Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 6
'"6 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ALDRAÐIR Rússar harma léleg lífskjör sín og halda á dagblöðum með myndum af einræðisherranum Jósef Stalín. Margt eldra fólk saknar liðinna tíma og telur efnahagsumbætur Gajdars og annarra ráðamanna hafa orðið til ills eins. Imyndarvandi hægri- mannsíns Gajdars Jegor Gajdar, fyrrverandi forsætisráð- herra Rússlands, er einn þekktasti og áhrifa- mesti umbótasinninn meðal rússneskra stjóm- málamanna, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Fyrir skömmu sendi Gajdar Davíð Qddssyni forsætisráðherra bréf og bað um aðstoð Sjálf- stæðisflokksins við að skipuleggja starf nýs, rússnesks stjórnmálaflokks. ER BORÍS N. Jeltsín, fyrsti þjóðkjömi leiðtogi Rússa í allri sögu þeirra, hóf að leggja drög að efna- hagslegum umbótum í landi sínu sumarið 1991, skömmu fyrir end- anlegt hrun Sovétríkja Gorbatsjovs, fékk hann 36 ára gamlan, lítt þekkt- an hagfræðing, Jegor Tímúrevítsj Gajdar, til að stjóma starfinu. Al- varlegt andlit Gajdars varð eins konar tákn umbóta Jeltsíns; er veg- ur Gajdars óx var það talið merki um að nú væri Jeltsín orðinn sann- ur lýðræðissinni og markaðshyggju- maður, þegar ráðherrann varð að víkja tók svartsýnin völdin meðal vestrænna hagspekinga. Það var Gajdar en ekki Jeitsín sem flutti ávarp til þjóðarinnar úr varasjónvarpsstöð; uppreisnarmenn voru búnir að hertaka aðalsendi- stöðina. Hann hvatti fólk til að láta ekki draga „blóðugt, brúnt tjald fasismans" fyrir landið Þetta gerð- ist haustdagana 1993 er þingmenn höfðu gert vopnaða uppreisn sína gegn Jeltsín forseta sem leyst hafði upp þingið með tilskipun. Hinn nýi flokkur Gajdars var stofnaður í fyrra og nefnist Fijáls, lýðræðislegur valkostur Rússlands. Flokkurinn er arftaki Valkosts Rússlands, sem stofnaður var að nokkru leyti að undirlagi Jeltsíns forseta í september 1993 og eins og forverinn boðberi lýðræðis og fijáls markaðsbúskapar. Breyttar áherslur forsetans undanfama mán- uði og stríðið í Tsjetsjníju hafa vald- ið því að í mars sl. lýsti flokkur Gajdars því yfir að hann myndi ekki styðja Jeltsín tii endurkjörs í embætti forseta 1996. Biðraðir kvaddar Menntamaðurinn Gajdar er þunn- hærður, lágur vexti og feitlaginn. Hann er sonur aðmíráls og sonar- sonur þekkts rithöfundar er ritaði frægar skáldsögur fyrir böm um stríðshetjur Sovétríkjanna, sögur sem öll sovésk böm þekktu. Gajdar hafði sáralitla reynslu af stjómmál- um er Jeltsín hóf hann á stall. Hann er sagður feiminn og hefur viður- kennt að sér finnist erfítt að koma fram opinberlega og ávarpa fundi. Jeltsín gerði Gajdar að efnahags- málaráðherra og stjómaði hinn síð- amefndi stefnumótun er leiddi til þess að verðlag var gefíð fijálst á mörgum sviðum í ársbyijun 1992. Niðurgreiðslur vom minnkaðar og gengi rúblunnar látið fljóta, stefnan var tekin á fijáls viðskipti og einka- rekstur. Vömframboð jókst þegar í stað og biðraðimar alræmdu stytt- ust en verðbólgan æddi af stað og aðgerðinar reyndust almenningi sársaukafullar. í júní sama ár varð Gajdar for- sætisráðherra, Jeltsin hafði sjálfur gegnt því embætti jafnframt for- setaembættinu. Stjóm Gajdars hratt af stokkunum einkavæðing- aráætlun sem skipulögð var með þeim hætti að hver Rússi fékk í hendur eins konar ávísun, 10.000 rúblur, á þjóðarauðinn. Ekki skorti hrakspámar en sagt hefur verið að eina atriðið í umbótastefnunni sem tekist hafí vonum framar sé einka- væðingin þótt mikið verk sé að sjálf- sögðu enn eftir. I desember lét forsetinn undan kröfum kommúnista, þjóðrembu- manna og þeirra sem vildu fara hægar í sakimar í umbótum. Eftir atkvæðagreiðslu á þingi lét hann Gajdar víkja úr stöðu forsætisráð- herra fyrir Viktor Tsjemómýrdín. Gajdar var utan stjómar um hríð en varð aðstoðarforsætisráðherra haustið 1993, um sama leyti og Jeltsín lét til skarar skríða gegn þinginu sem reynt hafði að tefja fyrir öllum umbótum. Umbótasinnar klofnir Frambjóðendur og flokkar um- bótasinna náðu ekki þeim árangri sem búist hafði verið við í þingkosn- ingunum í desember. Þeir gengu klofnir til kosninga, ungu og vel- menntuðu eldhugamir sem Jeltísn hafði stuðst við, gátu ekki samein- ast um einn flokk og þjóðrembuöfl og kommúnistar unnu óvænta sigra. Valkost- ur Rússlands, þar sem Gajdar var helsti frammámaðurinn, varð öflugastur umbóta- flokkanna á þingi. Áhrif Tsjemomýrdins og manna á borð við hann fóru stöðugt vax- andi en innbyrðis deilur héldu áfram að hijá umbótásinna. í janúar 1994 sagði Gajdar, sem verið hafði einn af aðstoðarforsæt- isráðherrum Tsjemo- mýrdíns, sig úr ríkis- stjóminni. Hann sagði ákvarðanir í mikilvægustu málum vera teknar án þess að hann væri spurður álits. „Eg get ekki verið í ríkisstjóm og samtímis andvígur henni,“ sagði hann. „Ég get ekki borið ábyrgð á umbótum ... án þess að hafa nauðsynleg völd til að framfylgja þeirri efnahagsstefnu sem ég tel rétta.“ Arnór Hannibalsson prófessor fylgist vel með þróun mála í Rúss- landi. „í flokki Gajdars eru margir ungir bísnissmenn og menntamenn en einnig eru þar launþegar sem vilja bæta kjörin. Þama er því á ferðinni flokkur þar sem takast á mjög ólík sjónarmið sem erfitt getur verið að samræma. Er ekki sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé einmitt slíkur flokkur? Það gæti verið ástæðan fyrir því að Gajdar leitar til hans.“ Rússneskir flokkar em yfirleitt stofnaðir utan um einn ákveðinn leiðtoga eða lítinn hóp, málefnastað- an sjálf er oft þokukennd. Þeir sem vilja koma á vestrænum stjómhátt- um í efnahagslífínu eru margir stuðningsmenn Gajdars, sumir styðja þó fremur flokka þeirra Gríg- orís Javlínskis og Borís Fjodorovs, sem einnig em ungir hagfræðingar. Jeltsín lét á sínum tíma hjá líða að lýsa yfir stuðningi við fyrirrenn- ara nýja flokksins, Valkost Rúss- lands, forsetinn kaus að reyna að heija sig upp yfir alla flokkadrætti til að geta gegnt landsföðurhlut- verkinu. Amór segir að um 700 manns hafi verið á stofnfundi flokks Gajdars i júní í fyrra. Valkostur Rússlands fékk um 17% fylgi 1993 og vona arftakamir að þeir nái til sín miklu af því fylgi, fái um tiu af hundraði í næstu kosningum sem eiga að verða í desember nk. „Flokkurinn er að leita leiða til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi við almenning, Gajdar er ekki sáttur við að þetta verði áhrifalítill flokkur mennta- og bísmssmanna." Andrej Kozyrev utanríkisráð- herra var í flokki Gajdars þar til fyrir skömmu en sagði sig úr honum vegna gagnrýninnar á Tsjetsjníju- stríðið. Auk Gajdars má nefna Ana- tolíj Tsjúbajs, sem var um langt skeið ráðherra einka- væðingar og er nú aðstoðarforsætisráð- herra með efnahags- mál á sinni könnu. Hann er talinn siðasti róttæki umbóta- sinninn sem enn situr í ríkisstjóm. Einka- væðingaráform hans og Gajdars bára þann árangur að meira en helmingur Rússa vinnur nú hjá einka- fyrirtækjum þótt treglega hafi gengið að setja nauðsynleg lög sem þurfa að vera fyrir hendi eigi raun- verulegt markaðshagkerfi að virka. Annar þekktur leiðtogi er Sergej Kovaljov, þingmaður og fyrrverandi andófsmaður á tímum kommúnista, sem barist hefur ákaft fyrir mann- réttindum. Hann varð landsfrægur fyrir að beijast gegn styijaldar- rekstri Jeltsíns og manna hans í Tsjetsjníju. Lítið skipulag Amór segir að skipulag rúss- neskra flokka að kommúnistum und- anskildum sé yfírlítt lítið. Þeir eigi ekki málgögn og áróðursmál séu í molum. Umbótasinnar rífíst innbyrð- is um flesta hluti og þetta sjónar- spil verði tli þess að kjósendur missi alla trú á þeim. „Sjálfur á Gajdar við vanda að stríða, eins konar ímyndarvanda. Hann gaf verðlag fijálst í ársbyijun 1992 og þótt ótrúlegt megi telja virð- ist hann hafa haldið að þá myndi allt lagast af sjálfu sér. Hann gerði því engar ráðstafanir til að hindra óðaverðbólgu sem auðvitað fór af stað. Verra er að hann hefur ekki stundað sjálfsgagnrýni, ef nota má gamalkunnugt orðalag, hann viður- kennir ekki mistökin. Þess vegna eru margir Rússar vantrúaðir, segjast ekki kjósa svona mann.“ Þrátt fyrir þetta telur Amór að Gajdar geti vel átt sér framtíð í rúss- neskum stjómmálum. Skilyrðið sé að umbætumar verði festar í sessi með nauðsynlegri lagasetningu og stöðugleika, alþýðufólk hætti að kenna umbótastefnunni um allt sem miður fari og flokknum takist að ná fótfestu meðal almennings. Að sögn Amórs er flokkur Gajd- ars með markaðsbúskap, lýðræði og þingræði á stefnuskrá sinni. Á hinn bóginn sé ekki búið að útfæra stefn- una nánar, koma saman markvissri stefnu í skattamálum, t.d. sé óljóst hvort hann vilji leggja áherslu á neysluskatta. Einnig sé deilt um það hvemig skattleggja beri ágóða fyrir- tækja, ljóst að menn úr atvinnulífinu vilji að þeir séu sem lægstir. Þeir vilji' að reynt sé að treysta efnahags- umbætumar í sessi, koma á stöð- ugleika en hafi sumir minni áhyggj- ur af lífskjöram almúgans. Jegor Gajdar ERLEIMT Vinstri- sveifla í Svíþjóð KaupmannahÖfn. Morgunblaðið. SÆNSKI vinstriflokkurinn sópar til sín fylgi, ef marka má skoðanakann- anir í Svíþjóð. Flokkurinn mælist nú jafnstór og borgaralegu flokkamir tveir, Þjóðarflokkurinn og Miðflokk- urinn, til samans og er þar með orð- inn þriðji stærsti flokkur landsins, næst á eftir Jafnaðarmannaflokknum og Hægriflokknum. Fylgi flokksins virðist fyrst og fremst koma frá Jafnaðarmanna- flokknum. Vinstriflokkurinn hefur unnið jafnt og þétt á í skoðanakönnunum eftir kosningar. Samkvæmt skoðanakönn- un Dagens Nyheter í vikunni nutu jafnaðarmenn fylgis 31,5% kjósenda, sem er minnsta fylgi síðan vorið 1991. Hægriflokkurinn er með 25% fylgi, Vinstriflokkurinn 15,5%, Miðflokkur- inn 8%, Þjóðarflokkurinn 7,5% og Umhverfísflokkurinn 7%. í þingkosn- ingunum hlaut Vinstriflokkurinn 6,2%, jafnaðarmenn 45,3%, hægri- menn 22,4% og Umhverfisflokkurinn 5%. Fylgishran jafnaðarmanna hefur komið Vinstriflokkunum og Umhverf- isflokknum ti! góða, auk þess sem Hægriflokkur Carls Bildts hefur bætt við sig. Sakar flokkinn um lýðskrum Gudran Schyman tók við flokksfor- ystunni í ársbyijun 1993 og þykir hafa skilað flokknum góðum árangri. Ingvar Carlsson studdi minnihluta- stjórn sína við Vinstriflokkinn framan af, en kallar nú málflutning Schyman lýðskram og segir hana tala líkt og sænska kreppan væri ekki til. Hefur hann í staðinn leitað til Miðflokksins um stuðning. Schyman talar gegn niðurskurði er bitnar á þeim, sem minna mega sín. Vinstriflokkurinn var áður kommúnistaflokkur, en söðlaði um árið 1990 og segir Schyman að kjós- endum hafi nú skilist að flokkurinn sé annar en áður og því þurfi ekki að hræðast hann eins og kommúnista- flokkinn. ♦ ♦ ♦------ Evrópuþingið A Ottast út- breiðslu Ebola Strassborg, London. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ hvatti til þess í fyrradag að gerðar yrðu sérstakar varúðarráðstafanir á flugvöllum og höfnum innan Evrópusambandsins til að afstýra því að bráðdrepandi veira, Ebola, bærist þangað frá Afríku. Þingið samþykkti ályktun þar sem Evrópusambandið er ennfremur hvatt til þess að grípa til aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirannar í Zaire. Þingið vill að allir ferðamenn, sem fara til Zaire, verði varaðir við hætt- unni. Granur lék á að þrír Zaire-menn í Bretlandi, sem fengu hitasótt, hefðu sýkst af veirunni. Að sögn lækna benti þó ekkert til þess að svo væri en bresk heilbrigðisyfírvöld hvöttu alla, sem ferðast frá Zaire, að ieita til læknis um leið og þeir fengju ein- kenni Ebola-sýkinnar. Að sögn Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) hafa 79 manns látist af völdum veirunnar og 114 tilfelli verið skráð í suðvest- urhluta Zaire. Engin þekkt lyf eða lækning er við veirunni, sem veldur alvarlegum innvortis blæðingum. Fundist hefur nýtt afbrigði af veir- unni og vísindamenn í London sögð- ust binda vonir við að rannsóknir á því leiddu í ljós hvaðan veiran kæmi Ymsar kenningar hafa komið fram um hýsil veirannar, en flestir hallast að því að það sé nagdýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.