Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LITLAR KONUR
Gerð eftir sögu Louise May Alcott „Yngismeyjar" sem
hefur komið út á íslensku. Winona Ryder, Susan
Sarandon, Kristen Dunst, Samantha Mathis, Trini
Alvarado, Claire Danes fara með aðalhlutverkin í þessari
ógleymanlegu kvikmynd um tíma sem breytast og
tilfinningar sem gera það ekki.
Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna.
Winona Ryder hlaut tilnefningu fyrir bestan
leik í aðalhlutverki.
Framleiðandi: Denise Di Novi (Batman, Ed Wood).
Leikstjóri: Gillian Armstrong (My Brilliant Career.)
Sýnd kl. 4.45, 6.55, 9 og 11.15.
STJÖRNUBÍÓLÍNAN
Kvikmyndagetraun. Verðlaun: Biómiðar og regnhlifar
Verð 39.90 mínútan.Sími 991065.
Iaamobj^L
BeLoveD
AÐALHLUTVERK: Gary Oldman, Isabella
Rossellini, Jeroen Krabbé, Valeria Golino
og Johanna Ter Steege.
VINDAR FORTIÐAR
of tfe FALL
AÐALHLUTVERK: BRAD PITT
ANTHONY HOPKINS
OG AIDAN QUINN
Sýnd kl 4.45 og 11.15. b.í. 16.
Vöðvastælt
kyntákn
LAUSN við gátu á síðu 50
varðandi það hvaða búkur
tilheyrði hvaða leikara er sem
hér segir:
A. Johnny Weissmuller.
B. John Travolta
C. Burt Lancaster
D. Arnold Schwarzenegger
E. Bruce Willis
F. Marlon Brando
G. Tony Curtis
H. Cary Grant
I. Sylvester Stallone
Hefurðu
taugar til
mjólkur-
innar?
Mjólk er
einhver besti
B-vítamíngjafi
sem völ er á.
B-vítamín eru
meðal annars
mjög mikilvæg
fyrir taugar og
vöxt
tuna-.
samKeppni
ungs.fólks
I0;20ára ini beku
mjólkurauglýsinguna
Þátttökublað
á næsta sölustað
mjólkurirmar.
ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR
MATHIEU Kassovitz fékk viðurkenningu fyrir mynd sína Hatur. JIM Jarmusch og Johnny Depp kynna mynd sína „Dead Man“.
Besta myndin
í Cannes
Neðanjarðar
► KVIKMYNDIN Neðanjarðar eða
„Underground“ vann gullpálmann í
Cannes þegar lokaathöfnin fór fram á
sunnudaginn var. Leikstjóri myndarinn-
ar Emir Kusturica tók við pálmanum
úr höndum leikkonunnar Sharon Stone
og sagði af því tilefni: „Ég hafði undir-
BEATRICE
Dalle á frum-
sýningu
myndarinnar
Neðanjarð-
ar.
búið ræðu fyrir gullpálmann, en er bú-
inn að gleyma henni. Þakka ykkur inni-
Iega fyrir.“
Neðanjarðar fjallar um fimmtíu ár í
lífi fólks sem leitar skjóls í kjallara í
sprengjuárás Þjóðveija á Belgrad 6.
apríl 1941. Allan þann tíma dvelur það
neðanjarðar vegna þess að kommúnísk
yfirvöld telja því trú um að stríðið geysi
ennþá. Þegar það lætur svo loks verða
af því að gægjast upp á yfirborðið sér
það að styrjöldin er enn í gangi.
Theo Angelopoulos hafnaði í öðru
sæti með myndina „Augnaráð
Ódysseifs" eða „Ulysses’ Gaze“, sem
fjallar um ferð leikstjóra um suðu-
pottinn á Balkanskaga. Breska
myndin Carrington fékk sérstök
aukaverðlaun dómnefndarinnar og
Jonathan Pryce var kjörinn besti leik-
ari hátíðarinnar. Myndin fjallar um
platónskt samband listmálara og sam-
kynhneigðs rithöfundar í Englandi á
þriðja áratugnum.
Það voru ekki einu verð-
launin sem féllu í skaut
Breta, því Helen Mirr-
en var útnefnd besta
leikkona hátíðarinn-
ar fyrir frammistöðu
sína í Geðveiki Ge-
orgs konungs eða
„The Madness of
King George". Þá
fékk franski leik-
stjórinn Mathieu
Kassovitz sérstök
verðlaun fyrir
mynd sína Hatur
eða „La Heine“.
Það var ein af
mörgum átakan-
legum myndum
sem fjölluðu um
krakka á glapstig-
um, eiturlyf og al-
næmi.
EMIR Kusturica með gullpálmann í
annarri og Sharon Stone í hinni.
En maður dagsins var tvímælalaust
Emir Kusturica. Neðanjarðar er sorgleg
gamanmynd sem ætlað er að sýna fárán-
leika styrjaldarátaka. Lygin sem sögð
er til að halda fólkinu neðanjarðar á
að endurspegla áróður leiðtoga komm-
únista og frásögn vestrænna fjölmiðla
af átökunum. Kusturica er að sækja um
franskan ríkisborgararétt um þessar
mundir og neitar að kalla sig Bosníu-
mann: „Ég fæddist Júgóslavi og mun
deyja Júgóslavi."
Kusturica hefur áður unnið gullpál-
mann í Cannes. Það var árið 1985 fyrir
myndina Þegar faðir minn var að heim-
an í viðskiptaerindum eða „When Father
Was Away on Business". Auk þess var
hann valinn besti leikstjóri Cannes árið
1989 fyrir myndina „Stund sígaunanna“
eða „Time of the Gypsies". „Stríð er
dæmi um náttúruhamfarir eins og jarð-
skjálfta á þessu svæði. Það á sér alltaf
stað öðru hvoru,“ segir Kusturica. „Ég
vildi draga upp skýrari mynd af ástand-
inu og glundroðanum í þessum heims-
hluta. Enginn virðist geta fundið út hvar
þessi hryllilegu átök eiga upptök sín.“