Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 29 „Af fyllsta ábyrgðarleysi“ í MORGUNBLAÐ- INU 19. maí eru birtar tilvitnanir í grein Krist- ján Ragnarssonar úr fréttabréfi LÍÚ. Krist- ján hefur tamið sér al- veg nýjan stíl, er nú vígreifur og heggur á báðar hendur, nú er af sem áður var og ekkert volið, en fyrr töldu menn að varla mundi annar fínnast með svo vota náttúru sem hann. Kristján meðal annars hælist um yfir þvi að flokkar sem helst hafi staðið vörð um kvótakerfið hafi unn- ið á í kosningunum. Hins vegar hafi þeir sem talað hafi af ábyrgðarleysi um það mál ekki uppskorið þá fylgis- aukningu sem þeir hafi væntanlega veðjað á með slíku tali. Formaður LÍU nefnir sérstaklega í þessu sambandi undirritaðan sem var frambjóðandi Alþýðubandalags- ins á Vesturlandi við síðustu alþing- iskosningar og sjálfstæðismenn af Vestfjörðum. Formaðurinn virðist ekki hafa fylgst mjög vel með kosningabarátt- unni ef hann veit það ekki að gagn- rýni á kvótakerfið var mikið höfð uppi og það af fleirum en hann hér nefnir og í þeim kjördæmum sem Framsóknarflokkurinn vann - hvað mest á svo sem á Reykjanesi og á Vesturlandi gengu frambjóðendur Framsóknarflokksins svo langt að lýsa því yfir að breyta yrði kvóta- kerfinu í grundvallaratriðum. Auð- vitað munu Vestlendingar fylgjast vel með efndum yfirlýsinga og lof- orða þingmanna stjórnarflokkanna úr kosningabaráttunni. Það er hins vegar ljóst af verkefnaskrá þessarar ríkisstjórnar að ekki eru uppi áform um að ráðast í miklar breytingar á þessu þingi. Og þó að í fréttabréfi LÍÚ sé nánast allt gagnrýnt sem ríkisstjórnin ætlar að gera í sjávarút- vegsmálum er greinilegur mikill feg- inleiki Kristjáns við valdatöku þess- arar ríkisstjórnar og traust á því að hún verji í aðalatriðum kvótakerfið. Orðan Undirritaður er alveg sérstaklega heiðraður af formanni LÍÚ, hann segir m.a. „Það er ekki við hæfi að sparka í liggjandi mann. Samt sem áður verður ekki hjá því komist að nefna það að frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi sem hef- ur öðrum fremur í þeim flokki barist hvað harðast gegn aflamarkskerfmu, fékk ekki endurnýjað umboð kjósenda til setu á Al- þingi. Þetta er ekki síst merkilegt í ljósi þess að þessum einstaklingi var hampað í Reykja- víkurbréfi Morgun- blaðsins sem miklum spámanni á sviði fi,sk- veiðistjórnunar með nýjar, athyglisverðar áherslur á því sviði. Þessi umfjöllun hefur sýnilega ekki verið umræddum frambjóð- anda til framdráttar þótt víða væri til hennar vitnað.“ Þessi ummæli bera ekki vott um að formaðurinn geri sér grein fyrir afstöðu fólksins á Vesturlandi til kvótakerfisins. Um árangur Alþýðu- bandalagsins í Vesturlandi við síð- ustu kosningar er það að segja að þótt það næði því að verða þriðji stærsti fiokkurinn í kjördæminu með 13,3% atkvæða dugði það ekki til að ná þingsæti að þessu sinni. En eitt er að minnsta kosti alveg víst og það er að skýringanna á því að árangur Alþýðubandalagsins hér í kjördæminu varð ekki betri en þetta er ekki að leita í því sem Kristján Ragnarsson heldur þarna fram. Nær er mér að halda að ummæli frá honum af þessu tagi hefðu ein sér nægt til að koma í veg fyrir að illa færi ef þau hefðu komið fram fyrir kosningar. Ummælin glöddu mig og sannfærðu enn betur um að gagnrýni mín og málflutningur hef- ur raskað sálarró þess manns sem fremstur gengur við það óhappaverk sem hefur valdið hvað mestu órétt- læti í þessu þjóðfélagi á síðustu árum, það er að færa ígildi eignar- réttar á sameiginlegri auðlind þjóð- arinnar í hendur örfárra aðila sem nota aðstöðu sína í sífellt meira mæli til að níðast á sjómönnum og kvótalitlum útgerðarmönnum og eru að leggja heilu byggðarlögin sem byggst hafa upp vegna gjöfulla fiskimiða í rúst vegna þess að stórút- gerðir sem notfæra sér eignarhaldið á kvótanum hafa sölsað undir sig réttinn til að sækja sjó. Morgunblaðið Kristján veitist að Morgunblaðinu vegna þeirrar umræðu sem hefur þar verið haldið uppi um galla þeirr- ar fiskveiðistjórnunar sem hér er í gildi. Oft hefur þessi gagnrýni Kristján Ragnarsson ákallar ríkisstjórnina, segir Jóhann Arsæls- son. Biður hann um starfsfrið. kvótamanna komið fram. Ég tel hana ósanngjarna, Þvert á móti er ástæða til að velta því fyrir sér hvernig aðrir fjölmiðlar og þar vil ég sérstaklega nefna ríkisfjölmiðl- ana hafa staðið að umræðunni. Ég hef meðal annars hlustað á starfsmann ríkisútvarpsins komast svo að orði í upphafi kynningar á umfjöllun um sjávarútvegsmál, „þó að öllum sé ljóst að aflamarkskerfið er komið til að vera“ o.s.frv. Þessi setning sýnir kannske betur en löng lýsing í hvaða umhverfi þeir hafa þurft að beijast sem eru andstæðing- ar kvótakerfisins. Sjálfur gekkst ég fyrir flutningi heildstæðra tillagna sem lagðar voru fram sem umræðugrundvöllur af hálfu Alþýðubandalagsins á Alþingi. Þær hlutu nánast enga umfjöllun ríkisfjölmiðlanna. Eini fjölmiðillinn sem hefur .kappkostað að sinna umræðunni um þetta mikla grund- vallarmál, stjórn og ráðstöfun þeirra aðalauðlindar sem hagsæld þjóðar- innar byggist á er Morgunblaðið. Það verður ekki misskilið að rit- stjórar blaðsins vilja að sú ákvörðun Alþingis að fiskistofnanir í hafinu í kring um lándið skuli vera sameign þjóðarinnar verði ekki innantóm og marklaus orð með því ígildi eignar- réttar sem framkvæmd núgildandi. kvótakerkfis hefur í för með sér. Fyrir þessa stefnumörkun blaðsins og að fylgja henni myndarlega eftir þrátt fyrir árásir og frýjuorð Kristj- áns og félaga eiga ritstjórar Morg- unblaðsins skilið viðurkenningu á því að þeir geta hafið sig yfir þá þröngu sérhagsmuni sem því miður liggja að baki afstöðu þeirra sem veija kvótakerfið. Ákallið í grein sinni ákallar Kristján rík- isstjórnina og biður um starfsfrið. Hann segir „það er mikilvægara en nokkru sinni áður að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sem nú hefur tekið við, tryggi með öllum ráðum að viðunandi starfsfriður verði í atvinnulífinu." Það er svo sem ekki nýtt þegar fiskveiðistjórnina ber á góma að kvótamenn biðji um starfsfrið, en það er í hæsta máta heimskulegt af hendi aðalforsvarsmanns þess hóps útgerðarmanna sem vill festa í sessi eignarhald sitt á auðlind þjóð- arinnar og vill hafa rétt til að braska með þau réttindi að eigin vild, að biðja um starfsfrið þegar yfir vofir verkfall sjómanna sem eingöngu er tilkomið vegna þess að sjómenn eru látnir nauðugir taka þátt í kvóta- kaupum og braskið með veiðiheim- ildirnar er þess vegna að rústa hluta- skiptakerfið sem hefur verið grund- völlurinn undir því að íslenskir sjó- menn séu þeir afkastamiklu í heimi. Það er með því að verja aðstöðu útgerðarmanna til að beita ólögleg- um aðferðum við að koma aftan að sjómönnum í viðskiptum með veiði- heimildir sem friðurinn er slitinn í sundur og verkfall blasir við. En hvað meinar Kristján Ragnarsson með því að biðja ríkisstjórnina að tryggja með „öllum ráðum“ að við- unandi starfsfriður verði í atvinnulíf- inu“. Er það tilviljun að þau orð falla þegar fáir sem til þekkja efast um að til verkfalls sjómanna komi gegn kvótabraskinu. Það verður fróðlegt að sjá hvort Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að hökta í hækjustað Alþýðuflokksins með nýjum íögum á sjómenn. Það verður í ljósi fortíðar þess flokks í þessu máíi því miður að verða mín spá að hann muni bregðaset við ákalli LÍÚ forystunnar sem ær lambi sínu. „ Af fyllsta ábyrgðarleysi" A einum stað í grein sinni segir Kristján að niðurstaða kosninganna hljóti, „að verða þeim aðilum um- hugsunarefni í framtíðinni sem telja frama sínum á vettvangi stjórnmál- anna best borgið með því að tala af fyllsta ábyrgðarleysi um það þjóð- þrifamál sem mestu varðar fyrir af- komu þjóðarinnar". Þarna talar Kristján væntanlega fyrir hönd þeirra sem bera ábyrgð á öllum að- algöllum núgildandi kvótakerfis: — Á óréttlætinu sem felst í byggða- röskun og gjaldþroti heilla byggðar- laga sem stafar af því að fiskurinn er fluttur í burt til vinnslu í önrrur byggðarlög vegna þess að fiskimiðin sem í raun gátu af sér viðkomandi byggðarlag eru komin í eigu stórút- gerðar í öðrum landshluta. — Á því að fiski er hent dauðum í sjóinn sem aldrei fyrr. — Á því að brasirið hefur aldrei TÖLUR um aldur og ástand íslenska at- vinnubílaflotans hafa nýlega verið til umíjöll- unar í fjölmiðlum. Það er eðlilegt að fólki bregði við að sjá hversu gamall bílaflotinn er að verða. Sú staðreynd að meðalaldur vöru- og rútubíla er að nálgast fornbílaaldurinn veit ekki á gott. Leigubílar eru ekki lengur nýjustu og glæsilegustu bifreið- ar á götunum. Þeir eru ódýrari útgáfur en fyrr og er meðalaldurinn nú langt yfir því sem menn töldu eðlilegt fyrir 10 til 20 árum. Sama ástand virðist eiga við um all- an atvinnubílaflotann. Samtök land- flutningamanna hefur frá stofnun haft það á stefnuskrá sinni að vinna þeirri stefnu framgang að tollar og arftaki þeirra vörugjaldið veðri af- numið af atvinnubifreiðum. Við telj- um að hér sé um lífsspursmál að ræða fyrir greinina. Nú hefur stjóm samtakanna ítrekað þessa stefnu sína með eftirfarandi ályktun: Stjórn Samtaka land- flutningamanna (SLF) samþykkti á stjórnar- fundi 11. maí 1995 áskorun á ríkisstjómina að taka nú þegar til endurskoðunar vöru- gjöld á atvinnubifreiðar með það í huga að af- nema þau að fullu. Staða aðila í atvinnu- rekstri bifreiða hefur verið slæm um langt árabil. Hin síðari ár hefur þó tekið steininn úr og er svo komið að afkoman er langt undir því sem til þarf og um verulegan taprekstur að ræða. Samkeppnin er hörð og menn hafa ekki hækkað verð á þjónustu sinni, þrátt fyrir hækkanir rekstrarkostnaðar undanf- arin ár. Rekstrarumhverfi atvinnu- bíla er því orðið óbærilegt. Atvinnubílar standa undir veruleg- um hluta velsældar og framfara hér á landi, bæði með vöru- og fólksflutn- ingum. Ferðaþjónustan og úppbygg- ing þessarar nýju atvinnugreinar verður andvana fædd, ef ekki kemur til öflug þjónusta í fólksflutningum. Það gildir jafnt um sérleyfisferðir, hópferðir og leiguakstur. Vöruflutn- ingar standa undir þjónustu við fyrir- tækin, verslanir, almenning og alla uppbyggingu. Gamlir bílar eru varla boðlegir í þessa þjónustu, en við það höfum við þurft að búa. Þessir gömlu bílar blikna við hlið erlendra keppi- nauta sem í síauknum mæli sækja á íslenskan markað. Gífurleg skatt- lagning á innfluttar bifreiðar hefur leitt til þess að nánast útilokað er að endurnýja þær með eðlilegum hætti. Bílaflotinn eldist því ár frá ári, viðhald og kostnaður eykst, en öryggið minnkar. Bifreiðar eru aðal flutningstækin á Islandi. Aðrar þjóðir nota einnig járnbrautir og fljótabáta fyrir þung- ann af flugningum sínum. Verulega hefur dregið úr strandflutningum hérlendis og hafa skipafélögin beint flutningum sínum innanlands, í veru- legum mæli yfir á bíla. Atvinnubif- reiðar hafa því veigameira hlutverk hérlendis en víðast hvar erlendis. Flestar aðrar siðaðar þjóðir sjá ekki Staða í atvinnurekstri bifreiða, segir Kristín Sigurðardóttir, hefur verið slæm um langt árabil. tilgang í því að skattleggja sérstak- lega fjárfestingar í þessari mikil- vægu þjónustu. Þessi ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda um hátt vöru- gjald á atvinnubifreiðar er í miklu ósamræmi við stefnu stjórnvalda varðandi fjárfestingu í öðrum at- vinnugreinum t.d. má nefna aðrar flutningagreinar eins og flug- og skipaútgerð sem eru gjaldfijálsar. Það er því full ástæða til að benda stjórnvöldum á að niðurfelling vöru- gjalds á atvinnubifreiðar er mikilvæg leið til þess að styrkja stöðu íslensks atvinnurekstrar. Ékki eingöngu vegna bifreiðaútgerðarinnar sjálfrar heldur einnig allra þeirraer hún þjón- ar. Jafnframt má benda á að það getur orðið þjóðinni mjög kostnaðar- samt ef þessi atvinnugrein verður látin koðna niður, þá getur orðið erfitt að byggja upp aftur og end- urnýja nær allan flotann í senn. Ég ítreka því áskorun SLF til ríkisstjórn- arinnar og Alþingis um, að nú þegar verði tekin ákvörðun um niðurfell- ingu vörugjalds á atvinnubifreiðar. Höfundur er formaður Samtaka landflutningamanna. Atvinnurekstur bifreiða lamaður Kristín Sigurðardóttir verið yfírgengilegra með veiðiheim- ildir. — Á því að verið er að rústa hluta- skiptakerfi sjómannanna og bera þess vegna ábyrgð á verkfalli sjó- manna sem er að skella á. Ég held að forysta LÍÚ ætti, áður en hún sakar aðra um ábyrgð- arleysi, að leita í eigin barmi að ástæðunum fyrir því að afkomu þjóð- arinnar er nú stefnt í hættu með verkföllum gegn afleiðingum þessa kerfis sem er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að festa í sessi ígildi eignarréttar á fiskistofnunum og aðstöðu, sem notuð hefur verið til að hafa með ólögmætum hætti, umsaminn hlut sjómanna af þeim og braska með aðgang að sameigin- legri auðlind þjóðarinnar. Höfundur erfv. alþingismaður. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 800 Löggild bflasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Subaru Legacy Artic Edition 4x4 '93, hvitur, 5 g„ ek. 29 þ. km„ álfelgur, rafm. í rúöum o.fl. V. 1.890 Daihatsu Feroza EL '94, grænn/grár, 5 g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. ’90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsv. 850 þús. Subaru E-10 4x4 Mínibus '88, 7 manna, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 490 þús. Nissan Patrol diesel Turbo langur ’91, 5 g., ek. 106 þ. km. Gott eintak. V. 2.650 þús. MMC Pajero diesel Turbo stuttur '86, 5 g., vél o.fl. Nýuppt. (nótur fylgja). Tilboðs- verð 590 þús. staðgreitt. Toyota Hi Lux D. Cap diesil m/húsi '92, 5 g., ek. 94 þ. km., 33“ dekk, brettakant- ar. V. 1.850 þús. Sk. ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 720 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXI '91, Hlaðbakur, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. MMC Pajero langur bensín '90, V-6, 5 g., ek. aðeins 68 þ. km. 31“ dekk, álfelg- ur. V. 1.850 þús. Sk. ód. Honda Prelude EX ’87, grásans., 5 g., ek. 90 þ. km., sóllúga olf. V. 690 þús. GMC Jimmy S-10 ’89, blár og grár, sjálfsk., ek. 84 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. Toppeintak. Tilboðsverð 1.290 þús. Sk. á ód. fólksbíl. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesel '93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, lafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. Toyota Corolla XL Sedan '91, Ijósblár, sjálfsk., ek. 30 þ. km. V. 800 þús. Toppein- tak. Sérstakur bíll: Audi Quatro 200 Turbo 4x4 '85, blár, 5 g., ek. 134 þ. km., leður- klæddur, rafm. í öllu o.fl. V. 890 þús. Suzuki Swift GTi '88, rauður, 5 g.t ek. 78 þ. km. V. 480 þús. VW Vento GL '93, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.350 þús. Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 740 þús. Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 25 þ. km. Tilboðsverð 780 þús. Sk. ód. Honda Accord 2000i '90, rauður, sjálfsk., ek. 85 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum, sóllúga, spoiler o.fl. Toppeintak. V. 1.150 Honda Accord 20001 '90, rauður, sjálfsk., ek. 85 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum, sóllúga, spoiler o.fl. Toppeintak. V. 1.150

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.