Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Útför móður minnar,
MARÍU MARKAN ÖSLUND,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 31. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið,
Hamrahlíð 17.
PéturÖslund.
t
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
frá Hvítárvöllum,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Ásbjörn Jónsson og börn.
t
Ástkær frænka'og vinkona okkar,
UNNUR HULDA EIRÍKSDÓTTIR,
feldskeri,
Bergstaðastræti 48,
er látin.
F.h. aðstandenda,
Sigrfður Sigurðardóttir,
Jóhanna Tómasdóttir,
Theodór Nóason.
t
Ástkær sambýlismaður minn, sonur,
faðir og bróðir,
VIÐAR LOFTSSON,
Hamraborg 38,
Kópavogi,
lést á heimili sínu 13. maí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd vandamanna,
Anna Ósk Ragnarsdóttir,
Ásthildur Guðlaugsdóttir.
t
Hjartkær sonur okkar,
ÞRÖSTUR BERGMANN INGASON,
Álftamýri 8,
Reykjavík,
sem andaðist 22. maí sl. verður jarð-
sunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði, fimmtudaginn 1. júní kl. 13.30.
Rósa R. Frímannsdóttir, Ingi Bergmann.
t
Elskuleg móðir okkar, téngdamóðir, amma og langamma,
HELGA INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Suðurgötu 15,
Keflavík,
sem lést í Borgarspítalanum 23. maí, verður jarðsungin frá Kefla-
víkurkirkju á morgun, miðvikudaginn 31. maí kl. 14.00.
Gunnar K. Þorgeirsson, Margrét Böðvarsdóttir,
Vilberg K. Þorgeirsson, Guðrún Björk Jóhannesdóttir,
Sigurður Þorgeirsson, Rut Olsen,
Magnea V. Þórsdóttir, Jón K. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBORG ODDSDÓTTIR,
Álfaskeiði 70,
Hafnarfirði
veröur jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, í dag, þriðjudaginn 30.
maí kl. 15.00.
Haraldur Ólafsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir,
Oddur Ólafsson, Sigríður Á. Þórarinsdóttir,
Ómar Ólafsson, Vaigerður Ásgeirsdóttir,
Aðalsteinn Ólafsson, Margrét Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
SVERRIR
GUÐMUNDSSON
+ Sverrir Guð-
mundsson
fæddist í Reykjavík
28. mars 1914.
Hann lést í Arnar-
holti 21. maí 1995.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Sigurðsson, klæð-
skerameistari, og
kona hans, Svan-
laug Benediktsdótt-
ir. Systkini Sverris
voru: Sigurður,
ljósmyndari; Lauf-
ey, húsfrú; Bene-
dikt, listmálari;
Guðmundur, dömuklæðskeri;
Guðríður, húsfrú; Svanlaug
(systir Clementsína) og Haukur
(pressari).
Sverrir verður jarðsunginn í
dag frá Kristskirkju og hefst
athöfnin kl. 15.00.
ÞAÐ verður vart sagt að andlát
Sverris Guðmundssonar hafí komið
á óvart. Bæði var aldurinn hár og
hann hafði í alllangan tíma verið
þungt haldinn og nánast horfinn
þessari tilvist.
Kynni okkar Sverris hófust þegar
ég tengdist vinum hans, hjónunum
Margréti og Sigmari, sem hann
bast mjög traustum böndum alla
tíð. Sverrir var við fyrstu sýn sér-
stæður og batt ekki bagga sína allt-
af sömu hnútum og
samferðamenn hans.
Hann átti við fötlun að
stríða og heyrnardep-
urð hafði mikil áhrif á
samskipti hans við
fólk. En þegar nánar
var að gáð og hann fór
að kynnast fólki betur
kom í Ijós að hann
fylgdist vel með mönn-
um og málefnum og
minni hans var ótrú-
lega gott. Tilsvör hans
báru oft vott um laun-
fyndni og hann gat svo
sannarlega komist
skemmtilega að orði eins og reynd-
ar bróðir hans, Haukur, sem alþjóð
þekkti sem pressara og margar
góðar sögur eru tengdar.
Ég minnist fjölmargra ferða með
Sverri í sumarbústaðinn í Grímsnes-
inu, en þar á Sverrir mörg handtök-
in varðandi girðingarnar. Ég sé
hann fyrir mér í úlpunni sinni úti
í landinu tjargandi girðingarstaur-
ana og dittandi að girðingunni.
Hann lagði alltaf mikla áherslu á
að girðingarnar væru í lagi og staf-
aði það ekki síst af miklum áhuga
hans á trjárækt. Reyndar virtist
allt gróa í höndum hans, og við
Dóra komum stundum til hans
blómum sem voru að deyja drottni
sínum og oftar en ekki kom hann
þeim til lífs á ný.
t
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlý-
hug, við andlát og útför
MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR,
Túngötu 63,
Eyrarbakka.
Fyrir hönd vandamanna,
Jón Ingi Sigurjónsson.
t
Frændi okkar,
ÓSKAR KJARTANSSON,
Karlagötu 18,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum miðvikudaginn 31.
maí kl. 14.00.
Aðalheiður Jónsdóttir,
Svava Jónsdóttir.
t
Föðurbróðir minn,
SVERRIR GUÐMUNDSSON,
Hátúni 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Kristskirkju,
Landakoti í dag 30. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Sjálfsbjörg, Félag fatlaðra í Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigríður Sigurðardóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
ARÍN GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
Bergþórugötu 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 31. maí kl. 15.00.
, Ágúst Þorsteinsson,
Margrét Ágústsdóttir,
Jóhann Ágústsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir
og barnabörn.
Að leiðarlokum skal þakkað fyrir
samveruna með Sverri Guðmunds-
syni. Hann var einn þeirra manna
sem ekki lagði illt til nokkurs manns
og heimkoma slíkra manna hlýtur
að verða góð.
Dóra og Rúnar.
Látinn er vinur okkar, Sverrir
Guðmundsson, skósmiður á áttug-
asta og öðru aldursári.
Þessa dagana rifjast upp endur-
minningar frá liðnum árum. Það
var árið 1930 á björtum sumardegi
sem við Sverrir hittumst fyrst. Eg
var á gangi með tveimur vinum
mínum niður Amtmannsstíg þegar
kallað var á okkur. Þar var kominn
Sverrir Guðmundsson, sem kom
norðan Skólastrætis og fór mikinn.
Við tókum tal saman og snérust
umræðurnar um dúfur, en á þessum
tíma áttu margir unglingar dúfur.
Allmörgum árum síðar lágu leið-
ir okkar saman á ný og svo hefur
verið ávallt síðan við störf og leik.
A yngri árum fórum við oft í
ferðalög í hópi glaðra félaga, og
þar naut Sverrir sín vel því hann
unni mjög allri útivist.
Þegar Sverrir var fjögurra ára
gamall missti hann móður sína. Var
hann þá tekinn í fóstur til móður-
systur sinnar, Sigríðar Benedikts-
dóttur, og eiginmanns hennar, Stef-
áns Gunnarssonar, skókaupmanns.
Sverrir mat Sigríði móðursystur
sína mjög mikils og var henni ávallt
þakklátur fyrir uppeldið. Heimili
þeirra hjóna var rómað fyrir smekk-
vísi og myndarskap og komu þang-
að margir listamenn og var oft
mikið um að vera. Sigríður var
mikil ræktunarkona og var Sverrir
hennar hægri hönd í ýmsu er laut
að blómaræktinni. Hjá Stefáni í
Austurstræti 12 lærði Sverrir síðan
skósmíði.
Það má segja að lengi býr að
fyrstu gerð, því að þegar Sverrir
flutti að Hátúni 10 bjó hann sér
þar vistlegt heimili og það má segja
að hann hafi flutt með sér uppeldis-
áhrifín af Sóleyjargötunni hjá þeim
Sigríði og Stefáni. Sverri var í blóð
borin smekkvísi og löngun til að
safna að sér ýmsum fallegum mun-
um, myndum og blómum.
Arið 1941 varð Sverrir fyrir því
að slasast svo að afleiðingarnar
áttu eftir að hrjá hann alla tíð.
Hann var oft rúmfastur vikum sam-
an og það var ekki auðvelt fyrir svo
athafnasaman mann og iðinn sem
Sverrir var. Hann bar sig samt vel
og benti á hvað margir ættu mikið
erfiðara en hann.
Það var notalegt að heimsækja
Sverri. Jafan var heitt á könnunni
og á góðum stundum ræddum við
um ýmislegt sem snerti Reykjavík,
og mannlífið á þeim tíma þegar við
vorum ungir. Stundum rifjuðum við
upp hverjir áttu gömlu bílnúmerin,
t.d. R-5 o.fl. því Sverrir hafði ótrú-
lega gott minni fram eftir árum.
Stundum sagði hann mér frá
draumum sínum og þá bar á góma
framhaldslíf og þar gat hann talað
sig heitan því hann átti sína trúar-
vissu.
Mér kemur í hug 23. sálmur
Davíðs sem einkunnarorð Sverris:
„Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þó ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig...“
Við fráfall Sverris Guðmundsson-
ar söknum við góðs vinar. Glöðu
samverustundirnar geymum við í
þakklátum huga okkar. Einlægni
Sverris og góðvild munum við aldr-
ei gleyma.
Margrét og Sigmar
Guðmundsson.
Legsteinar Krossar Skildir
Málmsteypan kaplahraunis IJPT T Á \*4 220 HAFNARFJÖRDUR IíXjIiÍj/I XJl. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587