Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
LiamfjEESON Jessica LANGE
m
SKOGARÐYRIÐ
Synd kl. 11. Bj.16.
Allra síð.sýn.
aEíisíia;
Storstjarnan Liam Neeson (Listi Schindlers) og
Óskarsverðlaunahafinn Jessica Lange
(Blue Sky, Tootsie) fara með aðalhlutverkin í þessari
mögnuðu stórmynd. Með önnur hlutverk fara John Hurt
(EÍephant Man), Tim Roth og Eric Stoltz (Pulp Fiction).
Leikstjóri Michael Caton-Jones (Scandal).
Sýad kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
Ein stórkostlega geimævintýramynd allra tíma sem hefur
slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og fengið afbragðs
aðsókn um allan heim. Frábær spennumynd með
stórkostlegum tæknibrellum.
Sýnd kl. 5.30, 9 og 11.15.
Morgunblaðið/Halldór
STEFÁN Hilmarsson í léttri sveiflu.
Sól í sumar
BIRNA Petrea Guðmunds-
dóttir og Jón Edwald
Malmquist.
SÁLIN hans Jóns míns með Stefán
Hilmarsson í broddi fylkingar er
komin saman á ný eftir tveggja ára
hlé og í tilefni af því hélt sveitin
tónleika á Ingóífscafe um helgina.
Ný geislaplata með sveitinni, „Sól
um nótt“, mun koma út 10. júní og
auðvitað mun Sálin fylgja henni eft-
ir með tónleikaferðalagi um landið
í sumar og hápunkturinn verður á
þjóðhátíð um verslunarmannahelg-
ina. Um hvítasunnuhelgina mun
Sálin spila í Borg í Grímsnesi á
föstudagskvöld og í Stapanum í
Njarðvík á aðfaranótt mánudags.
Stefán Hilmarsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að tónninn á
nýju plötunni yrði frekar svipaður
rauðu plötunni sem kom út jólin
1991. „Hún er melódísk og aðgengi-
leg eins og sálarpoppið yfirleitt.
Þetta er það sem við gerum best,“
segir Stefán. Þess má geta að lagið
Netfanginn hefur verið spilað á út-
varpsstöðvum undanfarna daga.
ERLA Friðgeirsdóttir, Birgir Jónsson og Inga Jónsdóttir.
CHANEL haustið 1993,
CHANEL vorið 1993.
Bráðum brúður?
FÁAR fyrirsætur hafa oftar klæðst brúð-
arskarti en Claudia Schiffer, þótt sjálf
. hafi hún aldrei gengið upp að altarinu í
slíkum klæðnaði. Hún hefur hins vegar
verið eftirsótt þegar Valentino og Chan-
el hafa þurft að auglýsa framleiðslu
sína, enda þykir Claudia taka sig ein-
staklega vel út í brúðarklæðum. Clau-
dia, sem nú er á 25. aldursári, er
trúlofuð galdramanninum David
Copperfield, sem er fimmtán árum
\ eldri en hún, en vinir þeirra hafa
látið hafa eftir sér að þess sé nú
skammt að bíða að Claudia klæð-
ist brúðarkjól í alvörunni. En
hvort sem það verður Valentino
í Vegas eða Chanel í Cannes
er næsta víst, að brúðarskart-
ið mun fara henni vel. Fyrir
’ er löng reynsla.
og
David Copperfield.
VALEN-
TINO
vorið 1995.
CHANEL haustið 1994.
CHANEL haustið 1991.