Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Framtíðin veltur á símenntun BÓKMENNTIR Mcnntamál GULDTAVLERNE I GRÆSSET Skýrsla frá „þankatanki" á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í feb. 1995.112 bls. NORÐURLöNDIN eru býsna smá en samt sem áður gera Norðurlandabúar miklar kröfur til lífsins gæða og samfélagsins. Það er ekki sjálfgefið að framtíðin verði Norðurlandabúum jafn hagstæð og fortíðin. Blikur eru á lofti; pólitísk- ir sviptivindar smjúga um flesta afkima jarðarkringlunnar og ör- ustu efnahagslegu framfarirnar eiga sér nú stað utan Norðurlanda og utan Evrópu. Þessar ótryggu aðstæður gera auknar hæfnikröfur til fólks á Norðurlöndunum. Ef við ætlum að halda í við þau ríki sem örast þróast þarf viðhorfsbreytingu hjá hveijum og einum. Gulltöflumar í grasinu nefnist rit sem gefíð er út af NQrræna ráðherraráðinu. Um er að ræða skýrslu um norræna ráðstefnu sem haldin var í febrúar síðastliðnum um þörfina fyrir símenntun eða ævilanga menntun (livslang Iær- ing) eins og hún er nefnd á grannt- ungum okkar. í ritstjóm skýrslunn- ar eru sjö manns hvaðanæva að af Norðurlöndunum; af íslands hálfu Valgerður Bjarnadóttir. Meginþema bókarinnar snýst um nauðsyn nútímamannsins að vera tilbúinn til að læra allt sitt líf. Vinnumarkaðurinn er háður sí- breytilegum skilyrðum. Ný tækni, nýjar kröfur og ný lífssýn gera ómældar kröfur til einstaklinga. Sá sem skortir sveigjanleika, um- burðarlyndi og forvitni til þess að takast á við ný verkefni hvenær sem er ævinnar, er einfaldlega að tefla sig út af skákborðinu. Hagvöxtur er nauðsynlegur til þess að varðveita velferð Norður- landanna. En hagvöxtur nútímans er ekki fyrst og fremst drifinn áfram af vöruframleiðslu heldur miklu fremur af nýjum hugmynd- um. Vettvangurinn er opinn í allar áttir, heimurinn stefnir í að verða eitt efnahagskerfí þar sem hæfni og nýsköpun eru mikilvægustu samkeppnisþættimir. Breytingar I atvinnulífínu og samfélaginu verða æ hraðari. Þær leiða af sér alls konar ójafnvægi, einnig á sviði siðferðis og viðtek- inna reglna. Þetta allsheijar menningarlega og samfélagslega ójafnvægi var rammi ráðstefnunnar og forsenda skýrslunnar. í skýrslunni er dvalið við nokkur svið sem öll teljast mikil- væg í þessu sambandi. Hópurinn telur mikilvægt að koma af stað þróunarvinnu á sem flestum svið- um. Finna þarf nýjar leiðir, lausnir og aðferðir í símenntun. Hópurinn telur sérstaklega mikilvægt að efla L LISTIR frumkvæði sem víðast. Heimurinn er að skreppa saman. Hópurinn telur mikilvægt að alþjóðlegir straumar eigi greiðan aðgang að símenntun en um leið sé nauðsyn- legt að sérnorræn reynsla breiðist út til annarra landa. Hópurinn telur mikilvægt að hæfnikröfur til leið- toga, hvort sem um er að ræða forystumenn í atvinnulífínu eða kennara, verði auknar. Leiðtogar þurfí ekki síður að endurmenntast en aðrir. Hópurinn telur brýnt að ný tæknileg þekking sé betur og fljótar nýtt. Aðgengi að nýjum verkháttum verður að bæta. Hóp- urinn telur töluvert vanta á að ' mismunandi reynsla breiðist út á skilvirkan og gagnvirkan hátt. Að lokum telur hópurinn að þörf sé fyrir skipulega öflun og miðlun þekkingar um það hvernig fullorðn- ir læra og hvemig er hægt að skapa þeim sem hagstæðast námsum- hverfí. Það er í sjálfu sér lítill vandi að taka undir þau sjónarmið sem hér eru sett fram. Enda er það svo að símenntun á Norðurlöndum hef- ur stéraukist undanfarin ár. Bæði hið opinbera og atvinnulífið hafa sett rm'kla fjármuni í símenntun. Hér á landi hefur hlaupið mikill vöxtur í endur- og eftirmenntun. Nefna má í þessu sambandi kvöld- skóla framhaldsskólanna og endur- menntunarstofnanir háskólans og iðnaðarins. Þótt telja megi að við höfum fylgst þokkalega vel með hér á landi eru víða tækifæri til enn frekari sóknar í skólakerfinu. Endurmenntun, eftirmenntun, símenntun - þessi orð eru oft notuð um svipaðar hugmyndir þótt ekki skuli haldið fram að þau nái yfír sama hugtakið. Ævilöng menntun (livslang læring / lifelong learning) er ný samsetning sem virðist í fljótu bragði hafa sömu kjarnahugmynd sem er kannski best lýst með orð- inu símenntun. Þótt mikill áhugi sé á símennt- un hér á landi veitir okkur ekki af því að gera hana markvissari. Enginn vafi er á því að verið er að kenna og læra sömu hluti á of mörgum stöðum meðan tækifæri til þess að bjóða upp á nýja og áður óþekkta þekkingu hér á landi er ekki nýtt. Við þurfum meira en nokkru sinni að horfa til þekking- arþróunar í öðrum löndum. Enginn veit fyrir víst hvers konar þekking leggur grunninn að efnalegri og menningarlegri velsæld okkar á næstu árum. Enginn veit nákvæm- lega hvers konar tækniþekkingu við þurfum. Þess vegna er það rétt sem kemur fram í skýrslunni að þörfin fyrir að læra að læra hefur aldrei verið brýnni en um þessar mundir. Þeir einir lifa af sem hafa nógu mikla víðsýni, umburðarlyndi og aðlögunarhæfi- leika til að nýta tækifærin I sér- hveiju andstreymi. Ingi Bogi Bogason. Norrænir brunnar Yfírskrift norrænnar sýningar er Norrænir brunnar og sendu þátt- takendur inn tillögur sem eru tengdar henni. Úr þeim voru valdar tvær tillögur frá íslenskum þátttak- endum til nánari útfærslu utanhúss og þrír erlendir listamenn voru valdir sérstaklega til að gera úti- verk. Hinar hugmyndirnar verða sýndar í sýningarsölum Norræna hússins. Alls eru þátttakendur 17 talsins en þeir eru: Sissel Tolaas, Jukka Lehtinen,- Gunilla Bandolin, Hulda Hákon, Daníel Magnússon, Inga Svala Þórsdóttir, Grétar Reynisson, Halldór Ásgeirsson, Finna B. Steinsson, Ásta Ólafsdóttir, Stein- grímur Eyfjörð, Kristinn Harðar- son, Mónika Larsen-Dennis, Pekka Tapio Pyykönen, Björk Sigurðar- dóttir, Kolbrún Oddsdóttir lands- lagsarkitekt, Illugi Eysteinsson arkitekt. Höfundar þeirra verka sem sýnd verða utanhúss eru: Sissel Tolaas frá Noregi, Jukka Lehtinen frá Finnlandi, Gunilla Bandolin frá Svíþjóð og Illugi Eysteinsson og Halldór Ásgeirsson frá íslandi. í tengslum við sýninguna verða haldnir fyrirlestrar í Norræna hús- inu. Fyrirlesarar eru: Heinz-Werner Lawo listfræðingur, Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og Ingvar Cronhammar myndlistarmaður. í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli verða sýnd verk eftir Finnu B. Steinsson ög Jukka Lehtinen. Þess skal getið að Grafíkfélagið hefur opnað nýjan sýningarsal í húsakynnum sinum á Tryggvagötu 15, 2. hæð, og mun Kjartan Guð- jónsson sýna þar grafíkmyndir sem einnig er liður í þessari norrænu myndlistaveislu ásamt sýningu gesta frá Færeyjum, Álandseyjum og Lapplandi síðar í sumar. 22. júlí verður sýning Gunilla Bandolin opnuð í Nýlistasafninu og stendur hún til 6. ágúst og Sissel Tolaas verður með sýningu á Sólon íslandus 29. júní til 24. júlí. Morgunblaðiö/Sigurður H. Þorsteinsson SKÍRNARFONTURINN eftir Einar Má Guðvarðarson í St. Jósefskirkju á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Nýir kirkjumunir vígðir í Hafnarfirði í ST. JÓSEFSKIRKJU á Jó- fríðarstöðum í Hafnarfirði voru vígðir lektari og skírn- arfontur sunnudaginn 21. maí sl. Það var sóknarpresturinn sr. Hjalti Þorkelsson sem vígði þessa muni og kynnti þá og höfund þeirra í mess- unni. Myndhöggvarinn sem gerði þessa muni er Einar Már Guðvarðarson, innfæddur Hafnfirðingur, og kona hans er einnig myndhöggvari, Sús- anna Christiansen. Munir þessir eru úr ítölsk- um marmara og einnig tvær vígvatnslaugar í anddyri kirkjunnar sem Einar hefur höggvið. Vann hann þessi verk í Pietra Santa, sem er norðvestur af Florens i Tosc- ana-héraði á Ítalíu. Þar er í raun steinmarkaður heimsins til þessara hluta og margar vinnustofur. Vann Einar verk- ið í Sem-vinnustofunni sem er vel þekkt meðal myndhöggv- ara. Munirnir eru unnir í Bottic- ini-marmara sem er sama efni og er í altari kirkjunnar. Þetta efni gefur mjög mjúka áferð og tiifinningu. Þykir formið sem valið hefur verið sérstaklega einfalt og fallegt í áferð. 12 ár erlendis Einar lauk námi frá Mynd- og handmenntadeild Kenn- araháskóla íslands og nam síðan kvikmyndafræði og kvikmyndun í Danmörku og Bandaríkjunum. Hann var svo í 5 ára námi í höggmyndalist í Mani á Grikklandi. Eftir tólf ár erlendis eru þau hjón nú sest að á Ljósak- lifi í Hafnarfirði. Spurður um framtíðaráform sagði Einar: „Svo lengi sem nóg ertil af grjóti er nóg að gera.“ Morðingi endurvakinn KVIKMYNDIB Bíðhöllin FYLGSNIÐ „HIDEAWAY" ★ ★ Leikstjóri: Brett Leonard. Byggð á sögu eftir Dean R. Koontz. Aðal- hlutverk: Jeff Goldblum, Christine Lahti og Alicia Silverstone. TriStar Pictures. 1995. í SPENNUTRYLLINUM Fylg- snið leikur Jeff Goldblum mann sem lætur lífíð í bílslysi en vaknar til lífsins í höndum lækna tveimur stundum síðar. Allt virðist í himnalagi nema hann fer uppúr þurru að sjá sýnir þar sem ungar stúlkur eru myrtar á hinn hrotta- legasta hátt og veit ekki hvort hann sjálfur er að verki eða hvort hann er vitni að morðum í gegnum nýfengna skyggnigáfu. Myndin er lengst af bærileg afþreying byggð á einni af sögum spennusagnahöfundarins Dean R. Koontz. Hann notfærir sér gamal- kunnug stef úr hryllingshefðinni eins og skyggnigáfu og uppvakn- ingu og hnýtir saman við klassíska sögu um baráttu góðs og ihs sem nær út yfir gröf og dauða. í mið- punkti er dæmigerð amerísk fjöl- skylda, sem enn er í sárum eftir að hafa misst yngsta barnið í slysi, og leikstjóranum, Brett Leonard, tekst lengst framanaf að byggja upp dágóða spennu áður en bless- uð ameríska fjölskylduvæmnin nær yfírhöndinni í endalokunum. Blandað er inní söguna tölvugraf- ík sem sýnir okkur bak við dauð- ans dyr og teiknar á filmuna öfl góðs og ills svo við fáum þau séð berum augum. Allt er það ágæt- lega unnið en þetta eru brellur sem gera tæpa söguna enn óraunsærri. Jeff Goldblum notar mikið fín- legar handahreyfíngar til að lýsa angist heimilisföðurins og er ágætlega ringlaður á öllu saman. Christine Lahti er ofur elskuleg eiginkona hans, sem botnar lítið í eiginmanninum og Alicia Silvers- tone er eldri dóttir þeirra, sem veit ekki meir en er dugleg við að koma sér í hendur morðingjans. Fylgsnið hefur marga góða þætti spennumyndar og nær stundum að bregða áhorfandanum en gengur á endanum of langt þegar kemur að hinu yfirskilvit- lega og missir tökin á sögunni í lokin. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.