Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
wmmímmMMmwMrmmmmmmmmmmá
Þú nærð forskoti
þegar tæknin vinnur með þér
CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum erframtíðarlausn
fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi.
Minna viðhald
Einföld uppsetning
Nákvæmt eftirlit á
skilvirku stjórnborði
MINOLTA
CS-PRO Ijósritunan/élar
Skreli á undan inn i IramtiOina
KJARAN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR
SlEXJMÚU 14,108 REYKJAVlK, SÍMI 5813022
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Muggur
SILDIN vöktuð. Hjálmár Vilhjálmsson leiðangursstjóri við fiskileitartækin
um borð í Arna Friðrikssyni.
mgm
. ví:’ ......
SmlB
. ■ ■■ •
- bifreiðaskoðun við Sundahöfn
- sími 538 66 60
■
ATHUGUN hf
SKOÐUNARSTO FA
Sfldin komin styttra
tfl vesturs en í fyrra
LANGMESTUR hluti veiðistofns
norsk-íslenzku síldarinnar hefur
enn sem komið er ekki gengið eins
langt til vesturs eins og á sama
tíma í fyrra og er því enn ekki
kominn inn í íslenzku lögsöguna.
Hins vegar er talið að síldin geti
gengið inn í austur hluta íslenzku
fiskveiðilögsögunnar áður en langt
um líður, enda eru skilyrði til þess
talin hagstæð, bæði hitastig og
átumagn.
Víða vart mikillar síldar
Rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son, er nú nýkomið úr leiðangri á
ætisslóðum norsk-íslenzku síldar-
innar austan íslenzku fískveiðilög-
sögunnar í Noregshafi. Leiðangur-
inn hófst þann 11. maí og varð
víða vart mikillar síldar á svæði á
milli 67 gráðu og þeirra 63. og
vestur undir 5. gráðu. Hitastig
sjávar var mjög jafnt á öllu síldar-
svæðinu eins og raunar í mestum
þeim hluta Noregshafs, sem rann-
sóknirnar náðu til. Austuijaðar
Austur-íslandsstraumsins eða
köldu tungunnar er um 7. gráður
Gæti þó gengið
inn í íslenzku lög-
söguna
30 mínútur vestur, en það er svip-
að og á síðasta ári. Hins vegar nær
kaldi sjórinn óvenju langt til suð-
urs, eða allt að 60 til 80 sjómílum
norður af Færeyjum.
Mjög mikið var um rauðátu í
nær öllu Noregshafi, mun meira
en 1994. Minnst var um átuna
sunnan og suðaustan til á svæð-
inu. Síldin hélt sig þar sem mest
var um átuna, en norðan við 65.
gráðu var síldin þó sunnan við átu-
flekkinn.
Erfitt að segja til um
framvinduna
„í ár hefur langmestur hluti
veiðistofns norsk-íslenzku síldar-
innar augljóslega gengið vestur í
vestanvert Noregshaf í ætisleit.
Hins vegar hafa göngurnar enn
ekki náð að marki vestur fyrir 4.
til 5. gráðu vestur eða um 60
sjómílur skemmra en á sama tíma
í fyrra. Ástæður þessa eru engan
veginn augljósar enda hitafar svip-
að bæði árin. Hins vegar er miklu
meira af átu í ár heldur en í fyrra
og því má vera að síldin hafi enn
ekki enn þurft að leita lengra vest-
ur á við en raun ber vitni.
Erfitt er að geta sér t-il um fram-
vindu síldargangna á næstu vikum
og mánuðum. Eins og fyrr segir
eru austurmörk kaldsjávarins aust-
an lands um 7 gráður og 30 mínút-
ur vestur og svæðið austan þeirra
átruríkt. Þar sem enn er mikið af
síld sunnan 65 gráðu og ætisskil-
yrði hagstæð þar norðvestur af,
gæti síld sem bezt gengið inn í
austurhluta íslenzku fiskveiðilög-
sögunnar," segir í skýrslu Hjálm-
ars Vilhjálmssonar, leiðangurs-
stjóra á Árna Friðrikssyni.
í júnímánuði verður gerð ítarleg
könnun á dreifingu og göngum
norsk-íslenzku síldarinnar og
munu skip frá Færeyjum, íslandi,
Noregi og Rússlandi hafa sam-
vinnu um það verkefni.
Símaskráin 1995
er komin út
laugardaginn 3. Júní
IMýja símaskráin tekur gildi
Mundu eftir afhendingarmiðanum
strax í da
og náðu í nýju símaskrána
Nýja símaskráin • nauðsynleg frá 3. júní. pósturogsími
r
l
i
I
l
I
I
>
I
I
>
>
Í
I
!
I
I
I
>
í
j
-