Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 60

Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 60
Farmenn felldu miðlunartillögu Stjórnin hlynnt verkfalli STJÓRN Sjómannafélags Reykjavík- ur hyggst boða vinnustöðvun á kaup- skipafiotanum náist ekki samkomu- lag í vinnudeilu undirmanna á kaup- skipum og viðsemjenda alveg á næst- unni. Yfirgnæfandi meirihluti undir- manna felldi miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara en atkvæði voru talin í gær. Af 115 greiddu 95 atkvæði, 77 '-'sögðu nei og 18 já. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ segir að niðurstað- an hafi ekki komið á óvart þegar haft sé í huga að atkvæðagreiðslan hafi farið fram á borðshorninu hjá forystu Sjómannafélags Reykjavíkur. Óánægja með breyttan vinnutíma Birgir Björgvinsson, stjórnarmað- ur í Sjómannafélaginu, segir að mesta óánægjan hafi verið með -— breyttan vinnutíma i heimahöfn. Farmenn ættu að vinna meira og fá minni frí í heimahöfn samkvæmt tillögunni. Menn eru ekki, að sögn Birgis, of óhressir með launaliðinn. Miðlunartillagan gerir ráð fyrir 12,5% hækkun á öll laun. Birgir sagði að vinnuveitendur vissu hvað farmenn væru ósáttir við og boltinn væri hjá þeim. Ef ekki yrði samið alveg á næstunni sæi stjórnin ekki ástæðu til að fresta aðgerðum. Verkfall hefst sjö dögum eftir boðun og 70 til 80% af kaupskipa- flotanum stöðvast eftir um hálfs mánaðar verkfall. Stefnt er að því að deiluaðilar hittist hjá ríkissátta- semjara á miðvikudag eða fimmtu- ^dag. ■ 81% farmanna sagði nei/6 ------» ♦ ♦------- Sleipnisdeilan Boða hertar aðgerðir SAMNINGAFUNDUR Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis og vinnuveit- enda fór út um þúfur laust eftir mið- nætti aðfaranótt mánudags. '■>— Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segist eiga von á að þær lyktir muni draga verkfall bílstjóra enn á langinn. Hann boðar hertar ; aðgerðir gegn verkfallsbrotum. Verkfallsverðir Sleipnis stöðvuðu ' akstur 6-7 hópferðabifreiða í gær, m.a. á höfuðborgarsvæðinu, í Hval- firði og á Þingvöllum, á þeim forsend- um að um verkfallsbrot væri að ræða. Sleipnir gerði á Iaugardag kjara- samning við Stefán Gunnarsson, hóp- , ferðasérleyfishafa á Hofsósi sem hef- ur haft fjóra bílstjóra í vinnu, að ósk </j£ess síðarnefnda. Óskar segir samn- ifiginn miðast við miðlunartillögu þá sem ríkissáttasemjari lagði fram fyr- ir nokkrum vikum en bifreiðastjórar höfnuðu, að nokkrum liðum frátöld- um. Samningurinn hefur ekki verið kynntur félagsmönnum Sleipnis. Óskar segir ýmsa einstaklinga og lyrirtæki í röðum eigenda hópferða- bifreiða hafa sýnt áhuga á að gera sams konar samning við félagið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sandur flýtir fyrir sólbráð DAVÍÐ Herbertsson bóndi í Hrís- gerði í Fnjóskadal minnist þess ekki að hafa fyrr þurft að moka snjó á þessum árstíma. Fyrir sex vikum bar hann sand yfir snjó- inn, þar sem girðingin var undir, til að flýta fyrir sólbráð. Eins og sjá má hefur skaflinn látið undan á löngum kafla og er girðingin nær öll komin undan snjónum ofan við þjóðveginn. Óvenjukalt hefur verið um norðanvert land- ið og hafa sauðburður og vor- verk almennt gengið illa. Kapp lagt a samn- inga í sjómanna- deilu í þessari lotu SAMNINGAFUNDUR í deilu sjó- manna og útgerðarmanna stóð enn klukkan að ganga eitt í nótt. Mik- ill þrýstingur er á samningamönn- um deiluaðila að ná samningum í þessari lotu. Ef ekki semst í dag eða allra næstu daga eru líkur til þess að verkfallið dragist á langinn vegna þess að sjómannadagurinn er um aðra helgi og þá þarf allur flotinn að vera í höfn samkvæmt kjarasamningum. Samningafundur í sjómannadeil- unni hófst í Karphúsinu klukkan 14 í gær. Áður höfðu deiluaðilar hitt Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra að máli. Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasambands- ins, og Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, sögðust mæta með jákvæðum huga til fundarins með þeim ásetningi að ná samningum. Kristján Ragnarsson sagði að ef ekki næðist samkomulag í þessari lotu minnkaði t.ilefni til að leysa deiluna fyrir sjómannadaginn, sem er um aðra helgi. Þrýst á um sérsamninga Ef ekki næst saman nú eru tald- ar auknar líkur á því að einstaka útgerðarmenn og félög sjómanna geri sérsamninga. Þrýstingur hefur aukist til slíkra samninga víða um land. Bæði formenn samtaka sjó- manna og útgerðarmanna segjast leggja áherslu á að heildarsamn- ingar takist svo að ekki þurfi að koma til sérsamninga. Ákveði út- gerðir innan LÍU að ganga til sér- samninga, verða þær að segja sig úr samtökunum. Enn er fiskvinnslan víðast hvar í fullum gangi þrátt fyrir verkfall sjómanna. Flest húsin sjá þó fram á hráefnisskort fyrir helgi. Við það fer fjöldi fiskverkafólks á atvinnu- leysisbætur. ■ Flest fiskvinnsluhús /11 Eldsvoðar af völdum barna Foreldrar bera ekki ábyrgð á börnunum VATRYGGINGAFELAG bætir tjón sem verður í eldsvoða þótt um íkveikju sé að ræða en á endur- kröfurétt á hendur þeim sem tjóninu veldur. Þegar börn verða völd að eldsvoða bera þau ábyrgð á tjóninu. Að sögn Ingvars Sveinbjörnssonar, hæsta- réttarlögmanns hjá Vátryggingafé- lagi íslands, bera foreldrar ekki ábyrgðina, enda ekki hægt að gera þá kröfu til þeirra að þeir fvlgist með börnum sínum öllum stundum. „Það er útbreiddur misskilningur að foieldrar beri ábyrgð á börnum sínum. Það er einungis í þeim tilfell- um þegar hægt er að segja að þeir hafi beinlínis horft á börn sín valda tjóni,“ sagði Ingvar. Ingvar segir tryggingafélögin eiga endurkröfurétt á hendur þeim sem tjóni veldur en þegar börn eigi í hlut séu þau væntanlega ekki borgunarmenn og þá sé endur- kröfurétturinn lítils virði. Bótaskylda tryggingafélaganna fellur þá aðeins niður þegar eigandi kveikir í sjálfur, tryggingafélög bæta brunatjón af völdum íkveikju annarra. ■ Tugmilljóna tjón/12 Breti dæmdur hér fyrir fíkniefnasmygl reyndist með falsað vegabréf Bretar vilja framsal vegna vopnaðs ráns BRESKUR karlmaður, sem dæmdur var til 18 mánaða fangelsisvistar hér á landi í nóvember sl. fyrir fíkni- efnasmygl, reyndist vera með falsað vegabréf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur komið í Ijós að maðurinn er eftirlýstur í Bret- landi fyrir vopnað rán. Búist er við að bresk yfirvöld leggi fram beiðni um framsal mannsins á næstunni. Maðurinn, sem er um fertugt, var handtekinn við komuna hingað til Iands í byrjun nóvember í fyrra, ásamt 23 ára konu. Reyndist hvort þeirra hafa um 3 kg af hassi í fór- um sínum og við yfirheyrslur játaði maðurinn að hafa einu sinni áður borið 3 kg af hassi til landsins. Þegar maðurinn var handtekinn var hann með vegabréf, þar sem sagði að nafn hans væri Michael Ounswo- ert. Það reyndist falsað og rétt nafn mannsins var Jeffrey Force. Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi undir hinu ranga nafni. Að mati sérfræðings sem blaðið ræddi við, mun' það engu breyta að maðurinn var dæmdur undir röngu nafni, nema hugsanlega til þyngri refsingar fyrir að gefa upp rangt nafn. Konan var dæmd í 6 mánaða fangelsi. Óttuðust flótta Jeffrey Force er eftirlýstur í Bret- landi fyrir vopnað rán, sem hann framdi ásamt félaga sínum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins kom hið rétta í ljós þegar íslensk lögregluyfirvöld sendu upplýsingar um brot mannsins hér til Interpol. Munu íslensk yfirvöld hafa óttast að hann fengi aðstoð við flótta, minnug þess að Donald Feeney, sem dæmdur var fyrir tilraun til að nema tvö stúlkuböm á brott, komst nær úr landi. Var hann því fluttur í Síðu- múlafangelsið; þar sem öryggis- gæsla er mun meiri en á Litla- Hrauni. Miðað við 18 mánaða fangelsis- dóm mannsins hefði hann átt mögu- leika á reynslulausn að helmingi þess tíma liðnum eða í ágúst næst- komandi. Þá hefði honum verið vís- að úr landi, til Bretlands. íslensk yfirvöld vörðust í gær frétta af málinu. Erlendur Baldurs- son, sem varð fyrir svörum hjá Fangelsismálastofnun í fjarverú Haraldar Johannessen fangelsis- málastjóra, svaraði því einu til að stofnunin gæfi ekki upplýsingar um einstaka skjólstæðinga sína. Jóhann Jóhannsson hjá útlendingaeftirlitinu kvaðst ekki kannast við málið, enda væri útlendingaeftirlitið ekki rann- sóknaraðili að því og það kæmi ekki til kasta þess fyrr en kæmi að reynslulausn og brottvísun úr landi. Hjalti Zóphaníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, neit- aði einnig að staðfesta upplýsingar Morgunblaðsins um málið. Islenskt mál „Ég veit það eitt að íslensk yfir- völd hafa haft þennan mann í : aldi um tíma eða frá því að hann var handtekinn við komuna til landsins fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Michael Hone, sendiherra Breta á íslandi, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta mál er alfarið á vegum íslenskra yfirvalda. Aðrar upplýs- ingar hef ég ekki og get því ekki tjáð mig um hvað verður gert í sam- bandi við mál þessa manns." Talsmaður bresku lögreglunnar Scot.land Yard gat ekki veitt upplýs- ingar um málið, þegar leitað var til hans í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.