Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 37' MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR + María Þorsteinsdóttir fædd- ist á Hrólfsstöðum í Skaga- firði 24. maí 1914. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. júní. FREGNIN um andlát Maríu Þor- steinsdóttur hefði ekki átt að koma mér á óvart því hún var orðin 81 árs gömul. Samt sem áður brá mér við að heyra af andláti hennar það var svo stutt síðan ég hitti hana hressa og káta. María bar aldur sinn svo vel að við sem störfuðum með henni í Kvennalistanum hugs- uðum sjaldan um að þar færi göm- ul kona. Það hefur verið gæfa Kvennalistans að þar hafa starfað konur á öllum aldri með marghátt- aða lífsreynslu. María var í hópi þeirra kvenna sem höfðu þekkingu og reynslu af kvennabaráttu fyrri tíma og gat miðlað þeirri reynslu á þann hátt að þær sem yngri eru vissu að barátta þeirra er framhald kvennabaráttu en ekki upphaf hennar. Það sem einkenndi Maríu var þrá til þess að taka þátt í því sem er að gerast í þjóðfélaginu á hveij- um tíma. Það sýnir best kjark henn- ar og viðsýni að ganga til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu þegar hún var sjötug og starfa þar á jafn- réttisgrundvelli með sér miklu yngri konum. María var ekki lang- skólagengin en hún var vel mennt- uð víðlesin og fróð og það kom enginn að tómum kofanum hjá henni Maríu þegar heimsmálin voru annars vegar. María tók virkan þátt í félagsstörfum Kvennalistans til hinstu stundar og hún lét sig aldrei vanta þegar eitthvað stóð til á vegum Kvennalistans. Vegna þess að móðir mín Sigurveig Guð- mundsdóttir og María þekktust frá fyrri tíð voru þær oft herbergisfé- lagar á landsfundum Kvennalistans síðan var ég einnig herbergisfélagi hennar og kynntist henni vel á góðri stund. Síðast man ég eftir Maríu á vorfundi Kvennalistans í maí sl. þá undraðist ég þrek þessar- ar konu sem vildi vera með í öllu og átti svo auðvelt með að blanda geði við alla aldurshópa, hún var jafnan ein af þeim sem vakti lengst JÓHANNA SMITH +Jóhanna Smith fæddist í Reykjavík 5. mars 1955. Hún andaðist á Landakotsspít- ala 5. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 14. júní. ÉG VIL minnast nokkrum orðum hennar Jóhönnu sem féll frá langt um aldur fram. Þó svo að ég hafi ekki þekkt Jóhönnu lengi þá á ég um hana góðar minningar. Henni kynntist ég fyrir nokkrum árum þegar hún kom til starfa í unglingaráði Knatt- spyrnudeildar Vals. Það var strax tekið eftir því að þar var kominn dugnaðarforkur, sem var fullur af eldmóði og áhuga. Það er þannig í góðum félagsskap að hann saman- stendur af mörgum hlekkjum sem sameinaðir mynda sterka heild. Með fráfalli Jóhönnu er brostinn mikil- vægur hlekkur sem nú er annarra að fylla. Eg vil fyrír hönd Knattspyrnu- deildar Vals þakka fyrir þau störf sem hún vann með okkur í Ungl- ingaráði Vals. Eiginmanni, dætrum, öðrum ætt- ingjum og vinum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Theódór S. Halldórsson, formaður Knattspyrnu- deildar Vals. við spjall og söng en var jafnframt mætt árla morguns til þess að taka þátt í fundarstörfum. Ég minnist Maríu líka þegar við fórum með lítilli flugvél vestur á firði á vor- fund Kvennalistans á Núpi í Dýra- firði þá vorum við systurnar María og mamma í herbergjum hlið við hlið og spjölluðum margt. Lífssaga Maríu er um margt óvenjuleg og hún fór oft ótroðnar slóðir. Ævi- saga hennar sem kom út fyrir nokkru er saga konu sem varð fyr- ir mikilli sorg og andstreymi í lífinu en tókst á við mótlætið með já- kvæðu hugarfari og hélt áfram að lifa lífinu staðráðin í að gera það besta úr því sem hún átti eftir. Þær falla nú frá ein af annarri þessar öldnu heiðurskonur í Kvennalistanum. í vetur kvöddum við Önnu Jónsdóttur og nú kveðjum við Maríu Þorsteinsdóttur. Þó það sé sjónarsviptir að Maríu er það líka gæfa hennar að fá að kveðja þennan heim í fullu fjöri eins og hún hafði óskað sér. Blessuð sé minning Maríu Þorsteinsdóttur, megi hún hvíla í friði. Margrét Sæmundsdóttir. Sú sorgarfrétt barst mér fyrir' nokkrum dögum að María Þor- steinsdóttir væri látin. Lengi hafði ég ætlað mér að ha'fa tal af henni og forvitnast um hagi hennar. En það fórst fyrir og nú er það orðið of seint. Með Maríu er fallin frá merkiskona sem ég mun ævinlega minnast. Ég kynntist Maríu og Friðjóni, manni hennar, um 1960 þegar ég var að hefja nám í Leipzig í Þýska- landi. Sonur þeirra, Þorsteinn, var þá þangað kominn á undan mér. Sviplegt fráfall hans varð til þess að frekari kynni tókust með okkur. Eftir heimkomuna, að námi loknu, áttum við síðan mikið samstarf um langt skeið. María var þá m.a. ein aðaldriffjöðurin í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og vann þar mikið starf áratugum saman. Bæði hjónin störfuðu af miklum krafti í íslensku friðar- nefndinni og vináttufélaginu ís- land-DDR. A þeim vettvangi og við ýmis tækifæ'ri áttum við margar góðar samverustundir. María var mikill dugnaðarforkur. Svo sannar- lega lét hún Jiendur standa fram úr ermum þegar því var að skipta. Stundum fannst mér nóg um og krafturinn og ákafinn í henni keyra úr hófi. Alltaf var hún reiðubúin til hjálpar, hvernig sem á stóð. Hún bjó yfir ótrúlegri seiglu. Oft kleif hún þrítugan hamarinn. Ekkert fékk heldur bugað hana. Margur hefði í hennar sporum kveinkað sér undan óvægnum skrifum í blöðum andstæðinganna en hún lét þau sér sem vind um eyru þjóta. Margur hefði líka kiknað undan þeim þungu höggum sem örlögin greiddu Mar- íu. En hún stóð jafnan keik eftir. Fyrir nokkrum árum skráði Nanna Rögnvaldsdóttir ævisögu Maríu. Það var þarft verk. Ættingjum og ástvinum Maríu færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingimar Jónsson. Kveðja frá Menningar- og friðarsaratökum íslenskra kvenna Mannabörn eru merkileg, segir Nóbelsskáldið og þessi undrun og gleði yfir lífinu minnir á Maríu Þorsteinsdóttur, og gerir hana MINNINGAR minnisstæða. Hún sem átti, þrátt fyrir allt, bjartsýni og hrifnæmi unglingsins alveg fram í andlátið. María var Skagfirðingur að ætt og uppruna, fædd 24. maí 1914 á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð. Foreldr- ar hennar voru hjónin Margrét Rögnvaldsdóttir og Þorsteinn Björnsson frá Miklabæ. Mikla ást hafi María bundið við föðurmóður sína og sagði það hafa verið há- tíðarstundir bernsku sinnar þegar hún heimsótti ömmuna. Þegar María rifjaði upp þessar bernsku- minningar varð mér hugsað til föð- ursystur hennar, ljúflingsins og rit- höfundarins Sigríðar Björnsdóttur frá Miklabæ. Þannig var einnig samband Maríu við rhóður sína, sem lést í hárri elli. Ung voru þau bæði María og Friðjón Stefánsson þegar leiðir þeirra lágu saman í Reykjavík. Hann var Austfirðingur og bjó sig undir verslunarstörf, sem urðu hans aðalstarf um ævina. Friðjón Stefánsson var merkur rithöfundur og' liggja eftir hann skáldsögur og smásagnasöfn. Ég er þess fullviss að hann er meðal þeirra höfunda, Oddnýjar Guð- mundsdóttur, Halldórs Stefánsson- ar o.fl. sem síðar meir verða gaum- gæfðir og verk þeirra skoðuð sem nærmyndir af þeirri kynslóð sem var virk um miðja tuttugustu öld- ina. Þau María og Friðjón eignuðust þrjú börn, Þorstein Stefán, Her- borgu Margréti og Katrínu Guð- rúnu. Auk þess ólu þau upp sonar- dóttur sína, Freyju Þorsteinsdóttur. Öll voru þessi börn góðum gáfum gædd og María fylgdist með námi þeirra frá upphafi með miklum áhuga. Það mun hafa verið laust eftir 1950 sem upp kom mikil umræða innan Kvenréttindafélags íslands um nauðsyn nánari sam- vinnu á milli skólans og heimil- anna. Þá gengust nokkrar félags- konur fyrir því að stofna foreldra- samtök við skóla borgarinnar og í Laugarnesskóla var það María Þor- steinsdóttir. Að þessu frumheija- starfí gekk María af miklum áhuga og var formaður Foreldrafélags Laugarnesskóla um nokkurt skeið. Eins og fyrr er að vikið var eigin- maður Maríu verslunarmaður að menntun og starfí og var kaupfé- lagsstjóri m.a. í Vestmannaeyjum. Þegar þau hjónin fluttu til Reykja- víkur hafði Friðarnefnd kvenna verið stofnuð og síðan Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og gekk María í samtökin þegar hingað kom. Hún gegndi trúnaðar- störfum í MFÍK sem ritari, varafor- maður og formaður um margra ára skeið. María Þorsteinsdóttir var fyrsti heiðursfélagi Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún sótti þing og fundi fyrir hönd friðarsamtakanna og einnig Kvennaforum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn 1980. Á árum „kalda stríðsins" fór María ekki varhluta af árásum herdindla og NATO-hluthafa og gerðu þessir aðilar sitt til þess að nafn Maríu varð þjóðkunnugt. Af stolti bar hún einnig Lenín-orðuna sem henni var veitt til viðurkenn- ingar fyrir störf að friðarmálum. Bar þetta nokkuð að sama brunni. Það var okkur, samstarfskonum hennar í MFÍK, gleðiefni að hafa hana glaða og andlega heila á meðal okkar á námsstefnu í Mýrd- al, helgina áður en hún lést. Við sendum öllum afkomendum Maríu samúðarkveðjur og vitum að andlát hennar kom á óvart, því hún var enn svo ung í andanum. Heiður og þökk sé Maríu Þorsteinsdóttur fyr- ir baráttu hennar fyrir friði og jafn- rétti. • F.h. MFÍK, Þórunn Magnúsdóttir varaformaður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sétt. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust cr méttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn s(n en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkaer dóttir mín, systir og fóstursystir, GRÓA SIGURVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR frá Hvallátrum, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 23. júní. Ásgeir Erlendsson, Stella Ásgeirsdóttir, Kristinn Guðmundsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, DAVÍÐS ÓLAFSSONAR fyrrverandi Seðlabankastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlegast beðnir að láta Krabbameinsfélagiö njóta þess. Ágústa Gisladóttir, Ólafur Daviðsson, Helga Einarsdóttir, Sigrún Davíðsdóttir og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, amma og langamma, SIGURVEIG MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR, Viðimel 55, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. júní kl. 13.30. Rannveig Hrönn Kristinsdóttir, Guðrún Drffa Kristinsdóttir, Kristín Mjöll Kristinsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA S. STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis í Stóragerði 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku- daginn 28. jún.í kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Anna Kristín Bjarnadóttir, Bjarni Garðar Guðlaugsson, Ingi Þórðarson, Ingveldur B. Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, sem andaðist á umönnunar- og hjúkr- unarheimilinu Skjóli 20. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta umönnunar- og hjúkrunarheim ilið Skjól njóta þess. Margrét Magnúsdóttir, Magnús Guðnason, Sigurður Magnússon, Anna Danfelsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Ragnar Þór Magnússon, Signý Gunnarsdóttir, Asta Karen Magnúsdóttir, Hrafnkell Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Stóra-Nýjabæ í Krfsuvfk, áðurtil heimilis á Austurbrún 6, sem andaðist 20. júní sl., verður jarð- sungin frá Áskirkju fimmtudaginn 29. júní nk. kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Jóhanns Péturs Sveinssonar hjá Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra, sími 552 9133. Arnfríður H. Richardsdóttir, Gunnar Ó. Engilbertsson, Kristfn V. Richardsdóttir, Hjörtur Þ. Gunnarsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Sigurður P. Sigurðsson, barnabörn og bar nabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.