Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 21
NEYTEIMDUR
Rúmlega 10 millj-
ónir til Safnkorts-
hafa á fyrsta ári
RÚMLEGA sex þúsund Safnkorts-
ávísanir, samtals að verðgildi um 6
millj.kr., munu verða sendar út til
Safnkortshafa staðgreiðsluvið-
skiptavina Olíufélagsins hf.á fyrsta
starfsári kortakerfísins, þar af verða
um 3.000 ávísanir sendar út nú í
júní.
Fyrsta starfsár Safnkortakerfis-
ins er ekki að fullu marktækt hvað
varðar mat á útsendingu ávísana á
heilu ári, þar sem allir Safnkorts-
reikningar voru á núlli fyrir ári.
Áætlað er að nú þegar kortakerfið
er komið í fullan gang verði greidd-
ar út um 15 milljónir króna árlega
að því er Þórólfur Ámason,
frkvstj.markaðssviðs segir.
Safnkortið gildir á bensínstöðvum
ESSO, smurstöðvum og söluskálum
um allt land.. Bónusinn er reiknaður
í formi punkta sem safnast upp á
Safnkortsreikning viðskiptavinar.
Tengja má saman tvo eða fleiri Safn-
kortsreikninga. Á 3ja mánaða fresti
eru sendar ávísanir til kortshafa sem
safnað hafa upp a.m.k. 10 þús.
punktum eða jafngildi 1.000 króna.
Ávísunina má nota til kaupa á vöru
eða þjónustu á ESSO eða peningaút-
tekt. Tíu punktar jafngilda krónu.
Safnkortshafar njóta ýmissa fríð-
inda, s.s. ókeypis aðgangs að
skemmtunum , uppákomum og
íþróttakappleikjum. Ónnur kjör sem
Safnkortshöfum bjóðast eru 40 aura
afsláttur af hveijum bensínlítra, 10%
afsláttur af veitingum á stærstu
veitingaskálum ESSO, 10% afsláttur
af vinnu á smurstöðvum félagsins
og 3% afsláttur af smávörum á bens-
ínstöðvunum. Kortahafar fá sent
heim yfírlit yfír viðskiptin til að geta
fylgst með eyðslu bílsins og má nota
það sem hjálpargagn við rekstaryfir-
lit og skattframtal.
AÐALFUNDUR
29. júní 1995, kl. 17:15, VÍB-stofunni, Ármúla 13a, Reykjavík
HLUTABRÉFASJÓDUR VÍB HF.
1. Fundarsetning
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár — Kristján Oddsson, formaður
3. Arsreikningur fyrir reikningsárið 1. maí 1994 til 30. apríl 1995
4. Onnur aðalfundarstörf sbr. 14. grein samþykkta félagsins
5. Harry á hlutabréfamarkaði — Agnar Hansson, stærðfræðingur
6. Onnur mál
Hluthafar eru hvattir til ad mæta!
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Með réttu aksturslagi
og góðu ástandi öku-
tækis má spara bensín
ÞAÐ eru ýmis
atriði sem þarf
að hafa í huga
þegar á að
spara bensín.
Félag íslenskra
bifreiðaeiganda
hefur gefið út
leiðbeiningar
um sparakstur
og þar er m.a. að fínna þessi ráð.
- 1. Hafa ber hugfast að hvert
kíló þýðir aukna bensínnotkun. Það
á einnig við um ónotaða farangurs-
grind sem veitir meiri loftmótstöðu
en flestir halda.
- 2. Notið fremur loftræstikerfið
en að aka með niðurdregnar rúður.
- 3. Bensínnotkun getur aukist
um 15% ef vél er vanstillt. Vélar-
stilling með reglulegu millibili er
peninganna virði.
- 4. Kælikerfi tryggir kjörhita
vélar í akstri. Sannreynið að kæli-
kerfí vinni eðlilega, bensínnotkun
eykst ef vélin gengur of köld.
- 5. Hjólbarðar gegna mikil-
vægu hlutverki í sparakstri bifreið-
ar. Of lágur þrýstingur getur vald-
ið aukinni bensíneyðslu. Jafnvæg-
is-, og hjólastilling þarf að vera í
lagi.
- 6. Aka ber með jöfnum hraða,
léttu ástigi sé haldið á bensíngjöf
og forðast ber spyrnur - takið létti-
lega af stað en
forðist spyrnur.
- 7. Utan
þéttbýlis er
hagkvæmasti
ferðahraði á bil-
inu 60-90
km/klst.
- 8. Allur
ónauðsynlegur
akstur á innsogi hefur í för með
sér verulega aukna bensínnotkun.
- 9. Þegar haldið er af stað eft-
ir kaldræsingu ber að aka með jöfn-
um hraða. Fyrstu 8 kílómetrana
má reikna með að bensínsnotkun
sé 25% meiri en gerist eftir að vél
hefur náð eðlilegum hita.
- 10. í beinskiptri bifreið er hag-
kvæmast að láta vélina ekki snúast
of hratt áður en skipt er um gang-
stig. Hvað sjálfskiptingu varðar,
þá er best að stíga létt á bensín-
gjöf, þá skiptir bifreiðin sér fljótt
í hærra gangstig.
- 11. Forsjálni í akstri er sjálf-
sögð leið til sparnaðar, auk þess
sem hún bætir öryggi í umferð-
inni. Stundum má sleppa bensín-
gjöf í tíma og skipuleggja fyrir
fram akstursleið.
- 12. Á rauðu Ijósi er óþarfí að
hreyfa við bensíngjöf. Lausagangur
vélar umfram tvær mínútur er
ónauðsynlegur.
Mjog gott að steikja
kjúklinginn á grind
KJUKLINGA má krydda á marga
vegu áður en þeir eru matreiddir, en
hefðbundið er að krydda þá með
kjúklingakryddij sem hægt er að
kaupa tilbúið. I bæklingi um með-
höndlun ýmissa matvæla, sem Hag-
kaup gaf út fyrir nokkru, segir að
best sé að steikja kjúkling á grind í
ofni og hafa ofnskúffu með um 1
lítra af vatni undir. Matreiðslumeist-
ari Hagkaups gefur einnig hugmynir
að fleiri kryddblöndum á kjúklinga.
2 msk. hunang, 2 msk. sojasósu eða
Teriyaki-sósu, 1 tsk. sítrónusafa og
1 tsk. kóríander-dufti er blandað vel
saman og smurt á kjúklinginn með
pensli.
Einnig segir matreiðslumeistari
Hagkaups að gott sé að blanda sam-
an 1 msk. ólífuolíu, 1 tsk. af góðu
karrý, chili-pipar á hnífsoddi og lh
tsk. engifer, og smyrja blöndunni á
kjúkling áður en hann er steiktur.
„Mjög gott er að setja álpappír í
botn skúffunnar svo betra sé að
hreinsa hann að steikingu lokinni.
Best er að steikja 1 kg kjúkling við
165 gráður í 65 mínútur í blásturs-
ofni, en í 75-80 mínútur í venjulegum
ofni. Sé kjúklingur farinn að nálgast
1,5 kg er rétt að steikja hann í allt
að 90-100 mínútur við 155 gráðu
hita. Sé ætlunin að hafa kjúkling á
köldu borði, er hann látinn kólna á
grindinni á köldum stað og breitt
yfir hann á meðan.“
karlanámskeið
á einstöku
sumarverði
aðeins 9.900,-
Tækjaþjálfun
og tröppuþrek
3-5x í viku
Fitumælingar og
viktun
Vinningar í hverri
viku
3 heppnir og
samviskusamir fá 3ja
mán. kort í lokin.
Burt með aukakílóin
fyrir fullt og allt!
Óskar Guömundsson
^-12 kg
Finnbogi Guðmundsson
I-5 kg
AGUSTU OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 533 3355
Oskar, Finnbogi og Einar hafa veriö á námskeiði hjá
okkur og misst samtals 21 kíló. Þar meö er ekki öll
sagan sögö því þeir hafa bætt á sig töluverðum
vöövamassa og losað sig viö enn meiri líkamsfitu en
kílóin segja til um. Komdu og vertu meö á þessu
k skemmtilega námskeiöi.
S-’ió&cexVm
að settu
mwtfki