Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 39

Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ! I I I í I i i : i I •J I I i Í i i + I DAG ÞORUNN GÚSTAFSDÓTTIR + Þórunn Gústafsdóttir fæddist á Djúpa- vogi 4. desember 1914. Hún lést á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 2. maí sl. Foreldrar Þór- unnar voru Gústaf Valdimar Kristins- son, f. 19.7. 1887, d. 26.4. 1949, og Jónína Rebekka Hjörleifsdóttir, f. 4.11. 1886, d. 6.6. 1962. Þau bjuggu að Lögbergi á Djúpavogi. Eftirlifandi systkini Þórunnar eru Ágústa Jónína, f. 11.8. 1913, Helgi, f. 13.9. 1918, Þórarinn, f. 12.7. 1923, og Björn, f. 11.4. 1926. Systkini Þórunnar sem látin eru, voru: Alfreð, f. 10.5. 1911, d. 4.7. 1985, Þórey Sigríð- ur, f. 30.4. 1912, d. 8.7. 1970, Hjörleif- ur, f. 2.6. 1917, d. 8.2. 1992, og Krist- ján, f. 12.5. 1921, d. 27.4. 1980. Eftir- lifandi eiginmaður Þórunnar er Sigur- jón Ólafsson. Eign- uðust _ þau þrjú börn: Óla Kristin, f. 6.8. 1940, sem fórst með mb. Hvít- ingi 2.9. 1987, Marý, f. 26.6. 1946, og Sigrúnu, f. 28.8. 1949. Utför Þórunnar fór fram i kyrrþey frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 12. maí sl. „ER EKKI allt gott að frétta, vin- ur?“ Fá orð finnst mér lýsa „ömmu I Eyjum“ betur en hennar eigin ávarpsorð í síma við mig stuttu fyr- ir andlát hennar. „Allt gott“ er það sem einkenndi allt hennar viðhorf til manna og verka, bæði í orðum og athöfnum. Þau tæpu fimm ár sem ég þekkti Þórunni eru lítill hluti af hennar ævi, en á þessum tíma smit- aði lífsviðhorf hennar mig óspart af þeirri vissu að þrátt fyrir ský og skúri í hinu daglega lífi styttir upp um síðir. Allt frá því að Þórunn yngri og ég hófum sambúð hefur heimili okkar fengið að njóta fagurs handverks ömmu í ríkum mæli. Maðurinn sem aldrei var mikið fyrir lopapeysur, á nú vart betri flík til gönguferða en peysuna sem amma í Eyjum pijónaði á hann. Og ekki var það bara hin nýja fjölskylda mín sem fékk að njóta handbragðs hennar. Ekki brást það að amma í Eyjum myndi eftir dóttur minni frá fyrri sambúð þegar kom að jólum og enn eru Giýlu-sokkarnir frá ömmu í miklu uppáhaldi. Það er eins og sál Þórunnar endurspeglist í hveiju hennar handbragði og ósjálfrátt léttist brúnin þegar snert er á hlutum hennar. Þetta er víst það sem menn kalla að leggja sálina í verkið. Þegar svo lang-ömmubarn Þór- unnar, Ægir Óli, fæddist á síðasta ári var sem handbragð Þórunnar fengi nýjan þrótt og frá henni komu hveijar sendingarnar á fætur ann- arri, sokkar og peysur. Allt lista- smíð sem kemur til með að fylgja fæddum og ófæddum niðjum hennar um ókomin ár. Með þessum fáu orðum viljum við Ægir Oli og Ella Karen minnast ömmu í Eyjum og þakka henni fyr- ir samfylgd og leiðsögn í gegnum árin. Kristján Friðriksson. Hún hefur örugglega verið hörð, lífsbaráttan hjá stórum barnafjöl- skyldum í litlum sjávarplássum í byijun aldarinnar, þar sem ekki var spurt hvað væri að borða, heldur hvort eitthvað væri til að borða. En þrátt fyrir að kjörin væru oft kröpp hefur ungt fólk eflaust horft til framtíðar með tilhlökkun, tilbúið að takast á við þau risastóru verkefni sem blöstu við á öllum sviðum. Þór- unn var sú fjórða í röðinni af níu systkinum og var hún strax eftir- sótt til starfa, bæði vegna góðrar verkkunnáttu og ekki síður vegna hinnar góðu og léttu lundar sem alla tíð var henni einkenni. Mun hún hafa verið mjög vinsæl af systkinum sínum og öðrum vegna þessa. Þegar hún var ung stúlka lá leiðin síðan til Vestmannaeyja þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Siguijóni Ólafssyni skipstjóra, og hófu þau búskap og fluttust að Sólnesi þar sem þau bjuggu fram að gosi 1973. Á þessum fyrstu hjú- skaparárum fæddust börnin eitt af öðru og tel ég að þetta hafi verið hennar mestu hamingjuár. í Vest- mannaeyjum var á þessum tíma ævintýralegt athafnalíf, ungt fólk streymdi þangað á vertíð og á sumr- in var farið til síldveiða. Siguijón var alla tíð hinn trausti eiginmaður sem ávallt kom með góðan afla að landi og rær enn til fískjar, þótt kominn sé fast að áttræðu. Þau til- heyrðu þeirri kynslóð sem breytti íslandi úr allsleysi kreppuáranna í það velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag. Víst er að afrakstur þessa fólks verður ekki metinn til fjár, en mikil er sú þakkarskuld sem nútímakynslóð íslendinga ber að gjalda þessu fólki á ævikvöldinu. Þórunn var mikil hagleikskona í höndunum. Hún var saumakona af guðs náð, og sjaldan þurfti viðgerð- armann færi eitthvað úrskeiðis. Margar hannyrðir hennar voru hreinustu listaverk og var sem þráð- ur og nál léku í höndum hennar. Eins og aðrir Vestmannaeyingar urðu þau að yfirgefa heimili sitt í gosinu 1973, og varð Sólnes hraun- inu að bráð, eitt af síðustu húsun- um. Þau bjuggu á Höfn í Homafirði í tvö ár, en snéru aftur heim og byggðu sér glæsilegt heimili á Foldahrauni 37, þar sem vel sást út á sjó úr eldhúsglugganum. Eflaust hefði Þórunn kosið að eitt og annað færi á annan veg en varð, eins og við öll, en liún var, eins og fyrr segir, gædd sérlega jákvæðri lund og málshátturinn „hláturinn lengir lífið" átti svo sann- arlega vel við hana. Þrátt fyrir ást- vinamissi og ýmislegt mótlæti heyrði enginn hana kvarta, heldur tók hún öllu með æðruleysi og still- ingu. Oftast var hún tilbúin að slá á létta strengi og þoldi engum að vera í fýlu útaf smámunum. Það væri vandræðalaust í veröldinni ef allir hefðu innrætið hennar Þórann- ar. Þótt Þórunn hefði náð því að verða rúmlega áttræð, varð það engu að síður ástvinum mikið áfall þegar dauðinn barði að dyrum, en samband hennar og dætra hennar var einstaklega fallegt og hjart- næmt. Samband þeirra Siguijóns var búið að standa í meira en hálfa ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 A/andaðir legsteinar ■ Varanleg minning BAUTASTEINN j Brautarholti 3,105. R I Sfmi 91-621393 öld, og einkenndist alla tíð af trausti og hlýju hvors í garð annars. Barna- börnum sínum var hún góð og ynd- isleg arama. Þessa sómakonu sem aldrei lagði annað en gott til nokk- urs manns, kveð ég með söknuði og þakklæti fyrir allt gott í minn garð og bið hennar blessunar í nýj- um heimkynnum. Pálmi. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ var hún amma vön að segja, og hvað þetta eru orð að sönnu. Það er skrítið til þess að vita að hún er ekki lengur hjá okkur því hún var svo stór hluti af tilverunni. En við erum heppin að hafa fengið að njóta hennar svona lengi og eig- um minningarnar um hana og svo ekki sé talað um handavinnuna. Það eru þó nokkur atriði sem helst koma upp í hugann þegar maður hugsar um ömmu. Enginn hefur nokkurn tímann vakið mann eins blíðlega á morgnana eins og amma. Það var sest ofur varlega á rúmgaflinn, hendi strokið mjúklega yfir kinn og sagt blíðlega: „Jæja elskan, er ekki mál til komið að vakna.“ Það var ekki hægt annað en að fara fram úr með brosi á vör. Það var líka þannig sem amma vildi helst hafa fólk, brosandi. Yatsy, fela fantinn, kaball, pönnukökur, pijónar, þetta eru allt athafnir og hlutir sem alltaf koma til með að minna okkur á ömmu. Alltaf var sem amma færi í ann- an heim þegar hún talaði um æsku- árin og systkin sín á Djúpavogi. Þar hefur örugglega oft gengið mikið á og alltaf talaði hún um krakkana, það voru jú systkinin. Amma háfði einnig gaman af að glíma við orðaleiki og gátur, og munum við þá sérstaklega eftir einni, hún var svona: Út gekk ég óviss, inn gekk ég hárviss, sá ég fimm tungur sem allar í einu höfði sungu? Og gettu nú. Það var ekki fyrr en nú á seinni árum að við tókum eftir hvað amma notaði málshætti mikið. „Barnið vex en brókin ekki,“ var svarið þegar við hringdum,og þökkuðum fyrir sendingu til langömmudrengjanna fyrir skömmu, og voru bæði peysur og buxur vel við vöxt. En hún hafði mikið gaman af að gera eitthvað í höndunum, bæði á þá, aðra og einn- ig til skrauts. Við viljum þakka elsku ömmu okkar fyrir að hafa verið til staðar, stutt okkur í biíðu og stríðu því betri stuðning hefðum við ekki get- að fengið. Bjargföst í þeirri trú að við eigum eftir að hittast aftur síð- ar, kveðjum við ömmu okkar með þessum fátæklegu orðum. Bamabömin heilsa um sinn, hrygg þau eru í hjarta. Ljúf mun verða minningin um móðurömmu bjarta. Þórunn Björk, Jóhann og Jonni. Erfidr>rkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÓTEL LflETLEIDIR LEGSTEINAR H6LLUHRBUNI 14, HfiFNflRFIRÐI. SÍMI 91-652707 3pr í . pp AOTTt rTT^ÍrT ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 39 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jóns- dóttir var fædd 15. ágúst 1899 í Neðradal í Biskups- tungum. Hún lést 15. apríl sl. Rúna var með foreldrum sínum í Tjarnarkoti fram að fermingu, en fór þá í vinnu- mennsku, var í Brekku í sömu sveit til tvítugs. Fór þá til bróður síns að Auðsholti og þaðan með honum og konu hans __ að Helgastöðum. Árið 1954 fór hún sem vinnukona að Höfða og var þar í 20 ár. Þá flutti hún til bróður síns í Hveragerði, þá orðin 75 ára. Hjá þeim var hún þar til þau fóru á elliheimilið NÚ ERT þú, elsku Rúna frænka, dáin. Mikið óskaplega átti ég marg- ar góðar stundir með þér sem ungl- ingur. í barnaskóla var heimavist og í fríum fór ég oft til Rúnu frænku í Höfða. Stundum fóru vin- konur mínar með og alltaf vildu þær koma aftur með til Rúnu. Við Rúna fórum saman í margar smalaferðir. Svo rann stóra stundin upp, en það var þegar ég fékk að fara með þér að veiða í tjörninni. Það voru ekki merkilegar veiði- græjur, bara snæri og öngull, eng- ar sökkur eða flotholt, en þó það væru bara þín veiðarfæri þá brást ekki að daginn eftir þegar við kom- um að vitja um þá var nóg í mat- inn þann daginn. Rúna var okkur systkinunum mikið góð, við söknum þín mikið, en þér fannst komið nóg. Ég man þegar þú dast og lærbrotnaðir. Þá sagðir þú, nú er ég að fara hinumegin en ég sagði þú ert ekkert að fara og auðvitað stóðst þú upp og lab- baðir út nokkur árin eftir það. Rúna var mikið ljúf og góð manneskja, það var stutt í hláturinn hjá henni þeg- ar við vorum að gantast saman. Rúna giftist ekki og átti ekki börn en hún átti okkur systkinin með pabba og mömmu. Hún vann mikið alla sína ævi og yfirleitt ekki léttustu störfin. Hún átti því láni að fagna að vera alla sína löngu ævi mjög heilsu- hraust, hafði fótavist þar til hálfum mánuði áður en hún lést. Hefði orðið 96 ára á þessu ári hefði hún lifað. Hún dó daginn fyrir páskadag og hélt því páskana með mömmu og pappa og bróður sínum, sem eru farin nokkrum árum á undan henni. Rúna mín, ég kveð þig núna, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, og sagðir mér. Ég veit að svona góð manneskja eins og þú hefur það sem allra best hjá guði. Guð geymi þig frænka. Svava Eiríksdóttir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, UNNUR ÍSLEIFSDÓTTIR LARSEN, frá Ráðagerði íVestmannaeyjum, síðar búsett í Alandsgade 55 Kaupmannahöfn, lést laugardaginn 27. maí. Edda og Soren Rasmussen Jan og Peter Rasmussen. Sambýlismaður minn, sonur og bróðir, GUÐMUNDUR BJÖRN HARALDSSON, frá Flateyri, lést 28. maí. Gróa Kristfn Helgadóttir, Gróa Björnsdóttir og systkini. + Hjartkær sonur okkar, JÓN SIGURÐSSON, Kírkjuvegi 4, Vík i Mýrdal, lést laugardaginn 27. maí. Helga Elsa Hermannsdóttir, Sigurður Ævar Harðarson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, GUÐRÚN VIGDÍS SIGMUNDSDÓTTIR, Engjaseli 81, Reykjavik, • lést í Landspítalanum 28. maí. Arnór Sigurðsson, Guðbjörg Arnórsdóttir, Jóhanna Arnórsdóttir, Margrét Albertsdóttir, Margrét J. Sigmundsdóttir, Guðbjörg Friðfinnsdóttir, Sigurður Arnórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.