Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 5 Mbl/Gunnar Magnússon 150 ár liðin frá fyrsta fundi hins endurreista Alþingis Alþingishúsið opið almenningi ÞINGMENN taka á móti gestum í Alþingishúsinu nk. laugardag í til- efni þess að 150 ár eru liðin frá fyrsta fundi hins endurreista Al- þingis. Hinn 8. mars 1843 gaf Kristján konungur VIII út tilskipun um end- urreisn Aiþingis. Hið nýja þing skyldi skipað 20 þjóðkjörnum full- trúum og sex konungkjörnum. Þingið kom saman til fyrsta fundar 1. júlí 1845 og frá þeim degi gátu fulltrúar íslensku þjóðarinnar lagt á ráð um málefni lands og lýðs. Af þessu tilefni verður Alþingis- húsið opið almenningi laugardaginn 1. júlí frá kl. 12 á hádegi til kl. 16. Þingmenn munu taka á móti gest- um og svara spurningum þeirra og veita innsýn í störf þingsins. Auk þess sem gestir geta rætt við forseta þingsins, ráðherra og aðra þingmenn, gefst tækifæri til að ganga um þinghúsið og kynna sér sögu þess og ýmissa muna sem til sýnis eru. Á veggspjöldum verða upplýsingar um þingið og marg- þætt störf þess. Nýjum kynning- arbæklingi verður dreift til gesta og veitingastofa þingsins verður öllum opin. Á hálftíma fresti eru áætlaðar gönguferðir undir leiðsögn starfs- manna þingsins um Alþingisgarðinn og svokallaðan Alþingisreit. Greint verður frá starfsemi Alþingis í ná- lægum húsum og nýhafnar endur- bætur á byggingum í eigu Alþingis við Kirkjustræti verða kynntar. Lítið veiðist í Smugunni FJÖGUR íslensk skip hafa verið að veiðum í Smugunni en veiði hefur verið lítil. Tvö skipanna eru nú á heimleið vegna lélegr- ar veiði. Sævaldur Gunnarsson, útgerðarstjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar, sagði að skipin væru að fá upp í eitt tonn í hali. Stakfell ÞH, skip Hraðfrysti- stöðvarinnar, hefur verið í Smugunni frá því sjómanna- verkfall leystist en lítið hefur veiðst. Margrét EA og Hólma- nes SU eru á heimleið með sára- lítinn afla. Stakfellið var á rækjuveiðum á Svalbarðaveiðum og tók þar tvö troll allt þar til fréttir bár- ust af því á föstudag að Sólberg ÓF hefði fengið tíu tonn í þrem- ur hölum. Hélt Stakfellið þá í Smuguna en hefur lítið fengið. Hugsanlegt er að Stakfellið fari aftur á rækjuveiðar. Einnig stóð til, að sögn Sævalds, að senda skip á grálúðuveiðar en horfið var frá því þegar Norðmenn bönnuðu þar veiðar. ♦ ♦ ♦---- Á 204 km hraða á hemlalaus- umbíl 22 ÁRA gamall maður var staðinn að því aðfaranótt sunnudags að aka hálfhemlalausum bíl á 204 kíló- metra hraða. Maðurinn ók inn í radargeisla lögreglunnar á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna. Hann var að koma af dansleik á Suðurlandi og var með fjóra farþega í bílnum. Maður- inn viðurkenndi að hafa ekið á um það bil 170 km/klst hraða. Ástandi bílsins reyndist áfátt að ýmsu leyti, að sögn lögreglu. Þann- ig var bíllinn hemlalaus að aftan og að auki var einn hjólbarða bíls- ins gatslitinn. Númeraplötur voru því teknar af bílnum og ökumaðurinn var sviptur ökuskírteini sínu á staðnum. K * * * Tekin með alsælu FÍKNIEFNALÖGREGLAN hand- tók á föstudag þrjá karla og konu, 20-27 ára, sem höfðu alsælu og fleiri fíkniefni í fórum sínum. Fólkið hefur ekki áður komið við sögu í fíkniefnamálum. I þremur húsleitum, þar á meðal á vinnustað eins hinna handteknu, fundust 45 töflur af alsælu, 5-6 grömm af amfetamíni og 30 töflur af ephedríni, sem er örvandi lyf, svo og litilræði af hassi. JALFSALI Kleppsvegur ■ Oyiranöt — Laugavegur IÖO Miklabraut noröur Miklabraut surtur Bústaöavegurl Vesturlandsvegur ■ Reykjanesbraut.p|r ■ Suðurfcll ■ Bæjarbraut Garöab* í T11. ísl ! 1 n 1M 11 m r 11 1 hl L»*T i vnTjt 1 | fl.rjj | r m ’IH |l J sjálfsalar eru á Shellstöðvunum: ■ Bústaðavegi, Vesturlaridsvegi, Kleppsvegi, Suðurfelli, Reykjanesbraut Kópavogi, Bæjarbraut Garðabæ og Gylfaflöt í Grafarvogi. ■ Á næstunni verður einnig MX sjálfsali á Shellstöðinni Laugavegi 180. Á Shellstöðvunum við Miklubraut er eingöngu sjálfsafgreiðsla og 1,20 kr. i afslátt. Pú dælir og færö 1,20 kr. í afslátt af hverjum lítra í TVIX sjálfsölunum. Skeljungur hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.