Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 21 NEYTEIMDUR Rúmlega 10 millj- ónir til Safnkorts- hafa á fyrsta ári RÚMLEGA sex þúsund Safnkorts- ávísanir, samtals að verðgildi um 6 millj.kr., munu verða sendar út til Safnkortshafa staðgreiðsluvið- skiptavina Olíufélagsins hf.á fyrsta starfsári kortakerfísins, þar af verða um 3.000 ávísanir sendar út nú í júní. Fyrsta starfsár Safnkortakerfis- ins er ekki að fullu marktækt hvað varðar mat á útsendingu ávísana á heilu ári, þar sem allir Safnkorts- reikningar voru á núlli fyrir ári. Áætlað er að nú þegar kortakerfið er komið í fullan gang verði greidd- ar út um 15 milljónir króna árlega að því er Þórólfur Ámason, frkvstj.markaðssviðs segir. Safnkortið gildir á bensínstöðvum ESSO, smurstöðvum og söluskálum um allt land.. Bónusinn er reiknaður í formi punkta sem safnast upp á Safnkortsreikning viðskiptavinar. Tengja má saman tvo eða fleiri Safn- kortsreikninga. Á 3ja mánaða fresti eru sendar ávísanir til kortshafa sem safnað hafa upp a.m.k. 10 þús. punktum eða jafngildi 1.000 króna. Ávísunina má nota til kaupa á vöru eða þjónustu á ESSO eða peningaút- tekt. Tíu punktar jafngilda krónu. Safnkortshafar njóta ýmissa fríð- inda, s.s. ókeypis aðgangs að skemmtunum , uppákomum og íþróttakappleikjum. Ónnur kjör sem Safnkortshöfum bjóðast eru 40 aura afsláttur af hveijum bensínlítra, 10% afsláttur af veitingum á stærstu veitingaskálum ESSO, 10% afsláttur af vinnu á smurstöðvum félagsins og 3% afsláttur af smávörum á bens- ínstöðvunum. Kortahafar fá sent heim yfírlit yfír viðskiptin til að geta fylgst með eyðslu bílsins og má nota það sem hjálpargagn við rekstaryfir- lit og skattframtal. AÐALFUNDUR 29. júní 1995, kl. 17:15, VÍB-stofunni, Ármúla 13a, Reykjavík HLUTABRÉFASJÓDUR VÍB HF. 1. Fundarsetning 2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár — Kristján Oddsson, formaður 3. Arsreikningur fyrir reikningsárið 1. maí 1994 til 30. apríl 1995 4. Onnur aðalfundarstörf sbr. 14. grein samþykkta félagsins 5. Harry á hlutabréfamarkaði — Agnar Hansson, stærðfræðingur 6. Onnur mál Hluthafar eru hvattir til ad mæta! VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. Með réttu aksturslagi og góðu ástandi öku- tækis má spara bensín ÞAÐ eru ýmis atriði sem þarf að hafa í huga þegar á að spara bensín. Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur gefið út leiðbeiningar um sparakstur og þar er m.a. að fínna þessi ráð. - 1. Hafa ber hugfast að hvert kíló þýðir aukna bensínnotkun. Það á einnig við um ónotaða farangurs- grind sem veitir meiri loftmótstöðu en flestir halda. - 2. Notið fremur loftræstikerfið en að aka með niðurdregnar rúður. - 3. Bensínnotkun getur aukist um 15% ef vél er vanstillt. Vélar- stilling með reglulegu millibili er peninganna virði. - 4. Kælikerfi tryggir kjörhita vélar í akstri. Sannreynið að kæli- kerfí vinni eðlilega, bensínnotkun eykst ef vélin gengur of köld. - 5. Hjólbarðar gegna mikil- vægu hlutverki í sparakstri bifreið- ar. Of lágur þrýstingur getur vald- ið aukinni bensíneyðslu. Jafnvæg- is-, og hjólastilling þarf að vera í lagi. - 6. Aka ber með jöfnum hraða, léttu ástigi sé haldið á bensíngjöf og forðast ber spyrnur - takið létti- lega af stað en forðist spyrnur. - 7. Utan þéttbýlis er hagkvæmasti ferðahraði á bil- inu 60-90 km/klst. - 8. Allur ónauðsynlegur akstur á innsogi hefur í för með sér verulega aukna bensínnotkun. - 9. Þegar haldið er af stað eft- ir kaldræsingu ber að aka með jöfn- um hraða. Fyrstu 8 kílómetrana má reikna með að bensínsnotkun sé 25% meiri en gerist eftir að vél hefur náð eðlilegum hita. - 10. í beinskiptri bifreið er hag- kvæmast að láta vélina ekki snúast of hratt áður en skipt er um gang- stig. Hvað sjálfskiptingu varðar, þá er best að stíga létt á bensín- gjöf, þá skiptir bifreiðin sér fljótt í hærra gangstig. - 11. Forsjálni í akstri er sjálf- sögð leið til sparnaðar, auk þess sem hún bætir öryggi í umferð- inni. Stundum má sleppa bensín- gjöf í tíma og skipuleggja fyrir fram akstursleið. - 12. Á rauðu Ijósi er óþarfí að hreyfa við bensíngjöf. Lausagangur vélar umfram tvær mínútur er ónauðsynlegur. Mjog gott að steikja kjúklinginn á grind KJUKLINGA má krydda á marga vegu áður en þeir eru matreiddir, en hefðbundið er að krydda þá með kjúklingakryddij sem hægt er að kaupa tilbúið. I bæklingi um með- höndlun ýmissa matvæla, sem Hag- kaup gaf út fyrir nokkru, segir að best sé að steikja kjúkling á grind í ofni og hafa ofnskúffu með um 1 lítra af vatni undir. Matreiðslumeist- ari Hagkaups gefur einnig hugmynir að fleiri kryddblöndum á kjúklinga. 2 msk. hunang, 2 msk. sojasósu eða Teriyaki-sósu, 1 tsk. sítrónusafa og 1 tsk. kóríander-dufti er blandað vel saman og smurt á kjúklinginn með pensli. Einnig segir matreiðslumeistari Hagkaups að gott sé að blanda sam- an 1 msk. ólífuolíu, 1 tsk. af góðu karrý, chili-pipar á hnífsoddi og lh tsk. engifer, og smyrja blöndunni á kjúkling áður en hann er steiktur. „Mjög gott er að setja álpappír í botn skúffunnar svo betra sé að hreinsa hann að steikingu lokinni. Best er að steikja 1 kg kjúkling við 165 gráður í 65 mínútur í blásturs- ofni, en í 75-80 mínútur í venjulegum ofni. Sé kjúklingur farinn að nálgast 1,5 kg er rétt að steikja hann í allt að 90-100 mínútur við 155 gráðu hita. Sé ætlunin að hafa kjúkling á köldu borði, er hann látinn kólna á grindinni á köldum stað og breitt yfir hann á meðan.“ karlanámskeið á einstöku sumarverði aðeins 9.900,- Tækjaþjálfun og tröppuþrek 3-5x í viku Fitumælingar og viktun Vinningar í hverri viku 3 heppnir og samviskusamir fá 3ja mán. kort í lokin. Burt með aukakílóin fyrir fullt og allt! Óskar Guömundsson ^-12 kg Finnbogi Guðmundsson I-5 kg AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 533 3355 Oskar, Finnbogi og Einar hafa veriö á námskeiði hjá okkur og misst samtals 21 kíló. Þar meö er ekki öll sagan sögö því þeir hafa bætt á sig töluverðum vöövamassa og losað sig viö enn meiri líkamsfitu en kílóin segja til um. Komdu og vertu meö á þessu k skemmtilega námskeiöi. S-’ió&cexVm að settu mwtfki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.