Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 59 ________BREF TIL BLAÐSINS__ Menntun eða afplánun? Frá Meyvant Þórólfssyni: NÚ ER þessu viðburðaríka skólaári lokið. Flestir nemendur hafa fengið einkunnir sínar, laun erfiðis síns. Launin eru að vísu misrýr og ekki alltaf í réttu hlutfalli við fyrirhöfn- ina. Þegar þetta er skrifað, bíða um 4.000 unglingar eftir niðurstöð- um samræmdra prófa. En hvaða kunnátta er svo mikilfengleg að það tekur áratug að afla hennar? Það er ótrúlega sterk tilhneiging í menningu okkar að líta á menntun sem nk. kyrrstöðukerfi sem tekur engum breytingum í tímans rás. Unglingar nútímans lesa t.d. sömu málfræðibókina og ömmur þeirra og afar og þeir glíma enn við stærð- fræðihugtök úr reynsluheimi sem þeir þekkja ekki. Nú kann einhver að spyrja: Já, en er það ekki bara allt í lagi? Ég spyr á móti: Er það í samræmi við yfirlýst markmið skyldunáms, helstu kenningar um nám og kennslu og þróun mála í þjóðfélaginu? Menntun á fyrst og fremst búa einstaklinginn undir líf og starf í því þjóðfélagi sem hann tilheyrir. Og ekki má gleyma því að samsetning nemendahópsins verður æ fjölbreytilegri, bakgrunnur nem- enda ólíkur og fjölþjóðlegur. Mennt- un verður að taka mið af þessu. Hún á að byggja á reynsluheimi nemenda, þörfum þeirra og þjóðfé- lagsins. Hætt er við að nemendur sem fara á mis við slíkt skólastarf, stundi að einhverju leyti merkingar- lausa afplánun skólavistar. Kennsluhættir í kyrrstöðu Kennsluhættir virðast ekki síður vera í kyrrstöðu en viðfangsefnin. Hin hefðbundna safnaðarkennsla er ótrúlega lífseig, þar sem kennar- inn (prédikarinn) miðlar og nem- endur (söfnuðurinn) bíða óvirkir eins og ílát eftir að taka á móti. Ég sé ekki betur en að slíkir kennsluhættir séu í andstöðu við kenningar um árangursríkt nám og kennslu. Samkvæmt þeim eru virkni og sjálfstraust nemenda lyk- ilatriði, svo að góður árangur náist. Efla þarf hjá nemendum öguð og sjálfstæð vinnubrögð við úrvinnslu og lausn ýmissa vandamála. Verum minnug þess að fulltrúar atvinnu- lífsins telja frumkvæði, sjálfstæða hugsun og samstarfshæfni for- gangsatriði í fari starfsmanna nú- tímafyrirtækja. Ég hef átt þess kost að fylgjast náið með stærðfræðimenntun i grunnskóla undanfarin ár. Mér sýn- ist meginmarkmið Aðalnámskrár og grunnskólalaga ráða þar litlu, a.m.k. á ui.glingastigi. Það er eink- um tvennt, sem ræður ferðinni: þarfir framhaldsskólans og sam- ræmd próf, eldskírnin. Þegar sígur á seinni hluta skyldunáms, hefst undirbúningur þessarar skírnar fýr- ir alvöru. Mikilvægum markmiðum eins og eflingu frumkvæðis og sjálf- stæðra vinnubragða, umræðum, röksemdafærslum og ýmiss konar Brynjudalsá bjargað! VEIÐI á efiaust eftir að glæðast á efra svæðinu í Brynjudalsá en að bjóða mönnum upp á 23 þúsund króna hækkun á milli ára á neðra svæðinu er mér algerlega óskiljan- legt því þar veiðist aldrei neitt nema ufsi og marhnútur langt fram eftir hausti. Leyfishækkun úr 5 þúsund krónum í 28 þúsund krónur stangar- dagurinn, og aukning úr tveimur stöngum og fjórar stengur gerir útslagið og ekki bætir úr skák að það er sex fiska kvóti. Eftir þessar upplýsingar úr versl- uninni Vesturröst féll mér allur ket- ill í eld. Ég vona að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir kaupa leyfi og íhugi frekar Reynisvatn eða Hvammsvík til sleppifiskveiða og ég vor.a að þeir höfðingjar sem eru með ána á leigu athugi sinn gang og bjóði mönnum ekki upp á vit- leysu sem þessa. RÍKHARÐUR BRAGASON, SIGURÐUR BEN. BJÖRNSSON. rannsóknastarfsemi er gefinn minni gaumur. Nemendur verða eins og skammtímarafhlöður sem reynt er að hlaða með prófanlegum kunn- áttuatriðum á sem skemmstum tíma. Þeim skilningssneyddu er gjarnan ráðlagt að læra aðferðir og reglur utan bókar, svo að þeir geti spjarað sig á prófi. Þeir verða nk. sendiboðar sem þurfa að flytja boð frá kennara sínum og kennslu- bókinni til prófdómaranna á máli sem þeir skilja ekki. Spurningin er hvort skilaboðin komast óbrengluð á prófblaðið, áður en minnið bregst, hleðslan klárast. Mikil orka fer í að leggja á minnið í stað þess að reyna að skilja viðfangsefnin. Hæfi- leikinn að leggja á minnið vinnur þannig gegn beitingu skilnings og skynsemi. Slíkt nám er vitanlega tímasóun og e.t.v. má færa rök fýrir að þar séu á ferðinni skemmdarverk. Stærðfræði er ekkert annað en af- leiðing af hugsun manna við lausn vandamála í dagsins önn og það að apa eftir hugsun annarra kemur engum að gagni. Skólastarf á að miða að því að efla hjá nemendum sjálfstraust og hugrekki til að leysa sjálfir úr vandamálum miðað við eigin forsendur. Sá hæfíleiki er dýrmætastur, þegar komið er út í líf og starf nútímaþjóðfélags. Þegar þú kemur út í lífsbaráttuna, hefur þú engan til að spyija: Hvað á að gera næst? Á að deila eða marg- falda? Kemur þetta á prófí? Börnin mótast í skólanum Á hveiju hausti hefja u.þ.b. 4.000 íslensk börn nám í íslenskum grunn- skólum. Þau hefja skólagönguna full af þrá til að menntast, spyija, ræða og takast á við ýmis viðfangs- efni; tíu ára „afplánun skólavistar“ er hafín, svo notuð séu orð fyrrver- andi menntamálaráðherra. Hér mótast bömin og markast eftir ákveðnum forskriftum á viðkvæm- asta skeiði ævinnar. Það varðar alla, hvað þar fer fram. Þess vegna eiga foreldrar og aðrir uppalendur að hafa greiðan aðgang að eftirfar- andi upplýsingum: a) Hver eru fýr- irmæli yfírvalda (t.d. í aðalnám- skrá, lögum og reglugerðum)? b) Hvað aðhafast skólarnir (sjá t.d. skólanámskrár)? c) Hvemig eru árangur og hugmyndir nemenda metin? Fáist ekki skýr svör við slíkum spumingum, er það vísbending um veikleika í kerfínu. Það skiptir máli, hvort bömin okkar stunda menntun eða merkingarlausa afplánun tíu mikilvægustu ár ævinnar. Allt tal um lengd skólaárs og fjölda nem- endalausra starfsdaga er hégómi einn í samanburði við það. MEYVANT ÞÓRÓLFSSON, kennari, Hagamel 38, Reykjavík. aðse ftjeið uumami 8-vikna fitubrennslunámskeið á einstöku sumarverði, aðeins: 9900 Þær Rannveig. Helena og Hafdís fóru á fitubrennslunámskeiö fyrir einu ári. Samtals misstu þær 38 kíló og hafa haldiö þeim árangri. Komdu og vertu meö á þessu frábæra námskeiöi. Flestar ná aö missa 5-10 aukakiló og iæra aö halda þeim árangri varanlega! Á Mefót 26. júní Þjálfun 3-5x í víku Fitumælingar og viktun Matardagbók Uppskriftabæklingur aö fitulitlu fæöi Mappa m. fróöleik og upplýsingum Mjög mikiö aöhald Vinningar dregnir út í hverri viku Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samviskusömustu! Framhaldshópur - fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðunum okkar. Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald. !► Morgunhópur ► Daghópur ► Kvöldhópar Barnagæsla Skráning í síma * * AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533 3355
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.