Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ1995 27 Framtíðar- sjúkrahús Ólafur Ólafsson meðferðar, rannsókna og gjörgæslu. 3. Tengd þessari einingu verði: Sér- greinadeildir, göngu- deildir, dagdeildir, fimmdagadeildir og sjúklingahótel. Forvarnadeildir: Hópar sjúklinga fái fræðslu um langvinna sjúkdóma, lífstíls- breytingu í samvinnu við hjarta-, lungna-, meltingar- og skurð- deildir. Sérgreinadeildir: í UPPHAFI voru sjúkrahús nær ein- göngu fyrir farsóttar- sjúklinga og þvi eðli- legt að sjúklingar væru að mestu ein- angraðir á sérstökum stofum. Síðan alvar- legum sýkingum fækkaði og hrömun- arsjúkdómar urðu al- gengari jókst þörfin fyrir flókinn tækni- búnað, miðstýrðar rannsóknir og jafn- framt aukið legurými á bráðasjúkrahúsum. Nú er þróunin önnur. Vegna mikilla framfara í skurðað- gerðum og svæfingatækni er nú unnt að framkvæma jafnvel stærri aðgerðir á dagdeildum eða á skurð- stofum utan spítala. Margar rann- sóknir eru nú gerðar á auðveldari hátt utan spítala eða á dag- og göngudeildum en áður vegna ein- földunar á tækni. Minni þörf er nú á löngum legum á bráðasjúkrahús- um en í stað þess er komin dvöl á heimilum og vistun á góðum, en mun ódýrari, sjúklingahótelum ef þörf krefur. Legutími hefur styst og „tómum rúmum“ á bráðasjúkra- húsum fjölgar árlega. Við hönnun nýrra sjúkrahúsa er rétt að menn horfi til framtíðar. Bráðadeildir: 1. Slysa- og móttökudeild, vel mannaðar sérfræðingum. 2. Deild búin tækjum til sjúkdóms- greininga, geisla- greininga, mynd- Ætlar karlmennið að láta eintóman kerlinga- vaðal fylla Morgunblað- ið, spyr Freyr Þórar- insson, sem hér fjallar um Helga Hálfdanarson og Hrólf Sveinsson, En hver er þá tvífarinn Hrólfur Sveinsson? Það verður nú deginum ljósara. Hrólfur er hraustlegt nafn og minnir reyndar á orðið kólfur, sem er einkennistákn karlkynsins. Að Hrólfur skuli svo kenna sig til Sveins tekur af öll tvímæli að hér er á ferð- inni karlmennskan holdi klædd, ómenguð allri kvenlegri náttúru. Undir þessu nafni skrifar höfundur þegar vel stendur á og allt kerlingar- væl er honum víðsfjarri. Frekari rökstuðning þarf svo sem ekki í þessu máli, en þó vil ég nefna að bækur hafa komið út eftir þá báða, Hrólf og Helga. Hrólfur birtir eigin ljóð, karlmannleg og oft dálítið klúr, og er ófeiminn við að hampa sjálfum sér. Bækur Helga eru hins vegar allar eftir aðra menn, svokall- aðar þýðingar, og er hann því varla nema hálfur höfundur að textanum í þeim bókum. Allt ber hér að sama brunni og verður ekki meira sagt í bili. Eins er þó vant í þessum blaða- skrifum. Hvar er hin rómsterka rödd Hrólfs Sveinssonar? Ætlar karl- mennið að láta eintóman kerlinga- vaðal fylla Morgunblaðið án þess að kveða sér hljóðs? í Ljóðmælum hans er þessi vísa: Sú háðung ríður mér hreint á slig að hlusta’ á menn tala bara um sig í stað þess að heyra hvort ég hafi fleira fróðlegt að segja um sjálfan mig. Mál er nú að þú mælir, Hrólfur sæll'. Freyr Þórarinsson er rétt nafn höfundar. Hnnn er karlmaður að ytrigerð, en hefur sinnt heimilisstörfum. Nýrnadeild: Þar starfi saman sér- fræðingar í nýrnasjúkdómum, (ly- flæknis- og skurðlækningum) „skop- istar“, sérfræðingar í geislagreiningu o.fl. Meltingasjúkdómadeildir: Þar starfi saman sérfræðingar í maga-, þarma-, gall-, lifrar-, og bri- skirtils-sjúkdómum, bæði skurð- og lyflæknar, sérfræðingar í geisla- greiningu o.fl. Hjarta- og æðasjúkdómadeildir: Vísir að slíku fyrirkomulagi er nú á Landspítala. Þar starfa saman sér- fræðingar í hjarta- og æðasjúkdóm- um, bæði lyf- og skurðlæknar o.fl. Þræðingar og aðgerðir eru þar fram- kvæmdar, einnig lífeðlisfræðilegar mælingar á hjarta og lungum. Veru- Iegur hluti sjúklinga eru endurkomu- sjúklingar. Líffæraflutningar. Kvensjúkdóma- og fæðingadeildir: Þar starfi saman sérfræðingar í kvensjúkdóma-, (skurð- og lyflækn- ingum), frjósemis-, nýbura-, sýk- inga-, og barnalækningum, erfða- fræði o.fl. Slík deild hefur lengi ver- ið rekin á Landspítala. Taugasjúkdómadeildir: Þar starfi saman sérfræðingar í skurð- og lyflækningum, taugasjúk- dómum, taugalífeðlisfræði o.fl. Slík deild þarf að starfa í náinni sam- vinnu við geðdeildir og öldrunardeild- ir. Barnadeildir: Þar starfi saman sérfræðingar í lyf- og skurðlækningum líkt og ger- ist nú á Landspítalanum. Deildin þarf að vera í nánum tengslum við sérfræðinga t.d. í hjarta-, lungna-, meltingar-, nýrna-, og húðsjúkdóm- um, meinafræði, og krabbameins- lækningum barna ásamt stórum rannsóknarstofum. Sjúklingahótel rekin innan aðalbyggingar eða í næsta nágrenni sjúkrahússins eru nauðsynlegur hluti af rekstrinum, en þar geta foreldrar verið nálægt börn- um sínum. Blóðmeinafræði: Þar starfi saman meinafræðingar og sérfræðingar í ónæmis- og blóð- storknunarfræði o.fl. Lungnadeildir: Áður meira tengdar hjartasjúk- dómum. í framtíðinni mest tengdar krabbameini, meinafræði, langvinn- um öndunarfærasjúkdómum, ónæm- is- og blóðstorknunarfræði. Líffæra- flutningar. Geðdeildir: Stórar stofnanir munu hverfa. Minni héraðssjúkrahús „1/2 way houses" líkt og nú eru rekin í sam- bandi við Landspítalann. Krabbameinsdeildir: Lungnadeildir: Nýgengi lungna- krabbameins minnkandi. Sjúklingar með reykingasjúkdóma (berkjukvef) taka sinn toll af sjúkdómnum eins og er en fer væntanlega fækkandi. Miklar breytngar hafa orðið í starfsemi bráða- birgðasjúkrahúsa. Olaf- — ■ _ ur Olafsson segir hægt að framkvæma margar stærri aðgerðir á dag- deildum sjúkrahúsa — og utan þeirra. Myndir og tölvurit: Klíníkerar munu í vaxandi mæli lesa sjálfir myndir og tölvurit af líf- færum. Hjúkrunardeildir: Áhersla er lögð á að byggja minni einingar en nú eru í notkun. Sjúklingahótel: I nánum tengslum við deildaskiptu sjúkrahúsin verði rekin vel búin sjúklingahótel, búin góðri hjúkrunar- og endurhæfingaraðstöðu, en mun ódýrari í rekstri aðallega vegna þess að sjúklingar verða fyrr sjáifbjarga. Þangað verði sjúklingar fluttir um leið og þeir þurfa ekki næturþjónustu eða eru sæmilega rólfærir. Nú þegar geta 15-20% sjúklinga á bráða- sjúkrahúsum nýtt sér þessa aðstöðu. Almennt Rúmum á deildaskiptum sjúkra- húsum hefur þegar fækkað verulega og mun fækka meira eða um 30-60%. Menn sjá fyrir eftirfarandi fækkun rúma: Á lyflækningadeildum um þriðj- ung. Á handlækningadeildum um þriðjung. Á bæklunardeildum um 30-40%. Á kvensjúkdómadeildum um 30-60%. Á barnadeildum um helm- ing. Á blóðmeinadeildum veruleg fækkun. Á taugasjúkdómadeildum veruleg fækkun. Elliheimili: Dregið verður úr byggingu elli- heimila en heimaaðstoð efld. Utanspítalaþjónusta mun aukast Kjarni bráðasjúkrahúsanna verður ekki eingöngu legudeildir tengdar rannsóknardeildum heldur móttöku- og dagdeildir tengdar rannsóknar- deildum. Hagræðing og „sparnaður" í sjúkrahúsarekstri * Forðast sem mest „tvírannsókn- ir“. * Taka upp: Áætlaðar innlagnir, dagdeildir/næturdeildir, fimmdaga- deildir, sjúkrahótel, göngudeildir, heimaþjónustu. Lokaorð: Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi bráðasjúkrahúsa vegna framfara i skurð- og svæfingar- tækni. Nú er unnt að framkvæma margar stærri aðgerðir á dagdeildum sjúkrahúsa eða utan sjúkrahúsa. Rúmum hefur því fækkað mikið og framundan er meiri fækkun. Legu- deildir skipa mun minni sess en móttöku-, dag-, og göngudeildir þeim mun meiri en áður. Stuðst er við upplýsigar frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni í Genf, þ.e. „Division of Strengthening of Health Services World Health Organization 1991“. Report on WHO workshop, University Linköbing 1992. Höfundur er landlæknir. Fríður um Austurbæjarskóla UM NOKKURT skeið hefur verið glímt við erfiðleika í Austur- bæjarskólanum. Ágreiningur innan skólans hafði ekki verið jafnaður við stjórnar- skiptin hinn 23. apríl síðastliðinn. Til að greiða fyrir farsælli niðurstöðu tókst sam- komulag milli mennta- málaráðuneytisins og fráfarandi skólastjóra. Kom það í minn hlut að ræða við hann. Hafði skólamálaráð Reykja- víkur engin afskipti af samtali okkar eða þeirri niðurstöðu, sem þar náð- ist. Menntamálaráðherra bar þarna lokaábyrgð, þar sem hann veitir skólastjói aembættið. Við svo búið var staða skólastjóra við Austurbæjarskóla auglýst laus til umsóknar. Áð lokiium fresti ræddi skólamálaráð Reykjavíkur við um- sækjendur. Klofnaði ráðið í afstöðu sinni til þeirra. Mæltu þrír fulltrúar R-listans með einum umsækjanda en minnihluti sjálfstæðismanna með öðrum. Síðan barst menntamála- ráðuneytinu umsögn fræðslustjórans í Reykjavík um umsækjendur og voru þar þrír nefndir til sögunnar sem hæfir. Frá því að ég hóf afskipti af þessu máli, hefur það verið stefna mín að koma á friði um Austurbæjarskóla. Réð það við val á milli umsækjenda 23. júní síðastliðinn. Ráðinn var einn úr hópi þeirra þriggja, sem fræðslu- stjóri taldi hæfa. I umsögn fræðslu- stjóra kom fram, að starfandi skóla- stjóri hefði leyst hlutverk sitt vel af hendi á erfiðum tímum. Einnig lá fyrir eindreginn stuðningur við hann meðal kennara og foreldra barna við skólann. Með það markmið í huga að leggja ekki stein í götu þess starfs, sem hafið var innan skólans, var því ekki erfitt að komast að niðurstöðu. Það er gegn henni, sem fulltrúi R-listans í skólamálaráði og borgarstjóri Reykjavíkur hafa nú ráðist. Álitaefni Til þess að gengið sé frá ráðningu eða skipun í skólastjórastarf þarf að uppfylla ýmsar formreglur. Að þeim fullnægðum hefur mennta- málaráðherra lokaorðið. Það kann að vera misjafnt hveiju sinni, hvað vegur þyngst í huga hans. Á þeim skamma tíma, sem ég hef gegnt ráðherraembætti, hafa ýmis atvik komið til álita við val á mönnum í skólastjórastarf. Liggur í hlutarins eðli, að tekið sé mið af aðstæðum hveiju sinni. Við ákvarðanir um veitingu opin- berra starfa vakna ýmsar spurning- ar. Á að taka við umsóknum þeirra, sem óska nafnleyndar? Fer vel á því, að ráðherra ræði við einstaka umsækjendur en aðra ekki? Kynni slíkt að vera talið brot á jafnræðis- reglu stjórnsýslulaga? Ráðherra metur, hvaða forsendur hann notar fyrir ákvörðun sinni hveiju sinni. Hann ber hina pólitísku ábyrgð. í því ljósi er eðlilegt, að umsagnaraðilar bindi tillögu sína ekki við eitt nafn, heldur bendi á þá, sem þeir telja hæfa, ef um fleiri en einn er að ræða. Flokkspólitísk afstaða Um það er ekki deilt, að við ákvörðun um skólastjóra í Austur- bæjarskóla var farið að reglum. Meirihluti skólamála- ráðs Reykjavíkur á enga heimtingu á því, að eftir tillögu hans sé farið. Ef málum væri þannig háttað, væri óþarft fyrir ráðherra að koma að málinu. Fráleitt er að túlka það sem vantraust á um- sagnaraðila, að einn af hæfum umsækjendum sé valinn í starf. Varaformaður skólamáiaráðs Reykja- „... víkur og borgarstjóri Bjorn Bjarnason hafa kosjð að gera hlut meirihluta skólamálaráðs mikilvæg- ari í þessu máli en skólastarf í Aust- urbæjarskóla og viðhorf þeirra, sem þar eiga mest í húfi. Varaformaður- inn hefur einnig látið í veðri vaka, Ákvörðunin um nýjan skólastjóra Austurbæj- arskóla byggist á vilja til að skapa þar frið, segir Björn Bjarnason. Hann harmar, að R-list- inn einblíni á flokkspóli- tíska hagsmuni og lýsi vantrausti á sjálfan sig. að vegna þessa kynni Reykjavík ekki fara að lögum um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna! Borgarstjóri gengur að vísu ekki eins langt í yfirlýsingum sínum. Þessi einkennilega afstaða bygg- ist á allt öðru en stöðunni innan Austurbæjarskóla. R-listinn lætur flokkspólitísk sjónarmið ráða ferð hjá sér. Engin efnisleg rök standa til þess að gagnrýna þá ákvörðun að fela Guðmundi Sighvatssyni að halda áfram því góða starfi, sem hafið er innan Austurbæjarskóla og sátt er um í skólanum. Vilji R-listinn átök við mig sem menntamálaráð- herra vegna þessa máls, fæ ég engu um það ráðið. Um undirbúning flutnings grunn- skólans til sveitarfélaganna hefur náðst góð samstaða milli mennta- málaráðuneytisins, Sambands ísl. sveitarfélaga og kennarasamtak- anna. Þar er mikið, viðkvæmt og vandasamt starf óunnið. Að óreyndu verður því ekki trúað, að Reykjavík- urborg ætli að leggja stein í götu þess. Vaki það fyrir meirihluta borg- arstjórnar Reykjavíkur, þarf hald- betri rök en andstöðu hans við að tryggja frið um starfið í Austurbæj- arskóla með ráðningu nýs skóla- stjóra. Höfundur er menntamálaráðherra. X Skór fyrir kröfuharða krakka ^ Flottir oq þægilegir Brúnt oq svart leður 5vart lakk - Rósótt - Gull Stærðir 26-38 Verð kr4.580,- i EN&LABÖRNÍN S k Bankastrœti 10 sími 552-2201 J tejT f ^ÍBÆBÆBÆŒÆBLÆBÆBÆBÆBÆBÆBÆBÆÆk Rosenthal „rpúvelurgpf Glæsilegar gjafavörur (7) '\9/\ C\ Matar- og kaffistell í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.