Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 21 Morgunblaðið/Sverrir Jung Chang áritaði í gríð og erg ÖRTRÖÐ myndaðist í bóka- búð Máls og menningar við Laugaveg nú fyrir helgi, þar sem hinn þekkti kínverski rit- höfundur, Jung Chang sat í versluninni og áritaði bók sína, Villtir svanir, í gríð og erg. Anna Einarsdóttir, hjá Máli og menningu sagði að röð hefði myndast fram að dyrum verslunarinnar, þegar flestir biðu áritunar rithöfundarins, sem staddur er hér á landi til að fylgja eftir þýðingu bókar sinnar Villtir svanir, sem farið hefur sigurför um heim allan. Einstein, Eddi og Eisen- hower KVIKMYNPIR Laugarásbíó Snillingar (I.Q.) + Leikstjóri Fred Schepisi. Handrits- höfundur Andy Breckman. Tónlist Jerry Goldsmith. Aðalleikendur Meg Ryan, Tim Robbins, Walther Matt- hau, Gene Saks, Lou Jacobi, Stephen Fry. Bandarísk. Paramount 1994. HANDRITSHöFUNDURINN Andy Breckman leikur sér að því í gamanmyndinni Snillingar að Ein- stein (Walther Matthau) hafi alið upp stúlku, systurdóttir sína Katar- ínu (Meg Ryan), eftir að hann var sestur að í Vesturheimi. í myndar- byrjun er stúlkan orðin gjafvaxta og rúmlega það, þar sem hún hefur þegar valið sér mannsefni. Er það prófessor (Stephen Fry), afburða gáfaður líkt og hún sjálf, en með ólíkindum leiðinlegur. Einstein og vísindamennirnir vinir hans, ein- setja sér að finna henni skemmti- legri lífsförunaut og þar kemur bif- vélavirkinn Eddi (Tim Robbins) inní myndina. Og reyndar Eisenhower líka. Ágæt hugmynd að leiða saman Fríðu og dýrið á andlega sviðinu en Snillingar verður því miður aldr- ei neitt annað og meira en eins- brandaramynd sem verður fljótt leiðigjörn. Ekki bætir úr skák að hin vinsæla Meg Ryan er ekki burð- armikil leikkona og er fjandakornið ekki hótinu skemmtilegri (þó hún eigi að vera kona eftirsóknarverð) en hinn grautfúli prófessor hennar sem Stephen Fry leikur sannfær- andi. Þetta er sá hinn sami Fry og lét sig hverfa af fjölunum í West End í vetur sem leið. Ástæðan gegndarlaus sjálfsgagnrýni á eigin frammistöðu í nýuppsettu leikriti. Hér stendur hann sig semsagt vel. Það má líka brosa að Matthau í hlutverki Einsteins og snillingaklík- unni hans, sem telur m.a. Gene Saks (sem leikstýrði Matthau í einni langbestu kvikyndarullu hans í Makalausri sambúð) og Lou Jacobi. Tim Robbins fer illa útúr viðskiptum sínum við bifvélaviijann, ástæðan er að hlutverkið er álappalega skrif- að. Til allrar óhamingju getur Breckman ekki haldið sig við aulaí- mynd „smurolíuapans“, einsog þessi stétt manna er gjarnan nefnd vestra þegar menn bölva viðgerðar- kostnaði, heldur þarf að gera úr honum eðalmenni sem lærir hinar flóknustu vísindaformúlur á ör- stundu ef með þarf. Það sem þessa mynd vantar er, þó ekki væri ann- að, örlítið brot af kímnigáfu, að maður tali ekki um snilligáfu. Sæbjörn Valdimarsson. (Bauknecht Whirlpool Rýmum fyrir nýjum vörum. 20-40% afsláttur af eldunar- tækjum! WHIRLPOOL OFN AKG304 n_ _nn Verðáður: 32.530 WHIRLPOOL HELLUBORÐ AKB542 ___ ^ Verðáður: 18.890 ©11.400 Einnig 10% stgr. afsláttur af öllum ísskápum meðan „eldhúsdagar“ standa yfir. BAUKNECHT OFN EMZU1480 __ ___ Verðáður: 59.900 BAUKNECHT HELLUBORÐ EM1480 -ftft jgVerð áður: 11.190 ©12.450 Heimilistæki hf SÆTÚN8 SÍMI 569 1500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.