Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIf)
MINNINGAR
+ Kristjá« Gunn-
ólfsson fæddist
á Þórshöfn á
Langanesi 19. júní
1939. Hann andað-
ist á heimili sínu í
Iteykjavík, 22. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðlaug Lárusdótt-
ir og Gunnólfur
Einarsson frá Þórs-
höfn á Langanesi.
Systkini hans eru:
Helga, f. 1.8. 1925,
Páll, f. 12.1. 1931,
Sæmundur, f. 26.4.
1936, Lárus, f. 9.10. 1937, og
Guðlaug Arnþrúður, f. 21.9.
1941. Kristján giftist Ingi-
björgu Gunnarsdóttur frá
Stykkishólmi og bjuggu þau
iengst af í Reykjavík.
Kristján verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
HANN Kristján bróðir er farinn héð-
an frá okkur. Ég trúi því varla þótt
ég hafi lengi vitað að hvetju stefndi.
Ég man svo vel daginn sem hann
fæddist, enda sjálf orðin 13 ára en
samt svo lítil í mér að ég hljóp út
grátandi þegar fæðingin byijaði.
Þegar ég kom aftur inn var fæddur
lítill yndislegur bróðir. Hann var
fjórði í röðinni af bræðrum mínum.
I hvert skipti grét ég þegar fæðingin
fór af stað en fagnaði þeim innilega
þegar ég sá þá. Þegar svo Adda syst-
ir mín fæddist tveimur árum seinna
var ég vaxin upp úr þessum ósköpum
svo henni fylgdu engar skælur.
Við vorum svo lánsöm að alast
upp á Þórshöfn í sterkum og sam-
heldnum frændgarði. Mikill sam-
gangur var á milli móð-
ursystkina okkar og
höfum við systkinin allt-
af búið að því að eiga
stóra og kærleiksríka
íjölskyldu. Það setti líka
svip sinn á bróður minn.
Kristján var alla tíð ein-
staklega hjálpsamur og
greiðvikinn. Hann eign-
aðist ekki böm sjálfur
en systkinabörnin voru
honum afskaplega kær,
og fylgdist hann með
gengi þeirra til hinstu
stundar.
Ekki get ég sagt að
lífið hafi leikið við hann
bróður minn, erfiðleikarnir voru
margir og sumir býsna stórir. Alltaf
hélt hann þó áfram og hertist við
hveija raun. Síðustu baráttunni töp-
um við öll en honum tókst að halda
reisn sinni alla leið og kom okkur
aftur og aftur á óvart áður en yfir
lauk.
Það var okkur fjölskylkdu hans
óendanlega mikils virði að hann
skyldi eiga svona góð ár með henni
Ingu sinni. Hún bjó honum yndislegt
heimili og þau voru einstaklega sam-
hent í að gera sumarbústaðinn við
Þingvallavatn að sælureit. Hún stóð
sem klettur við hlið hans í veikindun-
um. Það verður aldrei fullþakkað hve
vel hún hugsaði um hann og hjúkr-
aði. Við vissum öll hve mikils virði
það var fyrir hann að fá að deyja
heima.
Elsku Kristján minn. Ég þakka
þér fyrir allt sem þú varst mér og
minni fjölskykldu. Þú varst alltaf
boðinn og búinn að hjálpa til og veita
öllum. Minning þín lifir meðal okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Þín systiri Helga.
Baráttunni er lokið, eftir tíu mán-
aða veikindi og erfiða meðferð lét
hann undan á sinn þögla og hljóðláta
hátt á heimili sínu, þar sem hann
dvaldi rúmfastur síðustu mánuðina.
Kvart og kvein var óþekkt frá hans
hendi, hann bar sinn dóm með ein-
stakri rósemi, sáttur við guð og
menn. Gat hann þess oft að margir
aðrir ættu erfiðara en hann, þannig
var Kristján. Hjúkrunarfræðingarnir
Erna og Kjellrum eiga heiður skilinn
fyrir fórnfúst starf er þær hjúkruðu
honum á heimili hans og gerðu óskir
hans og Ingu mögulegar um að hann
fengi að dvelja heima í lokin.
Eiginkona hans, Inga, var sem
klettur í hafí í þessari erfiðu raun,
gætti hún hans sem sjáaldurs auga
síns, umhyggju, blíðu og styrk gaf
hún honum. Á heimili þeirra Ingu
og Kristjáns hefur Gunna, systir
Ingu, búið síðustu mánuðina. Reynd-
ist hún sú stoð og stytta sem brúaði
það bil ásamt systkinunum að Krist-
ján þurfti aldrei að vera einsamall
er eiginkonan var útivinnandi. Sam-
heldni systkinanna kom vel í ljós
þegar Kristján veiktist, má segja að
daglegur samgangur hafi verið á
milli þeirra á heimili Kristjáns.
Á árunum 1966 og 1967, er móð-
ir hans veiktist og andaðist eftir erf-
iðan sjúkdóm, aðeins sextíu ára að
aldri, sýndi Kristján þann hug sem
hann bar til fjölskyldu sinnar, er
hann tók sig upp og fór heim til föð-
ur síns á Þórshöfn og dvaldi hjá
honum þar til faðir hans fór til dval-
ar á Hrafnistu. Faðir hans lést árið
1981, þá 81 árs að aldri.
Sæmundur, bróðir Kristjáns,
reyndist hans hægri hönd í veikind-
unum, boðinn og búinn til allra starfa
fyrir þau hjónin, enda kom þar í Ijós
hvað þeir bræður voru óendanlega
samrýndir.
KRISTJAN
GUNNÓLFSSON
STEFÁN
GÍSLASON
+ Stefán Gíslason
fæddist á Norð-
firði 24. desember
1928. Hann lést á
Borgarspítalanum
19. maí síðastliðinn.
Foreldrar _ hans
voru Þórunn Ólafía
ísfeld og Gísli Jó-
hannsson. Systkini
hans voru Gísli
(sem lést á unga
aldri), Katrín _ Jó-
hanna, María, Ólaf-
ía Sæmunda (sem
er látin), Páll Olaf-
ur og Sigurður.
Eftirlifandi kona hans er Þuríð-
ur Guðmundsdóttir. Stefán var
j'arðsettur í kyrrþey í gær.
FÖÐURBRÓÐIR minn, Stefán
Gíslason, er fallinn frá. Fregnin um
andlát hans kom mér í opna skjöldu.
I síðasta samtalinu sem ég átti við
hann, fyrir nokkrum vikum, sagði
hann mér raunar að fljótlega þyrfti
hann að gangast undir uppskurð,
en mig grunaði ekki þegar ég
kvaddi hann að samtöl okkar yrðu
ekki fleiri, enda gerði hann lítið úr
veikindum sínum. Ég minnist
Stebba frænda, eins og hann var
jafnan nefndur í fjölskyldunni, með
miklum söknuði. Sumar af fyrstu
bernskuminningum mínum eru ein-
mitt tengdar honum, en hann var
í siglingum þegar ég var barn og
staldraði stundum við hjá foreldrum
mínum í Vestmannaeyjum. Sérstak-
lega minnist ég Stefáns í tengslum
við jólahald; í minningunni eru þessi
jól sveipuð sérstökum Ijóma. Stefáni
fylgdi ekki einungis glaðværð, ör-
læti og reisn; hann var fulltrúi hins
stóra heims. Á námsárum mínum
\ „fastalandinu" kynntist ég Stef-
ni og systkinum hans í Reykjavík
og naút gestrisni þeirra
og aðstoðar á margan
hátt. Atvikin höguðu
því svo þannig að síð-
ustu sumur kynntust
ég og fjölskylda mín
Stefáni býsna vel þar
sem hann aðstoðaði
okkur af og til við að
dytta að húsi okkar og
heimili. Þau kynni voru
bæði gagnleg og
ánægjuleg.
Stefán ólst upp á
Norðfirði við fremur
erfið kjör. Þórunn móð-
ir hans féll frá með
sviplegum hætti þegar hann var
aðeins fjögurra ára að aldri og sorg-
in setti óhjákvæmilega mark sitt á
föður hans og barnahópinn, þótt
nánustu ættingjar veittu þeim
dijúgan stuðning. Lengst af bjó
Stefán í Reykjavík. Hann stundaði
alla tíð erfiðisvinnu, bæði sjósókn,
einkum á togurum, og ýmiss konar
verkamannastörf, m.a. við múrverk
og byggingavinnu. Það var ekki að
sjá að erfiðleikar æskunnar og
brauðstritið hefðu bugað hann.
Hann var ekki aðeins heljarmenni
að burðum og hamhleypa til allra
verka allt fram á síðustu daga,
hann var léttur í lund og hið mesta
ljúfmenni.
Óhjákvæmilega mótaði reynsla
Stefáns þó viðhorf hans; einlægt
báru þau vott um sterka réttlætis-
kennd og djúpa samúð með þeim
sem við vanda áttu að stríða. Hann
hafði mikinn áhuga á því sem var
ofarlega á baugi’hverju sinni og var
ævinlega fús að ræða þjóðfélags-
mál, í víðasta skilningi þess orðs.
Mér er sérstaklega minnisstætt að
við iðju sína hlýddi hann gjarna á
útvarp, sönglandi með heyrnartól á
eyrunum eins og popphneigður
unglingur; sérstaklega fylgdist
hann vel með fréttum og dægur-
málaþáttum. Hann stendur mér
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þar
sem hann staldrar við verk sitt öðru
hveiju, tekur af sér heyrnartólin
og fitjar uppá samræðum við nær-
stadda. Og það er ekkert yfirborðs-
kennt hjal. Stefán hafði ákveðnar
skoðanir á flestum hlutum og braut
jafnan viðfangsefni sín til mergjar.
Ávallt voru hins vegar glettnin og
stríðnin skammt undan.
Jónas Árnason hefur dregið upp
skemmtilega mynd í bók sinni Vet-
urnóttakyrrum af afa Stefáns, Karli
Guðmundssyni ísfeld, og sú mynd
kemur mér'ósjálfrátt í hug þegar
ég minnist Stefáns. Þeim sem
þekktu þá báða Stefán og Karl ber
saman um, að þeir hafi að mörgu
leyti verið líkir í háttum og víst er
að margt í lýsingu Jónasar gæti
vel átt við um Stefán. Jónas segir
frá því að þegar hann fluttist til
Norðfjarðar hafi hann veitt eftirtekt
gömlum manni - Kalla gamla, eins
og maðurinn var gjarna nefndur -
sem var þeim eiginleika gæddur að
„allir virtust vilja tala við hann,
börn jafnt sem fullorðnir." „Sestu
hérna og skraflaðu við mig,“ segir
hann við Jónas, „það er svo margt
sem ber á góma í logni og góðu
veðri." Stefán hafði ekki minni
ánægju af samræðum við samferða-
menn sína en afi hans og fólk dróst
líka að honum. Styrkur Stefáns síð-
ustu vikurnar þrátt fyrir veikindin
minnir einnig á áðurnefnda frásögn.
Kalli gamli mælir þessi spaklegu
orð í samtali sínu við Jónas: „Ann-
ars skiptir ekki miklu máli hvenær
kallið kemur. Aðalatriðið er að vera
tilbúinn þegar það kemur." Okkur
sem nú syrgjum Stefán finnst að í
hans tilviki hafi kallið komið alltof
snemma. Ég þykist þó vita að hann
hefði vel getað gert æðrulaus orð
afa síns að sínum, reiðubúinn í sína
hinstu för hvenær sem hana kynni
að bera að. Blessuð sé minning
þessa góða manns. Við Guðný og
börn okkar færum Þuru og systkin-
um Stefáns innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gísli Pálsson.
Hér í Vestmannaeyjum dvaldi og
bjó Kristján í allmörg ár. Var hann
sem einn úr fjölskyldu okkar, bar
systurdætur sínar á höndum sér,
byggði upp traust og væntumþykju.
Fyrir þremur árum hélt Kristján á
frænda sínum undir skírn hér í
Landakirkju og ber hann nú nafn
hans. Þær frænkur og fjölskyldur
minnast Kristjáns með þökk fyrir
allt sem hann var þeim í gegnum
árin.
Lán Kristjáns var er hann kynnt-
ist eiginkonu sinni, Ingu, sem reynd-
ist honum sannur félagi og vinur.
Lítill sumarbústaður sem þau eignuð-
ust var ljós í þeirra lífi, þar fundu
þau sig hvað best og nutu útiverunn-
ar og heimsókna vina og ættingja í
litla bústaðinn sinn. Fjölskylda Ingu
var honum ofarlega í huga og minnt-
ist hann hennar oft er fjölskyldumál
bar á góma. Veit ég að þakklæti var
honum ofarlega í huga fyrir þau
kynni.
Síðustu árin starfaði Kristján sem
bifreiðastjóri á Þrótti. Vinnan var
honum hugleikin, enda samvisku-
samur við sína viðskiptamenn. Vinir
og félagar á Þrótti sýndu honum
drengskap í hans veikinum, sendum
við þeim okkar bestu þakkir fyrir
allt sem þeir gerðu Kristjáni.
Stundin er runnin upp með von
um að móðir og faðir bíði þín á
óþekktri strönd. Við þökkum þér
Kristján minn samfylgdina, megi
guðs friður þig blessa.
Elsku Inga, megi guð styrkja þig
á erfiðri stundu.
Guðlaug Arnþrúður, Gísli og
dætur, Vestmannaeyjum.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Kristjáni mági mínum fyrir 25 árum
og voru þau kynni afar góð. Við
Kristján vorum alla tíð góðir vinir
og kom hann oft á heimili mitt. Sát-
um við oft tímunum saman og töluð-
um um lífið og tilveruna. Hann hafði
hlýtt og stórt hjarta. Var hann mjög
hjálpsamur og sérlega gott að biðja
Kristján einhvers.
Kristján stundaði sjómennsku
meiri hluta ævi sinnar, var hann
bæði á trillum við Langanes og á
vertíðarbátum frá Vestmannaeyjum.
Einnig var hann til nokkurra ára á
farskipum, mestmegnis hjá Hafskip
hf. og Sambandinu. Síðustu árin var
hann vörubifreiðarstjóri á Vörubíla-
stöðinni Þrótti og reyndust félagar
hans þar honum mjög vel í veikindum
hans og eiga því þakkir skildar.
Það var mikil gæfa fyrir Kristján
þegar hann kynntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Ingibjörgu Gunnarsdótt-
ur. Hún bjó honum mjög fallegt
heimili og þar hjúkraði hún honum
af mikilli ástúð síðustu mánuðina.
Elsku Kristján, nú ertu farinn fvr-
ir fullt og allt. Oftar get ég ekki átt
von á, að hurðin heima hjá mér opn-
ist hægt og hljótt og þú birtist í
dyrunum.
Veit ég að aðrar og meiri dyr
standa þér opnar og þar mun verða
tekið vel á móti þér.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um, hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykk-
ar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir
lífinu.
(Ók. höf.)
Auður Stefánsdóttir.
Mig langar að kveðja hann frænda
minn.
Eftir dimman og kaldan vetur
þegar vorið í allri sinni dýrð er loks-
ins mætt til leiks, er baráttunni lok-
ið. Nú veit ég að þér líður vel. Guð
geymi þig elsku vinur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin Ijúfu og hljóðu kynni af alhug þakka hér,
þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi
og gæfa var það öllum, en fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Nú er sál þín rós
í Rósagarði Guðs
kysst af englum
Döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir.
aldrei framar mun þessi Rós
blikna að hausti.
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir)
Guð gefl þér styrk elsku Inga mín
og systkinum hins látna.
Kveðja:
Svala og fjölskylda.
MARGRÉT
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Margrét Kristjánsdóttir
fæddist að Lækjarskógi í
Laxárdal 7. maí 1900. Hún lést
19. maí sl. og fór útför hennar
fram frá Áskirkju 26. maí.
ÞAÐ ERU bjartar og góðar minning-
ar sem sækja á hugann um hana
ömmu mína á þessari stundu. Það
er gott að lifa svo langa ævi, tímana
tvenna, við góða heilsu, frá á fæti
og ekki síst létt í lund. Oft fínnst
mér að það sé okkar eigið hugarfar
sem ræður því hvemig okkur tekst
að höndla lífshamingjuna. Hugarfar
ömmu var mjög jákvætt, hún sá allt-
af góðu hliðarnar, mætti öllu sem
að höndum bar af einstöku fordóma-
leysi, trúði á hið góða og var þakk-
lát. Hún var mjög trúuð kona og
finnst mér trúin hafa veitt henni
mikinn styrk. En þess utan var hún
amma líka bráðskemmtileg og kímni-
gáfan í lagi.
Amma hélt Iengst af stórt heimili
og var umhugað um að allir fengju
nú nóg að borða. Þegar við komum
í heimsókn var amma á þönum upp
og niður kjallaratröppurnar í heima-
saumuðu sauðskinnsskónum að
sækja góðgæti. Minnisstæðar .eru
ferðirnar í kartöflugarðinn vel nestuð
með allar sortir frá ömmu og svo
beið heiti maturinn eftir okkur þegar
við komum heim og allt var þetta
jafn vel þegið. En þetta var ekki eini
garðurinn í lífi ömmu. Garðurinn við
heimili hennar var hennar yndi, hún
sinnti honum vel og bar hann ríkuleg-
an ávöxt. Ekki nægði henni þessi
blómadýrð utanhúss heldur blómstr-
aði allt innandyra líka. Sumar plönt-
urnar breytturs í risavaxin tré en
aðrar voru öllu smærri og fínlegri
og voru rósirnar hennar sem prýddu
alla glugga á vissum árstíma yndis-
legar.
Ekki lét amma sér nægja að sjá
okkur fyrir magafylli, hún gætti þess
einnig vandlega að okkur yrði ekki
kalt. Hún pijónaði á okkur lopapeys-
ur og voru þær endurnýjaðar reglu-
lega, hún lét stundum í veðri vaka
að hún hugsaði bara ekkert um okk-
ur ef henni fannst fulllangt um liðið
síðan að hún gaf okkur síðustu lopa-
peýsu. Það var ekki bara fjölskylda
hennar sem naut góðs af þessari
hlýju, heldur pijónaði hún ógrynni
af peysum gegnum tíðina sem hún
seldi og er ekki langt síðan hún
hætti því.
Spariföt ömmu voru peysuföt og
hún var sko fín hún amma þegar
hún var komin í þau. Þessi lág-
vaxna, fíngerða kona sem mér fannst
alltaf svo suðræn í útliti. Amma hafði
gaman að því að láta taka myndir
af sér og eru mér sérstaklega kærar
myndir sem teknar voru á níræðisaf-
mælinu hennar í peysufötunum góðu.
Hún var ekki slæmt myndefni, svona
iífleg og eðlileg.
Amma var mjög fróðleiksþyrst, las
mikið, lærði tungumál gegn um sjón-
varpið, útvarpið og bréfaskóla. Hún
keypti sér rafmagnsorgel á gamals
aldri og lét þar með gamlan draum
rætast.
Ég hef alltaf verið mjög stolt af
ömmu minni og fundist við mennirn-
ir ríkir að hafa svona einstaklinga
meðal vor. Nú er komið að leiðarlok-
um og ég vona af heilum hug að við
sem vorum svo 'ánsöm að eiga hana
ömmu höfum eitthvað læit.
Svala Jónsdóttir.