Morgunblaðið - 30.05.1995, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bakarasveinar í verkfalli í sex tíma
Samningar náð-
ust í gærmorgnn
Einkunnir í
HI á verald-
arvefnum
Meistar-
inní
vanda
Keppnistímabil torfæruöku-
manna hófst á Akureyri á laug-
ardaginn. Það blés ekki byrlega
fyrir Islandsmeistaranum Ein-
ari Gunnlaugssyni, sem velti í
hörkukeppni um fyrsta sætið.
Eldur varð laus í jeppanum,
þegar hann var kominn á fjögur
íijól. Það náðist að slökkva í
honum áður en verulegur skaði
varð.
Hefur unnið þrjú síðustu ár
Þótt jeppinn hefði skemmst
talsvert að framan í veltunni
náði Einar að halda áfram og
varð fjórði. Þrjú síðustu ár hef-
ur hann ætíð unnið fyrstu
keppni ársins.
Sigurvegari í flokki sérútbú-
inna jeppa varð Haraldur Pét-
ursson frá Ölfusi, en Gunnar
Guðmundsson vann flokk götu-
jeppa.
■ Barátta fram á /B9
BAKARASVEINAR sömdu við
meistara klukkan sex í gærmorg-
un, sex klukkustundum eftir að
verkfall þeirra hófst. Samningarn-
ir verða bornir undir atkvæði í
Bakarasveinafélaginu í dag auk
þess sem atkvæðaseðlar verða
sendir út á land.
Gunnar Guðmundsson formað-
ur Bakarasveinafélagsins kveðst
telja samningana fela í sér kjara-
bætur og að hluti af kröfum þeirra
hafi náðst fram, en bakarasveinar
vildu m.a. fá tvo launataxta,
greidda næturvinnu eftir átta
stunda vinnudag og lengra orlof
en verið hefur. Stefán Sandholt
formaður Landssambands bakara-
meistara segir að samningar sveiji
sig í ætt við almennt samkomulag
VSÍ og ASÍ, ásamt því að launa-
töxtum fjölgi og þeir verði færðir
nær greiddu kaupi í stað þess að
hafa tvo taxta við lýði. Bakara-
sveinar fái ekki næturvinnu
greidda eftir átta stunda vinnu en
einn orlafsdagur bætist við eftir
tólf ár í iðn. Hann vildi ekki meta
hversu mikla hækkun í prósentum
samkomulagið fæli í sér.
Báðir aðilar sáttir
„Ég held að báðir aðilar séu
sáttir við þessa niðurstöðu miðað
við hvernig málin stóðu, þótt ég
viti ekki hvort maður sé nokkurn
tímann ánægður enda um eilífa
baráttu að ræða,“ segir Gunnar.
í Bakarasveinafélaginu er 101 fé-
lagsmaður.
Um klukkan hálffjögur í gær-
morg-un ríkti svartsýni um að sam-
komulag næðist í deilu bakara-
sveina og viðsemjenda þeirra, en
rúmri klukkustund síðar lágu fyrir
drög að samningi sem síðan var
undirritaður um klukkan sex eins
og áður sagði. Stefán segir að
samningsaðilum hafi ekki fundist
sá ágreingingur sem var á milli
þeirra um fjöguleytið nægjanlega
mikill til að ástæða væri til að
viðræður strönduðu.
„Báðir slógu af sínu og tókust
í hendur,“ segir Stefán og kveðst
vonast eftir stuðningi bakara-
meistara við samkomulagið og að
deilum á þessum vettvangi sé nú
lokið að sinni.
HÁSKÓLI ÍSLANDS hefur tekið
upp þá nýbreytni að birta einkunn-
ir stúdenta við skólann á veraldar-
vefnum (Internetinu) en sú tilraun
hófst að loknum prófum í desem-
ber sl. Að sögn Árna Finnssonar
prófstjóra hafa þeir einir aðgang
að einkunnum sínum sem hafa
orðið sér úti um notendanafn og
aðgangsorð hjá Reiknistofnun HI
en þeir eru um 3.500 af 5.300 stúd-
entum.
Árni sagði að þetta mál hefði
verið í undirbúningi í nokkurn tíma
en þurft hefði að tryggja að hver
einstaklingur hefði einungis að-
gang að sínum einkunnum. Þetta
hafi tekist og nú sé hægt að fletta
upp einkunnum úr prófum á vor-
misseri.
Upplysingar um próftöflur,
námskeið og einkunnir má finna á
heimasíðu Háskóla íslands á ýms-
um undirsíðum en slóð HÍ er
www.rhi.hi.is/HIHome.html.
Einkunnir er að finna í kafla um
kennslusvið skólans á upplýsinga-
síðu um stjórnsýslu Háskólans.
Morgunblaöið/Gunnlaugur
Taxi - ný leigu-
bílastöð opnar
Fyrsta nýja leigubílastöðin sem stofn
uð er í Reykjavík í rúm 40 ár
NÝ leigubílastöð, Taxi, tekur til
starfa um næstu mánaðamót. Tíu
bílstjórar verða á stöðinni til að
byija með, að sögn Jóns Smith,
eins af forsvarsmönnum stöðvar-
innar, og flestir koma þeir af BSR
og Bæjarleiðum.
Höfuðstöðvar Taxi verða að
Bíldshöfða 12. Opið verður allan
sólarhringinn. Taxi er fjórða leigu-
bílastöðin í Reykjavík.
Niðurboð tröllríða
markaðnum
Aðspurður sagði Jón að mark-
aðurinn væri mettaður en til stöðv-
arinnar hefði verið stofnað m.a.
vegna óánægju leigubílastjóra á
hinum stöðvunum. Jón sagði að
rúm 40 ár væru liðin frá því síð-
ast hefði verið stofnuð leigubíla-
stöð í Reykjavík, en það var Bæjar-
ieiðir.
„Það er fyrst og fremst niður-
boðin sem eru að tröllríða mark-
aðnum. Við munum ekki taka þátt
í þeim og afsláttur verður enginn
til fyrirtækja og stofnana svo vitað
sé. Hins vegar gæti farið svo að
við byðum hinum almenna borgara
allt að 10% staðgreiðsluafslátt,“
sagði Jón en bætti því við að ekki
væri að fullu frá því gengið.
Eins og fyrr segir mun Taxi
ekki veita stofnunum eða fyrir-
tækjum afslátt. Jón sagði að aðrar
stöðvar veittu þessum aðilum allt
upp í 45% afslátt. Hann sagði að
þetta yrði lítil stöð í upphafi en
kvaðst eiga von á því að fleiri
gengju til liðs við hana innan tíðar.
„Við tökum við öllum sem vilja
koma, einkum ef þeir koma með
vinnu með sér og vilja vinna að
sátt og hagsmunum stéttarinnar,"
sagði Jón.
Staðaruppbætur til hjúkrunarfræðinga á landsbyggðmni
Samningar hafa náðst á
flestum sjúkrahúsunum
FLEST öll sjúkrahúsin á lands-
byggðinni hafa náð samningum við
hjúkrunarfræðinga um greiðslur
staðaruppbóta út þetta ár, að sögn
Hrefnu Sigurðardóttur, deildar-
stjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kemur því ekki til þess að hjúkrun-
arfræðingar gangi út um næstu
mánaðamót eins og þeir höfðu
ákveðið í kjölfar þess að sérkjara-
samningum vegna staðaruppbótar
var sagt upp frá og með 1. júní.
Samtals fengu sjúkrahúsin
aukafjárveitingu að upphæð 34,7
milljónir króna til þess að unnt
yrði borga hjúkrunarfræðingum
staðaruppbætur í 10 mánuði á
þessu ári, en sjúkrahúsin verða
hins vegar sjálf að leggja út fyrir
greiðslunum í tvo mánuði. Sjúkra-
húsin á Akureyri og Akranesi fá
þó enga aukafjárveitingu vegna
þess að þau fóru ekki að þeim til-
mælum heilbrigðisráðuneytisins að
segja upp sérkjarasamningunum
við hjúkrunarfræðinga.
Engin Iausn
Hrefna Sigurðardóttir sagði að
þessar aðgerðir yfirvalda væru þó
engin lausn fyrir sjúkrahúsin ef
þau ætluðu að halda áfram
óbreyttu ástandi varðandi greiðslur
staðaruppbóta, því ráðuneytið
hefði ekki fjármagn til þess að
standa undir greiðslunum á næsta
ári.
„Þetta verður auðvitað gert með
einhverri samvinnu milli okkar og
sjúkrahúsanna. Eins og í ljós hefur
komið þá er þetta búið að taka
heilt ár núna frá því samningar
voru gerðir og talað hefur verið
um að fella þetta niður, en það
hefur ekki gengið upp. Maður þor-
ir því ekkert að spá í það hvernig
þetta verður um áramótin,“ sagði
Hrefna.
Kjarasamningar hjúkrunar-
fræðinga verða lausir um næstu
áramót og sagði Hrefna spumingu
hvort tekið yrði á þessu máli sam-
tímis viðræðum um nýjan kjara-
samning, en Ingibjörg Pálmadóttir,
heilbrigðisráðherra hefur lýst því
yfir að greiðslur vegna staðarupp-
bótar starfsfólks sjúkrastofnanna
á landsbyggðinni verði teknar inn
í kjarasamninga milli ríkisins og
viðkomandi stéttarfélags, eða í
beinum tengslum við gerð kjara-
samninga.
Enn lokast
Steingríms-
fjarðarheiði
Laugarhóli. Morgunblaðið.
ENN þurfti að opna Stein-
grímsfjarðarheiði á Djúpvegi í
gær. Heiðin lokaðist hvað eftir
annað fyrir helgina og var enn
fokið í göngin í fyrrinótt.
Vonskuveður var á heiðinni
á sunnudag og varð árekstur
milli moksturstækis og fólks-
bíls. Það gekk á með snjókomu
og skafrenningi um allan mið-
hluta Strandasýslu og var mik-
il hálka á hálsum og heiðum
suður frá Bjarnarfirði og á
Holtavörðuheiði. Þá fennti
einnig hressilega í það sem
búið var að opna af leiðinni
norður í Norðurfjörð.
Þegar fréttaritari hringdi í
Ólaf vitavörð á Hornbjargi tók
hann svo til orða: „Hér er vet-
ur á næturnar, en haust á
daginn".
j
r
i
>
i
l
\
)
)
>
i
i
i
\
i
-