Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, býður Benóný Ásgrímsson, flugstjóra, velkominn á nýju þyrlunni. Þorsteinn Páls- son, dómsmálaráðherra, Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar og Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, fylgjast með en Páll Halldórsson, yfirflugsljóri, þarf greini- lega að huga að einhveiju í þyrlunni áður en lengra er haldið. Þyrlan vakti athygli í Eyjum og Reykjavík Verður fullbúin 1 byrjun ágúst NÝ þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, lenti í Vestmannaeyjum laust fyrir kl. hálf tvö á föstudag og var það fyrsti viðkomustaður þyrlunnar hér á landi. Á flugvellinum í Eyjum biðu henn- ar Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra og Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, ásamt fleirum. Stutt athöfn var á flugvellin- um í Eyjum, þar sem þyrlan og áhöfn hennar var boðin velkomin til lands- ins, en Eyjamenn fjölmenntu á flug- völlinn til að fagna komu þyrlunnar. Búist er við að hún verði komin í fullan rekstur í byijun ágúst. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Eyjum, flutti stutt ávarp á flugvellin- um. í máli hans kom fram að vel færi á því að nýja þyrlan hefði fyrst viðkomustað í Eyjum, þar sem Eyja- menn hefðu í gegnum tíðina verið frumkvöðlar á sviði öryggismála til sjós. Guðjón sagði að á þessu ári væru liðin 75 ár síðan björgunarskipið Þór kom til Eyja, en Vestmannaeyingar höfðu forgöngu um kaup skipsins, sem var fyrsta björgunarskip lands- manna. Með kaupunum á Þór hafi grunnurinn verið lagður að Landhelg- isgæslunni, enda varð Þór síðar fyrsta skip Gæslunnar. Guðjón afhenti Hafsteini Haf- steinssyni og Þorsteini Pálssyni að gjöf mynd af björgunarskipinu Þór, í tilefni dagsins. Eftir að áhöfn þyrlunnar og aðrir gestir höfðu þegið kaffíveitingar á flugvellinum í Eyjum hélt þyrlan af stað áleiðis til Reykjavíkur, í fylgd gömlu þyrlunnar, TF-SIFjar, sem beið þeirrar nýju á flugvellinum í Eyjum er hún kom þangað. Fjöldi skoðaði flugkostinn Á laugardag var almenningi boðið að skoða flugkost Landhelgisgæsl- unnar hjá flugskýli hennar við Naut- hólsvík. Þar voru sýndar eldri þyrlum- ar TF-GRÓ og TF-SIF, nýja þyrlan TF-LÍF og Fokker-flugvélin TF-SÝN. Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæslu- framkvæmda, sagði að múg og marg- menni hefði drifið að. „Við gátum ekki haft nákvæma tölu á fjöldanum, en það er ljóst að gestirnir voru nokkur þúsund," sagði Helgi. „í fyrstu voru nokkrar umferð- artafír hér við skýlið, en lögreglan kom okkur til hjálpar og eftir það gekk allt vel. Allir, sem létu álit sitt á nýju þyrlunni í ljós, voru mjög hrifn- ir.“ Helgi sagði að nú yrði ráðist í að ljúka frágangi á ýmsum tækjabúnaði í TF-LÍF, og þjálfa flugmenn, lækna og spilmenn til starfa um borð. „Þyrl- an verður áreiðanlega tilbúin að fullu í byijun ágúst,“ sagði hann. Morgunblaðið/Golli VOTVIÐRI aftraði fólki ekki frá því að skoða flugkost Landhelgis- gæslunnar á laugardag. Verðlaunasætið í augsýn í Portúgal _______Brlds_________ Evrópumótiö í sveitakcppni VILAMOURA, PORTÚGAL Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17.júnítil l.júlí Verðlaunasætið í opna flokknum á Evrópu- mótinu í brids er í augsýn eftir að ís- lenska liðið nýtti tæki- færin vel um helgina. Kvennaliðinu gengur eftir vonum en ólíklegt er þó að það blandi sér í hóp efstu þjóða. Vilamoura. Morgunblaðið. ÍSLENSKA karlaliðið vann alla leiki sína á laugardag með miklum mun, Portúgali og Króata 23-7 og síðan Rúmena 25-0, en í þeim leik tókst Rúmenunum aðeins að skora 12 impa gegn 115 íslend- inga. Þennan dag hækkuðu Islend- ingar um 8 sæti, komust úr því 17. í 9. Á sunnudag byijaði íslenska lið- ið á að vinna Mónakómenn, 20-10, en síðan kom röðin að erkiand- stæðingunum, Pólveijum. Pólveij- ar hafa enn ekki fyrirgefið íslend- ingum úrslitaleikinn í Yokohama forðum og þeir byijuðu ieikinn í Vilamoura með látum: Norður gefur, enginn á hættu Norður ♦ D10652 ¥ 762 ♦ 9 *G975 Austur ♦ Á84 ¥ KDG84 ♦ KG74 *K Suður ♦ - ¥ Á1053 ♦ ÁD852 ♦ Á1064 Þorbjörnsson byijaði leikinn á að opna á 2 spöðum með norðurspilin og sýndi með því veik spil og a.m.k. 5-lit í spaða og 4-lit í láglit. Adam Zmudzinski doblaði með austurspilin og Jón Baldurs- son í suður, sagði 2 grönd sem bað Vestur ♦ KG973 ¥9 ♦ 1063 ♦ D832 Sævar Morgunblaðið/GSH ÞORLÁKUR Jónsson og Guðmundur Páll Arnarson búa sig undir viðureignina við Pólverjana Piotr Gawrys og Krzysztof Lasocki. Helgi Jóhannsson, forseti Bridgesambands íslands fylgist með. norður að segja frá láglitnum. Það doblaði Cesari Balicki og hann doblaði síðan aftur þegar 3 lauf komu til hans. Honum hefur sjálf- sagt brugðið ónotalega þegar hann sá blindan enda átti Sævar ekki í erfiðleikum með að fá 9 slag og 470 fyrir. Við hitt borðið fóru Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson í 3 jyönd í AV sem fóru 3 niður en Island græddi 8 impa á spilinu. ísland vann síðan leikinn 16-14 og var þá í 6.-7. sæti með 303 stig. í fyrsta leik mánudagsins kom bakslag þegar liðið tapaði fyrir Hollendingum, 9-21 og datt í 11. sætið en hafði síðan góða forystu á Rússa í hálfleik í 20. umferð í gær. Kjarkurinn í lagi í kvennaflokki spiluðu íslend- ingar við Frakka og ísraelsmenn á laugardag. Frönsku konurnar höfðu þá unnið alla leiki sína með yfirburðum en þær íslensku stóðu í þeim lengi vel. Staðan var jöfn í hálfleik og var það einkum að þakka djarfri ákvörðun Estherar Jakobsdóttur í síðasta spili hálfleiksins. Vestur gefur, NS á hættu Norður ♦ 10 ¥ ÁKG6432 ♦ ÁG1086 ♦ -- Vestur Austur ♦ KDG52 ♦ Á9743 ¥ D9 ¥5 ♦ 42 ♦ KD ♦ 9743 ♦ KD652 Suður ♦ 86 ¥1087 ♦ 9753 ♦ ÁG108 Við annað borðið opnaði Gunn- laug Einarsdóttir í vestur á 2 spöð- um sömu merkingar og opnun Sævars í spilinu að ofan. Colette Lise stökk í 4 hjörtu, Anna ívars- dóttir sagði 4 spaða og það varð lokasamningurinn; allir sögðu pass! Gunnlaug fór 1 niður og Frakkarnr fengu 50. Við hitt borðið passaði Bene- dikte Cronier í vestur og Esther opnaði á 1 hjarta. Silvie Villard sýndi spaða og láglit með 2 hjört- um, Valgerður Kristjónsdóttir sagði 3 hjörtu, Cronier 4 spaða og Esther stökk í 6 hjörtu! Það dobl- aði Villard og spilaði út laufakóng. Spaðataparinn fór í laufásinn og Esther spilaði næst tígli á ás. Þeg- ar það veiddi háspil var slemman unnin, 1660 til íslands og 16 imp- ar. Leikurinn endaði síðan 18-12 fyrir Frakka. ísland vann síðan ísrael 19-11 í næsta ieik en á sunnudag tapaði liðið 5-25 fyrir Pólveijum en vann síðan Mónakó 21-9 í þeim síðari. í fyrsta leik mánudagsins tapaði ísland fyrir Danmörku, 11-19, og var þá í 10. sæti. Þar bjargaði Esther aftur mörgum stigum með því að vinna slemmu þar sem trompliturinn var ÁK964 á móti 1083. Hún mátti engan slag gefa og fann að leggja niður AK og hirti DG fyrir aftan. Við hitt borð- ið tapaði Bettina Kalkerup slemm- unni þegar hun reyndi að svína fyrir DG í hjarta. Guðm. Sv. Hermannsson SEXTÍU og fimm ára afmælis Sambands ungra sjálfstæðis- manna var minnzt síðastliðinn laugardag, er stjórn og trúnaðar- menn SUS komu saman á Þing- völlum. Lagður var blómsveigur að minnisvarða Bjarna Benedikts- sonar, forsætisráðherra, konu hans og dóttursonar. Þar flutti Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi formaður SUS, ávarp. Því næst var haldið í Hvanna 65 ára af- mælis SUS minnzt á Þingvöllum gjá, en þar var Samband ungra sjálfstæðismanna stofnað 27. júní 1930. Formaður afmælisnefndar SUS, Halldóra Vífilsdóttir, greindi þar frá áformum samtak- anna á afmælisárinu, en þar á meðal er útgáfa bókarinnar Okk- ar framtíð og undirbúningur að ritun söguSUS. Þá flutti Guð- laugur Þór Þórðarson, formaður SUS, ávarp. Loks snæddu yngri og eldri liðsmenn SUS nesti sitt á Hótel ValhöII. Myndin er tekin á sama stað og hópmyndin af stofnend- um sambandsins á Alþingishátíð- inni 1930. Glæsileg smáhýsi á Kanarí 4. júlí frá kr. 39.930 Við höfum nú fcngið stórglæsilegt kynningar- tilboð á mjög fallcgum smáhýsum scm tilheyra Sol hótclkcðjunni og eru staðsctt í hjarta Maspalomas. öll húsin cru mcö litlum - cinkagarði fyrir framan, baði, einu svefnhcrbcrgt, stofu, cldhúsi. Glæsilegur garður cr við hótclið. Veitingastaður, verslun, móttaka .allan sólarhringinn og örstult í vatnagarðinn, Tívolí og EI Faro verslunarmiðStöðina. Bókaðu strax, því aöcins 8 smáhýsi er í boði. Kanarieyjar 4. 20. júií Ver8kr.39.932 m.v. hjón mcð 2 2* *14 ára, 4. júlf. Verö kr.49.960 m.v 21 ftnlð. InnifaliÖ í veröi: Rug. gisling, fertVir lil og frá llugvclli, íslcnsk fararsljóm og ilugvallarskatlar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.