Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 31 GUÐMUNDUR HARALDSSON + Guðmundur Haraldsson fæddist í Merkisteini á Eyr- arbakka 4. maí 1918. Hann lést í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Utför Guðmundar fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 10. maí sl. EINN af þeim mönnum sem settu svip á bæinn er ekki lengur á með- al okkar. Guðmundur Haraldsson, frændi minn frá Háeyri, Eyrarbakka and- aðist á Borgarspítalanum 1. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey. Guðmundur ólst upp á Eyrar- bakka ásamt systkinum sínum, af þeim systkinum eru tvö á lífi, syst- urnar, Unnur og Sylvía. Guðmundur var af góðu bergi brotinn. Foretdrar hans voru Har- + Eggert Gíslason Þorsteins- son fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Hann lést á Landspít- alanum 9. maí síðastliðinn. Út- för Eggerts var gerð frá Frí- kirkjunni 16. maí sl. MIG langar með nokkrum orðum að minnast Eggerts G. Þorsteins- sonar eða Edda langafa eins og hann var kallaður heima hjá mér. Fyrstu raunverulegu kynni mín af Eggerti voru fyrir tæpum sjö árum þegar ég kom með fyrsta lan- gafastrákinn hans og man ég hvað hann var stoltur og hreykinn að vera orðinn langafi. Eggert var mjög barngóður og átti auðvelt að umgangast börn og aldur Guðmundsson, en Haraldur var sonur Guðmundar ísleifssonar útvegsbónda frá Háeyri, Eyrar- bakka. Móðir Guðmundar var Þur- íður Magnúsdóttir frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Mig langar að minnast Guð- mundar með nokkrum þakklætis- orðum fyrir áralanga vináttu við mig og fjölskyldu mína. Eg man fyrst eftir Guðmundi þegar hann kom stundum í heim- sókn til fósturforeldra minna, Þor- kels og Jóhönnu austur á Eyrar- bakka. Hann var þá að heimsækja æskuslóðirnar og hélt hann þeim sið að heimsækja Bakkann á hveiju sumri á meðan heilsan leyfði. Hann átti alla tíð góða kunningja og vini á Bakkanum og ég held að ekki sé á neinn hallað þótt nefnd séu hjón- in, Siguijón Bjarnason sem er ný- lega látinn og Guðbjörg Eiríksdóttir voru strákarnir mínir alltaf tilbúnir að skríða upp í fangið á honum, svo að knússins frá langafa á eftir að verða sárt saknað. Með þessum fátæklegum orðum kveðjum við Edda langafa sem var okkur ómæld stoð í gegnum árin. Elsku Eggert við þökkum þér fyrir allt. Eg man þig enn og mun þér aldrei gleyma, minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jðrðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Bijóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur, þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson) Bára, Jón Ágúst og Anton Elí Eggertssynir. MIIMNINGAR sem reyndust honum alla tíð sannir vinir. Næstu kynni mín af Guðmundi voru hjá afa og ömmu á heimili þeirra að Rauðarárstíg 40, en til Reykjavíkur höfðu þau fluttst frá Eyrarbakka. Ég man eftir honum í eldhúsinu á Rauðarárstígnum þeg- ar hann var að taka til nestið sitt í hádeginu, því þá vann hann sem byggingaverkamaður í Reykjavík. Eftir að ég gifti mig og eignaðist fjölskyldu heimsótti Guðmundur okkur alltaf af og til og ég er ansi hrædd um að jólin verði tómlegri eftir að Mummi frændi er farinn yfir móðuna miklu. Sigríður móðir mín og systir Guðmundar átti við margra ára vanheilsu að stríða. Eitt sinn sem oftar lá hún lasin í rúminu, þegar ég kom til hennar. Guðmundur hafði rekist inn og var hann þá búinn að taka allt í gegn á heimil- inu, þvo yfir gólfið í eldhúsinu og bóna í kringum teppið í stofunni. En áður en hann kvaddi okkur og fór lagði hann peningaseðil á nátt- borðið hjá systur sinni. Guðmundur átti gott með að að- laga sig vinum og kunningjum, ef til vill vegna þess að hann var einn af þeim sem var ekkert að bera sig saman við aðra menn. Mér fannst Guðmundur stundum eins og ey- land, en þaðan leit hann sanngjörn- um augum yfir fjöldann, sáttur við sjálfan sig og samfélagið. Guðmundur hafði gaman af því að ferðast eins og Ferðapistlar hans bera vott um. Þar kemur fram að hann hafði yndi af því að vera úti í náttúrunni, hvort heldur sem var að rölta í fjörunni á Eyrarbakka eða ganga á fjöll. Fyrr á árum átti hann það til á sumrin að taka rútuna á Þingvöll, njóta fegurðar staðarins og tína nokkur bláber sem urðu á leið hans til að gefa ættingjum eða vinum. Guðmundur var metnaðar- gjarn og vildi láta að sér kveða. Hann hafði gaman af því að skrifa og setja saman ljóð. Áf ritverkum hans má nefna, Sögur og ljóð frá 1971, Nútíma mannlíf og kvæðin frá 1974 og Ferðapistla frá 1975. Guðmundur giftist ekki og bjó EGGERT G. ÞOR- STEINSSON TAGE AMMENDRUP + Tage Ammendrup fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 18. maí. HJARTA mitt fylltist sorg er ég frétti af alvarlegum veikindum og síðar andláti Tage Ammendrup vin- ar míns. Hugurinn hvarflaði til baka til fyrstu ára minna hjá Sjónvarpinu og náins samstarfs okkar Tage þar. Kynni okkar Tage hófust fyrir u.þ.b. tíu árum þegar ég átti því láni að fagna að vinna við hlið hans að dagskrárgerð fyrir Sjónvarpið. Við urðum perluvinir frá fyrstu tíð og sú vinátta hélst ætíð þrátt fyrir að starfsleiðir okkar skildu. Um það leyti sem samvinna okk- ar hófst áttu sér stað miklar breyt- ingar hjá stofnuninni sem leiddu til þess að við Tage ferðuðumst ásamt öðru starfsfólki Sjónvarpsins vítt og breitt um ísland og til annarra landa í efnisleit og vegna þáttagerð- ar. Það var athyglisvert að fylgjast með því hvað okkur var vel tekið á hveijum stað og Tage var ávallt fagnað sem innilegum vini af heimamönnum enda var hann vel kunnur hvar sem var. Þegar hann birtist var sem heimamenn ljómuðu og vildu allt fyrir sjónvarpshópinn gera og aðstoða við að greiða götu hans. Tage átti alltaf sérlega auð- velt með að vinna með fólki og var gæddur þeim hæfileika að halda uppi góðum starfsanda hvar sem var og við hinar erfiðustu aðstæð- ur. Kímnigáfan, léttleikinn og góða skapið voru aldrei langt undan og eins jákvæða viðhorfið til lífsins. Ég tel það vera forréttindi á lífs- leiðinni að hafa fengið að starfa náið með eins yndislegum manni og Tage Ammandrup. Slíkur maður gleymist ekki þeim sem nutu þeirr- ar gæfu að kynnast honum. Ég kveð Tage vin minn með söknuð í hjarta. Sendi Marsý og öðrum fjöl- skyldumeðlimum innilegar samúð- arkveðjur. Sigrún Halldórsdóttir, Danmörku. Mörg ár eru liðin síðan ég kynnt- ist Tage og fjölskyldu hans. Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Tage og fjölskyldu hans. Axel, sonur þeirra hjóna, hefur barist við erfiðan sjúkdóm um langa hríð. Fráfall náinna ættingja. Mér er í fersku minni hversu lát for- eldra Tages á sínum tíma varð hon- um þung raun. En hamingja í lífi hans var ekki alltaf fjarri. Hann eignaðist frábæra eiginkonu og mannvænleg börn. Þessi samhenta fjölskylda átti margar ánægjustundir í sumarbú- stað sínum í skógi vöxnu landi. Hin eðlislæga létta lund var honum mikill styrkur. En hver sleppur við andstreymi og erfiðleika í lífshlaupi sínu? Um margþætta hæfileika og dirfsku Tage þarf vart að fjölyrða. Útgáfa tímarits er fjallaði um tónlist, hljómplötuútgáfa, kabarett- sýningar o.fl. bar vitni um hug- myndaauðgi og stórhug hans. Við stofnun Sjónvarpsins var augljóst að maður gæddur hæfileik- um Tage, var maður er stofnunin þarfnaðist. Eftir nám hjá BBC og víðar varð Tage starfsmaður Sjón- varpsins til æviloka. Tage hafði mikið yndi af starfi sínu og áhugi hans og atorka hefur tekið sinn toll. Ég kveð þig, góði drengur. Vænt- anlega eigum við eftir að taka skák saman á öðrum vettvangi. Kæra Marsý. Auðmjúkar og hlýj- ar samúðarkveðjur sendi ég þér og börnum ykkar. Éinnig ber ég kveðj- ur systra minna. Oddur H. Þorleifsson. Þegar við minnumst Tage kemur það fljótt upp í hugann hversu barn- góður, skemmtilegur og nærgætinn hann var. Við teljum það forréttindi okkar krakkanna í götunni að hafa átti hjónin Marsý og Tage sem nágranna. Otal sinnum læddumst við án vitundar foreldra okkar upp tröpp- urnar á Tunguvegi 7 og hringdum bjöllunni. Við vissum að vel yrði tekið á móti okkur, því velvild og hlýleiki einkenndi heimilisfólkið. Alltaf var einhveiju gaukað að okkur. Það var sama hvenær og af hveiju við birtumst, alltaf var þetta ljúfa bros, jafnvel þegar við vorum að pranga inn á þau alls kyns dóti. Én gleði foreldra okkar var ekki að sama skapi yfir þessu háttalagi okkar. Einu sinni sem oftar vorum við send af foreldrum okkar til að skila „vafasömum pen- ingagreiðslum" frá þeim sem við höfðum fengið fyrir sölu á græn- meti sem við ræktuðum í skólagörð- unum. En Tage og Marsý bættu bara um betur, því auk fyrri greiðslna gáfu þau okkur alls kyns góðgæti. Við eigum margar góðar minn- ingar um Tage, alltaf var hann brosandi og hress. Tíminn líður hratt, þau fluttu úr hverfinu og sum okkar líka, en allt- af var jafn gaman að hitta þau og alltaf var þessi einstaka góðvild í okkar garð. Og nú kveðjum við Tage, minn- ingin um hann varir og er hann á háum stalli hjá okkur. Halla Karen, Hugrún Linda, Vilmundur Geir og Svavar. alltaf einn, síðustu árin að Norður- brún 1 í Reykjavík. Hann barðist við ólæknandi sjúkdóm af mikilli seiglu og æðruleysi og vildi ekki með neinu móti leggjast inn á spít- ala og óskaði eftir því að fá að dvelja í litlu íbúðinni sinni eins lengi og unnt væri. Guðmundi var þetta mögulegt vegna þolinmæði og kær- leika alls starfsfólksins í JNorður- brúninni. Einnig reyndu íbúar húss- ins að gera honum síðustu mánuð- ina eins þolanlega og hægt var. Hafí allt þetta góða fólk kærar þakkir fyrir. Hann mintist aldrei á veikindi sín og kvartaði ekki. Þegar hann var spurður um hvernig hon- um liði kom alltaf sama svarið, „það er ekkert að mér“. Þetta sýndi vel sálarstyrk Guðmundar og lífs- kraft, enda var hann trúaður mað- ur. Blessuð sé minning hans. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Elísabet Lárusdóttir. Guðmundur Haraldsson lést þann fyrsta maí sl. eftir erfíð veikindi. Ævin líður og spurningar vakna um hinstu rök tilverunnar. Getum við ef til vill dæmt hlutlægt um það sem við skynjum í þessum heimi? Fræg er þá líking Platóns um menn- ina sem fanga, villuráfandi í dimm- um helli, því þeir sjá aðeins skugga þess sem er. Guðmundur frændi minn hafði kímnigáfu og virtist laus undan því oki flestra, að taka sjálfan sig of hátíðlega. Þetta kunni ég að meta í fari hans og einnig hversu kátur hann gat verið ef maður hitti hann í miðbænum. Þá átti hann til að heilsa með setningu eins og: „Nei er það hún sjálf, blessunin." Deyr fé, deyja frændr, segir í Hávamálum en áfram lifir dómur- inn um hvern og einn. Án náunga- kærleika ráfum við um í myrkri. Hið góða lýsir upp dagana eins og Iífgjafi þessa heims. Flöktandi skuggar á vegg Eitt og eitt strá á jörðu. Sólskin sannleikans Og dauðinn bak við öll heimsins þil. Friður, þér fylgja megi á þessum degi Tvær sólir á himni Sól hógværðarinnar og sól kærleikans. Ó, hvað merkir það að lifa vel? Góður orðstír? Gull sem glóir í hjarta einstæðings - Flöktandi skuggar á vegg Eitt og eitt strá á jörðu. Margrét Lóa Jónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vei frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Hjartkær móðir okkar, KRISTÍN G. MAGIMÚSDÓTTIR, Efri-Engidal, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 19. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. + Maðurinn minn, JÓHANNES JÓNSSON bóndi á Geitabergi, andaðist i Sjúkrahúsi Akraness 19. maí. Erna Jónsdóttir. + Móðir okkar, SIGURBORG ODDSDÓTTIR, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði lést í Landspítalanum fimmtudaginn 18. maí. Haraldur Ólafsson, Oddur Ólafsson, Ómar Ólafsson, Aðalsteinn Ólafsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR A. ÁSGEIRSDÓTTIR, Álftamýri 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 13.30. Siggeir Ingvason, Ingveldur Ingvadóttir, Guðmundur Ingvason, Ásgeir Ingvason, Halldór Ingvason, Rakel Ingvadóttir, Ragnheiður Ingvadóttir, Ingvi Guðmundsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Ólafur Eggertsson, Unnur Sveinsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Bjarndís Jónsdóttir, Heiðar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.