundrað apa frá Filips- eyjum. Tveir voru dauðir við kom- una til Bandaríkjanna og nokkrir drápust næstu daga. Dýralæknirinn á staðnum taldi að um venjulega apaveiru væri að ræða, en fljótlega og gagnstætt því sem búist var við breiddist veikin út til apa sem ekki voru af filipseysku bergi brotnir. Apavefssýni voru send í rannsókn hjá sýkingarannsóknastofu hersins. Þar kom í ljós að um Ebola-veiruna var að ræða. Apar sem geymdir voru fjarri filipseysku öpunum tóku að hrynja niður. Það benti sterklega til öndunarsmits. í stað þess að vara almenning við, en aparnir höfðu verið í Bandaríkjunum í tvo mánuði, reyndi herinn að villa um fyrir fjölmiðlum og almenningi. Samt höfðu tveir menn þegar sýkst af óþekktum sjúkdómi. En til allrar mildi reyndist þetta afbrigði Ebola-veirunnar einungis hrína á öpum en ekki mönnum. Fjór- ir af starfsmönnum sóttkvíarinnar urðu fyrir veirusýkingu og þrír þeirra hlutu að hafa smitast öndun- arsmiti. Ef þessi veira hefði reynst vera Zaire-afbrigði Ebola-veirunnar þá hefðu afleiðingamar getað orðið ólýsanlegar. Richard Horton sem áður var getið segir viðbrögð hersins í þessu tilviki óviðunandi með öllu. „... í eina skiptið sem hætta hefur virst skapast í Bandaríkjunum fyrir mannkynið allt voru viðbrögðin ugg- vænleg og báru vott um ótrúlegt úrræðaleysi og hroka ...“ Arthúr Löve segir að sér finnist ólíklegt að Ebola-veiran færi að taka þeim breytingum að smitast við öndun þótt það sé fræðilegur mögu- leiki. Venjulega séu veirur af þessu tagi stöðugar og séu ekki að breyta um smitmynstur. Hins vegar væri hægt að ímynda sér að önnur svipuð veira úr öðrum apa gæti smitast við öndun. í raun sé lítið vitað um það hvers vegna sumar veirur smitast við öndun og aðrar ekki. Meiri hætta en nokkru sinni? Horton sem er ritstjóri banda- rísku deildar hins virta læknatíma- rits, Lancet, segir að þótt farsóttir hafi fylgt mannkyninu frá örófi alda séu teikn á lofti um að hættan af þeirra völdum hafi aldrei verið meiri en nú. Hingað til hefur ógnin af veirusýkingum vakið mesta athygli einkum af völdum alnæmisveirunn- ar. En einnig er að hans sögn ástæða til að hafa áhyggjur af bakt- eríusýkingum. Ekki er langt síðan sérfræðingar töldu að berklum yrði útrýmt með sýklalyfjum. En sam- kvæmt nýjustu spám er talið að á þeim áratug sem nú er að líða muni greinast 90 milljón tilfelli berkla í heiminum sem draga muni 30 millj- ónir manna til dauða. Mest hefur aukningin orðið í Afríku, Suðaustur- Asíu, á Vestur-Kyrrahafssvæðinu og við austanvert Miðjarðarhaf. 95% tilfella eru í þróunarlöndum. Ekki vekur síður ugg að fram hafa kom- ið berklaafbrigði sem sýklalyf hrína ekki á. Tæplega þrjú hundruð slík tilfelli hafa verið greind í Bandaríkj- unum á sjúkrahúsum og í fangels- um, einkum hjá alnæmissjúklingum. Tveir af hveijum þremur sem sýkj- ast af slíkum berklaafbrigðum deyja af þeirra völdum. Hvaða skýringar eru á því að sýkingar eru nú svona mikil ógn? I fyrsta lagi, segir Horton, leiddi góð- ur árangur í lækningum um miðja öldina til þess að menn hættu að vera á varðbergi. í Bandaríkjunum hefúr til dæmis dregið úr forvarnar- starfi vegna berkla. í öðru lagi hef- ur íhlutun mannsins í framandi vist- kerfi leitt til þess að skaðvaldar hafa náð að breiðast út. Má nefna Kinshasa-hraðbrautina sem talin er hafa greitt alnæmisveirunni leið út úr Mið-Afríku. Að vísu er málið ekki svo einfalt. Sú staðreynd að alnæmi breiddist samtímis út um Afríku og Norður-Ameríku mælir gegn því að uppruna veirunnar sé eingöngu að leita í Afríku. Erfðaefn- isrannsóknir sýna líka að það er ekki sama gerð alnæmisveirunnar sem hetjar á Norður-Ameríku og Evrópu annars vegar og Afríku og Indland hins vegar. Gríðarleg mannfjölgun, mengun og afleiðingar styijalda veikja líka mótstöðuafl mannkyns. Nú eru jarð- arbúar af mannkyni 5,6 milljarðar. Því er spáð að þegar jafnvægi muni nást á næstu öld verði jarðarbúar 8,5 - 12 milljarðar talsins. 95% af þessum nýju systkinum okkar munu eiga heimkynni í fátækustu löndum heim. Mannkynið ein heild Það er oft nefnt að aukin ferðalög nútímamannsins valdi því að far- sóttir breiðist frekar út. Haraldur Briem smitsjúkdómafræðingur seg- ist hins vegar sjá kosti við það að mannkynið sé orðin ein heild. „í gamla daga voru stijálar samgöng- ur milli þjóðfélagshópa og heim- sálfa. Þegar farsóttir gusu svo skyndilega upp á einangruðum svæðum gátu þær valdið miklu manntjóni eins og gerðist á íslandi með bólusótt og svarta dauða. Þeg- ar mannkynið er ein heild fáum við öll þessa sömu sjúkdómsreynslu og myndum sameiginlegt ónæmi gegn sjúkdómum. Að ýmsu leyti er þetta því kostur,“ segir hann. Eitt af því sem menn hafa áhyggj- ur af er að það komi verulega skæð inflúensa eins og spánska yeikin á sínum tíma sem varð 20-25 milljón- um manna að fjörtjóni. Haraldur segir að inflúensan skipti um mót- efnakápu með vissu millibili. Það hafi ekki gerst í áratugi en ef svo færi væri hætta á að það ynnist ekki tími til að búa til bóluefni. Hann segir að möguleikar okkar á því að standa slíkt af okkur byggð- ust fyrst og fremst á þekkingu á því hvernig bregðast eigi við og möguleikum á að koma skilaboðum til almennings fremur en heilsufari þjóðarinnar. „Við erum jafnnæm sem einstaklingar fyrir þessum pest- um og aðrir,“ segir hann. Þróunarlöndin Þróunarlöndin eru sérlega illa í stakk búin til að takast á við ný og gömul heilbrigðisvandamál. Póli- tískur óstöðugleiki, bágborið efna- hagslíf, miklar erlendar skuldir, vanþróuð heilsugæsla og stríðs- rekstur hneppa þau í fjötra fátækt- ar. Ekki bætir ofvöxtur borganna úr skák sem margar hveijar verða gróðrarstía sjúkdóma. Árið 1950 höfðu einungis tvær borgir fleiri en 10 milljónir íbúa. Þær verða orðnar 24 um aldamótin, skv. spám, þ.á m. Bombay, Kalkútta, Delhí, Madras, Karatsíj, Dhaka og Bangkok. Sjúk- dómar sem áður voru bundnir við dreifbýli hafa í vaxandi mæli sótt til borganna eins og blóðögðusýki og beinbrunasótt auk sjúkdóma af völdum bandorms og þráðorms. Fátækt, atvinnuleysi, vannæring og eiturlyfjanotkun hefur einnig grafið undan heilsugæslu í þróaðri ríkjum eins og Bandaríkjunum. Bólusetningar hafa beðið skipbrot sbr. að mislingatilfellum fjölgaði um helming á árunum 1989-1990. Á hveiju ári deyja sjötíu þúsund manns í Bandaríkjunum af völdum sjúkdóma sem að miklu leyti mætti koma í veg fyrir með bólusetningu, þ.e. inflúensu, lifrarbólgu af völdum hepatitis B og lungnabólgu. „Al- mannaheilbrigðiskerfið í Bandaríkj- unum er að hrynja,“ segir Horton. Hvað er tii ráða? Við hinum þjóð- félagslegu umbyltingum er lítið að segja. Það sem Horton leggur áherslu á er að komið verði á fót viðvörunarkerfi á heimsvísu þannig að mjög gott eftirlit verði haft með þeim svæðum þar sem mest hætta er á að plágur komi upp eins og þar sem vistkerfin hafa orðið fyrir mikilli röskun. Einnig verði til reiðu viðbragðsskjótt lið sérfræðinga sem geti gripið til viðeigandi ráðstafana hvar sem er í heiminum þegar ógn steðjar að. Þörf er á stórauknum rannsóknum, ekki eingöngu læknis- fræðilegum heldur einnig félags- fræðilegum, þar sem leitað yrði leiða til að breyta félagslegri hegðun. Allt veltur þetta þó á því, að sögn Hortons, að nægilegt fjármagn fáist til þessara málaflokka, semsagt á því að stjórnmálamenn búi yfir bestu mögulegu upplýsingum og átti sig á hættunni. Hver hefur sinn djöful að draga En getur það verið að allar slíkar fyrirbyggjandi ráðstafanir séu gagnslausar andspænis eyðilegg- ingu sem ekkert fái stöðvað? Við okkur blasi ægileg þversögn: Því harðar sem við bregðumst við hætt- um úr heimi örveranna, því fjöl- breyttari verða sóttkveikjumar og veirumar sem á okkur ráðast. Við- leitni okkar til að stjórna náttúrunni hafi kallað fram ógnvalda mann- kyns sem æ erfiðara er að ná tökum á. „Það kann að vera að einungis alger uppstokkun þjóðfélagsþróun- arinnar geti hamlað gegn þessari þróun. En slíkt mun aldrei gerast,“ segir Horton að lokum. Haraldur Briem segir að erfítt sé að rýna í framtíðina á þessu sviði. Fyrir fimmtán árum hafi menn helst óttast farsóttir sem væru loftborn- ar, en síðan hafi það gerst sem engan óraði fyrir að fram kom veira, sem smitaðist einungis í gegnum líkamsvessa, en reyndist samt mik- ill ógnvaldur, þ.e.a.s. alnæmisveir- an. „Það er eins og örverurnar hafi viðbúnað sem henti hveijum tíma. Það er engu líkara en alnæmisveiran sé sérstaklega til þess fallin að koma fram núna miðað við þá þekkingu og þann viðbúnað sem við höfum. Það er eins og hver kynslóð verði að glíma við sitt vandamál." MONTANA TJ ALDVAGNIN N Erum fluttir úr Lágmúianuin. Sýning sunnudag Tjaldvagnar: Landsins mesta úrval tjaldvagna Allir vagnar koma með hörðu, læsanlegu íoki með toppgrind, þýskri fjöðrun og undirvagni Ten cate tjalddúk af bestu og þykkustu gerð (350 gr.). Vagnarnir eru níðsterkir, smekklegir og auðveldir í tjöldun. Umboðið rOMANCH. 10 sek. i tjoldun EVRO HF SUÐURLANDSBRAUT 20 SÍMI: 5887171 Bjóðum nú takmarkað magn af þessum frábæru Aztech 486/66DX-4MB, 14" SVGA, 420 MB diskur Með hverri tölvu fylgir glæsilegur margmidlunarpakki og í honum er: Double Speed CD-ROM drif 16 bita hljóðkort 2 hátalarar og 15 margmiðlunartitlar Verð: 124.900 kr.* eða 4220 kr. á mánufti** Þú getur valið um að fá annað tveggja í kaupbæti: 1. Skjásíu. 2. Uppsetningu á véiinni heima hjá þér. ATH. Aðeins kr. 13.900 koslar að auka vinnsluminnið í 8 MB. *Verð miðað við staðareiðslu. **Eurocartl raðgreiðsíur í 36 mónuði. Ath. Einnig Visa raðgreiðslur og staðgreiðslusamningur Glitnis. Sendum í póstkröfu um land allt Þekking - þróun - þjónusta = ÖRTÖLVUTÆKNI = Skeifunni 17, sími 568 7220 E.BACKMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.