Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hönnun málmpenings
og seðils að ljúka
STEFNT er að því að hundrað
króna málmpeningur og tvöþús-
und króna seðiil verði settir í
umferð um mánaðamót októbers
og nóvembers að sögn Stefáns
Þórarinssonar forstöðumanns
rekstrardeildar Seðlabanka ís-
lands.
Þröstur Magnússon, grafískur
hönnuður, teiknaði nýju myntina,
sem og aðra mynt sem gefin hef-
ur verið út frá gjaldmiðilsskiptum
í ársbyijun 1981. Hundrað króna
myntin verður úr gulieitri málm-
blöndu eins og fimmtíu krónu
myntin sem í gildi er.
Tiliaga hönnuða að nýjum tvö-
þúsund króna seðli liggur einnig
fyrir. Hönnun hans var í höndum
Kristínar Þorkelsdóttur og Steph-
ans Fairbairn, sem einnig hafa
hannað alla seðla sem nú eru í
umferð. Nýi seðillinn er tileinkað-
ur íslenskri myndlist, aðallitir
hans verða brúnn og blár og hann
verður sömu stærðar og þúsund
króna seðillinn.
Búið er að panta sex milljón
stykki af hundrað króna mynt-
inni og er kostnaður á hverja
mynt um þrjár krónur og sextíu
aurar, að kostnaði við hönnun
og gerð sláttumóta undanskild-
um. Peningarnir kosta því alls
21,6 milljónir. Gert er ráð fyrir
tveimur milljónum eintaka af tvö-
þúsund króna seðlinum til að
byrja með. Hver seðill kostar um
sjö krónur og áttatíu aura, að
hönnunarkostnaði undanskild-
um. Það verðaalls 15,6 milljónir
króna.
Á FRAMHLIÐ myntarinnar
verður mynd af landvættun-
um og á bakhlið mynd af
rauðmaga. Hún verður 25,5
millimetrar í þvermál, eða 2
mm minni en gildandi tíu
króna mynt. Verður nýja
myntin 8,5 grömm að þyngd,
2,25 mm að þykkt og röndin
riffluð og slétt á víxl.
Samræmdu prófin í 10. bekk grunnskóla
1-10 í einkunn
EINKUNNIR í samræmdum
prófum eru gefnar í heilum tölum
frá 1 upp í 10 eftir stigafjölda
sem nemendur fá fyrir prófverk-
efni.
Þess misskilnings hefur orðið
vart meðal nemenda í 10. bekk
í einhveijum grunnskólum að
ætlunin sé að fella 30% nemenda
á samræmdum prófum.
Að sögn Einars Guðmundsson-
ar, deildarstjóra prófa- og mats-
deildar hjá Rannsóknastofnun
uppeldis- og menntamála, er eng-
inn fótur fyrir þessari staðhæf-
ingu.
„Einkunn fer einfaldlega eftir
stigum nemenda, sem þeir fá fyr-
ir verkefni, og er b'vytj, yfir í
heilar tölur frá 1 til 10. Nemend-
ur eru látnir njóta þess ef þannig
stendur á stigum og ei-u þá hækk-
aðir upp en lækkaðir niður að
næstu heilu tölu ef þeir komast
ekki upp fyrir miðju 'bils,“ sagði
Einar.
Þannig fær nemandi einkunn-
ina 7 ef hann fær stig á bilinu
65 til 70 en einkunnina 6 ef stig-
in eru á bilinu 60 til 64.
Einar segir ekkert ákveðið fyr-
irfram um dreifíngu einkunna.
Notkun bókstafa hafi verið lögð
af árið 1985 þegar hætt var að
fella einkunnir að normalkúrfu.
Þá var núverandi fyrirkomulag
tekið upp.
nas ( Á? Z
Á FRAMHLIÐ nýja seðiisins verður andlitsmynd af Jóhannesi S framhliðarinnar er unninn út frá málverki Kjarvals, Úti og inni, svanurinn, sem nú heitir Flugþr veir frá á, e Morgunblaðið/Sverrir issyni Kjarval sem unnin er eftir ljósmynd Jóns Kaldal. Grunnur 1943. Á bakhlið seðilsins verður aðalmyndefni málverkið Leda og *n það málaði Kjarval árið 1954.
Samkomulag stj órnarflokkanna um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða
Aflahámark eða fleiri
banndagar krókabáta
FRUMVARP til breytinga á lögum
um stjórn fískveiða verður væntan-
lega lagt fyrir Alþingi í dag. Stjórn-
arflokkarnir náðu samkomulagi um
málið í gær. Þorskveiðar krókabáta
verða áfram takmarkaðar við
21.500 lestir. Allir krókabátar
munu þurfa að sæta banndögum
sem eru jafnmargir og banndagar
á yfírstandandi ári, að sögn Þor-
steins Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra.
Áætlað er að þorskafli krókabáta
á þessu fiskveiðiári geti orðið allt
að 40 þúsund lestir, samkvæmt
upplýsingum Ara Edwald, aðstoð-
armanns sjávarútvegsráðherra.
Vegna umframveiði krókabáta er
talin þörf á meiri takmörkun á veiði.
Þar munu eigendum krókabáta
EFNAHAGS- og framfara-
stofnunin í París, OECD, birtir f
dag ársskýrslu sína um íslensk
efnahagsmál. í niðurstöðum
skýrslunnar segir að efnahags-
horfurnar í ár séu nokkuð bjartar
í ljósi reynslu síðustu ára en
ástæða sé til árvekni.
Forsendur þessarar fullyrðingar
eru þær að stjórnvöld hafí ákveðið
að skerða þorskveiðikvóta um ein-
ungis 10.000 tonn, eða um 6%, á
yfirstandandi fiskveiðiári en vegna
strangari reglna um veiðiheimildir
smábáta megi þó búast við að
raunverulegur þorskafli dragist
töluvert meira saman, mögulega
um 20%. Engu að síður megi áfram
reikna með aukinni framleiðslu
sjávarafurða, m.a. vegna aukinnar
sóknar í aðrar tegundir en þorsk
bjóðast tveir kostir, viðbótar-
banndagar eða svonefnt þak á
þorskveiði. Þakið er aflahámark
sem verður miðað við aflareynslu
tveggja bestu af síðustu þremur
fiskveiðiárum. Til grundvallar afla-
hámarkinu á að leggja nálægt 70%
af fyrstu 50 tonnum aflareynslu og
nálægt helmingi af aflareynslu
umfram það.
Banndögum mun fjölga
Fjölgun banndaga mun ráðast
af tvennu, að sögn sjávarútvegsráð-
herra. í fyrsta lagi því hve margir
munu tryggja stöðu sína með því
að gangast undir þak á þorskveiði
og svo því hver endanleg veiði verð-
ur á þessu ári. Umframsókn mun
kalla á fjölgun banndaga eftir sömu
auk innflutnings á fiski úr erlend-
um fískiskipum.
Landsframleiðsla gæti
aukist um 2,5%
Búast megi við aukinni einka-
neyslu auk þess sem bæði fjárfest-
ing í atvinnulífi og í íbúðarhús-
næði muni væntanlega aukast.
Fyrir vikið gæti landsframleiðslan
vaxið um allt að 2,5% á þessu ári.
Þessi aukning þjóðarútgjalda ætti
reiknireglu og er í gildandi lögum.
Fyrstu veiðitímabilin á þessu fisk-
veiðiári varð veruleg aukning á
þorskveiði og því kemur til mikil
fjölgun banndaga. „Þeir sem vilja
komast hjá þessari fyrirsjáanlegu
miklu fjölgun banndaganna geta
valið að tryggja stöðu sína með því
að velja hámark í þorski á grund-
velli þaks,“ sagði Þorsteinn.
Róðrardagar í stað banndaga
Sóknardagár eru 229 í ár og
banndagar 136. Til að ná héildar-
afla niður í 21.500 lestir bentu
áætlanir til að þetta gæti nærri
snúist við á næsta fískveiðiári,
sóknardagar orðið 136 og bann-
dagar 229.
I bráðabirgðaákvæði er gert ráð
að nægja til að koma í veg fyrir
að atvinnuleysi aukist.
í skýrslunni segir að fullyrða
megi að efnahagsbatinn sé kominn
vel á veg. Landsframleiðslan hafí
aukist um 3% sem sé mesta aukn-
ing í sjö ár og ámóta vöxtur og í
öðrum OECD-löndum. Efnahags-
batinn skýrist bæði af aukinni sókn
í aðrar fisktegundir en þorsk og
mestu aukningu annars útflutn-
ings frá árinu 1989. Hagstæð þró-
fyrir því að ráðherra flýti sem kost-
ur er athugunum á því hvort fjár-
hagslega og tæknilega er unnt að
koma á fót eftirliti sem geri kleift
að breyta banndögum í svonefnda
róðrardaga. Banndagar eru nú hin-
ir sömu fyrir alla en í róðrardaga-
kerfi munu menn fá ákveðinn fjölda
sóknardaga á ári og hafa svigrúm
til að ákveða hver um sig með stutt-
um fyrirvara hvenær þeir ætla að
róa.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra á ekki von á að þetta tak-
ist fyrir næsta fiskveiðiár, en vinn-
unni verður hraðað sem kostur er.
Ráðherrann sagði að eftirlitskerfí
sem þetta gæti tengst ýmsum kost-
um í gervihnattatækni og annarri
tækni.
un á erlendum mörkuðum og batn-
andi samkeppnisstaða vegna
lægsta raungengis krónunnar í
áratugi hafi leitt til stóraukins út-
flutnings á iðnaðarvörum.
Stjórnvöld sýni
sérstaka árvekni
í niðurstöðukafla skýrslunnar
segir að mikilvægt sé að stjórnvöld
sýni sérstaka árvekni í ljósi aukins
hagvaxtar sem nú virðist framund-
an. Leggja þurfi aukna áherslu á
að draga úr skuldasöfnun hins
opinbera. „Einsýnt er að taka þarf
ríkisfjármálin fastari tökum en
gert hefur verið undanfarin ár.
Aðgerðir til að draga úr hallanum
þegar á þessu ári ættu að vera
ofarlega á dagskrá nýrrar ríkis-
stjómar," segir í skýrslunni.
Engin
tengsl milli
skjálfta-
svæða
RAGNAR Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur segir að ekki hafi verið
hægt að sýna fram fræðileg tengsl
milli jarðskjálftasvæða.
Jarðskjálftar á Sjakalín-eyju
við Kyrrahafsströnd Rússlands
hafa vakið spurningar um hvort
tengsl séu milli jarðskjálftasvæða
víða um heim.
Minni líkur með
meiri fjarlægð
Ragnar bendir á að mikið hafi
verið um að vera á þessum slóðum
að undanförnu en eftir því sem
fjarlægðin sé meiri séu minni lík-
ur á að búast megi við einhveijum
áhrifum af völdum skjálfta.
Þá hafi fræðimenn ekkert í
höndunum sem sýni að samband
sé milli svæðanna. Oft hafi verið
stungið upp á að tengsl væru
milli plötuhreyfínga en ekki hafi
verið hægt að sýna fram á að svo
sé.
-----» ♦ ♦---
Sjöá
slysadeild
SJÖ voru fluttir á slysadeild Borg-
arspítalans eftir árekstur þriggja
bíla á gatnamótum Miklubrautar
og Háaleitisbrautar rétt eftir
klukkan 15 í gær.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu þurfti að flytja ökumann og
þijú börn úr einni bifreiðinni, öku-
mann og farþega úr annarri og
ökumann úr þeirri þriðju með
sjúkrabifreið á slysadeild til að-
hlynningar. Meiðsl voru ekki talin
alvarleg.
-----»-■♦ ♦ -
Lést af
slysförum
LITLI drengur-
inn, sem drukkn-
aði á Spáni
fimmtudaginn
25. maí, hét Ric-
hard Aron Egils-
son.
Richard Áron
fæddist þann 8.
nóvember 1990.
Hann var til heimilis a Tjarnarerötu
27a í Keflavík. s
Arsskýrsla Efnahags- og framfarastofnunannnar um efnahagshorfur á Islandi
Horfur bjartar
en árvekni þörf